Morgunblaðið - 16.03.1972, Page 16

Morgunblaðið - 16.03.1972, Page 16
16 MORGÖNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1972 Oitgofandi hif Árvalcuc fteyfcjavík Ftiamfcvæmdas-tj'óri Haral'dur Sveinsson. Rilstjórar Mattihías Johanrvessen/ Eyjóllfur Konráð Jórisson. Aðstoðarrítstjóri Srtyrmir Gunnarsson. Rfts'tjórnarfullitrúi Þjorbljönn Guðmundsson PréttastjÓri Björn Jóihannsson Augliýsirvgastjöri Ámi Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aða'lstræti 0, sfmi 10-100. Augiiýsingar Aðalstriaeti 0, sifmí 22-4-80 Ásikriftargjatd 225,00 fcr á 'mánuði innanlands I SaiusasöTu 15,00 Ikr einta'kið erfiðleíkaárunum 1967— 1969 vaknaði nýr skiln- ingur hjá launþegum og raunar öllum almenningi í landinu á þörfum atvinnu- veganna í landinu. Menn gerðu sér ljósari grein fyr- ir því en áður, að atvinnu- fyrirtækin eru engar mjólk- urkýr, sem endalaust er hægt að mjólka án þess, að þau fái eitthvað í staðinn. Á þessum árum gerðu marg- ir sér vonir um, að þessi nýi skilningur á aðstöðu atvinnu- fyrirtækjanna mundi breyta að verulegu leyti viðhorfi al- mennings og stjórnmála- manna til atvinnurekstrarins, sem of lengi hafði mótazt af því sjónarmiði, að endalaust væri hægt að ganga á hag þessara fyrirtækja. Á þeim árum var verulegt atvinnu- leysi í landinu og menn kunnu betur að meta en áð- ur vel rekin og fjárhagslega traust atvinnufyrirtæki. Því miður virðist sú reynsla, sem við fengum á kreppuárunum, ekki vera of- arlega í huga núverandi ríkis- stjórnar. Þær breytingar á skattalögunum, sem stjórnar- flokkarnir sýnast staðráðnir í að knýja í gegn munu leiða til mjög aukinnar skattabyrði atvinnufyrirtækjanna. Lands samtök atvinnuveganna hafa vakið athygli þeirra þing- nefnda, sem um frumvörpin fjalla á þessari staðreynd, en þau tala fyrir daufum eyr- um. Ekkert tillit hefur verið tekið til álitsgerða þeirra. I bréfi, sem landssamtökin hafa sent fjárhagsnefnd Efri deildar, sem nú hefur tekju- og eignaskattsfrumvarpið til meðferðar, er minnt á nauð- syn þess, að íslenzk atvinnu- fyrirtæki verði skattalega jafnsett og atvinnufyrirtæki í öðrum EFTA-löndum. Rök- in fyrir því eru augljós. Okk- ar fyrirtæki geta hvorki keppt á erlendum mörkuðum eða við innflutning á heima- markaði, ef þau njóta ekki jafnrar aðstöðu að þessu leyti og þau erlendu. Breytingar þær á skattastöðu fyrirtækja, sem Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir og sætt hefur stanz- lausum fúkyrðum af hálfu núverandi stjórnarherra, stefndi einmitt að því, að ís- lenzk fyrirtæki væru jafn sett hinum erlendu á þennan veg. Eitt af því, sem lengi hef- ur hamlað mjög eðlilegri uppbyggingu innlendra at- vinnufyrirtækja er sú stað- reynd, að þau hafa ekki feng- ið tækifæri til að byggja upp eigið fjármagn. Valfrelsi milli arðjöfnunarsjóðs og varasjóðs miðaði að því að opna atvinnufyrirtækjum fleiri möguleika til myndun- ar eigin fjár. Ríkisstjórnin ætlar að afnema þetta ný- mæli. Þá benda landssamtök- in á það í bréfum sínum til þingnefnda, að fymingar- heimildir núgildandi laga eru stórlega takmarkaðar með skerðingu lagaákvæðanna um flýtifyrningu. Ennfremur hafi engar lagfæringar verið gerðar á ákvæðum frum- varpsins um endurmat lausa- fjár í atvinnurekstri en þau ákvæði gera nánast að engu núgildandi lagaákvæði um þetta. Þá benda samtök at- vinnuveganna á, að frumvarp ið um tekju- og eignaskatt stefnir að mjög verulegri hækkun virkrar skattprós- entu. Loks hafa þessi samtök lýst furðu sinni og afdráttar- lausri andstöðu við þá fyrir- ætlun ríkisstjórnarinnar að taka upp á ný aðstöðugjöld sem fastan tekjustofn, jafn- framt því, sem fasteignaskatt- ar eru margfaldaðir. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við gagnrýni atvinnuveganna á skattafrumvörpin eru nán- ast engin. Og sú spurning hlýtur að vakna hvort sú sósíalíska stjórn, sem nú sit- ur í landinu stefnir að því að koma öllum atvinnu- rekstri, hverju nafni sem hann nefnist, sem er í einka- eign, á kné með stórfelldum nýjum skattaálögum. Raunar þarf ekki að varpa þessu fram sem spurningu. Enginn vafi leikur á því, að a.m.k. sumir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eiga enga ósk heitari. Skattafrumvörpin eru aðeins eitt dæmi um það. Fleiri dæmi mætti nefna um beina og óbeina þvingun á einkafyrirtæki, sem nú er reynt að beita í krafti ríkis- valdsins með því að setja óaðgengileg skilyrði fyrir eðlilegri fyrirgreiðslu. Sjálf- stæðir atvinnurekendur í þessu landi mega því búast við, að smátt og smátt verði farið að herða þumalskrúf- urnar, með auknum sköttum, með skilyrðum fyrir sjálf- sagðri fyrirgreiðslu og öðrum ráðum. En hverjar verða af- leiðingarnar af því, að álög- ur á atvinnurekstur í landinu eru stórauknar? Afleiðingara ar verða þær, að hagur fyrir- tækjanna versnar, geta þeirra til að greiða hærri laun verður takmörkuð, möguleikar þeirra til eðlilegr- ar uppbyggingar og nýrra framkvæmda verða stöðvað- ir. Á árunum 1967—1669 stóð- um við frammi fyrir kreppu af völdum utanaðkomandi að- stæðna, sem við réðum ekki við. En ef ríkisstjórnin held- ur áfram á þeirri braut, sem hún hefur markað, mun það valda erfiðleikum í atvinnu- lífinu. Þeir erfiðleikar verða heimatilbúnir — og það af ráðnum hug og vísvitandi. Á AÐ SETJA ÞUMALSKRÚFUR Á ATVINNUFYRIRTÆKIN ? t i Ví'1,/V; JíeitrllorikSimes ^ ■ Um afskiptaleysi og alvarleg mál Eftir Anthony Lewis London. — Gerum okkur í hugarlund, að kyn þáttadeilur leiði til svo alvarlegra of beldisaðgerða á einhverju svæði í Bandaríkjunum, að stjórnin sendi þangað herlið og taki síðan að hand taka blökkumenn, sem grunaðir eru um hryðjuverk. Samkvæmt sérstök- um lögum um „varðveizlu friðarins" haldii hún 100.000 blökikiuimönnum í íangabúðum án þess, að kærur séu bornar fram á hendur þeim eða rétt- arhöld fari fram í málum þeirra. Og allt þetta sæti lítilli gagnrýni al- mennings eða stjórnmálamanna utan svæðisins, sem þarna á í hlut. Sumir blökkumennirnir, sem her- inn hefur handtekið, leggja mál sitt fyrir Hæstarétt og vinna það. Rétt- urinn úrskurðar að lögin, sem veittu hemum hið sérstaka vald, brjóti í bága við stjórnarskrána. En kvöldið, sem sá úrskurður er kveð- inn upp, er stjórnarskrárbreyting keyrð í gegnum báðar deildir þings- ins með yfirgnæfandi meirihluta — í öldungadeildinni með aðeins einu mót atkvæði. Og aftur vekur þetta ekki meiri gagnrýni en venjuleg ritstjórn argrein í dagblaði. Óhugsandi? Það kunna Bandaríkjamenn að halda. En I Bretlandi hafa nú fyrir skömmu gerzt þvílíkir atburðir. Sam- líkingin er dregin dálitið gróft, en hún stenzt. Á Norður-lrlandi, þar sem búa um 1,5 milljónir manna, eru nú 793 róm- versk-kaþólskir menn í fangelsum eða varðhaldsbúðum, án þess að kær ur hafi verið bornar fram gegn þeim. Úrskurði Hæstaréttar, þess efnis, að sumar þær reglugerðir, sem her- inn hefur byggt lögregluvald sitt á, séu ólöglegar, hefur þingið nýlega breytt á einu kvöldi, án þess að það valdi sjáanlegum áhyggjum almenn- ings eða stjórnmálamanna. Það er ekki fyrst og fremst óhugn aður atburðanna á N-írlandi, sem vekur furðu i þessu máli — hann er engin nýlunda — heldur viðbrögð Breta við ofangreindum atriðum. Þegar hermenn skutu til bana þrettán óbreytta borgara í London- derry eða spremgja frá IRA varð sjö manns að bana í brezkum herbúð um voru fyrirsagnir blaðanna stór- ar. En ekki varð vart neinnar al- mennrar gremju, — menn virðast ekki einu sinni hafa verulegar á- hyggjur af ástandinu á Irlandi yfir- leitt. Ekki áhyggjur af því, að fang- elsun án dóms og laga sé hróplegt ranglæti; ekki áhyggjur af þvi ugg- vænlega framferði þingsins að breyta stjómarskránni á einu kvöldi án þess að gefa nokkurt svigrúm til almennra umræðna. Enginn Bandaríkjamaður er í að- stöðu til að tala með sérstakri siða- vendni um stefnu Breta á N-lrlandi. 1 heimsstyrjöldinni síðari lét Banda- rikjastjórn hneppa í varðhald þús- undir Bandaríkjamanna af japönsk- um uppruna í blóra við stjórnar- skrána og hæstarétt. Hinar sögulegu tilfinningar á Irlandi, andstæðar allri skynsemi og þrungnar hatri og morðhug, bjóða heldur ekki upp á einfaldar eða augljósar lausnir mál- anna. Á hinn bóginn er erfitt að hugsa sér, að atburðir, er varða stjórnar- skrá ríkisins i jafn miklum mæli, gerðust í Bandarikjunum án þess að kalla á almenn viðbrögð, stjórnmála legar aðgerðir og lögfræðileg mót- mæli. Bandaríkjamenn eiga við skelfileg vandamál að etja og þeim hafa orðið á skelfileg mistök, en þar vantar þó ekki fólkið, sem lætur sig varða það sem fram fer. Bretar hafa löngum verið sakaðir um sjálfsánægju. Hún er hin hliðin á þeirri hefðbundnu dyggð þeirra að guggna ekki þegar á móti blæs, vera kaldir og rólegir og allt það. Rósemi í erfiðleikum er aðdáanleg og henni eru Bretar ennþá gæddir, en í augum þeirra, sem vænta þess, að þeir taki með einhverjum skaphita á hitamál- um, getur þessi afstaða verið óþol- andi. Og þetta á ekki einungis við um málefni Irlands. Varðandi umhverfis vandamálin er afstaðan til dæmis sú, að þvi er virðist, að Bretar hafi leyst þau. Það séu bara Bandaríkjamenn, sem æsi sig út af þeim. Bílarnir halda áfram að blása óþverranum út í brezka andrúmsloftið og haldiið er áfram að vinna að áætlunum um hljóðfráu Concorde-þotuna. 1 Bret- landi er hreint ekkert, sem getur tal izt sambærilegt við umhverfishreyf- inguna í Bandaríkjunum. Bretar eiga sinn skerf af vanda- málum þeim, sem fylgja mörgum iðn- aðarsamfélögum, mikið atvinnuleysi, verðbólgu, mengun og sundrungu inn an samfélagsins. Með aðild að Efna- hagsbandalaginu standa þeir and- spænis efnahagslegum og stjórnmála legurn aðlögunarvandamálum. Og ír- land er þeim ævarandi höfuðverkur. Edward Heath. Það mundi lítið stoða — og ekki vera sérlega aðdáunarvert — að gera meira úr þessum vandamálum en ástæða er til. — En sá maður, sem ber ábyrgð á því, að um þau sé fjall- að, Edward Heath, forsætisráðherra, hlýtur stundum að óska þess, að al- menningur gerði sér ljóst hversu al- varleg þau eru. Sjónarmið Heaths sjálfs einkenn- ast ekki af sömu bjartsýni og sjónar- mið forvera hans í embætti, Harolds Wilsons, sem sagði einhverju sinni, þegar við blasti efnahagskreppa, að einungis „væluskjóðurnar" sæju ský úti við sjóndeildarhringinn. Heath hefur miklar áhyggjur af þeim áhætt um, sem Bretar eiga fyrir höndum að taka. Vandinn er sá, að honum veitist erfitt að koma þeim á framfæri, að skamma aðra rækilega. 1 stjórn hans er í raun og veru enginn maður, sem getur talað til hjarta mannsins i bjór kránni og fengið hann til að láta sig málin einhverju varða. VafalauSt eru tilfinningarnar fyrir hendi — ef ein- hver kynni að losa um þær. Vissu- lega hafa atvinnuleysi og hækkað verðlag vakið óánægju. En i þeim efnum eins og öðrum virðist ve-ra breið gjá milii fólksins og stjórnmál anna. Maður brennur í skinninu eft- ir að segja: „Setjið ykkur í samband.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.