Morgunblaðið - 12.03.1972, Blaðsíða 14
14
MORGfJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1972
(Ljósim. Mbl. Kr. Ben.)
Htín stikar yfir leiksviðið, stórnm
skrefnm en léttstíg þö — eins og
listdonsuruni einiun er lagið.
Dökk úfin hárfléttan dingflar á bak-
inu ogr brosið virðist ná alveg- út í
hártoppana. Hún klappar saman lóf-
uniim off kallar: „Ert þú að bíða eft
ir mér?“
Dæmalaust lifandi mannesk.ja
þessi Dania Krupska, sem hér er um
þessar mundir að æfa bandaríska
söngrleikinn „Oklahoma“ í Þjóðleik
húsinu — hann verður frumsýndur
25. marz nk.
Hún er bandarísk, pólskrar ættar
og aðstoðarmenn hennar á sviðirou
segja, að hún sé hinn mesti vinnu-
garpur, æfi frá morgni til kvölds,
og hafi lagt undir sig Melaskólann á
kvöldin. „Henni tekst lika að fá alla
til að syngja og dansa“ segja þeir,
— oig vara okkur við því að iáta
minningar um kvikmyndina Okla-
homa ráða afstöðunni til söngleiks-
ins, — þetta verði allt annað verk.
Kvikmyndin hafi ekki aðeins gefið
ranga mynd af söngleiknum, eins og
hann var upphaflega sýndur í Banda
ríkjunum — en þar átti hann aðsókn
armet í tuttugu ár — heldur
hafi Dania Krupska bætt inn í leik-
inn ýmiss konar atriðum, sem varpi
skýrara ljósi yfir siðvenjur og hætti
manna í Miðvesturrikjunum á þeim
tíma, sem leikurinn gerist.
Það er um 1890 í samnefndu riki,
— Oklahoma, sem þá var tæpast orð
ið ríki. Þar segir frá mannlífi í mót-
un, erjum og slagsmálum kúreka og
bænda út af beitilöndum og olnboga
rými — og öðrum hversdagslegum
málum hins daglega lífs þess tíma.
ívafið er ástarsaga ungrar bónda-
dóttur og kúreka — og í leiknum
skiptast á gaman og alvara, söngur
og sorg.
Dania Krupska fer mjög lofsam-
legum orðum um leikarana og aðra,
sem að sýningunni standa, ekki SÍzt
leiksviðsstjóra og ljósameistara.
„Þetta er diásaimlegt fólk,“ segir hún.
„Leikararnir vinna afskaplega vel og
bera umhyggju fyrir leikhúsinu sinu
— og það er hinn eini sanni leik-
hússandi."
Improviseruð
atriði
Hún dvaldist hér í smátíma í októ-
ber til þess að ræða um leiktjöld og
sviðsbúnað annan; hún kom aft-
ur 25. janúar og síðan hefur verið
unnið af kappi.
— Okiahoma var upphafiega leik-
Hún
átti
að
láta
æsku-
drauma
móður
sinnar
rætast
rit, segir hún — Oscar Hammerstein
hafði náð góðum árangri með leikn-
um Rose Marie en misheppnaðist svo
aftur og aftur unz hann skrifaði
Oklahoma sem leikrit með mörgum
söngvum. Þeir, sem sviðsettu leik-
inn, sáu, að hann væri betur kom-
inn sem söngleikur — „musical
play“ og þeir Hammenstein og Ric-
hard Rogers unnu hann i sameiningu.
— Ég hef reynt að leggja
áherzlu á hann sem slíkan, bætt inn
aukadönsum hér og þar, og þjóðleg-
um atriðum ýmiss konar, sem mér
finnst líklegt að auki skilning manna
hér á sög’U leiksins. 1 Bandarí'kjun-
um er kannski nóg að segja eina
setningu — og hún höfðar til
vitneskju áhorfandans um þessa
gömlu tíma — en hér er sú þekking
sennilega ekki fyrir hendi og því
hef ég tekið þetta ráð. Mörg atriðin
eru impróviseruð að því leyti, að ég
segi leikurunum, hvað þeir eigi að
sýna — og svo gera þeir það á sinn
hátt. Bandarískur leikari mundi e.t.v.
gera það allt öðru vísi en hans túlk-
unarmáti færi vafalaust fyrir ofan
garð og neðan hjá íslenzkjum áhorf-
endum.
— Já, við höfum leikara í öllum
hlutverkum, ekki söngvara því þeir
eiga að syngja eins og bændur og
kúrekar myndu syngja.
Gerði uppreisn
13 ára
Kannski við fáum svo eitthvað að
vita um Daniu sjáflfa. Hún er banda-
rísk, eins og fyrr sagði, af pólsku
foröldri fædd í Massachusetts, al-
in upp í Pennsylvaniu, skóluð í New
York — og víðar — og starfar mest
þar. Hún er gift leikara í New York,
Ted Thurston og á með honum tvö
börn. Þrettán ára dóttir þeirra hef-
ur verið í heimsókn hér hjá móður
sinni síðustu vi'kumair og fengið dá-
læti á íslenzkum hestum.
Móðir Daníu var píanóleikari, fað-
ir hennar prestur. Móðirin kaþólsk,
harm mótmælandi. Hún frá austur-
ríska hluta Póllands, hann frá þeim
rússneska — og fjölskylda hans nú
öll innan landamæra Sovétríkjanna.
Móðirin hét Anna Niementowska.
Hana dreymdi um að verða dansmær
og lærði m.a. hjá Isadonu Duncan,
sem sagði henni, að hún hefði ekki
fætur fyrir listdans. Hún varð því
að láta sér nægja hljómlistina, sem
hún hafði stundað frá barnæsku og
hún hélt píanóhljómleika víða
í löndum Evrópu.
En Anna ákvað að láta dóttur sína
uppfylla æskudraumana. — „Hún
ákvað, að ég skyldi ganga braut
danslistar eða leilklistar,“ segir Dania
Krupska, -— „og byrjaði þegar ég var
þriggja ára að halda mér að dans-
námi. — Hún kom mér til allra
beztu kennara, sem völ var á, m.a.
til Ejorouvu og Michaelis Mordkins í
París og heima i Bandarikjunum
lærði ég hjá Aubrey Hitchins, sem
var síðasti mótdansari Pavlovu. —
Þegar ég var þrettán ára gerði ég
uppreisn gegn henni og ákvað að
ganga ekki þessa götu — og hún gafst
upp. En þá leið auðvitað ekki á
löngu þar bil mér snerist hugur og
ég sá, að ég viildi ekikert fremiuir.“
— „Ég er henni afar þakfklát núna
fyrir þá miklu og góðú kennslu og
þjálfun, sem hún veitti mér, þótt ég
væri ekki hrifin þá. Enn í dag óska
ég þess þó, að ég hefði átt frjálsari
bernsku og æsku. Þess Vegna geri ég
mér far um að lába dóttur mina njóta
frjálsræðis. Hivort hún gengur lista-
braut er enn ekki unnt að segja neitt
um, — hún hefur greinilega myndlist
arhæfileika og áhuga á leiklist, þó
aðeins sem áhorfandi ennþá — en
hiver veit hvað hún gerir sein.na.“
Nær 30 ár frá
frumsýningu
Oklahoma
Dania Krupska hefur sýnilega
meiri áhuga á að tala um aðra en
sjálifa siig og hún gumar ekkert af
margra ára reynslu sinni í sviðsetn-
in.gu sönigleikja, bæði í New York,
— hún hefur tvisvar hlotið merk
verðlaun fyrir kóreografi og svið-
setningu á Broadway — og víða ann-
ars staðar í Bandaríkjunum. Hún
hefur einnig unnið á Italíu, í Sví-
þjóð og Englandi. Og íslendingum er
hún að góðu kunn frá því hún æfði
og samdi dansana í Zorba í fyrra-
vetur.
Oklahoma stjórnar hún nú í fyrsta
sinn. Höfundana báða hefur hún
þekkt persónulega. — „Mig hefði
lan.gað tiil að Ridhard Rogers kæmi
hingað og sæi jæssa sýningu, en hann
er orðinn gamall maðuir og mjög las-
burða og treystir sér ekki.“
— „Ég vona, að þebta gangi all.t
vel,“ segir Dania „og að fðlik komi á
þessa sýningiu til að skermmta sér,
létta af sér dagiiegu amstri, — ekki
með hnyklaðar brúnir og heilabrot.
Og ég vænti þess, að áhorfendiur
verði nokkurs víisari um lífið í Ok'a-
homa fyrir siðusbu aildamót." — mb|.