Morgunblaðið - 22.07.1972, Page 28

Morgunblaðið - 22.07.1972, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1972 SAI BAI N | Ífrjalsuríki eftir YS. Naipaul skinið og stundum gaf svo á kinnungimn að löðrið þeyttist yfir fólkið, sem úti var. Það ent- ist því ekki til að bíða lengd. Jafn vel húsgagnaframleiðandinn og maðurinn frá Beirut viku sér við og við inn í reyksalimn, þar sem Þjóðverjarnir og Arabamir og spænsku dansmeyjarnar sátu. Þeim voru boðnir stólar að sitja í. Þeir nutu samúðar vegna reið- innar og hversu mjög hafði reynt á þolrif þeirra. Hans beið á verðinum. Þegar napur vind- urinn hrakti hann undan, fór hann inn í káetuna, settist á neðri kojuna og hafði auiga með bakpokanum þaðan um opnar dyrnar. Hann brosti breitt til þeirra sem gengu hjá. Þá bárust fréttir af því, að förumaðurinn hefði birzt og hefði þegar ánetjazt leikmum. Nokkrir amerisku unglinganna voru á þilfarinu að virða fyrir sér sjóinn. Sömuleiðis spænsku dansmeyjarnar og þýzka stúlk- an. Hans varði káetudyrnar. Ég sá að förumaðurinn hafði gripið um ólina á bakpokanum sínum. Ég heyrði, að hann bar sig upp á ensku, en reiðiflaumur húsgagnaframleiðandans glumdi á frönsku og arabísku, um leið og hann lyfti báðum handleggj- unum og pataði svo jakkalöfin flöksuðust til. í borðsalnum virtist reiði hús- gagnaframleiðandans yfirborðs- leg, eitthvað sem var samgróið suðræna útlitinu, yfirvaraskegg- inu og hrokkna hárinu. Bn hér undir berum himni með áhuga- sama áhorfendur og allt að því lamað fórnarlamb tókst honum betur upp. Æðiskastið varð fölskvalaust og algert. „Svin! Svín!“ „Það er ekki satt,” sagði föru- maðurinn og leit biðjandi á fólkið sem þama var komið tii að fyligjast með. „Svín!“ Stundin var runnin upp. Hús- gagnaframleiðandinn, sterkur og stæðilegur með uppstoppaðar jakka-axlirnar sló leiftursnöggt með vinstri hendi til gamla mannsins. Förumaðurinn vék til höfðinu, eins og hann varvanur til að forðast augnaráð annarra, svo höggið geigaði. Og hann fór að gráta. En húsgagnaframleið- •.*,..._____ • • « « * • • i » i • • •••••••• ^•„•.» •••*•« 00 KJOTMIÐSTOÐIN • •■•!•"•'•• •W .•.•.•.•••.•.•.v. .•.•.•.•.•.v.v. •:•:•:•:•••••••••••' .v.v.v.v.v Lækjarveri, Laugalæk 2, sími 3 50 20 andinn missti fótanna við vind- höggið, hentist utan í borðstokk- dnn og fékk sjávarlöðrið yfir sig í gusu. Hann lagði höndina á brjóstið, þreifaði eftir penna og veski og fleiru og æpti eins og maður í mikilli neyð: „Hans! Hans!“ Förumaðurinn beygði sig fram., Hann hætti að gráta. Vatnsbláu augun ætluðu út úr tóftunum. Hans hafði gripið traustataki um hnútinn á doppótta klútnum hans, teygði hann niður og sneri upp á hann. Svo hratt hann förumanninum aftur fyrir sig og sparkaði um leið af alefli i bak- pokann. Hörkusvipurinn hvarf af brosandi andlitinu á Hans og brosið eitt sat eftir. Förumaður- inn hefði getað varizt fallinu en hann kaus að láta sig detta og settist síöan upp. Hann hélt enn um ólina á bakpokanum. Hann var farinn að gráta aftur. „Það er ekki satt. Þetta sem þeir segja, er ekki satt. Það er ekki satt.“ Amerísku unglingarnir horfðu út yfir borðstokkinn. „Hans!“ kallaði húsgagna- framleiðandinn. Förumaðurinn hætti að gráta. „Ha-ans!“ Förumaðurinn leit ekki í kring um sig. Hann stóð upp með bak- pokann og tók til fótanna. Sagt var, að hann hefði lokað sig inni á einu salerninu. Þó birtist hann aftur á meðal okkar. Tvisvar. Um það bil klukkustundu sið- ar kom hann inn i reyksalinn, bakpokalaus og óttalaus að sjá. Hann var búinn að jafna sig. Hann gekk rakleitt inn að vanda, leit hvorki til hægri né vinstri. Eftir nokkur skref var hann kominn inn á mitt gólfið í litlum salnum, svo hann straukst næstum við fæturna á húsgagnaframleiðandanum, þar sém hann sat í hægindastól og teygði úr sér, örþreyttur með aðra höndina yfir hálflokuðum augunum. Fyrst brá fyrir undr- un í svip förumannsins, síðan reiði og fyrirlitningu. Hann leit undan. „Hans!“ kallaði húsgagnafram leiðandinn, þegar hann var bú- inn að átta sig, dró að sér fæt- uma og hallaði sér fram í sæt- inu. „Hans!“ Um leið og förumaðurinn leit undan, sá hann, hvar Hans stóð á fætur með spil í annarri hend- inni. Skelfingarsv:«^ar kom á andlit förumannsins. Búkurinn fylgdi snúningi höfuðsins. Hann snerist á hæli, sté hinum fæt- inum þungt niður og þaut út. Allt gerðist þetta i einni lotu og hvert viðbragðið rak annað . . . hann birtist, gekk fram, snerist á hæli og lagði á flótta. „Hans!“ Þetta var ekki hvatningaróp. Húsgagnaframleiðandinn var bara að teygja úr brandaranum. Til frekari áherzlu. Hans skildi, h!ó og settist aftur við spilin. Förumaðurinn missti af hádeg- isverðinum. Hann hefði átt að hlýða fyrsta kallinum. En hann fór í felur. Sjálfsagt á eitthvert salernið og kom ekki fram, fyrr en kallað var í síðara sinn. Það gerðu Líbanon-mennirair og Hans líka. Förumaðurinn sá þá um leið og hann koirn í dymar. „Ha-ans!“ En förumaðurinn hafði þegar snúið burt. Seinna sást til hans á neðra þilfarinu hjá flóttafólkinu. Hann var með bakpokann sinn en hatt laus. Brandarinn gekk, þrátt fyr ir fjarveru hans og án þess að hans væri getið, — á barnum, á mjóu þilfarinu og í reyksaln um. „Hans! Ha-ans!" Loks var Hans hættur að hlæja eða lita upp. Þegar hann heyrði nafn sitt kallað, sló hann botninn í skrítluna með þvi að blistra. Brandarinn lifði góðu lífi. En um náttmál var förumaðurinn gleymdur. Líbanon-mennirnir ræddu um peningamál við kvöldve-rðarborð ið með sömu yfirborðsmennsk- unni og áður. Maðurinin frá Beirut sagði, að hægt væri að græða stórfé á útflutningi á sér- stakri gerð af egypzkum skóm. Ástæðuna væri að rekja til sér- stakra og óvenjulegra aðstæðna í Mið-Austurlöndum. En fáum væri kunnugt um þetta. Hús- gagnaframleiðandinn sagð'ist I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. hafa vitað um þetta í marga mán uði. Þeir gengu út frá vissu fjár- framlagi, kepptust um það sín á milli að vita um sem flestar duld ar kostnaðarhliðar og gerðu síð- an í rólegheitum áætlanir um gifurlegan ágóða. En í rauninni höfðu þeir ekki örvandi áhrif hvor á annan lengur. Leiknum var eiginlega lokið. Þeir höfðu þegar mælt hvor annan og vegið. Og þeir voru báðir þreyttir. Slenið í amerisku ungliingunum hafði einhvern veginn færzt yfir á hina farþegana þetta síðara kvöld. Sjálfir voru unglingarn- ir heldur hressari. Úr hálfrökkr- inu í reyksalnum mátti heyra pilta- og stúlkuraddir í vinsam- legu orðaskaki. Þeir voru lika meira á stjái. Sérstaklega ein stúlknanna, sem klædd var þvi sem líktist einna helzt æfinga- búningi listdans-ara þröngum bol frá hálsi, fram á úlnliði og niður á ökla. Þýzka stúlkan, sem við höfðum kjörið í hlutverk hús- BÍLASALA KÓPAVOGS hefur opnað að Nýbýlavegi 4 Bilar til sölu: Land Rover bensín, árg. '70 Land Rover dísil, árg '68 12 manna. Land Rover dísil, árg. '64 Volkswagen 1500, árg. '64 Volkswagen 1302S, árg '65 Volkswagen 1302, árg. '71 Volkswagen, árg. '72, ekinn 6 þús. km. Volvo Amazon, árg '65 Volvo Grand Lux '71 Citroen ID 19, árg '65 Citroen special, árg '71 Chevrolet Nova sjálfsk., powerst. og bremsur, árg '70, 2ja dyra, ekinn 25000. Pontiac Ventura, árg. '68 Benz 230, árg '71, ekinn 20.00 km. Benz 200, árg '67, ný innfluttur Benz 280 S, árg '69, sjálfskipt- ur, powerstýri. Höfum kaupendur að flestum tegundum bifreiða. Opið til 5 í dag Sími 43600. ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í Hólunum, Breiðholti III. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 velvakandi 0 Beiðni Vladimirs Ashkenazys Ingjaldur Tómasson skrifar: „Ég hefi frestað því um nokk- urn tíma að skrifa þessa grein, til þess að sjá viðbrögð ein- staklinga og félaga við óskum Viadimirs Ashkenazys, um stuðning við beiðni hans til rússneskra yfirvalda, um að fað ir hans fái ferðaleyfi til Islands og aftur heim. Ég hefi aðeins séð tvær greinar frá einstakling um báðar í Morgunblaðinu. Fyr ir nokkru birtist grein eftir Helga Lárusson. Hann telur, að allir íslendingar styðji Ashken azy í þessu máli. Ég er honum ekki alveg sammáia i þessu. Það hefir því miður oftlega sýnt sig, að hér á landi eru stórir hópar manna, sem ýmist láta sig mál þessu lík engu skipta, eða styðja bæði ljóst og leynt það þjóðfélagskerfi, sem skirrist ekki við að stía ævi- langt i sundur elskendum, fjöi- skyldum og heilum þjóðum, ef það er talið nauðsynlegt, til að tryggja völd yfirráðaklíknanna í einsflokks sósíalistarikjun- um. 0 Með friðarorð á vörum Það er áreiðanlega mjög al- varlegt mái, þegar þeir fjöl- mörgu einstaklingar, flokkar og félög, sem sífellt eru með orð friðar og bræðralags á vör unum, steinþegja þegar elzta og voldugasta sósíaiistaríkið neit- ar föður hins fræga listamanns og íslenzka ríkisborgara um ferðaleyfi til íslands. Morgun blaðið birti fyrir nokkru beiðni Ashkenazys til Islend- inga um stuðning við að reyna að knýja rússnesku stjórnina til að veita umbeðið leyfi. Hvi þegja nú Friðarsamtök íslenzkra kvenna, Fylkingin, SÍNE, hernámsandstæðingar með útvarpsráðsformanninn í fararbroddi (hann hefir ann- ars mjög góða aðstöðu til að styðja þetta mál). Q Siðferðileg skylda Það er ekki heldur vansa- laust, að allur hinn íslenzki skálda- og listamannaskari, skuli ekki segja eitt orð við þessari rússnesku neitun. ís lenzka ríkisstjórnin öll er öðr- um fremur skyldug að sinna þessari beiðni hins fræga lista manns og íslenzka ríkisborg- ara Ashkenazys. 0 Annars vcgar hávær mótmæli — hins vegar þögn Þeir hópar fóiks, sem sifellt eru með alls konar mótmæli gegn einum aðila, en nefna ekki svipaðar eða verri ávirð- ingar hins, verða aldrei teknir aivarlega. Dæmi: Mótmæit er hernaði Bandarikjamanna í Ví- etnam, en hernaði Norður-Víet nams og Þjóðfrelsisfylkingar innar (skæruliða) sungið lof. Einræðisstjórn Grikkja og of- beldisaðgerðum mótmælt kröft uglega, en einræðisstjórn Rússa, með heimsmet í mann- slátrun, (fjöldamorð Stalíns, innrás í Úngverjaland o.fl), fangabúðaþræikun, nauðungar flutningum og innilokun á geð veikrahælum, er alls ekki mót- mælt. 0 Áskorun Ég vil að lokum skora á öll frjálshuga félög, fjölmiðla og einstaklinga, að láta ekki linna mótmælum við rússneska sendi ráðið hér, þar til umbeðið leyfi Ashkenazys hefir verið veitt. Ungir sjálfstæðismenn hafa þegar riðið á vaðið, vonandi koma fleiri á eftir. Ingjaldur Tómasson." Sunbeam Arrow árg. 1970 til sölu Bíllinn er í miög góðu lagi, vel útlitandi og ekinn aðeins 17 bús. milur. Til sýnis að SIGTÚNI 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.