Morgunblaðið - 12.03.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1972 21 Sextugur; Kristinn Vilhjálmsson Heiðursskjal — fyrir útgáfu Iceland Review Á TÍMAMÓTUM I ævi manna er gjarnan reett um, hvernig við- komandi aðili er, hvort hann sé prúður drengur og góður. Mér hefur ocft fundizt það fara fyrir ofan garð og neðan hvað menn eru, hvort þeir eru rnenn, sem hafi hugsjónir og eru þeim trúir, myndi sér skoðanir og standi við þær, þótt á stundum andi köldu. — Séu samnir drengir. — Vinur minn, Kristinn, verður sextugur á morgun. Mér hefur oft dottið í hug, að líkja Kristni við klett á úthafsströnd. Kletturinn hefur um aidaraðir barizt við þungar öldur úthafsins og ekki ósjaldan fengið þung högg. Kletturinn stendur enn. Hann er hnarreist- ur. Hann er stoltur af hlutverki sínu. Hann er einn af útvörðum lamdsins. Eins er það með Krist- in. Bindindi er hana hugsjón og leiðarljós. Hann myndar sér óhikað skoðanir og heldur þeim framrni, hvar sem er og hvenær sem er, en er líka fljótur að ibreyta um skoðun ef annað reyn- ist réttara. Slíkir menn sem Kristinn eru ekki aiira, en þeir eru sannir. Ég leyfi mér að segja að Mfsviðhorfi Kristins verði bezt lýst með orðunum: „Það skal fram, sem fram horfir, er rétt horfir." Kynni min og Kristins hófust fyrir átta árum. Þá var ég ásamt fleiru ungu fólki að taka min fyrstu skref á félagsmálabraut- inni. Skrefin voru reikul, því reynsluna skorti. Margir voru okkur hjálpsamir á þessum ár- um, en einn hefur aldrei sleppt af okkur hendinni, það er Krist- inn. Oft fannst mér Kristinn harður og oft sló í brýnu, en allt- af fann ég að máiefnið var Kristni helgur hlutur. Því erum við Kristinn einlægir vinir í dag og við höfum alltaf verið hrein- skilnir hvor við annan, óhrein- lyndi líður Kristinn engum. Kristinn hefur verið félagi í Góðtemplarareglunni um tugi ára. Hann hefur alitaf verið með starfssömustu félögum hennar. Nú á þessum timamótum gœti hann liitið til baka yfir farsælt starf á umbrotatimum. Kristinn mun ekki Mta til baka, hann er ekki þannig skapi farinn. Hann Mtur fram á veg. Það sannast bezt með þætti hans að stofnun og mótun lUT — íslenzkra ung- templara. Hann var aðalhvatamaður að stofnun UTF Hrannar og tók að auki mjög virkan þátt i stofnun lUT. Ég hafði hugsað mér að þessar línur yrðu mín persónu- lega kveðja til Kristins á merk- um degi með þakklæti fyrir að hann hefur ailtaf umgengizt mig sem jafningja, þrátt fyrir margfaldian mun á árum og reynslu. En ég get ekki látið hjá Mða að þakka Kristni fyrir alla hans velviid og hjálpsemi í garð UTF Hrannar. Vinsemd sú, sem hann hefur ætíð sýnt Hrönn, nær langt, langt úf fyrir þær kröfur, sem hægt er að gera til hans sem framkvæmdastjóra Templara- haMarinnar. Hann hefur hvenær sem er og hvar sem er, í vinnu- tima og utan hans, að nóttu sem nýtum degi, verið fús til hjálpar, enda er óspart leitað til hans. Kristinn hefur sagt mér, að það, sem hafi gefið honum einna mesta ánægju í bindindisstarf- inu, sé hlutdeild hans að stofnun UTF Hrannar. Kristinn er hamingjumaður i einkalífinu og hans mesta gæfa er yndisleg og samhent kona og velheppnuð börn, er hafa hug- sjónir föður síns. Sveinn H. Skúlason. í BLAÐINU Lögberg-Heims- kringla er frá því skýrt, að á lokasamkomu þjóðræknisþings- ins 19. febrúar sl. hafi heiðurs- gestur þingsins, Heimir Hann- esson meðtekið tvö skrautleg skjöl, undirrituð af Skúla Jó- hannssyni, formanni Þjóðrækn- isfélags Islendinga og Jóhanni Th. Beck, formanni North Am- erican PubUshing Oo Ltd. Var hann beðinn að afhenda Haraldi J. Hamar annað skjaldð, en þeir félagar eru útgefendur og rit- stjórar Atlantiea & Iceland Rev- iew. Á skjalið er skráð á ensku: Þjóðræknisfélag íslendinga í Norður-Ameríku og Útgáfufélag Norður-Ameríku Ltd, útgefend- ur Lögbergs Heimskringlu, bera lof á afbragðs blaðamennsku H-eimis Hannessonar og Haralds J. Hamars við ritstjórn og útgáfu tímaritsins Atlantica & Iceland Review frá upphafi rits- ins 1963. Jafnframt ber starfs- liði og dreifiaðilum ritsins lof fyrir að sjá lesendum fyrir tíma- riti á ensku, sem sýnir íslenzk viðhorf, bæði forn og ný. Lit- myndir og önnur myndskreyt- ing eykur listrænt gildi útgáf- unnar. Jafnframt að þetta frá- bæra framtak er metið, fylgja Heiðurssk.jaMð, sem ritstjórum Iceland Review var veitt. óskir um að Atlantica og Ice- land Review megi lengi reynast upplýsingalind öllum þeim, sem áhuga hafa á íslenzkum mál- um. — Um úthlutunar- mál listamanna Framhald af bls. 17. óæðri. Ég ætla ekki að svara þeirri hugsanlegu mótbáru að þessu sinni. Mig langar aðeins til að minna á það, hvemig þó var, þrátt fyrir allt, gert við listamenn í okkar gamla kreppuþjóðfélagi 1939, áður en hinn illi andi hljóp í Jónas frá Hriflu og hans menn. Á fjárlögum 1939 fengu þessir rit- höfundar 5.000.00 kr. hver: Einar Benediktsson, Einar H. Kvaran, HaUdór Kiljan Laxness, Indriði Ein arsson og Helgi Péturss. Þá var Gunnar Gunnarsson ókominn frá Danmörku. Hann var þar á skálda- launum og hélt þeim, þótt hann flytt ist hingað 1940. Hér fékk hann kr. 4.000.00 til viðbótar. Einn myndlist- armaður fékk einnig kr. 5.000.00. Það var Einar Jónsson. Jóhannes Kjar- val er ekki á skrá, hefur kannski afþakkað, en Ásmundur Sveinsson, Ásgrímur og Jón Stefánsson fá 3.000.00 krónur. Davíð og Hagalín fá kr. 2.400.00 hvor, þeir höfðu emb- ættislaun sem bókaverðir, í það var horft á þeirri tið, Þórbergur og Magnús Ásgeirsson fá hundrað kalli meira hvor en hinir áðurnefndu, gáfu sig enda alla að ritstörfum á þeim árum. Jóhannes úr Kötlum fær kr. 2.000.00, Kristmann kr. 1.800.00, Tómas eitt þúsund krónur. Hann var þá hættur að praktísera og vann á Hagstofunni. Ég nefni bara nokkra af bezt launuðu listamönnum þeirrar tiðar. Gaman að athuga hvað sumir, sem nú eru 30 árum eldri, voru þá komnir hátt. Hér er ekki rúm fyrir lengri lista. En hvert var verðgildi pening- anna þá? Til þess að finna nokkum veginn sömu upphæðir nú er venja að miða við tímakaup Dagsbrúnar- verkamanns, þá kr. 1.45, nú kr. 109.00. Það er sambærilegt við það að laun H.K.L. fimm þúsund fyrir strið væru nú þrjú hundruð og átta- tiu þúsund krónur. En í heiðurs- launaflokki er honum og hans með- sitjendum gert að veita viðtöku kr. 175.000.00 eða kr. 205.000.00 lægri trpphæð en honum og mest- metnu listamönnum var greidd kreppu- og fátæktarárið 1939. Ég hef þennan samanburð útreiknaðan af starfsmanni Hagstofu Islands, svo þetta fer ekki á milli mála. Það eru því engar smáupphæðir með vöxtum og vaxtavöxtum, sem búið er að hafa af H.K.L. og öðrum listamönnum þessi 30 ár, sem núverandi úthlut- unarfyrirkomulag hefur verið i gildi, að þessu leyti óbreytt allan tímann. Til gamans skulum við sjá mismuninn á gengi embættismanna á þessu tímabili. 1939 var fastakaup sóknarprests í kaupstað úti á landi kr. 3.500.00 yfir árið, fimm hundruð krónum minna en Gunnar Gunnars- son fékk á næsta ári. Nú fær prest- urinn kr. 487.730.00 eða þrjú hundr- uð og tólf þúsund sjö hundruð og þrjátíu krónum meira en ríkið greið- ir sama G.G. nú í heiðurslaun. Og minnumst þess enn, að svona miklu betur var búið að listamönnum þjóð- arinnar á erfiðustu tímum, sem geng ið hafa yfir þjóðina á þessari öld. Þá var mikil barlómstíð og ekki að ástæðulausu. Þá voru allir fátækir á Islandi og þá var þjóðin helmingi fámennari en nú. Ég nenni ekki að reikna hve stór hundraðs- hluti af útgjöldum rikisins til menntamála kom þá í hlut lista manna eða bera þær tölur saman við það, sem nú þykir hæfa. En ef við nú köllum þær þrjú hundruð og áttatiu þúsund krónur, sem H.K.L. og G.G. og þeir félagar ættu að fá, ef öllu réttlæti væri full- nægt, heiðurslaun, og margföldum þá tölu með 11 —■ tölu núverandi heiðursmanna — mun koma út, ef ég reikna ekki vitlaust, fjórar millj ónir eitt hundrað og áttatiu þúsund, en til þess að greiða þeim 28 mönn- um, sem ég vil skipa i heiðurslauna- flokkinn — kr. 175.000.00 hverjum — þarf kr. 4.900.000.00 og það er að- eins kr. 720.00 meira en áðumefnd verðgildisupphæð. Mér virðist þvi, að listamenn eigi ótviræða siðferðiskröfu á þess- ari upphæð fyrir þessa 28 öldruðu heiðursmenn, ekki sízt þegar það er haft í huga, að það eru einmitt þess- ir menn, sem hafa verið hafðir á sveltilaunum í þrjá áratugi. EN ALLIR HINIR? En þetta er bara einn liður þessa vandamáls. Þá er komið að hinu eig- inlega verkefni úthlutunarnefndar. Það er i rauninni það eitt að ákveða upphæðimar tvær, sem einstakling- ar hvers flokks eigi að fá, hve mörg um eigi að lyfta upp í hinn efri. Þá kemur af sjálfu sér tala neðri flokks manna, miðað við það fé, sem til skipta er hverju sinni. Eða svo hef- ur þetta verið undanfarin ár. Ég geri ráð fyrir að núverandi úthlut- unamefnd starfi áfram út kjörtima- bilið, en að í hana sé bætt tveimur mönnum. Þá sé nefndinni skipt, þrir deili út launum til rithöfunda, þrír til myndlistarmanna, þrír til annarra listgreina. Menntamálaráðherra og fjárveitinganefnd skipti fénu á milli listgreina, einnig starfsstyrkjasjóði. Við næstu f járveitingu alþingis skal farið eins að, nema ef réttara þætti að þingmenn ákveði sjálfir hverju skal bæta við hvern einstakan sjóð. Án aukinna fjárframlaga em allar kerfisbreytingar út í hött. Ég legg til að næstu þrjú ár hækki fjárfram- lögin í áföngum, unz þessi mál verða komin í viðunanlegt horf að beztu manna yfirsýn. Hér er ætlunin að gera hóflegar kröfur. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir því að laun hærriflokksmanna hækki um tíu þúsund krónur á ári, næstu þrjú árin. Þá yrði launaupphæðin kr. 120.000.00 og þar tel ég rétt að nema staðar, eins og nú er í pottinn búið. Menn í þeim flokki eiga ekki að fá svokallaða starfsstyrki. Upp í þann flokk ætti ekki að velja yngri menn en 50 ára (ef þeir eru þar ekki nú). Þó mætti setja þangað þá, sem starfað hafa opinberíega að list sinni í full 25 ár, miðað við útkomu fyrstu bókar, fyrstu listsýningu o.s.frv. Launaupphæð lægri flokksins yrði eins og áður, helmingur hins. Val í hann verður að vanda meir en áður. Þangað á ekki að setja menn fyrr en nokkur festa er komin á list- starf þeirra. E.t.v. væri rétt að setja þar hliðstæð skilyrði og um upptöku i efri flokkinn, bara væg- ari. Þeir, sem verið hafa á úthlutun- arskrá a.m.k. fimm sinnum undanfar in 15 ár, ættu að eiga forgang að setu í lægri flokki og þar með mögu leika til uppfærslu i þann hærri. Eng inn getur komizt þangað nema hann hafi verið a.m.k. fjögur ár i hinum. Báðir skulu flokkarnir að því leyti fastir, að ekki má lækka laun þeirra, sem þangað hafa verið valdir. Uppbætur skal greiða á þessi föstu laun eftir reglum opinberra starfsmanna, ráðherra ákveði við hvaða launaflokk þá sé miðað. I þriðja lagi skal veita lausa styrki fyrir sérstök listafrek t.d. ný- útkomnar bækur, sýningar. Þeir styrkir skulu jafnháir þeim, sem veittir eru í lægra flokki og séu handa þeim, sem ekki fá aðra styrki það ár, aldrei veitt sama einstakl- ingi í tvö ár í röð. Starfsstyrkir skulu veittir ungum og miðaldra listamönnum til þess að vinna að ákveðnum verkefnum og skulu vera full árslaun. Ákveðinn árafjöldi skal líða unz sami maður getur fengið laun úr þeim sjóði. Hve þessi sjóður er mikill og hvers megn ugur verður fjárveitingavaldið nátt- úrlega að ákveða. Þá er enn eitt, sem ekki má gleyma. Listamenn, a.m.k. fjölmargir þeirra, verða að vinna borgaraleg störf til þess að geta framfleytt fjöl- skyldum sínum. Listamannalaunin eiga að frelsa þá frá atvinnubaslinu, sem flesta menn þjáir. En þegar sú upphæð bætist ofan á venjuleg stöðu- eða embættislaun, fer mestur hluti þeirra aftur til ríkis og bæja. Þess vegna er nauðsynlegt, ef greiða á af þeim skatt, að þá sé það gert með öðrum hætti en af borgaraleg- um tekjum. Mætti setja um þetta þær reglur, að við afhendingu sé numin af upphæðinni ákveðinn hundraðshluti, sem þá til dæmis renni í elli- eða makasjóð listamanna. Enginn ætti að vera í úthlutunar- nefnd samfleytt lengur en átta ár. Hér er ekki hægt að taka allt fram, sem kannski þyrfti að segja. Um þessi mál þarf auðvitað að setja margs konar varnagla og reglur, styðjast þar við reynslu undanfar- inna ára. Ef farið væri eftir þessum tillög- um mínum, (sem settar eru fram á mína ábyrgð, og styðjast við skoð- anir nokkurra annarra rithöfunda) t.d. varðandi fjölgun 13 manna í heiðursflokkinn, auk þeirra sem út hlutunarnefnd mælir með, væri strax á næsta ári hægt að bæta 17 mönnum i efri flokkinn. Á tveimur árum til viðbótar ætti að vera unnt að draga þangað flesta þeirra, sem lengst hafa orðið að bíða eftir kalli og setja aðra í biðsætin í þeim neðri. Þá væri sá flokkur ekki lengur neinn skammarkrókur. Þar væru þeir, sem eru á framabraut, eða þeir sem vel hafa gert, þótt þeir ýmissra atvika vegna komist kannski ekki alla leið, biði átekta í miðjum klíð- um. 1 þrjátíu ára stríði listamanna við þjóðfélagið hafa margir fallið í val- inn, sumir þeirra sem enn eru uppi- standandi eru sérir, örkumla á sál og likama. Eru listaverk Islendinga nógu góð? Lifum við þar ekki i sömu blekkingunni og á flestum öðr- um sviðum? Mannsæmandi lífs- kjör og starfsaðstaða er mannúðar- mál. En það er líka sjálfsgildismál fámennrar þjóðar, sem vill vera mik il. Listamenn eiga ekki að vera hom- rekur. Jón iir Vör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.