Morgunblaðið - 18.03.1972, Page 16

Morgunblaðið - 18.03.1972, Page 16
16 MORGU'NÓL.AÐIÐ, LAOGARDAGUR 18. MARZ 1972 Útgefandi hf. ÁrvaJcuL Rfey'kjaví'k Rnamkvæmdastjóri Haraidur Sveinss.on. .RitSítjórar Mattihfas Johannessen, Eýfóllfur Konráð Jórisson. AðstoSarrítstióri SÍtyrmir Gunnarsson. RitstfómarfwHtirái Þiorbjönn Guðmundsson Fréttastfóri Björn Jóhannsson Augiýsing'as’tjiöri Ámi Garðar Kristirvsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistrseti 6, sfmi 10-100. Aug!ý.singar Aöalstræti 6, slrni 22-4-BO Ásfcriftargjatd 225,00 kr á 'miánuði innaniands I fausasöiiu 15,00 Ikr einta'kið að því spurður, hvort það væri hans mat, að ekki væri um teljandi aukningu skatt- þunga að ræða. „Nei, hann svaraði því mjög fljótt til, að það væri alls ekki sitt mat. En hann hefði ekki haft aðra forsendu að ganga út frá og hefði verið gefin sú forsenda, að skattvísitalan væri 6,5 eða 106,5 stig. Og út frá þessu ætti að reikna.“ Þá var forstjórinn spurður að því, hvað hann teldi eðli- lega skattvísitölu til að halda í horfinu, þannig að menn SKATTVÍSITÖLUFALS að getur ekki hjá því far- ið, að trúverðugir les- endur stjórnarblaðanna, þeir, sem engra upplýsinga hafa aflað sér annars staðar frá um skattafrumvörpin, hafi fyllzt innilegri gleði í gær- morgun, þegar þeir sáu því slegið upp á forsíðu Tímans, að almennir skattar yrðu 370 millj. kr. lægri en samkvæmt gildandi lögum. Og fyrir þess- um upplýsingum bar mál- gagn forsætisráðherra Hag- rannsóknadeild Framkvæmda stofnunarinnar. Að sjálfsögðu er hér al- gjörlega hallað réttu máli. Það er hvort tveggja, að Hagrannsóknadeildin hefur ekki komizt að slíkri niður- stöðu í sjálfstæðri könnun á áhrifum þessara tveggja skattkerfa, og forsendur samanburðarins slíkar, að honum var ekki ætlað að gefa rétta mynd af því, sem hér er um að ræða. Það er því sannarlega ástæða til að víta slík vinnubrögð harð- lega, að draga hlutlausa emb- ættismenn inn í stjórnmála- deilur með þessum hætti og grafa þannig undan trausti almennings á þeim. Sannleikurinn í málinu er sá, eins og Magnús Jónsson upplýsti við umræðurnar á Alþingi, að ráðherrarnir gáfu Hagrannsóknardeildinni for- sendurnar, sem reikna átti eftir, þegar samanburðurinn milli skattkerfanna var gerð- ur. Þannig skýrði Magnús Jónsson frá því, að á fundi fjárhagsnefnda beggja þing- deilda hefði forstjóri Hag- rannsóknardeildarinnar verið borguðu hlutfallslega ekki meira af tekjum sínum en þeir hefðu áður gert, ef mið- að væri við gamla kerfið. — „Þá svaraði hagrannsókna- stjóri því til, að eftir því sem hans stofnun vissi nú bezt, væri hækkunin frá fyrra ári 21,5%.“ Þegar þessi ummæli for- stjóra Hagrannsóknadeildar- innar á fundum beggja fjár- hagsnefnda Alþingis eru skoð uð, fer merking þeirra ekki milli mála. Með því að miða skattvísitöluna við 106,5 eins og ríkisstjórnin gerir í öllum sínum samanburði, er raun- verulega verið að þyngja skattbyrðina frá sl. ári um í kringum 11% á einstaklinga, og enn meir, ef aðeins eru tekin tekjuskattur og tekju- útsvar, eða í kringum 15%. 121,5 STIG Fhns og fram hefur komið hafa sjálfstæðismenn markað þá stefnu, að úr því sem komið er eigi ríkisstjórn- in ekki annarra kosta völ en draga skattafrumvörpin til baka og leggja á eftir gild- andi lögum, enda sé miðað við skattvísitöluna 121,5, sem er sama viðmiðun og for- stjóri Hagrannsóknadeildar sagði á þingnefndarfundi, að stofnun sín teldi eðlilega, til þess að skattbyrðin þyngdist ekki frá sl. ári. Stjórnarmeirihlutinn hefur talið, að hér sé um yfirboð að ræða og viljað miða við 106,5 stig. Sú afstaða á sér þá eðli- legu skýringu, að fjárlögin urðu ekki afgreidd hallalaus nema með þyngingu skatt- byrðarinnar. En að sjálfsögðu er hin gífurlega útgjalda- aukning fjárlaganna algjör- lega á ábyrgð ríkisstjórnar- innar. Við fjárlagaafgreiðsl- una vöruðu sjálfstæðismenn einmitt við því, að fjárlög væru afgreidd með þeim hætti, sem gert var, útgjöld- unum var slegið föstum, áð- ur en fyrir lá, hvernig tekna yrði aflað í staðinn. Þegar sjálfstæðismenn leggja það nú til, að skatt- vísitalan sé ákveðin 121,5 stig, liggur að baki því sú hugsun, að stefnt sé að því, að laun Dagsbrúnarverka- manns með einn yfirvinnu- tíma á dag, séu undanþegin tekjuskatti til ríkisins. Þessi stefnumörkun var m.a. ákveð in með Viðreisnarlöggjöfinni, en hins vegar tókst ekki allt- af að halda henni. Þannig var skattvísitalan ákveðin of lág á erfiðleikaárunum, enda lýsti þáverandi fjármálaráð- herra, Magnús Jónsson, því yfir þá þegar, að þennan mun yrði að vinna upp, þegar bet- ur áraði. Á næstu tveim ár- um þar á undan, 1965 og 1966 var skattvísitalan hins vegar ákveðin svo há, að hlutfallið við kaup Dagsbrúnarverka- manna hélzt fullkomlega. Það sýndi sig líka í raun á sl. ári, að þessi var stefna þáverandi ríkisstjórnar, en þá var skatt- vísitalan hækkuð um 20%, þótt meðal framfærsluvísitala hefði ekki hækkað nema um 13 stig og kaupgreiðsluvísi- talan um 18,4 stig. Eins og sýnt héfur verið fram á, er sú stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins nú, að miða skattvísitöluna við 121,5 stig, tekin í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar og gerðir. Að baki henni liggur sú hugsun, að skattar eigi ekki að hækka hlutfallslega, þegar almennar launahækk- anir verða í þjóðfélaginu, heldur eigi að miða við það, að laun hins almenna Dags- brúnarverkamanns séu und- anþegin tekjuskatti til ríkis- ins. Með þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar að miða við 106,5 stig er verið að þyngja skattbyrðina á öllum almenn- ingi í landinu, sem þessu nem ur, eða um 11%. Eftir Bjöm Jóhannsson ÞAÐ kom enn einu ainni í ljós á tuttugasta þingi Norðarlandaráðs í Helsinlki á dögunuim, hversu mi/kilvæg norraen aamvinna er fyrir íslendinga. Það þarf aðeints að nefma eitt dæmi til að sýna fram á það. Norðurlandaráð samþykkti ein- rórma að fela ríkisstjórnum Norður- lamda að vinna að alþjóðlegri sam- þykkt um hafréttarmál, þar sem sér- stakur réttur strandríkja, sem eiga allt sitt undir fiskveiðum, verði við- urkenndur. Þessi samþykkt var mi'kill sið- ferðilegUT sigur fyrir okkur, sem eig- um um þessar mundir í baráttu við að fá viðurkenndan rétt okkar til út- færslu landhelginnar. Samþykkt Norðurlandaráðis sýnir mi/kinn skilning á hagsmunum íslend- iinga og hún náði fram að ganga, þótt umsagnir ríkisstjórnia Norðurlanda um tillöguna væru allar mjög nei- kvæðar og ýnnsir fulltrúar á þinginu væru í sjálfu sér andvígir einhliða útfærslu. En þingfulltrúar vildu saimt lýs'a þeim vilja sínum, að sér- stakt tillit yrði tekið til hagsmuna íslendinga og annarra, sem hafa svip- aða aðstöðu. Norðurlandaráð getur ekki bundið hendur ríkisstjórmann'a, en með samþykktinmi hefur það laigt þeim siðferðiiegar Sky'dur á herðar. Alþingi Islendinga kýs sex fulltrúa á þing Norðurlamdaráðs, en auk þess hafa ráðhemair rétt til að sitja fundi ráðsirts. Samþykktin um hafréttar- mál er dæmigerð íyrir það, hvernig pólitígkir flokkadrættir falla í skuggann, þegar þjóðarhagsmunir eru í veði. HafréttaTtillagan var upp- haflega borin fram af Magnúsi Kjart- amssyni og Erlendi Paturssyni. En tillagan hefði aldrei náð fram að gantga í þeirri mynd, sem hún var upphaflega. Tillagain var rædd í laga- nefnd Norðurlandaráðs, en varafor- maður nefnidarinniar er Matthías Á. Mathiesen. Hann hafði stöðugt sam- band við Ólaf Jóhannesson, forsætis- ráðherra og Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra um framvindu máls- ins og þeir komu sér saman um, að yrðu ákveðnar máisgreinatr felld- ar niður úr röksituðminigi með tillög- unni, þar sem einihliða aðgerðir voru fordæmdar, þá gæti íslanid stutt til- löguna. Vegna reynislu Matthíasair Á. Mat- hiesen af störfum Norðurlandaráðs, harnn var um tíma forseti ráðsins, gat hanin tryggt að breytingamiar næðu fram að ganga í laganefnd ráðsins. Niðurstaðan varð sú, að laganefndin mælti einróma með hafréttartiliög- unnii. Hún var síðan samþykkt ein- róma sem ályktun Norðurlandaráðs sem fyrr segiir. 9 Allir íslentziku stjómmálaflo'kkarnlr eiga fulltrúa í sendinefnd Aiþingis í Norðurlandaráði. Formaður íslenzku sendinefndarinmiar er Jón Skaftason og er hann þar með einn af vamafor- setum ráðsins, á sæti í forsætisniefnd- imni (presddium). Forseti og varafor- setar eru yfirleitt úr stjómarand- stöðu viðkomandi landa. Ástæðan er sú, að ríkisstjórnirniar hafa yfirleitt meirihluta á þjóðþingunum og ráða stefnumini. Það þykir því rétt, að stjómaramdstaðan á Norðurlöndum geti beitt áhrifum sínium í gegmum Norðurlandaráð. Þar sem það er ráð- gefandi hafa rikisstjárniimar og þjóð- þinigin úrslitavaldið hvort sem er. En hugmyndin er í samræmi við lýð- ræðishugsjánir norrænna manna. Fulltrúi íslands í forsætisnefndinni hefur yfirleitt verið úr röðum stjóm- arsinna. Það er svo emmiþá, en flokk- arniir hafa gert með sér það sam- komulag, að núverandi stjórnariand- staða fái fulltrúann í forsætisnefnd tvö síðari ár kjörtímabilsins. Fram- kvæmdastjóri íslandisdeiidar Norður- landaráðs er skrifistofusfjóri Alþimgis, Friðjón Sigurðsson. Aðalstörf NorðUTlandaráðis fara ekki fram á þingum þess, heldur alit árið í nefindum ráðsins, og nú orðið einmig í hinni nýju ráðherranefnd og menningarmálas'lcrifstofuMnii í Kaupmaniniahöfin. Norræn samviinna er hins vegar eðlilega mest í sviðsljósimu, þegar þing Norðurlandaráða komia saman. Mörguim finnast stöirf ráðsiinis of þumg í vöfuim og hafa komið fram ýmisair hugmyndir um breytingar, m. a. að takmiarka hinar almennu umræður, sem venjulega standa í tvo daga. Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, heifur lagf til, að hinar al mennu uimiræður standi aðeirns í einn daig. Það miuni skerpa umræðuirnar. Finnst sumium, að þingmenn taki þar oft til máls í því skyni að vekja at- hygli á sjálfum sér og til að ganiga í augun á kjósendum í heimakjör- dæminu. Skipulagning á starfsregU um Norðurlandaráðs er nú mjög til umiræðu og má búast við, að breyt- inga sé að vænta í næstu framtíð. Veizluglaumurinn í sambandi við þing Norðurlandaráðs hefur löngum þótt keyra úr hófi fram og sætt miktUi gagnrýnd. En hvaða þjóð viU sýna minni gestrisni en sú næsta? Ég hef sótt þrjú þing Norðurlainda- ráðs og það er safct, að veizlurmar geta verið mjög þreytandi, ef menn kunma sér ekki hóf. Hins vegatr tel ég, að veizlurmar og boðin gegmi mikilvægu hlutverki. Það hef ég oft séð í reynd. Þar hittast þingmenn, ráðherrar og aðrir frá öllum Norðuirlöndunum óform'lega og á óþvingaðain hátt. Þar takast kynnt, sem síðar reyniast ómetanileg á sviðí stjórmmálalegra samskipta. Og í þess- um samkvæmum eru oft rædd mái, og ákvarðainir tekmar, sem ekiki ar unnt að ná samstöðu u«n á formileg- um fuindum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.