Morgunblaðið - 18.03.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1972 SAC3AIVI TVITIÍG .STULKA OSKAST.il 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. jð. Ferlíkið snerist til varnar, en lét sér nægja öskur og nokk ur heljars'ökk. Riddarinn komst þá á fætur, réðst aftan að andstæðingnum og kom feiknahöggi aftan á hnén á hon um, sem hefði nægt tiil að fella risaeðlu. Síðan greip hann um handlegginn á honum og gerði eitthvað við hann, eitthvað hryllilegt. En áður en varði náði ferlíkið yfirhöndinni aftur, rak riddaranum rosalegt höfuð högg, greip um báðar fætur hans og danglaði höfðinu á honum dyggilega í gólfið. Þannig gekk leikurinn í tvær eða þrjár lotur og all'af hafði ferlíkið betur, notaði bolabrögð svo dómarinn varð að ganga á Tnildi, en þó varð hann æ seinni tM. Ég sá, að Roy gaut augun- um til okkar til þess að sjá, hvernig okkur litist á. Sylvía muldraði ólundariega, en fylgd- ist þó með. Ég hrósaði happi með sjáifum mér, að ég sæti ekki enn á Dugout-barnum, og enn þurfti ég ekki að horfast i augu við, hvað beið min næst. Penny sat hreyfingarlaus og virtist ekki hafa neinn áhuga á því, sem fram fór. Nú kom að því, að riddarinn kom höggi á hnakkann á ferlíki.nu, rak hægra hnéð í hökuna á því með meira afli en hafði verið við- haf* áður. Ferlíkið missti fót- anna og skall á höfuðið og aðra öxlina. Áhorfendur tustu upp fagnaðarópi sem hljóðnaði þó brátt, þegar ferlikið reis aftur á íætur, um leið og taian níu var nefnd og nálgaðist nú andstæð ingi.n.n án þess að öskra eða stökkva í loft upp, en með ósvikinni heift, að því ég bezt fékk séð. Náunginn var senni- lega betri leikari en ég hafði gert mér í hugarlund. Penny tók viðbragð í sætinu svo öxl- in á henni snerti handlegginn á mér. 1 sömu andrá hafði ferlikið náð að klemma höfuð riddarans í vinstri handarkrika sér og héit hægri hendinmi fyriir andlit hans. Olnboginn reis og hné í si felHu eins og hann væri að ham ast við að skrúfa með skrúf- IIIyMi. Langdregim sánsaukavein heyrðust frá riddaranum. Þau virbust ósvikin og áttu auðvitað að virðast það. Ég sá ekki vei hvað fram fór. Ferlikið sneri sér stöðugt frá dómaranum sem var á harðahlaupum í kringum þá. Riddarinn jók veinin. Áhorf endur voru hættir að reka upp hæðnishrópin. Ég varð gripin sörnu tilfinningu og ég hafði uppiifað einu sinni áður, á nautaati á Mallorca, því fyrsta og síðasta, sem ég var viðstadd ur. Henni mátti líkja við ótta- blandna hrifnimgu. Ég óskaði bæði, að þessu linnti og linnti ekki. Penrny færði sig nær mér og greip ískaldri hendi um hönd mina. Ég sá að hún var skelf- ingu lostin. „Þetta er allt í iagi,“ kallaði ég í eyra hennar. „Þetta er bara leikur." Sjálfur fór ég satt að segja að efast, þegar ferlíkið greip dómarann á loft með ann- arri hendinni og slöngvaði hon- um út i eina hornsúluna og tveir kraftalegir aðstoðarmenn komu reyndu að skakka leikinn. Ann ar aðstoðarmannanna réðst að ferlíkinu með stól og lamdi hon- um í tröllið hvað eftir annað, Víða í salnum var fólk staðið upp og kallaði í mótmælaskyni við aðfarirnar. En Sylvia stóð líka á fætur og æpti til ferlík- isins að láta nú verða af þvi að krækja augun úr riddara- rolunni. (Þá sá ég að Roy hafði valið réttan sikemmtisfað). Þetta var einmitt það sem ferlíkið hafði í hyggju, enda þótt erfitt væri að henda reiður á, hvað Æram fór i þvögunmi. Öil hrifn- ing var nú horfin úr huga mér. Ég þrýsti handlegginn á Penny, en sá þá i einni andrá að fer- líkið hafði bara lagt iófann yf- ir kjálkana á riddaranum. Ég kallaði í eyra Pennyar: „Nú sá ég það. Hann ætlar ekki í augun á honum. Hann þykist bara ætla það. Þetta er allt í lagi. Vertu bara róleg." Penny sneri náfölu andlitinu að mér. Munmurinn var hálíop- inn og munnvikin vissu niður. Augnaráðið var tómt og star- andi. ■ Ég reif hana á fætur um leið og konan á bekknum fyrir aftan okkur rak regnhlifarhnúð inn sinn í mjóhrygginn á Sylvíu. Ég beið ekM eftiir því að sjá, hvað gerðist næst en ríghélt í hönd Pennyar og ruddi okkur braut i þvögunni, sem þyrptist að útgöngudyrunum. 1 anddyr- inu var fleira fólk hálf lamað af skelfingu. Miðaldra starfsmað ur hússins kinkaði kolli til okk- ar sigri hrósandi á svipinn. „Stórkostlegt", sagði hann. „Þetta hefur alltaf áhrif. Hann gerir þetta einu sinni I mánuði og helmingur áhorfendanna heldur alltaf að honum sé alvara. Stundum allir. Stórkost- legt. Bezti leikari, sem ég hef niokkum tima séð. SkiJ ekki hvers vegna hann er ekki not- aður í Shaikespeare. Já, ég meina það. Hann mundi draga tiu sinn um fleiri áhorfendur að i Strat- ford-upon-Avon en hann gerir hér. Emie Adams. Hann heitir það. Býr hérna ofar í götunni." Roy kom rétt á eftir með Sylvíu, sem mótmælti harðlega að fara. Brátt varð henni þó Ijóst, að við Roy vissum báðir, að eina ástæðan fyrir því að hún vildi vera kyrr, var sú, að Penny vildi fara. Hún hætti því mótbárunum. Ég settist I hiaupandi upp á sviðið og Leiklistnrskóli Þórunnar Magnúsdóttur IMýtt námskeið er að hefjast. Innritun í síma 14839. Suðurfjarðarhreppur óskar að ráða fastan starfsmann. Störf eink- um fólgin í eftirliti og umsjón auk verk- stjómar. Nánari uppl. gefur oddviti Suðurfjarðar- hrepps. Hrcppsnefnd Suðurfjarðarhrepps. LEIKHUSKJALLARINN SÍMI: 19636 OUR velvakandi 0 Vonbrigði vinstri manns með vinstri stjórnina „Háskólastúdent“ sendir Vel vakanda bréf með pólitískum hugleiðingum, sem látnar verða liggja á milli hluta að sinni, enda er bréfið alltof langt til birtingar hér. Máli sínu til stuðnings, vitnar hann í ýmis legt, þ. á m. í grein, sem fyrr- verandi ritstjóri „Nýs lands — Frjálsrar þjóðar" skrifaði í í Stúdentablaðið í febrúar sl„ og hefur fyrírsögnina: „Ungt fóik og pólitísk spilling“. Þar segir m.a.: „Eitt af þvi, sem ungu fólki hefur aldrei likað í starfi flokk anna, er það, sem almennt er nefnt „pólitísk spilling“. Þar er einkum átt við, — auk valda- brölts smákónganna, — bitlinga mennskuna, nefndarskipanir, skipanir í embætti og stöður" ......En ýmsir vonuðust eftir breyttum aðferðum við valda- töku nýrrar stjórnar, — „Nýir menn — ný viðhorf!" — En harla mikil hafa vonbrigðin orð ið. Sú nefnd hefur vart verið skipuð, að allir flokkarnir hafi ekkí misnotað sér aðstöðu sína til að koma gæðingum sinum í launaðar stólsetur. Við höfum dæmin: Framkvæmdastofnun ríkisins, Menntamálaráð, Út- varpsráð, Rannsóknaráð, nefnda skipanir ráðherranna (s.s. „nið ursuðunefndin“ fræga) o. fl. o. fl.“ 0 Pólitísk spilling og skipanir SFV í stjórn- ir, nefndir og ráð Og hann heldur áfram undir millífyrirsögninni „Flokksholan mín“: „Þar sem allmargir líta e.t.v. á þessi orð öll sem áróður gegn öllum flokkunum nema mínum eigin flokki, SFV („hannibalistum"), vil ég taka það sérstaklega fram, að þetta á engu síður við forystu SFV en annarra flokka, Að vísu er syndaregistrið styttra hjá SFV vegna hins lága aldurs þeirra, en viðleitnin er sú sama. Eitt helzta áróðursvopn SFV sl. vor var að útrýma hinni póli tísku spillingu. Það er m.a.s. í stefnuskrá flokksins, að ekki skuli skipa pólitískt í ýmsar op inberar stjórnir, nefndir og ráð, — heldur skuli tekið mið af þekkingu, reynslu og kunnáttu. En hvernig hafa ráðherrar og þingmenn SFV efnt þetta? Ef menn nenna, gætu þeir kynnt sér skipanir þeirra í þess ar nefndir og ráð“. — Svo farast fyrrverandi rit stjóra aðalmálgagns Samtaka frjálslyndra og vinstri manna orð. 0 Bréf frá Póllandi og Norður-írlandi Nítján ára skólapiltur í Pól- landi óskar eftir því að fá merki miða frá íslandi. Nafn og heim ilisfang: Miehal Bielicki, Lodz 25, Glowackíego 5, m 5, Póllandi — Polska. Maður á Norður-frlandi vill skrifast á við íslendinga, en veitir engar upplýsingar nema nafn og heimilisfang: Mr. David Dawson, 10, Queen Street, Portadown, Co. Armagh, N. Ireland. 0 Góð er nijólkin og hollur mjólkur- maturinn Jón Konráðsson, Smáratúni 1 Selfoasi, segist senda okkur eft irfarandi „þjóðinni til heilsu- bótar, þvi að oft var þörf, en nú er nauðsyn. Eftir fyllirí, eit urnautnir og fúkkalyf er mjólk in talin albezt til að eyða hvers kyns timburmönnum. í gamla daga, þegar fólk drakk óvart einhverja ólyfjan, var hlaupið í fjósið, kýr mjólkuð og mjólk- in drifin ofan í þann veika, — og þetta hjálpaði". — Velvak- anda minnir, að'kýrin ætti að vera þrílit. Jæja, en hér kem- ur bréfið, undir fyrirsögninni: „Hollt es heima hvat“. „fslendingar hafa alla tíð lif að mikið á mjólkurmat. Smjör ið er nauðsynlegt sem kjarna- fæða í köldu landi. Ef þjóðin minnkar neyzlu á mjólk og mjólkurvörum, mun það koma fram í lakara heilsufari og minni líkamlegri og andlegri hreysti. Japanir hafa hækkað að vexti á síðari árum; þetta er þakkað aukinni mjólkurneyzlu. Á norðurslóðum búa Lappam ir. Þeir hafa hreindýr. Þeir fóru að neyta smjörlíkis í stað smjörs. Þá fundu þeir, að sjón in varð ekki eins skörp, svo að þeir fóru aftur að neyta smjörs. Mjólk og mjólkurmatur hafa verið lífgjafar þjóðarinnar frá upphafi íslandsbyggðar. Svo mun enn verða. Góð heilsa er gulli betri“. Jörðin Hóll í Bíldudal er tíl leigu og laus til ábúðar í næstu far- dögum. Jörðinni geta fylgt 9 kýr. Umsóknir sendist hreppsnefnd Suður- fjarðarhrepps. Hreppsnefnd Suðurfjarðarhrepps. AÐALFUNDUR BYGGINGARSAMVINNUFÉLAGS STARFSMANNA RÍKISSTOFNANA (Síðari fundur) verður haldinn i skrifstofu félagsins Hverfis- götu 39 fimmtudaginn 23. marz og hefst kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. FÉLAGSST JÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.