Morgunblaðið - 12.03.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐ3Ð, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1972 13 mokarinn mildi f ró BM VOLVO Stór hjól; drif ó tveim eða fjórum hjólum; mismunadrifslós; 80 ha. dieselvél með beinni innspýtingu; rúmgott og hljóðeinangrað örygg- Íshús með Volvosæfi; völcvastýring; liðlegur og kraftmikill í ómokstri; lyftir, staflar, dregur, ýtir. Allar upplýsingar um LM 621, LM 641, og aðrar ómokstursvélar fró BM Volvo eru óvallt til reiðu. Suóurlandsbraut 16*Fleykjavik*Simnefni Volver*Simi 35200 Jkynna ungonenntum þá mög'U ileíka, sem þessi undirs’töðu atviim'uvegur okfkar hefur upp á að 'bjóða. Um öryggismáltn var gerð •lömg álytktun, einnig um sam- göngnmál, lág-marks möskva- stwrö þorskaneta, takmarkanir á bolfiskveiðum í nót, ennfrem- ur voru samþykktar ályktanir og mikið rætt um fiskiðnaðinn, skipasmíðar innanlands og af- leiðingar fiskveiðilögsögu út- færslunnar fyrir fiskveiðar okkar, en of langt yrði hér upp að telja eða rekja efnislega allar ályktanir þingsins, enda geta þeir sem •óisika að kynna sér þær og greinangerðir fyrir þeim til hlit ar, lesið þær í Ægi eða Fiski- tlíþindum. Eina ályktun' iangar mig þó til að láta fylgja máli minu í -iokin, en það er áiykt- unin um frumvarp til laga um tæknistofnun sjávarútvegsins, sem nú Jiggur fyrir Alþingi. Hún var svolhiljóðandi: Fisikiþing hefur kynnt séi I ifrumvarp til laga um tækni | stofnun sjávarútvegsins og s iagnar þeim áhuga og stuðningi : sem þar kemur fram til eflingar : tæknimálum útvegs og fisk- : vinnslu, sem þingið telur að þörif sé að bæta og auka. Þing- ið minnir á að Fiskifélagið hef- lur um árabil reikið tæknideild íyrir sjávarútveginn og eru þar fyrir nokkur tæki og góð aðistaða til starfa, en fjármagns skortur hefur háð starfsemi öeildarinnar og heft eðliiega þróun hennar. Fiskiþing tel- ur að með þeim tekjustofni, sem ifrumvarpið gerir ráð fyrir, igæti tæknideild Fiskifélagsins leyst verkefni fyrirhugaðrar tækni- stofmunar af hendi eftir því sem ffjármagn leyfir, ag því sé ekki ástæða til að efna til nýrrar rík isstofniunar. 1 þessu sambandi bendir þing ið á, að nú hafa verið sam- þykkt ný lög fyrir Fisikifélag ís lands og þeim fylgja verulegar skipuiagsbreytingar á féiaginu. Með samþykkt þessara nýju laga verður samtökum allra að- iia, er fást við íiskvinnslu og fiskveiðar gefinn kostur á þátt- töku í stjórn og starfi féiags- ins og þar með geta þessir aðil- ar haft áhrií á mótiun starfs Fisikiíélagsins i framtiðinni. Af þessum ástæðum telur Fiski- þing Fiskifélagið færara til að taka að sér verkefni tækni- stofnunarinnar, en áður var. Barry McCall skipstjói. Ross Renown í Reykjaviknrhöf n. Brezki methaf- inn í heimsókn Hér lá i Reykjavíkurhöfn fyr ir nokkrum dögum togarinn Ross Renown, sem setti sölumet í haiust er leið á brezika mark- aðnum svo hressilegt að vafa- samt er að það verði slegið á næstunni. Skipið hafði verið að veiðum út af Vestfjörðum í nóvember síðastliðið haust og var þrjár vikur alls í túrnum, höfn úr höfn, og því í tæpan hálfan mán uð á veiðum. Aflinn var alls 194 tonn, þar af 172 tonn af „púra" þroski. Þessi afli seldist á £ 37,383 eða um það bil 8.474.726.00 krónur ísl. en það er um 43.70 isl. kir. meðalverð fyrir kg. Þetita er meðalverð á svo miMiu aRamagni. Mesti dagaflinn í túrnum var 43 tonn en mesti afii í holi 18 tonn af rigaþorski. Ross Renown er álíka á stærð og Þorkell máni eða rúm 700 brtn. Hann var byggður 1962 og er i eigu BUT sem heitir fullu nafni British United Trawlers en það er samsteypa, sem fyr- ir nokkrum árum innlimaði Ross fyrirtækið ag þess vegna er þetta nafn á skipinu. Skipstjórinn á Ross Renown er 31 árs gamall, en þó margreyndur aflamaður. Hann heitir Barry McCall og er geðslegur ungur maður, hæglát- ur og yfirlætislaus. Hann sagði að aliur þessi mikli og góði þorskur, sem hann fékk í þess- um túr, hefði verið Grænlands- fiskur að ganga upp á Vest- fjarðagrunnin. Ross Renown hefur tekið allan sinn afla á ár- inu, líkt og ýmsir aðrir af afla- hæstu togurunum, á svæðinu frá Heila og suður á Eldeyjar- banka. Úthaldsdagar Ross Ren- own voru ekki nema 278 dagar þvi að skipið var tvo mánuði rúma í klössun. Heildaraflinn varð tæp 2000 tonn, en heildar- verðmætið hvorki meira né minna en £272.739 eða á núver- andi gengi 61 milljón 29 þús. ísl. kr. Meðalaflaverðmæti á út- haldsdag £981 eða 222 þús. 392 kr. ísL ámokstursvél LM 641-621 Þjófnað- ur úr lífbátum Norðmenn ráðgera að geyma ekki deyfilyf í lífbát- um vegna þess þjófnaðarfar- aldurs, sem gengur yfir, eink um i höfnum í Norður-Nor- egi. Norska siglingamálaráðu neytið hefur skrifað heilbrigð ismálaráðuneytinu og lagt til að framvegis verði deyfilyf ekki geymd í lífbátum vegna hinna tíðu þjófnaða og um leið skemmda á lífbátum við leit þjófanna að þeSsum iyfj- um. Margir telja að lífbátur án lyfja en óskemmdur að öðru leyti sé betri í nauð en sundurtættur bátur eftir þjófa í leit að lyf jum. Það verður að segjast eins og er, að þessi lausn er ekki nægjanlega góð. Kvalastill- andi lyf eru óneitanlega nauð synleg lyf um borð í fiski- skipum, sem eiga oft iangt í land með slasaða menn. Færibandakerfi við Humber Eins og sagt var frá hér fyrr 1 blaðinu hafa fiskihafnirnar við Humber, Grímsbær og Húll reynt nýtt löndunarkerfi með færiböndum. Það virðist sem þar hafi verið reynt að samræma sjónarmið löndunarkarlanna og íyrirtækjanna, þannig, að lönd- unarkerfinu er ekki að fullu breytt heldur er það nýja sam- ræmt hinu eldra. Löndunarmað- urinn þarf nú ekki lengur að íerðast með körfunni eftir sleip- um planka, heldur er karfan nú látin síga niður á dekkið og tekin þar á færiband og flutt upp á bryggju á því bandi en þar er hún tekin á annað band og flutt inn á markaðinn. Það eina sem gerist í raun og véru með þessu kerfi er það, að löndunarmaðurinn losnar við að fylgja körfunni, þegar hún kemur upp úr lestinni og frá borði, en það hefur alla tíð ver- ið bæði hættulegt verk og erfitt að taka við körfunum á sleipum þlankanum. Einnig losna menn við að draga körfuna að vigtinni. Færi bandakerfið kostar um 10 þús- und sterlingspund. Löndunar- karlarnir hafa tekið þessari breytingu vel. Rogers, forstjóri 'Grímsbæjar löndunarfyrirtækis ins segir að það sé siður en svo, að hér sé um neina byltingu að ræða heldur sé reynt að fara eins hægt í sakirnar og kostur er á. „Við erum ekki að kveikja neitt bál við Humber, heldur einungis að létta löndun arkörlunum störfin og taka skref í áttina til algerrar vél- væðingar við löndun og betri nýtingar mannaflans." 1 Fleetwood hefur nú fyrir skömmu eða um miðjan nóvem- ber verið i fyrsta skipti landað með færibandi úr togara. Hér var um að ræða togarann Captain Hardy, sem var með 428 klts. Samband útgerðarmanna í Fleetwood fékk lánað löndunar- færiband frá Húll en þó ekki nema hluta af öllu löndunar- vélakerfinu, sem þar er farið að nota. Skipaeigendur og fulltrú- ar löndunarverkamanna í Fleet wood höfðu farið til Húll og Grímsbæjar að kynna sér þessa löndunaraðferð og þessi tilraun i Fleetwood var afleiðingin af þeirri ferð. Löndunarkarlarnir í Fleetwood tóku þessari nýjung vel og löndunin tókst ágætlega, enda þótt ekki væri nema um hluta af heildarkerfinu að ræða, sem áður segir, og lönd- unarkarlarnir óvanir að vinna með þessu tæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.