Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 18
lfe'
MÖRGÍJ,Nœi;Aít>IÐ) LAtK5A'itrl)AC'('.'R 12::,;'P'£iteR,ÖAfR''l?rr2 ’
Laxveiði í sjó við Lárós
Greinargerö frá stangaveiðifélögum á Hellissandi
og í Ólafsvík og fiskiræktarfélaginu Fróðá
Vegna skrifa þeirra, sem að
undanförnu hafa birzt í Tíman-
um, en höfundur þeirra er fram-
kvæmdastjóri Látravíkur h.f. —
fiskiræktarstöðvarinnar á norð-
anverðu Snæfelisnesi, þar sem
ákveðinn maður er borinn röng
um sökum, svo sem ritstjóri Tím
ans hefur réttilega bent á, vilja
Stangaveiðifélögin á Hellis-
sandi, í Ólafsvík og fiskirækt-
aríélagið Fróðá óska eftir því
að Morgunblaðið birti eftirfar-
andi greinargerð frá þeim um
mál þetta, sem að sjálfsögðu hef
ur vakið allmikið umtal, enda
ekki furða, vegna þess, hve al-
varlegt málið er.
Mál þetta var lagt fyrir siðasta
aðalfund Landssambands stanga
veiðifélaga í Keflavik hinn 27.
nóvember síðast liðinn og var
þar aðalumræðuefni fundarins,
þótt stjóm Landssambandsins
skyti sér undan þvi að geta þess
S fréttum þeim, er hún sendi
tolöðum, útvarpi og sjónvarpi af
fundinum, og málinu hafi á
fundinum beinlínis verið skotið
til meðferðar stjórnar sambands
ins með sérstakri tiilögu.
BIÍKF TII,
tANDSSAMBANDS
STANGAVEIÐIMANNA
Það var fulitrúi Stangaveiði-
félags Ólafsvíkur á aðalfundi
Landssambandsins, Helgi Krist-
jánsson, verkstjóri í Hraðfrysti
húsi Óiafsvíkur, sem lagði mál-
ið fyrir aðalfund Landssam-
toandsins með eftirfarandi bréfi:
Ólafsvik, 15. nóvember 1971.
Landssamband
stangaveiðimanna
Reykjavik.
Undirrituð stangaveiði- og
fiskiræktarfélög á norðanverðu
Snæfellsnesi viljum hér með
senda yður eftirfarandi erindi,
sem við óskum eftir, að stjóm
yðar taki fyrir til afgreiðslu og
meðferðar á næsta aðalfundi yð
ar í Keflavík hinn 27. þessa
mánaðar:
Sú staðreynd hefur biasað við
mönnum á norðanverðu Snæ-
fellsnesi á sl. sumri, að lax hef-
ur verið veiddur með ádrætti í
sjónum framan við fiskiræktar-
stöðina í Lárósi, og það í rikum
mæli.
Upplýsingar liggja fyrir um
það, að þótt lax- og silungsveiði
lögin leggi höfuðáherzlu á, að
laxveiði sé bönnuð í sjó, þá hafi
yflrstjórn veiðimála gefið eig-
endum Lárósstöðvarinnar leyfi
til umræddrar veiði, samkvæmt
undanþáguheimild í lax- og sil-
ungsveiðilögunum, og því er lit-
ið þannig á, að ábyrgðin hvili
fyrst og fremst á henni, að þvi
er varðar umrædda ádráttar-
veiði á s.l. sumri.
Við teljum, að hér sé
um hásalega stefnu að ræða i
fiskáræktarmálunum og að géfið
sé fordæmi, er dregið getur á
eftir sér ófyrirsjáanlega erfið-
ieika.
Á norðanverðu Snæfellsnesi
er árlega varið gífurlegum verð
mætum til fiskiræktar í mörgum
ám, sem ádráttarveiðin við Lár-
ósstöðina getur haft hin skað-
vænlegustu áhrif á.
f>ess vegna mótmælum við
hárðlega leyfisveitingu til
ádráttarveiði á laxi við strönd-
ina framan við Lárósstöðina, sem
að framan greinir, og skorum á
Landssamband stangaveiði-
manna að berjast með öllum ráð
um gegn þvi, að slíkt leyfi verði
framar vertt.
Við treystum þvl, að stanga-
veiðimenn 1 landinu styðji þenn
an málstað okkar, sem við álit-
um að eigi brýnt erindi til álykt
unar inn á aðalfund yðar.
(Undirskrifað af forráða-
mönnum Stangaveiðifélags Ól-
afsvíkur, Stangaveiðifélagsins
Jökla, Hellissandi og Fróðár
h.f.).
HÆTTULEGT FOBDÆMI
Um leið og bréf þetta var lagt
fram á aðalfundinum fylgdi
framsögumaður því úr hlaði með
eftirfarandi orðum:
Á fundi þeim í Stangaveiðifé-
lagi Ólafsvíkur, sem ræddi og
samþykkti þessa ályktun, urðu
miklar umræður um þetta mál,
og voru allir á einu máli um,
að með veitingu leyfis til ádrátt
arveiði í sjó hefði verið gefið
hættulegt fordæmi er gæti vald
ið miklum erfiðleikum fyrir
stangaveiðimenn.
Ekki er vitað, hvar íslenzki
laxinn dvelur þau tímabil, sem
hann er ekki í ánum. Þar af leið
ir, að ekki vitum við Breiðfirð-
ingar t.d. hvort lax sá, er i okk-
ar ár gengur, kemur fyrir Önd-
verðarnes eða Skor eða í þriðja
lagi beint af hafi.
Komi laxinn fyrir Öndverðar
nes og íylgi ströndinni, þá eru
minni líkur á, að lax sá, er geng-
ur í Hólmkelsá og Fróðá, kom-
ist nærri Lárósi. En hvað þá um
lax þann, sem færi sömu leið til
göngu í Dalaárnar? Eru þá ekki
miklar líkur á, að sá lax gæti
veiðzt á þennan hátt utan við
Lárás ?
Komi Breiðafjarðarlaxinn aft-
ur á móti fyrir Skor eða beint
af hafi, þá er að minu viti alveg
undir hælinn lagt, hvar hann
kemur að ströndinni á Snæfells-
nesi norðanverðu og byrjar leit
að sínum ósi.
Geta kannski eigendur Lár-
óss eða veitendur ádráttarleyf-
isins upplýst þennan leyndar-
dóm og/eða sannað, að þama sé
einungis verið að drepa
lax, sem í Lárósstöðina ætlar að
ganga?
Nei. Hafið er áreiðanlega al-
menningur, hvað laxinn snertir
likt og afréttarlönd sauðfjárins.
Leyfist bændum að helga sér
sauðfé á afrétti án markskoðun
ar? Nei, — vissa þarf að vera
fyrir hendi um eignarrétt.
Hvers vegna sitja ekki eigend-
ur Láróss við sama borð og aðr-
ir laxaræktendur í landinu,
þ.e.a.s. að verða að sæta því, að
laxinn gangi sjálfviljugur í
veiðivatnið?
Um laxeldisstöðina í Lárósi er
að öðru leyti allt gott að segja.
Hún er virðingarvert framtak,
og leitt að málstað hennar skuli
spillt með þessum ádráttarveið-
um.
En litum nú á fordæmið, sem
gefið er með þessu.
Víða á landinu hagar svipað
til og I Lárósi, þ.e. að frá nátt-
úrunnar hendi eru góð skilyrði
til þess að gera laxeldisstöðvar,
og má reikna með, að svo verði
gert í auknum mæli.
Hvað þá ef að dyrum berja
erfiðleikar við að fá laxinn til
að ganga sjálfviljugan inn
í stöðvamar? Verður þá ef til
vill veitt leyfi til að veiða með
ádrætti úti fyrir?
Hvað um stöð, sem staðsett
yrði t.d. að Grjóteyri við Borg-
arfjörð, þar sem tugþúsund-
ir laxa eiga leið um í Borgar-
fjarðarárnar? Væri hægt að
verja ádráttarveiði þar?
Svo tala blöðin um fjölda
þeirra laxa, sem gengið hafa
inn í Lárósstöðina. Blöðin
sögðu einnig frá fjölda þeirra
laxa, sem gengið höíðu í Lax-
eldisstöð rikisins í Kolla-
íirði. Ætli það heíði ekki orðið
eitthvað hærri tala, ef ádrátt-
ur hefði farið fram í Kollafirð-
inum?
Nei —- funðarmenn góðir.
Hér þurfa samtök stangaveiði-
manna að sporna við fótum.
Veiði á laxi í sjó hefur ætíð
verið höfuðóvinur stangveiði-
manna og þess vegna er með um
ræddum veiðum gengið i ber-
högg við stefnu íslenzkra
stangaveiðimanna.
Góðir fundarmenn.
Félög þau, sem erindi þetta
senda inn á fundinn, æskja þess
að því verði vel tekið og að
fundurinn taki skýra afstöðu
með þvi í þessu máli.
Svo sem gefur að skilja urðu
langar og miklar umræður um
mál þetta á aðalfundi Landssam
bandsins, eins og ritari stjórnar
landssambandsins hefur rétti-
lega skýrt Tímanum frá, en jafn
framt sagði þessi heimildarmað-
ur Tímans í umræðunum á aðal-
fundinum þetta um málið: „Ég
er einn af hluthöfunum í Látra-
vik h.f., og ekki sá minnsti. En
ég kæri mig ekki um að fá minn
hluta greiddan með laxi, sem
veiddur er í net við Lárós.
Eftir að ritari stjórnar Lands-
sambandsins, Hákon Jóhanns-
son, kaupmaður, hafði gefið Tím
Við 1
anum réttar fréttir um
málið frá aðalfundi Landssam-
bands stangaveiðifélaga, birt-
ir formaður Látravíkur h.f.
grein um málið í Tímanum hinn
6. janúar og nú aftur hinn 5.
febrúar, þar sem mjög er hallað
réttu máli og menn bornir röng-
um sökum, sem í sjálfu sér sann
ar bezt, hve hér er um vafasam-
an og viðsjálan málsstað að
ræða. Málinu hefur nú verið
skotið til Landbúnaðarráðherra
með þeirri greinargerð í aðal-
atriðum, er hér með fylgir:
BBÉF TIL
LANDBÚNAÐABBÁÐHEBBA
Herra landbúnaðarráðherra
Halldór E. Sigurðsson,
Reykjavik.
Á aðalfundi Landssambands
stangaveiðifélaga, sem haldinn
var í Keflavík hinn 27. nóvem-
ber s.l., var lagt fram bréf til
stjómar sambandsins, sem hér
með fylgir í afriti, frá Stanga-
veiðifélagi Jöklara, Hellissandi,
Stangaveiðifélagi Ólafsvíkur og
fiskiræktarhlutafélaginu Fróðá
í Fróðárhreppi, Snæfellsnes-
sýslu, varðandi netaveiði þá, er
stunduð var á síðast liðnu sumri
framan við fiskiræktarstöð
Látravíkur h.f. við Lárvaðal á
Snæfellsnesi, og skýrir efni
þessa bréfs sig sjálft.
1 framhaldi af bréfi þessu
lögðu sömu aðilar fram á fund-
inum tiilögu þá, sem einnig fylg
ir hér með í afriti, og þarf efni
tillögunnar heldur ekki sér-
stakra skýringa við. Fundurinn
samþykkti að vísa tillögu þess-
ari til meðferðar stjórnar Lands
sambands stangaveiðifélaga.
Þar sem hér er að okkar dómi
um mjög alvarlegt mál að ræða,
er snertir netaveiði á laxi í sjó,
viljum við hér með, hæstvirtur
landbúnaðarráðherra, ekki láta
undir höfuð leggjast að skýra
yður stuttlega frá gangi þeirra
umræðna, er áttu sér stað um
málið, á aðalfundi Landssam-
bands stangaveiðifélaga og
í framhaldi af því beina þeim
éindregnu tilmælum til yðar, er
felast í niðurlagi þessa erindis.
Á umræddum fundi upplýst-
ist eftirfarandí:
1. Að fiskiræktarhlutafélagið
Látravík hefði á s.l. sumri sótt
um undanþáguheimild frá lax-
og silungsveiðilögunum nr.
76/1970 til að veiða lax og sil-
í ádráttarhet fyrir framan gildr
ur hlutafélagsins í Lárvaðli.
2. Að veiðimálastjóri, Þór
Guðjónsson, hafði mælt með því
við landbúnaðarráðherra í bréfi
hinn 30. júní 1971, að umbeðin
netaveiði á laxi með ádrætti
framan við fiskeldisstöðina í Lár
vaðli yrði veitt, með skírskot-
un til 3. mgr. 16. gr. lax- og sil-
ungsveiðilaganna.
3. Að landbúnaðarráðuneytið
hefði veitt þetta leyfi, að fengn
um hinum fyrrgreindu meðmæl-
um veiðimálastjóra, i bréfi hinn
30. júní 1971, og er bréf ráðu-
neytisins dags. hinn 2. júlí 1971
og sent Fiskiræktarfélaginu
Látravík — b.t. Jón Sveinsson,
rafvirkjameistara, Grundarlandi
12, Reykjavík.
4. Að mál þetta var aldrei bor
ið undir Veiðimálanefnd, enda
ekki nauðsynlegt samkvæmt því
ákvæði lax- og silungsveiðilag-
anna, sem veiðimálastjóri vísar
til í bréfi sínu og álítur, að rétt-
lætt geti hina veittu und-
anþáguheimild
1 málflutningi okkar undirrit
aðra á nefndum aðalfundi Lands
sambands stangaveiðifélaga,
lögðum við áherzlu á eftirfar-
andi atriði:
1. Að lög um lax og silungs-
veiði mæltu svo fyrir sem grund
vallaratriði í 14. grein 4. kafla
laganna, er beinlínis fjallar sér
staklega „um friðun lax og
gönguisilungs“ 1. málsgrein þeirr
ar greinar að „Eigi má veiða
lax i sjó“, og væri það því höf-
uðskylda allra þeirra opinberu
aðila, er eftirlit hefðu með fram-
kvæmd þessara laga, að þessu
ákvæði yrði fylgt til hins ýtr-
asta og gætt sérstakrar varúð-
ar um veitingu undanþágu frá
þessu meginákvæði laganna.
2. Að þar sem 9. kafli sömu
laga fjallaði sérstaklega um
klak- og eldisstöðvar ríkisins og
fiskeldi og veiðar í námunda við
slíka starfsemi almennt, saman-
ber sérstaklega 73. og 74. grein
laganna í þessum kafla,
væri það með öllu fráleitt af
veiðimálastjóra að ganga fram
hjá Veiðimálanefnd í slíku máli,
sem hér um ræðir og beina með-
mælum sínum til iandbúnaðar-
ráðuneytisins um undanþágu
heimild fyrir Látravík h.f. til
ádráttarveiði í sjónum framan
við fiskeldisstöð félagsins á al-
gerlega röngum forsendum.
3. Að samkvæmt framansögðu
hefði veiðimálastjóri beinlín-
is orðið valdur að því, að lög
um lax- og silungsveiði nr.
76/1970 hefðu verið brotin á al
varlegan hátt og með þvi gefið
fordæmi, er væri afar alvarlegt
og gæti dregið á eftir sér óvið-
ráðanlega erfiðleika.
veiðimAlanefnd og
veiðimAlastjóbi
Svo sem að líkum lætur urðu
umræður um mál þetta víðtækar
á nefndum aðalfundi. Tveir
Veiðimálanefndarmenn voru
staddir á fundinum, formað-
ur nefndarinnar, Árni Jónas
son, ráðunautur, sem upplýsti
fundinn um það, að málið hefði
aldrei verið lagt fyrir Veiðimála
nefnd, og Guðmundur J. Krist-
jánsson, deildarstjóri, er stað-
festi upplýsingar formanns
Veiðimálanefndar og fordæmdi
harðlega um leið hina veittu
undanþáguheimild fyrir ádrátt-
arveiði á laxi við strond-
ina framan við fiskiræktarstöð
Látravíkur h.f.
Veiðimálastjóri reyndi að rétt
læta þetta embættisverk sitt á
tvennan hátt 1 fyrsta lagi með
þvi, að myndazt hefði sandrif
framan við gildrur fiskiræktar-
stöðvarinnar við Lárvaðal, sem
torveldaði laxi göngu inn í gildr
ur stöðvarinnar, en sandrif
þetta taldi hann að myndazt
hefði einmitt vegna bygginga
gildranna og annarra fram-
kvæmda við útrennslið úr Lár-
vaðli, eða með öðrum orðum
vegna framkvæmda af manna
völdum, þ.e. eigenda stöðvarinn
ar, sem þeir hefðu varið allmikl-
um fjármunum til að fram-
kvæma
1 öðru lagi vildi veiðimála-
stjóri halda því fram, að hér
væri um nákvæmlega sömu að-
stæður við ósasvæði að ræða og
við t.d. Ölfusárósa eða Hvítár-
ósa í Borgarfirði og reyndar við
ar, þar sem netaveiði væri leyfð
og ekki við henni hróflað
Veiðimálastjóra var að sjálf-
sögðu á það bent, að þessar rök
færslur hans gætu á engan hátt
staðizt, þar sem upplýst væri, að
breytingamar við útrennslið úr
Lárvaðli ættu rót sína að rekja
til framkvæmda af manna völd-
um og yrðu því þeir, er ættu
hluta að máli, einir að bera
ábyrgðina af þeim breytingum.
Ósasvíeði Ölfusár og Hvítár
hefðu hins vegar aldrei breytzt
neitt af manna völdum, svo vrt-
að væri, þar væru ekki reknar
neinar klak- og fiskiræktar-
stöðvar eða fiskeldi, auk þess
sem netaveiðin þar byggðist á
fornum rétti, sem að vísu hefði
lengi verið gagnrýndur og bar-
izt á móti, svo sem veiðimála-
stjóri ætti manna bezt að vita.
Bæri þvi allt að sama brunni
um lögleysu þessa máls, sem
veiðimálastjóri sjálfur staðfesti
reyndár með slíkum mál-
flutningi sínum.