Morgunblaðið - 22.07.1972, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1972
Minning:
Jóhanna M. Bjarnasen
Faedd 19. nóvember 1919.
Dáin 15. júli 1972.
Lygn streymir elía lífsins,
viðstöðulaust, í átt að fyrir-
fram ákveðnu takmarki, — sem
sé þvi að krefjast mannlegra
fóma þegar stund æviskeiðs
hvers og eins er á enda runn-
in. Engin persóna um veröld
víða fær umflúið sitt skapadæg-
ur, — þar fær engin mannleg
hönd gripið inn í —■ og hinn
jarðneski dauði er það eina i
veröld hér, sem allir menn eiga
vist að bera muni að, þegar æðri
máttarvöld hafa ákveðið að svo
skuli verða. Hið likamlega frá-
hvarf af jörðu hér er lausn frá
hjóli tírnans, — Iausn sem veit-
ir ægifegurð, friðsæld og eilifa
Dagsbrún, þar sem einn vilji
rikir og eining ræður og aldrei
ber skugga á. Dýrð handan
móðunnar miklu, sem mannlegu
viti er ofvaxið að skilja og
greina og verða mun um alla
framtíð. Þvi er það álit mitt að
t
Maðurinn minn,
Gísli Gíslason,
matsveinn,
Ásvallagötu 55,
varð bráðkvaddur 21. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
pyrir hönd barna okkar,
Ólína Sigvaldadóttir.
fráhvarf af jörðu hér sé í raun
og veru fögnuður einn, enda
þótt mér sé fyllilega ljóst að
djúp sorg og sár harmur steðj
ar oftast að aðstandendum
hinna burt horfnu, — oftast
nær um stund, enda þeim eftir-
sjá í fráhvarfi ástvinar og ekki
síst þar sem oft er um erfiðar
aðstæður að ræða. En fullviss má
þess hver og einn vera að heit,
fölskvalaus og sönn trú á Al-
msettið græðir harm og máir
sorg á sksunmri stund. Þ<ví ætti
fögnuður að ríkja heilsteyptur
í hjörtum ástvina þeirra sem yf
irgefið hafa þessa jörð, — þá
mu»u undir gróa fljótt. Ég get
leyft mér að láta þessar skoð-
anir í Ijós, fyrir þær sakir að
sjálfur hef ég persónulega
reynslu af þeim og orðið bless-
unarlega aðnjótandi þeirra, þá
er jarðneskt fráhvarf hefir orð-
ið hlutskipti ástvina minna. Því
er það ekki út i bláinn að heils-
hugar bendi ég ástvinum þeirr-
ar ágætu konu, sem ég vil með
Ijúfu geði kveðja heilshugar,
hvar alhliða og óskeikula likn
er að finna.
Það var bjart i hug okkar
bamanna, sem áttum heima við
vestanverðan Brekastiginn
heima í Vestmannaeyjum um
miðbik þriðja áratugar þessarar
aldar og á heimskreppuárunum,
sem á eftir fóru. Af bamsleg-
um ástæðum bámm við ekki
kennsl á hvað var að gerast í
veröldinni. Við vomm því
áhyggjulaus, eins og bama er
vandi, og lékum okkur í ýmiss
konar Ieikjum.
Það fór ekki hjá því að við
t
Eigirvkorta mín, móðir, terrgdamóðir og amma,
ODDNÝ MARlA KRISTINSDÓ7TIR,
Vesturgötu 27, Keflavik,
verður jarðsungin frá Keflavfkurkirkju laugardaginn 22. júlí
kl. 14. Blóm eru vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er bent á Keflavíkurkirkju.
Erlendur Jónsson.
böm, tengdaböm og bamaböm.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
STEINÓLFS BENEDIKTSSONAR
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andfát
og jarðaríör
ÖLAFS HÓLM THEODÓRSSONAR, Keldulandi 17.
Ólöf Guðbrandsdóttir, Eyþór Ólafsson,
Guðrún Ólafsdóttir, Hersir Oddsson,
Agnar Ólafsson, Erla Ásmundsdóttir,
Einar Ólafsson, Dóra Þorgildsdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR,
bifreiðarstjóra,
Glerárgötu 1, Akureyri.
Einnig þökkum við starfsliði F.S.A. fyrir góða umönnun í
veikindum hans. — Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Jónsdóttir,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Jónína Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Tómasdóttir,
Jón Oddgeir Guðmundsson,
Vilberg Alexandersson,
Sveinbjörn Matthíasson,
Axel Guðmundsson,
og barnabörn.
börnin við vestanverðan Breka
stiginn ættum margt sameigin-
legt í leikjum í hverfinu og leik
systir mín varð m.a. Jóhanna M.
Bjarnasen, ásamt Antoni eidri
bróður hennar, en frú Jóhanna
er einmitt nú nýlega horfin
jarðneskum sjónum. Skapadæg
ur hennar bar að, langt fyrir
aldur fram, á Landspítaianum
15. júlí s.l.
Árum saman gekk ekki hníf-
urinn milli min, hennar og bróð
ur hennar, — við vorum svo
samhent í leikjum okkar, dag-
inn út og daginn inn, að aldrei
bar þar skugiga á. Ég minnist
þessara bernskustunda leikja
okkar með einskærri gleði og
hrifni, því þá var oft og tíðum
gaman að vera til og njóta hug-
kvæmni frú Jóhömnu, — eða
Steliu, ems og hún var alltaf
kölluð, — í nýjum og nýjum
leikjum. Hún var þá og æ síðan,
einkar glaðlynd, kát, brosmild,
Ijúf og hrókur alls fagnaðar.
Og það verður að segjast eins
og er, — þó mér hafi kannske á
bernskuárunum þótt súrt í broti
— að þessi leiksystir míin og
jafriaidra átti oftast frumkvæðið
að leikjum okkar.
En þá er bemskuárum okkar
Steliu lauk og við fórum að
■ganga í skóla, sem þá var ekki
skylda fyrr en 10 ára, lauk ekki
samverustundum okkar. Aila
tíð, bæði í barnaskólanum, sem
stóð til 14 ára aldurs, svo og í
framhaidsskóla, vorum við
Stella alltaf i sama bekk. Ég
minnist þess að námshæfni
hennar varð strax ljós og segja
verður það eins og er að alla
ofekar skólatíð háðum við kapp
hiaup við námsgreinarnar og
urðum ætið hæst í okkar bekkj
um, — stundum með nákvæm-
lega sömu einkunnir, en stund-
um munaði 1—3 kommiim á ann
an hvorn veginn, aidrei meiru.
Og satt skal best segja að í ís-
lensku og stærðfræði fengum
við ætíð 10, sem var hæsta eink
uœn, sem gefin var.
Stella var dóttir hjónanna
Jóhanns A. Bjarnasens kaup-
manns, sonar Antons Bjama-
sens verzlunarstjóra hjá J.P.T.
Bryde í Eyjum og konu hans
Hansínu Gunnarsdóttur, dóttur
hins kunna manns Gunnars Ein-
arssonar í Ás.garði í Reykjavík
og því systir Hans Heilagleika
Jóhannesar heitins Gunnarsson
ar Hólabiskups. Þau hjónin eru
mér einkar minnisstæð sakir
prúðmennsku og látleysis I allri
umgengni. Voru þau bæði mann
kostamanneskjur, greiðug og al-
þýðleg, og Jóhann heitinn ein-
hver glettnasti og kímmasti mað-
ur, sem ég hef nokkru sinni
kynnst. Eru til margar sannar
sögur af græskulausu glensi
hans, gamni og afburða kirrmi.
Steila giftist hinum hógværa
og hjálpfúsa öðlingsmanim, vini
rnínum Jakobi Ó. Ólafssyni, að
stoðarbankastjóra í Eyjum, syni
hjónanna Ólafs Ó. Lárussonar,
hins mikiihæfa og mikilvirta
héraðslæknis í Vestmannaeyjum,
sem aldrei unn-i sér hvildar,
hvorki nótt né dag og hans stór
brotnu konu Sylviu Guðmuinds-
dóttur frá Háeyri á Stokkseyri,
sem lét mikið til sín taka við
líknar- og hjálparstörf í Eyj-
um og var vakin og sofin við
þau áhugamál sín, um áratuga
skeið, enda ekki ofmælt að þessi
störf hvíldu mest á herðum
hennar.
í Vestmannaeyjum áttu þau
Jakob og Stella heimili sitt
ætíð, enda trygig við Eyjamar.
Stella var fríð kona sýnum,
hæglát hógvær og einkar lát-
laus í allri framgöngu. Hún var
glaðlynd, glettin og gamansöim,
ekki síst í vinahópi. Og þessa
glettni og kimni, sem hún var
gædd, þegar hún vildi það við
hafa, hefir hún eftaust fengið í
arf frá föður sínum. Stella var
reglusötm og afburða hjálpsöm,
eins og raunar þau hjónin bæði,
og hún mátti ekkert aumt sjá,
fremur en Jakob eiginmaður
hennar. Að slíkum konum er svo
sannarlega mikil og ómetanleg
eftirsjá, að slíkt verður seint
eða aldrei bætt.
Nú, þegar þú Stella, leiksyst-
ir min og skólasystir, hverfur
jarðneskum sjónum, er mér að
sötinu söknuður í hu'g, þó ég sé
þess fullviss að sál þin hverfur
á vit annars og æðra tilveru-
stígs, — þangað sem friður og
fegurð ríkja ein um aldir alda.
Og þegar þú nú hefur ferð
þína yfir hina mannlega óskilj-
anlegu miklu móðu og tekur
strönd á hinu ægifagra, óendan
lega landi birtu, yls og kær-
leika, þar sem Ahnættið ríkir um
eilifð, þakka ég þér af heilum
hug bemsku- og æskuárin, svo
og siðari ár.
En um leið votta ég vini min-
um, eftirlifandi ejjginimanni,
bömum ykkar hjóna, aldraðri
móður þinni, bræðrum þínum
tveim, svo og öðrum aðstand-
endium þínum mína dýpstu sam-
úð.
Jónas St. Lúðvíksson.
Minning:
Hanna Karlsdóttir
Hanna Karlsdóttir lézt 15. júlí
s.l. á Landakotsspítalanum. Hún
íæddist i Gaulverjabæ í Flóa 6.
júlí 1910. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Dósóþeusdóttir frá
Görðum í Aðalvik og Kari
Krautwúrst vélfræðingur frá
Berlín. Hjónin Kristín Þorláks-
dóttir og Jón Erlendsson bóndi í
Seljatungu í Gaulverjabæjar-
hreppi tóku Hönnu í fóstur ný-
fædda, og hjá þeim var hún til
11 ára aldurs, er hún fór til móð-
ur sinnar, sem þá bjó í
Reykjavik, og þar ólst hún síð-
an upp. Hún gekk í Kenn-
araskóla Islands og lauk þaðan
prófi vorið 1931, en haustið eftir
réðst hún kennari til Hesteyrar,
sem var heimabyggð móður
hennar. Þar kenndi hún við
barnaskólann til 1934. Haustið
1935 giftist hún Steini Ásbjöms-
syni stýrimanni, en samvist-
ir þeirra urðu skammvinn-
ar. Hann drukknaði með skipi,
er fórst fyrir Norðurlandi sum-
arið 1936. Hanna varð því ekkja
aðeins 26 ára gömul. Á árunum
1934 til 1936 fékkst Hanna við
smábarnakennslu í Reykjavík,
en varð kennari við Miðbæjar-
skólann í Reykjavík 1936 og
gegndi því starfi til 1947. Þar
kenndi hún aðallega söng og
kristinfræði.
Árið 1944 gekk hún að eiga
séra Sigurð Einarsson, er síðast
var prestur í Holti undir Eyja-
fjöllum, og þangað fhittust þau
hjónin 1947, en séra Sigurður
tók við prestþjónustu haustið
1946. Þar bjuggu þau til ársins
1967, er séra Sigurður lézt. Á
þessum árum var hún lengst af
kennari og um skeið skólastjóri
við Seljalandsskólann undir
Vestur-Eyjafjöllum. Eftir lát
séra Sigurðar fhittist Hanna til
Reykjavíkur og gerðist haust-
ið 1967 kennari við Vesturbæjar-
bamaskólann og kenndi þar,
meðan kraftar entust, eða fram
á síðasta ár.
Ég kynntist Hönnu fyrst, er
hún kom til Hesteyrar og tók
við barnakennslu þar, þá aðeins
21 árs gömul. Hún kom til þessa
afskekkta sveitarfélags eins og
ferskur andblær úr fjarlægð
og tók til hendi, svo um munaði.
Til þess var hún og ágætlega
búin. Hanna hafði erft góðar
gáfur og fjölbreytta hæfileika,
sem henni hafði tekizt að þroska
með þeirri lífsorku og lifsgleði,
sem hermi var gefin i ríkum
mæli. Hún lék á hljóðfæri og
söng, tók af áhuga þátt í félags-
lifi bæði yngri og eldri. Varð
henni mjög auðvelt að hrífa nem
endur sína með sér bæði til náms
og starfs. Margir þeirra hafa
sagt mér, að þeir minnist skóla-
verunnar hjá henni alla ævi og
telja hana hafa haft varanleg
áhrif á sig. Hanna átti margt
frændfólk í sveitinni, sem hún
hafði ekki kynnzit áður, og tókst
með henni og mörgu því vin-
átta, sem entist ævilangt.
Á þessum árum brosti lífið við
Hönnu, og eftir þriggja ára dvöl
fyrir vestan giftist hún Steini
Ásbjömssyni. En hún fékk
snemma að reyna mótlæti,
og eftir tseplega 1 árs hjúskap
missti hún hann af slysförum. Má
nærri geta, hvílikt áfall slíkt var
svo un'gri konu. En hún lét ekki
bugast og sótti huggun í starf
sitt og hugðarefni og hélt áfram
að kenna.
Árið 1944 verða aftur þátta-
skil í lífi Hönnu. Þá gekk hún
að eiga séra Sigurð Einarsson og
fluttist skömim'U siðar með hon-
um að Holti undir EyjafjöIIum.
Þau eignuðust einn son, Stein
Hermann, sem nú er uppkominn
og kvæntur Mariu Guðbjðms-
dóttur frá Selfossi. Þau eiga einn
son, er ber nafn Sigurðar afa
síns.
Þótt þau Hanna og Siigurður
væru ólik um marga hluti og
þau bæði fullorðin, er þau stofn
uðu til hjúskapar, varð sambúð
þeirra mjög farsæl. Hanna bjó
þeim gott heimili að Holti og
lagði sig fram um að búa sem
bezt I haginn fyrir mann sinn,
svo að hanin gæti jafnframt emb-
ætti sínu unnið að ritstörfum,
sem hugur hans stóð til. En hún
lét sér það ekki nægja, heldur
tók hún einnig að sér kennslu
og um tima skólastjórn I sveit-
innl, auk þess sem hún tók mik
inn þátt í félagslifi þar.
Hanna naut sín vel í Holti.
Hún hafði mikið yndi af skáld-
skap og kunni vel að meta rit-
störf Sigurðar. Milli þeirra rikti
gagnkvæm virðing. Hún var
mannblendin og gestrisin að eðl
isfari og Iét vel að stjörna heim
ili, þar sem oft á tiðum var gest-
kvæmt. Hún var vinmörg og vin
föst. Alla tíð var náið samband
milli hennar og fóstru hennar og
barna hennar
Mörgum verður hugsað til
Hönnu með hlýhug og þakklæti,
þegar hún verður kvödd að
Breiðabólstað í dag.
Gunnar Friðrilisson.
SKILTI A GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent sf Nýfendugötu 14
sími 16480.