Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 13
MORGWJBLAÐIÐ, I.AUCARDAGUR 32. FEBRÚAR 1S72 X3 -» Og ef ég færi vestur Morgunblaðið hittir Jón Einarsson á Heiði eða Álfhólsvegi 100 á máli skipulagsins Hann stóð efst uppi á DragfluUsinum og snússaði sigr rétt i því okkur bar að garði. Jón Einarsson heitir hann og býr á Heiði, en nú hefur skipulagið lagt skikann hans undir sig og á þess máJi býr Jón að Alfhólsvegi 100. En honum þykir vænt nm Heið ar nafnið, enda orðinn þvi vanur iöngu áður en nokkurt skipulag bar þama á góma. Hann fluttist bóndi vestan úr Dölum í Kópavog fvrir 22 ámm,. f»að vwru vedteindin, sem sigurðu bóndann og sendu tiann í kaupstaðinn. En bóndi var hann eftír sem áður. Og fyrstu árin hélt íiann áfram að búa „uppi í sveit“. „Þegar ég kom hingað að Heiði," segir Jón, „var eng- in byggð hér í kring. Hús- in voru á stangli inn í bæ, en ég stóð hér og sá vítt til alira átta. Og ég var einn út af fyrir mig.“ Síðan hefur byggðin verið að þofkast nser honum og nú býr hann að Álfhóisvegi 100 og hinum megin við girðing una ganga börn bæjarins til mennta. „Ég er svo sem e<kk ert 3rfir mig hriíinn af því að vera búinn að fá byggðina til min,“ segir Jón. En hann við urkennir þessa þróun tímans, þótt hann vilji sem minnst um hana hugsa og kindumar Ihans hjálpa honum til að gieyma henni. „Fyrst eftir að ég kom suð- ur hirti ég fyrir Ingimund á Brúnastöðum. Fyrir það féklk ég svo fimm iömb.“ Nú hýsir Jón 35 kindur; setti sex lömto á í haust. „í>ær forða mér frá því að leggjast í kör,“ segir hann og horfir ástúðlega inn í fjárhúsið. „Þær eru vænar," segir hann svo hreykinn. „En það er ekki tvíiembt í stofninuin." „Ég hef aldrei farið vestur í Dali síðan ég fluttist suður,“ segir hann svo og horfir hugsi inn til Breiðlholtsins. ,J>ær forða mér frá því að leggjast í kör. (Ljósm. Mbl: Sv. J>orm.) „Kannski hef ég haft nóg að núlla við hér syðra. Og ég er orðinn 84 ára.“ Svo horfir hann fast á okk- ur: „En ef ég færi vestur, yrði ég að vera lengi. Ég yrði að vera iengi.“ Og hann snússar sig aftur um ieið og við höldum aftur af stað. Athugasemd við opið bréf Hermóðs Guðmundssonar 1 Morgunblaðinu, laugardag- inn 5. febrúar sl. birtist opið bréf frá Hermóði Guðmunds syni, bónda í Árnesi til Lárus- ar Jónssonar, aiþingismanns. 1 bréfi þessu koma fram hrein ósannindi er varða Hagsmuna- samtök Norðlendinga og telur stjórn Eyjafjarðardeildar sam- takanna nauðsynlegt að leið rétta þau. Bænda- mótmæli Bonn, 11. febr. — NTB TUGIR þósunda bænda efndu til mótmælaaðgerða í mörgnm borgum Vestur-l>ýzkalands í dag tíil að leggja áherzlu A kröfur sínar iun 12% verðhækknn á landbúnaðarafurðiun. Óku hænd- urnir dráttanéluni sfniim inn í borgirnar og margir þeirra báni svarta fána og drógu á eftir sér ííkkistur. { Bonn drógu nokkrir bændur líkkistu á eftir sér með áletruninni: „Síðasti þýzki bónd- inn“. Samkvæmt tilboði Evröpuráðs- ins stendur þýzkum bamdum til boða 8% hækkun búvöruverðs, en þvi tilboði hafa þeir neitað. Mest varð um mótmæli í land- búnaðarhéruðum Nieder-Sachsen og Schleswig-Holstein. í fyrr- nefnda héraðinu tóku bændur á 10 þúsund dráttarvélum þátt í mótmælaaðgerðunum, en í Schlesrwig - Hoist ein voru bænd- urnir um átta þúsund og drátt- arvélarnar 1500. Aðallega beindu bændurnir mótmæium sónum gegn samningunum um verðlag á vegum Efnahagsbandalagsins í Rriissel, en viða gerði vart við sig óvild 1 garð bandariskra bænda. Til dæmis mátti sjá mót- mælaspjöld með áletrunum „Við viíjum ekid leysa vandræði bandarískra bænda“, og „Um- iram hveitiuppsfcera Bandaríkj- anna eyðileggur búskap okkar.“ ¥þhr er eitthurð FVRIR RLLR 1. Nafn samtakanna er Hags- munasamtök Norðlendinga, en ekki „Hagsmunasamtök Norð lendinga í raforkumáIum“ eins og Hermóður skirir þau. 2. Á stofnfundi samtakanna gerðust 78 menn félagar í Eyja- fjarðardeild samtakanna, en nokkru fleiri munu hafa verið á fundinum (Hermóður telur fundarmenn hafa verið á milli 50 og 60). Félagar eru nú tæp- lega tvö hundruð og fjölgar ört. 3. Til fundarins var boðað með augiýsingum í útvarpi og dagblöðum. Hins vegar var ekki auglýst í sjónvarpi, og sá sjón- varpið ekki ástæðu til að geta um stofnfund samtakanna, þrátt fyrir þá staðreynd, að fréttatil- kynning hafði verið send sjón- varpi fyrir fundinn. 4. Undirskriftasöfnun sú, er fram hefur farið, bar góðan ár- angur og var henni að mestu lokið fvrir stofnfund samtak- anria, en eitthvað mun hafa bætzt við af undirskriftum síð- ar. Stjórn Eyjafjarðardeildar er ekki kunnugt um, að yngri menn en 16 ára hafi skrifað und ir undirskriftaskjal og yfirleitt munu aðeins húsráðendur hafa skrifað undir. I>að er mál þeirra, sem með lista gengu, að þátt- taka húsráðenda sé nokk- urn veginn alger eða einhvers staðar á milii 90 og 100 af hundr- aði. Sjálfsagt munu einhverjir hafa skrifað undir skjalið, sem voru innan kosningaaldurs, en því miður sýndi fólk á aldrinum 16—20 ára lílinn áhuga á þessu máli, enda því ekki eins brýnt hagsmunamál sem þeim, er ekiri eru. Á Akureyri og í nágrenni hafa rösklega þrjú þúsund manns skrifað nafn sitt undir ályktunina og verða undir- skriftaskjöl afhent ríkisstjórn- inni fimmtudaginn 10. febrú- ar n.k. Auðveit er að ganga úr skugga um sannleiksgildi um- mæla Hermóðs með þvi að kanna listana. Er hér með skorað á Mermóð að upplýsa hvaða „börn" hafi verið ,,tekin“ og „látin" skrifa undir ályktunina. Er þetta þeim mun nauðsynlegra sem Hermóð- ur sakar samtökin um „lögbrot" í þessu sambandi. 5. Hermðður segir, að eiim af framámönnum samtakanna hafi talið liggja svo mikið á að láta strika nafn sitt út af Usta sam- takanna, að hann hafi sent vott- fest símskeyti með kröfu um út- strikun. Stjórn samtakanna er ekki kunnugt um að nokk- ur maður hafi látið strika sig út af félagslista samtakanna, og símskeyti það, sem Hermóður tal ar um, hefur ekki borizt samtök unum ennþá. Væri fróðlegt, að Hermóður upplýsti, hvaða mann hann á við og hvaðan um- rætt skeyti hafi verið sent, svo hægt sé að ganga eftir þvi hjá Landssíma íslands. Einnig væri eðlilegt, að hann skýrði frá hver eða hverjir hefðu vottfest umrætt simskeyti. Stjóm Hagsmunasamtaka Norðlendinga mun fram- vegis fylgjast náið með skrifum Hermóðs Guðmundssonar og annarra um Laxármál og leitast við að leiðrétta ósannindi, sem fram kunna að koma í þeim skrifum. Telur stjómin að þessu hafi verið of lítill gaum- ur gefinn að undanfömu, þrátt fyrir ærnar ástæður til þess. Hagsinunasamtök Norðlendinga — Eyjaf jarðardeild. ur í „vilja-baráttu“ þeirra við öryggislögregluna KBG. Sagt er að flokksstjórnin hafí lagt á það áherzlu að þetta tölu- biað yrði stöðvað, hvað sem það kostaði. 1 byrjiun febrúar, kvaddi KGB tvo menn og eima konu, til yfirheyrslu vegna útgáfu ólöglegra rita. Meðal ritanna eru auk þess áðurnefnda, til- tölulega nýtt rit sem heitir „Veche“ og annað sem heitir „Ukransky Vestnik“. Sagt er að tveir hershöfðingjar taki þátt í yfirheyrslunum. KGB hefur eftiriit með hundruðum manna og kvenna, sem grunuð eru um tengsl við þessi neðanjarðarbiöð. Handtökur og húsieitir hafa verið framkvæmdar i U'kra- inu, Moskvu og Litháen. Fyrrnefnd ákvörðun mið- . i stjórnarinnar er frekari sönn un þess að stjórnmálaleiðtog- arnir ætla ekki að þola leng- ur að ítarlegar fréttir af sov- ( ézku andspyrnuhreyfingunni, berist til annarra landa, og innan Sovétrikjanna sjáifra. Hins vegar lítur út fyrir að KGB, viti ekki almennilega hvernig fara skuli að óskum flokksins, án þess að athygl- in dragist enn meira að and- mælendum, og máistað þeirra. Time telur að húsieitirnar og handtökurnar, séu geróar í þeim tilgangi að safna nóg- um sönnunargögnum fyrir l réttarhöld, sem eigi að hræða J aðra sem stunda svipaða J starfsemi. f frá Eyjafjarðardeild Hags- munasamtaka Norðlendinga — Einvígið I'rainh. af bls. 32 við dr. Euve, sagðd Guðmund- ur G. Þórarinsson ennfrem- ur, — og sagðii honum, að isienzka skáksambandið gæti faUizt á, að einvíginu yrði skipt milii Reykjavikur og Belgrad, ef það gæti orðið málamiðlun, er hyggi á þann hnút, sem málið er nú komið i. Hins vegar þyrfti að taka upp sérstaka samninga um, hvor hluti einvígisins yrði á hvorum stað og hvemig kostn aði yrði skipt i þvi tilviki, að Skákiximr yrðu ekki 24. Guðmundur sagði, að dr. Euve hefði slcýrt sér svo frá, að Belgrad væri þegar búin að fallast á það að skipta einviginu og sér væri ljóst, að það þyrfti sérstaka samninga. tíl þess að ganga frá því máli. Guðmundur kvaðst þá hafa tjáð dr. Euve, að Fischer hefði verið búinn að segja sér, að hann gæti ekki fallizt á, að einvígið yrði teflt á mörgutm stöðum. Hefðd dr. Euve þá sagt, að sér væri kunnugt um þá afstöðu Fisehers, en hann hefði farið þess á leit við Edmondson, framkvæmdastjóra banda- ríska skáksambandsins, að hann reyncfi að fá Fischer til þess að fallast á þessa mála- miðhm. Guðmundur G. Þórarins- son sagði, að ekki væri vit- að um viðhorf Spasskys til þess, að eiiwiginu yrði skipt, en að sér virtist eftir þeirri fréttatilkynningu, sem komið hefði frá sovézka skáksam- bandinu, að Rússar hygðust ekki sætta sig við að tefla neins staðar nema í einhverri af þeim fjórum borgum, sem þeir hefðu tilnefnt. Hins vegar væru fordæmi fyrir því, að keppni um heimsmeist- aratitilinn i skák hefði verið skipt, tíl dæmis eftír dauða Alékines, þegar teflf var um heimsmeistaratitilhm baeði í Haag og Moskvu. — Fischer sagði sjálfur á blaðamannafundi hér, að hann myndi að sjálfsegðu tefla í Reykjavík, etf dr. Etwe tilnefndi hana sem keppnis- stað. Rússar hafa aftur á móti verið mjög andvígir því að tefla í Júgóslaviu. Að öllu samanlögðu er ég þvi mjög vongóður um, að Reykjavik verði keppnisstaður heims- meisitaraeinvígisins, sagði Guðmundur G. Þórarinsson að lokum. Herferð KGB gegn neðanjarðarritum gengur ekki sem bezt BREZKA blaðið Time, skýrir frá þ\i að nú sé hafin í Sov- étríkjunum, mikil herferð á hendur þeim sem gagnrýna st.jórnarfarið í iandinu. Á- kvörðun um það hafi verið tekin á sérstökum fundi mið- stjórnar komnuinistaflokks- ins, 30. desember sl., og sér- stök áherzla lögð á að binda enda á útgáfu óiöglegra rita, eins og „Cronicle of Current Events“, sem reglulega skýr- ir frá kúgunaraðgerðiiin stjórnarinnar, sem brjóta i bága við stjómarskrána. Time segir að heldur gangi yfirvöldum erfiðlega í þessari baráttu, því 23. hefti ritsins er þegar komið leynilega út í Moskvu og líta andmæiend- ur á það sem mikilvægan sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.