Morgunblaðið - 12.03.1972, Blaðsíða 17
MORCUNiBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1972
17
GRENJASKYTTIRÍ EÐA VILLIMINKAVEIÐAR
um úthlutunarmál listamanna
---------------------------EFTIR JÓN ÚR VÖR
30 ára stríð
listamanna
— og þó ekki lokið
Islendingar hafa lengi haft orð
fyrir að vera miklir einstaklings-
hyggjumenn. Listamenn eru þar ekki
barnanna beztir. Þó tekur út yfir
alian þjófabálk með rithöfunda. Þeir
skipta sér í þriggja manna klíkur,
sem siðan splundrast sitt á hvað.
Þess er því varla að vænta, að stjórn
völd láti slíka menn segja sér fyrir
um það, hver launakjör þeirra eigi
að vera, enda væri synd að segja
að þeir hafi þar miklu fengið að
ráða.
En þarf þetta að vera svona, er
listafólki þetta eðlilegt? Er sú mann
tegund í rauninni svona ólík öðrum,
eru þeir í raun og veru svona tóm-
látir um eigin hag? Það er nú síð
ur en svo. Öllum þessum spurning-
um svara ég neitandi. En sínar stop-
ulu og fáu tómstundir verða þeir að
nota til listaiðkana. Þeir forðast fé-
lagsmálastörf í lengstu lög. Allt það
agg og nagg og illindi, sem sliku
vill fylgja hjá skapheitu og óvenju
hörundsáru fólki, á ekki við þá. Fæst
ir þeirra nenna heldur að standa í
því að ota sínum tota, enda er stolt-
ið aðall þeirra flestra. Út í þessa
sálma get ég ekki farið hér. En ekki
sízt þess vegna verður að ætlast til
þess af alþingi og ríkisstjórn, að
hlustað sé á það, sem þeir hafa að
segja, sem þrátt fyrir allt eru að
eyða tíma sinum og kröftum í félags-
málaþrefið.
Síðustu 10—15 árin hafa að sjálf-
sögðu ýmsar skoðanir komið fram
meðal listamanana um það, hvemig
bezt sé að verja þvi fé, sem tekst
að kría út úr ríkissjóði. Hér nefni
ég þrjár kenningar: Toppstefnu-
menn, sem ég svo kalla, vilja háa
styrki handa framúrskarandi mönn-
um, þeim á að tryggja viðunandi
starfslaun, en láta hina, sem ekki
þykja ná máli, bjargast á eigin spýt-
ur. Þetta væri eflaust peningalega
hagkvæmasta lausnin fyrir hið op-
inbera. 1 öðrum hópnum eru meiri
jafnaðarmenn. Þeir vilja nema van-
kanta af núverandi kerfi, en ekki
gera miklar breytingar, veita misháa
styrki og láta sem flesta koma til
greina. Loks eru það þeir, sem þarna
standa mitt á milli. Þeir vilja að
núverandi „hærriflokkur" verði
stofn að föstum aðalflokki, sá lægri
verði nokkurs konar biðflokkur,
ennfremur verði veittir lausir styrk-
ir fyrir einstök verk, eitt og eitt ár
í senn, loks starfsstyrkjakerfi, þar
sem greitt yrði árskaup til ákveð-
inna verkefna.
Stefnu þeirra síðastnefndu aðhyll-
ist sá er þetta ritar. Ég hef alllengi
reynt að vinna henni fylgi. Satt að
segja er ég þó með enn róttækari
kenningar: Algjöran aðskilnað rit-
höfunda frá hinu almenna úthlutun
arkerfi og eflingu þess Rithöfunda-
sjóðs, sem þegar er til og fær nú að-
altekjur sínar frá bókasöfnunum. 1
hann vil ég að renni og hlutur rit-
höfunda úr úthlutunarsjóði og hluti
af söluskatti bóka. En til samkomu
lags við aðra held ég mig við þá
stefnu, sem líklegri er til þess að ná
fylgi Alþingis. Mun ég nú
gera grein fyrir henni hér.
HEIÐURSMENN FYRR OG NÚ
Fyrst verða fyrir okkur heiðurs-
mennirnir ellefu. Úthlutunamefnd
hefur stungið upp á þvi, að þar komi
til viðbótar tveir rithöfundar
og tveir myndlistarmenn, geri ég ráð
fyrir að það verði samþykkt á Al-
þingi. Ég tel þó sjálfsagt, að með
þessum hætti séu einnig heiðrað
ir tveir aldraðir söngvarar, sem
varpað 'hafa ljóma á nafn Islands
víða um heim. Ég á þar auðvitað við
Maríu Markan og Stefán Islandi.
Aðaltillaga mín er þó þessi: 1 heið
urslaunaflokk flytist allir þeir lista-
menn, 70 ára og eldri, sem nú eru í
efra launaflokki, ennfremur einn af
okkar fjölhæfustu og beztu lista-
mönnum, sem árum saman hefur ver-
ið smánaður með því að vera í lægra
flokki. Mér reiknast til að þetta
gætu verið samtals 17 menn til við-
bótar þeim 11, sem fyrir eru. Þetta
myndi kosta ríkið um það bil þrjár
milljónir króna, ef gert er ráð fyrir,
að það fé sem þessir menn fengu
áður, verði eftir í almenningi úthlut-
unarnefndar. Með þessum hætti
væru heiðursflokksmenn orðnir 28.
Þessum flokki vil ég svo loka al-
gjörlega, bæta ekki við nýjum mönn
um, láta heiðurslaunanafnbótina
hverfa með þeim, sem þá *bæru hana.
Ef hún yrði nokkurn tíma tekin upp
aftur ættu að fylgja henni full starfs
laun.
Einhverjum kann nú að þykja það
ofrausn að ríkið borgi helztu og
elztu listamönnum sínum þrjár millj-
ónir á ári í kaupuppbót. Sök sér,
myndu menn kannski segja, ef ekki
væri bá eftir allur skari hinna
Franihald á bls. 21.
samning og alla stefnu nýju rik-
isstjórnarin nar.“
Þau tvö ákvæði núgildandi
skattalaga, sem fjármálaráð-
herra telur vera „í hróp-
andi andstöðu" við stefnu rikis-
stjórnarinnar, eru annars vegar,
að nokkur arður af hlutabréfa-
eign sé skattfrjáls hjá þeim, sem
arðinn fær, og hins vegar það
ákvæði, að fyrirtækjum sé auð-
veldað að endurnýja tækjabún-
að sinn með þeim hætti að mega
afskrifa strax kostnað við end-
urnýjunina. Þessi tvö ákvæði
miða að eflingu atvinnurekstrar
í höndum borgaranna. Annars
vegar er um það að ræða, að
þeir, sem verja fjármunum sín-
um beint til þátttöku í atvinnu-
rekstri, fái að njóta nokkurs af-
raksturs af þvi fé og endur-
gjalds fyrir þá áhættu, sem þeir
taka, og hins vegar er um að
ræða hvata til að koma við
fyllstu tækni og mestu afköst
um í íslenzkum atvinnuvegum.
Sjálfsagt segir fjármálaráð
herra það satt, að þetta sé „í
hrópandi andstöðu" við stefnu
vinstri stjórnarinnar. Hún hef-
ur boðað meiri sósíalisma hér á
landi en nokkur stjórn önnur
hefur gert. Hún stefnir mark-
visst að því að færa fjármuni
frá atvinnuvegunum og borgur-
um landsins til miðstjórnarvalds
í Reykjavík. Hún færir einnig
fé frá landsbyggðinni til þess-
arar sömu yfirstjórnar. Ráð-
herrar Framsóknarflokksins
hafa látið undan öllum kröfum
kommúnista um aukinn sósíal-
isma, enda hafa kommúnist-
ar það í flimtingum, að Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra,
sé einstaklega þægilegur við-
skiptis og góður við þá!
Víða um land hafa að undan-
förnu risið upp fyrirtæki, þar
Sfrystihúsi Isbjarnarins á Seltjar nai nesi. (Ljósm. Mbi.: Sv. Þorm.)
sem borgararnir hafa tek-
ið höndum saman um að leysa
aðkallandi verkefni á sviði at-
vinnulífs. Þeir hafa lagt fram
fjármuni til styrktar byggð-
arlögum sínum. Því var tal-
ið eðlilegt, að þeir fengju að
njóta í nokkru afraksturs af
þessu framtaki sinu, og í lög
voru tekin ákvæði um, að arð-
ur af hlutabréfum, allt að 30.000
kr. hjá hverjum einstaklingi,
skyldi skattfrjáls. Var þetta
ekki sízt gert vegna ákvæðis
um skattfrelsi sparif jár.
Vinstri stjórnin telur það eitt
mesta afrek sitt að ætla nú að
afnema þessi ákvæði og þjarma
þannig að þeim, sem lagt hafa
sig fram um að styrkja at-
vinnurekstur í sínum byggðar-
lögum. Ef það er rétt, að þessi
ákvæði séu í hrópandi and-
stöðu við stefnu ríkisstjórnar
innar, þá er hitt líka rétt, að
hún hyggst hindra framtak á
borð við það, sem átt hefur sér
stað í mörgum byggðarlögum að
undanförnu. Hún hyggst þjarma
að atvinnurekstrinum, auðvitað
með það fyrir augum að þjóð-
nýta sem mest af honum, er
stundir líða. Halldóri Sigurðs
syni ber því að þakka fyrir að
upplýsa, hve mikið hjartans mál
ríkisstjórninni er að hindra heil-
brigða atvinnuuppbyggingu.
*
Malta og Island
Undanfarna mánuði hafa
menn fylgzt með tilraunum
vinstri stjórnarinnar á Möltu
til að láta múta sér sem ræki-
legast. Mintoff, forsætisráðherra
þess rikis, þvælist á milli höf-
uðborga til þess að bjóða sig og
land sitt falt, þeim sem
bezt býður.
Þótt risið á vinstri stjórninni
á íslandi sé ekki hátt, þá leggj-
ast ráðherrar okkar þó ekki
jafn lágt og skoðanabræður
þeirra á Möltu. Síðasta vinstri
stjórn á Islandi krafðist mútu-
fjár úr sérstökum öryggissjóði
Bandaríkjanna og fékk það fé.
Hún hlaut slíkt ámæli fyrir þær
sakir, að ólíklegt er að nýja
vinstri stjórnin leitist við að feta
í fótspor þeirrar fyrri. Þvert á
móti verður að ætla, að Islend-
ingar allir séu um það sammála
að gæta heiðurs síns og forðast
athafnir á borð við þær, sem
vinstri stjórnin á Möltu hefur
gert sig seka um.
En ekki er úr vegi að vekja
á því athygli, að brezk stjórn-
arvöld virðast eiga dálítið erfitt
með að gera sér grein fyrir Is-
lendingseðlinu. Sömu dagana og
þeir lýsa sig fúsa til að greiða
mikla fjármuni í mútufé til
vinstri stjómarinnar á Möltu,
segjast þeir ætla að beita okk-
ur Islendinga valdi, vegna þess
að við höldum fram rétti okkar.
Þeir eru bandalagsþjóð okkar
og vita sem er, að varnarstöð-
in á Keflavíkurflugvelli er mun
meira virði fyrir sameiginlegar
varnir lýðræðisþjóða en herstöð
þeirra á Möltu. En engu að síð
ur segjast þeir munu beita okk-
ur hefndaraðgerðum, ef réttindi
þeirra á Islandsmiðum verða
skert, sömu dagana og þeir bjóða
Möltubúum fé fyrir það að við-
halda flotastöð þar í landi. Hér
stangast hvað á annars hom og
fer lítið fyrir stjórnvizku Breta.
Þess má geta, að fjárhagstjón
það, sem Bretar kunna að bíða
af útfærslu landhelginnar, er
hvergi nærri jafn mikið og það
fé, sem þeir bjóða Möltustjóm.
Raunar er ástæða til að ætla, að
fjárhagstjón þeirra verði hverf-
andi lítið, þvl að þeir . hafa
styrkt fiskveiðiflota sinn og
sjálfsagt væri það hagkvæmara
fyrir þá, er fram í sækti, að
kaupa fiskinn af okkur en
sækja hann hingað með ærinni
fyrirhöfn. A.m.k. er óhætt að
fullyrða, að aðeins þyrfti brot
af því fé, sem Möltustjóm er
boðið, til þess að bæta brezkum
fiskimönnum það tjón, sem þeir
kunna að verða fyrir, þegar
dregið verður úr veiðum þeirra
hér við land.
En Bretar eru stolt þjóð, eins
og við Islendingar. Þeir ætla víst
ekki að láta neinn bjóða sér
birginn. Ef menn vilja leggjast
í duftið og bjóðast til að taka
við mútum, þá er allt í lagi, en
annars skulu menn fá að vita,
hvar Davíð keypti ölið!
*
I ganrni og alvöru
Mönnum kann nú að finnast,
að nokkuð strákslega sé talað
um lífshagsmunamál þjóðarinn-
ar og ósanngjarnar séu aðdrótt-
animar í garð Breta. En ðllu
gamni fylgir nokkur alvara.
Stórveldi kunna því oft illa,
þegar smáþjóðir þykjast hafa
sama rétt og þau. Truman,
Bandaríkjaforseti, var ekki
gagnrýndur, þegar hann árið
1945 lýsti yfir eignarrétti
Bandaríkjanna að hafsbotninum
á öllu landgrunni þess stórveld-
is. Hann hafði valdið sín meg-
in. Sá, sem valdið hefur, virðist
og hafa réttinn. Á það hefur
verið bent, að með þessari yfir-
lýsingu hafi Truman forseti
markað þá stefnu, að ekki ein-
ungis botninn á landgrunninu
yrði eign strandríkja, held-
ur einnig hafsvæðið þar yf-
ir. En þegar við Islendingar lýs-
um yfir rétti okkar í samræmi
við þessa stefnu, þá erum við
vargar í véum.
Bretland er gamalt stórveldi,
og sjálfsagt finnst sumum Bret-
um súrt í broti að þurfa
að sætta sig við, að „kotriki"
eins og Island segist fara sínu
fram, hvað sem hótunum líði.
Kannski yrðu þessar „eftir-
stöðvar" nýlendustefnunnar
blíðar á manninn, ef við kæm-
um knékrjúpandi til þeirra og
segðum: Góðu vinir, við viljum
viðhalda vináttu og viðskipta
samböndum við ykkur, en þið
þurfið að múta okkur til þess.
En slík samskipti eru andstæð
íslendingum.
Við íslendingar munum kapp-
kosta að halda vináttu okkar 1
við Breta, enda hafa margir
Bretar sýnt okkur mikinn vin-
áttuvott upp á síðkastið. Slíkt
fer ekki framhjá neinum Islend-
ingi. Við ætlumst ekki til neins
endurgjalds fyrir vináttu okk-
ar, einfaldlega vegna þess að
okkur er vinátta mikils virði.
Við viljum engum skulda neitt
og teljum okkur engum skulda
neitt. En við munum standa fast
á rétti okkar, og Bretar mega
vita það, að stjórnarandstæðing-
ar á íslandi verða jafn harðir í
horn að taka og stjómarsinnar
og kannski harðari, ef
til þess kæmi.