Morgunblaðið - 18.03.1972, Side 13

Morgunblaðið - 18.03.1972, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 3972 13 Skógarhöggsmaður á öld skógræktar og náttúruvemdar Það muiru vera ein þrjátíu til Ijörutíu ár síðan dr. Helgi Tóm- asson yfirlæknir keypti jörð í Grafningi í Árnessýslu, á fögr- um stað við Þingvallavatn. Hann girti nær allt land jarðar- innar rammbyggiiegri girðingu og hóf þama skógrækt í allstórum stíl, eftir því sem þá var talið. Þetta er einhver fyrsta skóg- ræktarjörðin á landinu og til- raunin því harla merkileg. Eftir að dr. Helgi féll frá tóku syn- ir hans við, og er þeim vel trú- andi til að halda þama uppi merki föður síns. Fyrir einum 12 árum siðan kom einkenniiegt mál fyrir í sakadómi Árnessýslu. Kært hafði verið yfir því að sauðfé , Grafningsbænda gengi sjálfala I í ritóglendi þeirra bræðra þarna | og lék jafnvel grunur á að skóg | rsrictargirðingin hefði verið felld niður á köflum. Bændur I voru ekkert að þræta fyrir ; þennan áhurð, fé þeirra hefði | gengið þama i skóglendimu og I þeir jafnvel stuggað því þangað inn, að einhverju leyti, enda fjármargir, en beitiland þama af mjög skornum skammti, með al annars af völdum uppblást- urs síðari ára. Var það þá í raun og veru ekki viss sanngirn iskrafa að fé þeirra fengi að ein hverju leyti að ganga á gósen- landi þessarar „eyðijarðar"? Þannig lá mál þetta fyrir i sakadómi Árnessýslu, á sínum tima, og er það hér með úr sög- Unni á þessum vettvangi. 1 búnaðarþætti um síðustu áramót mun Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri hafa flutt elns konar áramótaboðskap sinn. Síðar mun dagblaðið „Tim inn‘‘ hafa birt hann. Að öðru leytí hefir sá sem þetta ritar ekki séð hans getið, að undan- teknu þvi að 15. janúar fer Þ.Þ. ritstjóri miklum viðurkenningar orðum um eitt atriði sem þar kom fram. Hér er raunar um ákveðna tillögu Halidórs Páls- sonar að ræða, og ég fæ ekki betur séð en hún minni all- óþyrmilega á „innrás“ sauðfjár- ins í Grafningnum og bænd- anna þar, einhverra, inn á skóg- arbýli þeirra Helgasona héma um árið. Búnaðarmálastjóri vill sem sé leggja niður girðing ar Skógræktar ríkisins viðs veg ar um landið og hleypa þar inn, ekki sauðfé að þessu sinni, held ur borgarbúum í sumarleyfi. Um þessa vanhugsuðu (von- andi) tillögu æðsta embættis- manns isl. landbúnaðar í dag skal ekki fjölyrt að þessu sinni, en það er nauðsynlegt að vekja athygli fólks á þessu glapræði sem hér kemur fram. Hér er i raun og veru verið að leggja til að farsælt starf Skógræktar rík isins á undanförnum áratugum verði jafnað við jörðu, gert að engu, og margt fleira mætti benda á í þessu sambandi, sem horfir til beinnar landauðnar, en þvi fer betur að með hverju árinu sem líður gera landsmenn sér betur grein fyrir staðreynd- um í þessum málum og vilja læra af þeim. Halldór Pálsson er í sérflokki, Þ.Þ. Jíklega líka. Lítið náttúruverndarfélag á Snæfellsnesi samþykkti nýlega tiilögu, sem ég er viss um að þeir hefðu báðir gott af að kynna sér búnaðarmálastjórinn og Þ.Þ. ásamt ítarlegri greinar- gerð, sem tillögunni fyigir. Tii- lagan gengur í stuttu máli út á að friða vissa merkisstaði á hinu fagra Snæfellsnesi fyrir fólki, þ.e.a.s. þá fyrst og fremst fyrir ökutækjum fólksins úr þéttbýlinu, öðrum tækjum þess og annarra landsmanna og jafn- vel fyrir landbúnaðarverkfær- Stangveiðimót í Eyj- um um hvítasunnu AÐALFUNDUR Sjóstangaveiði- félags Reykjavíkur var nýlega háldinn, og var stjórn félagsins öll endurkjörin, en hana skipa; Jón B. Þórðarson, formaður, Aðalfundur Þróttar AÐALFUNDUR Vörubílstjóra- féliagsins Þróttar var haJdinn hinn 1. þ.m. Fráfarandi stjórn varð sjálf- kjörinn með því að enginn annar listi kom fram — en hana skipa Guðmann Hainnesson formaður. Sigurður Bjarnason varaformað- ur, Ragnar Edwarðsson ritari, Baldur Kari.sson gjaldkeri, Ragn air Þorsteinsson meðstjómandi og varamenn Bernhard Linn og Brngi Sigurjórasson. Meðal margra tillagna sem fram komu á fundinum voru eft irtaldar ályktanir samþykktar samhljóða: „Aðalfundur Vörubílstjórafé- iaigsins Þróttar haldinn 1. marz 1972 skorar á hæstvirt Alþingi að sjá svo um að framkvæmdir við næsta áfanga í hraðbrautar- framkvæmdum frá Kollafirði á Vesturlandsvegi geti hafizt á yf- irstandandi ári“. „Aðalfundur Vörubílstjórafé- lagsins Þróttar haldinn 1. marz 1972 skorar á hæstvirt Alþingi að samþykkja framkomna til- lögu Halldórs S. Magnússonar o. fl. þar sem latgt er til að fella nið ur veggjald af R/eykjane®braut“. Reynir Eyjólfsson, varaformað- ur, Njáll Símonarson, ritari, Jóhann Gunnlaugsson, gjaidkeri ög Kristján Guðmundsson, með- stjórnandi. Starfsemi félagsins á sl. ári var með líku sniði og áður, en haldið var m.a. fjölmennt sjó stangaveiðimót - um hvitasunn- una í tilefni 10 ára afmælis fé- lagsins og var róið frá Grinda- vík. Þá var ennfremur farin veiðiferð í Faxaflóa með Akra- borginni. Um næstu hvitasunnu verður að venju mót i Vestmannaeyjum á vegum félagsins þar, og munu nokkrir félagar frá SJÓR taka þátt í þvL Mun Gullfoss fara sér staka ferð til Eyja í sambandi við mótið. Þeir félagar, sem hug hafa á að taka þátt í hvítasunnu- mótinu, eru beðnir um að hafa samband við ritara félagsins. Þá er í ráði að fara nokkrar veiði- ferðir frá Grindavík í vor og sumar, m.a. með brezkum veiði- mönnum, sem hingað koma gagn gert til sjóstangaveiði. í maíbyrjun verður mikið sjó- stangaveiðimót haidið á Bahama eyjum á vegum Evrópusam- bands sjóstangaveiðimatnna. Hafa þegar nokkrir félagar i Sjóstangaveiðifélagi Reykjavik- ur ákveðið þátttöku i mótiny, og verður flogið með Loftleiðum til Luxemborgar og þaðan til Nassau á Bahamaeyjum með Air Bahamas. Áðu,r hafa félagsmenn tekið þátt í fjölmörgum mótum erlendis og getið sér ágætan orð stír, m.a. í Gíbraltax og Egypta- landi. Vilja gagngera end- urskoðun á kjara- málum iðnnema um, ef þurfa þykir. Hér skulu nefndir þrir merkir staðir, þar sam horfir til landauðnar, ef ekkert verður að gert: Svaiþúf- an á sunnanverðu útnesinu, í iandi Malarrifs, landspilda fyrir ofan Djúpalón á leiðinni niður í Dritvik, og Berudalurinn í Hóla hóium. Ég tel rétt að vekja at- hygli á þessu í víðlesnu blaði, en sjálfsagt þarf að vinna að þessu á viðeigandi hátt, enda mun það verða gert. Áður hefur 'komið fram andúð Halldórs Pálssonar á skógrækt og skógræktarmálum. Út í það skal ekki farið, nema sérstakt tilefni gefist. Á hitt má benda, að mikilsmetnir búnaðar frömuðir okkar hafa haldið því fram að skógarskjólbelti og ræktun þeirra yrðu eitt merk- asta spor ísl. ræktunarmála 1 framtiðinni. Skógrækt ríkisins hefur hér forustuna í dag og er á góðum vegi með að vinna stórvirki, leggja grundvöllinn, undir forustu Hauks Ragnars- sonar, tilraunastjóra og annarra skógræktarmanna. Tillaga bún- aðarmálastjórans miðar að því að slá vopnin úr höndum þess- arra manna, afvopna þá, S ein- hverjum merkilegustu málum, sem nú eru á döfinni í ísl. land- búnaði. Er ekki rétt að Halldór Pálsson fái tækifæri til að gera nánari grein fyrir þessari af- stöðu sinni, eða hvað er það eig inlega sem fyrir honum vakir? Ólafsvik, 16. febrúar, 1972. Stefán Þorsteinsson. FUNDUR stjórnar Iðnnemasam- bandsins ogstjóma aðildarfélaga þess, haldinn 10. marz 1972, ályktar eftiríarandi ura kjaxa- mál iðnnema: Fundurinn ítrekar það sjónar- mið iðnnemahneyfingaxinnar að kjaramál iðnnema verði tekin til gagngersu- endurskoðunar með það fyrix augum að iðnnemum vexði tryggð mannsæmandi kjör. Fundurinn telur að ef kjör iðn- nema verði ekki bætt komi það fram í minnkandi áhuga fólks á að fara í iðnnám og sé þess raun- ar þegax farið að gæta, en slikt gæti haft mjög slæm áhrif á iðn- að og iðnþróun í landinu. Fundurinn bendir á, hversu óeðlilegt það er, að iðnmeistarair eru nær einráðir um kjör iðn- nema, í krafti þess valds, er þeir hafa á iðnmenmtun i landinu og um leið iðnnemum. Þetta vald þeirra hlýtur að teljast óæski- legt mteð tiliiti til þess, að ís- lenzkur iðnaðux er ekki einkamál iðnmeistaxa heldur eitt af lífshagsmunamáktm allrax þjóðarinnar. í sambandi við þamn útbreidda misskilning, sem gætir meðal almennings um kjör iðnnema, vill fundurinn taka það fram, að þæx yfirborgamir, sem átt hafa sér stað til nokk- urra iðnnema í örfáum iðngrein- um, eru ekki réttindi, sem hafa áunnizt iðnnemum til hamda, heldur exu það tímabundnar ráð stafanir iðnmeistara, þegar erf- itt hefur verið að fá fólk til iða- náms vegma hinna lélegu kjara. Hims vegar sýna þessar yfirborg- anir að iðnmeistarar eru færir um að greiða iðnnemum betri laun. Nú að undanfömu hafa staðið yfir viðræður á milli iðnsveina- félaga og iðnmeistara innan málm-, raf- og byggingariðnaðar- ins um bætt kjör til handa iðn- niemum í viðkomandi iðngxein- um. f þessum viðræðum hefur enginn áhugi komið fram hjá meirihluta fulltrúa iðmmeistara á að bæta kjör iðnnema. Það er því álit og áskorun fundarins að iðnnemar og aðrir ex láta sig iðn- að einhverju varða, taki höndum saman til að knýja fram réttlát- ar kröfur iðnnema, kröfur um mannsæmandi laun, kröfur um almenn mannréttindi. (Fréttatilkynning). Sterkir i bílar handa traustum bílstjórum. ÞacS er allt annaS en auðvelt eða létt verk að aka stórum vöruflutningabílum, það getur hver vörubflstjóri sagt þér. Fram- Ieiðendur MERCEDES BENZ hafa gert allt sem f þelrra valdi stendur til þess að Iétta bílstjórum störfin. Stýrihúsið er sérstaklega útbúið með þetta í huga. Gott útsýni, allir mælar auðlesnír, þægi- leg stýrisstaðsetnlng og síðast en ekki sízt, sætin sem veita bæði hvíid og öryggi. MERCEDES BENZ og vörubnstjórar ... sterkir og traustlr. MERCEDES BENZ Auðnustjarnan á öHum vegum RÆSIR H.F. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.