Morgunblaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBBR 1972
Oitgefandí hif. ÁtvdfeuC Röj/ktjawft
Fra'm'kvæmdastjóri Harafdur Sveinaaon.
Rte.t^órar Matthías dohannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
AðstoSarritstjóri Styrm+r Gunrvarsson.
Rrtstlórnorfiullitrúi Þiorbljönn Guðrrvundsson
Fréttastjóri Björn Jólhannsson.
Auglýsingastjóri Átni Garöar Kriatinsson.
Rítstjórn og aígreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Augilý.singa.r Aðalstræti 6, sfmi 22-4*60.
Áskriftargjafd 225,00 kr á 'mámuði innaniands
í iausasöTu 15,00 Ikr eintakið
HVAÐAN KOMA
PENINGARNIR ?
C|enn er septembermánuður
^ allur. Um mánaðamótin
benda allar líkur til, að
frystihúsin stöðvi rekstur
sinn, verði ekki búið að
finna lausn á vandamálum
þeirra. Sjómenn gera kröfu
um fiskverðshækkun og út-
gerðarmenn vafalaust líka.
HVAÐ EIGA LAUNÞEGAR
í VÆNDUM?
T>áðsmennska ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar í
efnahags- og atvinnumálum
bitnar nú með sívaxandi
þunga á launþegum. Þær
eru ófáar launþegafjölskyld-
umar í landinu, sem standa
frammi fyrir því, að Halldór
E. Sigurðsson fjármálaráð-
herra, tekur meirihluta tekna
þeirra fram að áramótum í
skattheimtu. Skattþunginn er
slíkur, að stór hópur laun-
þega fær aðeins greiddan
sáralítinn hluta launa sinna.
Meiriparturinn fer í fjár-
hirzlur hins opinbera. í mörg-
um tilvikum er afleiðingin
sú, að fjölskyldur, þar sem
um tvær fyrirvinnur er að
ræða, þ.e. karl og konu, verða
að fleyta sér áfram á laun-
um eiginkonunnar einnar. í
annan stað hefur þessi skatt-
byrði þau áhrif, að launþeg-
ar leita eftir aukinni yfir-
vinnu eða annarri aukavinnu
og verður þá lítið úr marg-
rómaðri vinnutímastyttingu í
raun.
Við skattpíninguna síðari
hluta ársins bætist svo vax-
andi kostnaður við fram-
færslu fjölskyldu vegna óða-
verðbólgunnar í landinu, sem
engan veginn hefur verið
stöðvuð með málamynda
verðstöðvun ríkisstjórnarinn-
ar. Þúsundkallinn er marg-
falt minna virði í dag held-
ur en hann var, þegar vinstri
stjómin tók við völdum.
Þetta veit hver einasti laun-
þegi í landinu og húsmæður
alveg sérstaklega, sem í flest-
um tilvikum annast matar-
innkaup fyrir heimilin.
Nú er fyrirsjáanlegt, að
víðtækar efnahagsráðstafanir
standa fyrir dyrum. Ríkis-
stjórnin kemst ekki hjá því
að afla stórfelldra nýrra
tekna. Hvemig verður það
gert og hvað eiga launþegar
í landinu í vændum? Þeir
hafa nú þegar hlotið þungar
búsifjar af völdum stjórn-
leysis vinstri stjórnarinnar en
hvaða gjafir verða þeim gefn-
ar á næstu vikum og mánuð-
um? Launþegar eiga heimt-
ingu á skýram og afdráttar-
lausum svörum um fyrirætl-
anir stjórnar „hinna vinn-
andi stétta“.
Frystihúsin telja ekki rekstr-
argrundvöll fyrir hendi nú,
hvað þá að möguleiki sé á,
að rekstur þeirra geti staðið
undir enn einni hækkun fisk-
verðsins. Undirstöðuatvinnu-
vegi landsmanna skortir hátt
á annað þúsund milljónir kr.
eins og sakir standa og þegar
lengra er litið til þeirra út-
gjaldaaukningar, sem í vænd-
um er á næsta ári, má telja
víst, að fjárþörfin sé í raun
margfalt meiri. Hvers geta
þessar atvinnugreinar vænzt
af hálfu ríkisstjórnarinnar?
Við þessu verða að fást
svör tafarlaust. Það gengur
ekki lengur að ríkisstjórnin
sitji með hendur í skauti og
geri ekki neitt. Vandi fylgir
vegsemd hverri og ráðherr-
arnir geta ekki endalaust ver-
ið í einhverjum sandkassa-
leik og stungið höfðinu í sand
inn, þegar vanda ber að hönd-
um. Hvaðan eiga peningamir
að koma, sem atvinnuvegina
vantar? Frá skattpíndum al-
menningi? Frá atvinnufyrir-
tækjum, sem nú þegar eru
rekin með halla? Hvaðan?
Ólafur Jóhannesson svari.
SKYLAUS KRAFA
í tímum fyrri vinstri stjórn-
■‘*- ar gerðist það hvað eftir
annað að afgreiðsla fjárlaga
og ýmiss konar bráðabirgða-
ráðstafana í efnahagsmálum
dróst fram eftir vetri og
jafnvel fram á vor, vegna
þess, að ráðherrarnir gátu
ekki komið sér saman. Laun-
þegar og atvinnureksturinn
urðu að bíða von úr viti, með-
an unnið var að því að bræða
saman hin ólíku sjónarmið
innan stjórnarflokkanna.
Margt bendir til að sagan
endurtaki sig. Aðgerðarleysi
ríkisstjómarinnar í efnahags-
málum verður aðeins skýrt
á tvennan hátt. Hugsanlega
hefur ríkisstjórnin ósköp ein-
faldlega ekkert hugsað um
efnahags- og atvinnumál þar
til síðustu daga. Þetta er ólík-
legt, en gæti þó verið rétt
skýring miðað við fyrri
frammistöðu stjórnarinnar.
Hin skýringin er öllu líklegri,
sem sé sú, að ráðherrarnir
geti ekki komið sér saman,
þar sé hver höndin upp á
móti annarri og engin sam-
staða um úrræði meðan skip-
ið sekkur. Ef til vill er hvort
tveggja hið sanna í málinu.
En við- þetta verður ekki un-
að lengur. Efnahagsvandinn
verður óviðráðanlegur, ef
ekki verður brugðið skjótt
við. Þjóðin á heimtingu á því,
að ráðherrarnir skýri frá því
hvað þeir hyggjast fyrir.
Hvenær skyldi þessi
Kani gefast upp?
Miinchen, sept. — Banda-
ríski maraþonhlauparinn Frank
Shorter hleypur inn á leikvang-
inn. U.S.A. stendur stórum stöf-
um á brjósti hans. Hann hleyp-
ur létt og ákveðið við gifurleg
fagnaðarlæti áhorfenda. Allt get
ur svo sem gerzt, Kani fyrstur í
maraþonhlaupi, segir einhver.
Frank Shorter hleypur inn á
leikvanginn M. 17,13, aðeins rúm
um tveimur Mukkustundum eft-
ir að hann hafði lagt af stað
ásarnt öðrum hlaupurum. Hann
hieypur léttilega heilan hring á
ieikvanginum, kemur svo í mark.
Hleypur svo enn heillan aukahring
veifandi. Það er enigu Mkara
en hann sé óþreyttur með öilu.
Á meðan kemur næsti hlaupari
irm á völiinn, Beligi. Það dettur
hvorM af honum né drýpur. Á
milli þeirra eru aðeins rúmair
tvær mínútur. Hvað er það eft-
ir 42 km? Alilt. Heil eilífð. Mun-
urinn á frægð og gulli og því að
hllaupa inn í þögn, gleymskunn-
ar. Loks kemur þriðji hlaupar-
inn inn á völlinn. Hann
er þreyttari en hinir, aðfram-
kominn sýnist mér. Það er slgur-
vegarinn í maraþonhlaupinu á
siðustu Olympíuieikum, Eþíópíu
maðurinn Wolde. Aðeins einn
maður hefur unnið maráþon-
hlaupið á tvennum Olympíuleik
um, sá sem nú situr hér í hjóla-
stóil og getur ekM einu sinni
staðið í fæturna.
Wolde veit hvorki I þennan
heim né annan, þótt ekki sé
hann nærri því eins illa farinn
og sumir sem eiga eftir að koma
í mark. Shorter ætlar að taka á
móti honum við markið, en þeir
farast á mis. f staðinn tekur
Shorter á móti næsta manni,
landa sínum Moore. Þegar þeir
hafa faðmazrt, hleypur ung
stúlka inn á leikvanginn og fagn
ar einnig Moore, iíMega unn-
usta hans.
Shorter gleðst í hjarta sínu.
Gieði hans er ekki frumstæð óp,
heldur menntuð ögun og fáguð
framkoma. Hann er nettur og
fíngerður, virtist eldri þeg-
ar hann kom inn á leikvanginn,
en hefur nú ýrtgzt aftur: kol-
svart yfirskeggið stingur í stúf
við annað í fari þessa geðþekka
unga stúdents. Það er ekkert hé
gómlegt við hann, hann er karl-
mennskan holdi klædd. Og yfir-
skeggið venst. Við koimum okk-
ur saman um að hann sé ímynd
þess eina og sanna íþrótta-
manns. Fulltrúi þjóðar sem á
allt til. Persónugervingur þess
bezta í fióten'um og næsta óskilj-
anlegum frumskógi bandarísiks
þjóðfélags.
Nokkru áður en hann htjóp
inn á leikvanginn hafði allt í
einu birzt þar ungur piltur,
hann var í iþróttabúnimgi no. 72.
Við þótitumist strax sjá að þetta
var ekki sá rétti sigurvegari.
Númer Shorters stóð á skerm-
inum, það leyndi sér ekki. Var
þetta einhver misskilningur?
Hvað var að gerast? En pi’.tur-
inn hleypur ekki í ma.rk, heldur
út af veilinum. Hann er um 300
metrum á undan Franik Shorter.
Þegar fólik áttaði sig, kváðu við
mlkil fagnaðarlæti og hinn rétti
sigurvegari var hylltur að verð
Ieikum. Nafn hans hafði raunar
staðið á skenmimum alltaf öðru
hverju frá því hlaupið hófst, því
að staða og tíimi voru gefin upp
á fimm kílómetra fresti. i’yrst í
stað hlógum við og sögð-
um: Hvenær skyldi þessi Kani
gefast upp. Hvað er hann eigin-
lega að glenina sig.
En hann stóð fyrir sínu.
Þegar Frank Shorter var síð-
ar spurður hvort refsa ætti piit-
inum unga, svaraði hann því
neitandi. 1 andliti hans var
þroskuð alvara. Ákveðni hans
leyndi sér ekki: „Ef pilturinn er
íþróttamaður — og á í brjósti
sínu sannan íþrótitaanda — ber
hann þessa byrði það sem eftir
er. Það er nóg refsing," sagði
Frank Shorter rótega og svip-
brigðalaust. En hugsjón
olympiueldsins brann i augum
hans.
Pilturinn, sem er aðeims 16 ára
gamall, ruglaði áreiðanlega
marga I ríminu. Hvað gera menn
ekki til að vekja á sér athygii?
„Þetta var baira brandari hjá
mér,“ sagði hann siíðar í blaða-
samtali. En við yfirheyrslur eft-
ir hlaupið brast bann í grát,
þegar hann heyrði að hann hefði
gabbað þúsundir manna. Piltur-
inn, sem heitir Norbert Siid-
haus, sagði að það hefði aldrei
verið ætlun sín. Þetta var bara
grin. Nei, óþroski. Hver skýldi
ætlunin hafa verið önnur en sú
að vilia um fyrir fólki, draga að
sér athygli, komast í blöðin? Og
allit hefur þetta tekizt með ágæt-
um. Nafn hans hefur nú jafnvei
birzt á prenti á Islandi. Strák-
uirinn þarf ekki að gráta þess
vegna.
Það var ekki fyrr en Shorter
I kom inn á leikvaniginn 300 metr-
um á eftir piltinum að áhorfend-
ur fóru almennt að gera sér
grein fyrir þvi hvað var að ger-
ast. Strákurinn hafði hlaup-
ið 300 metrana við þann fögn-
uð sem einungis er ætlaður sig-
urveigara í maraþonlhlaupi. Eitt
hvað dró þetta fyrsfcu sek-
úndurnar eftir að Shorter kom
inn á leikvanginn úr þeirri at-
hygli sem hann átti skiilið: „Ég
heyrði fólk flauta og púa, þeg
ar ég kom in-n á leikvanginn,"
sagði hann síðar. „Ég skildi það
ekki, hétt það væri að flauta á
mig.“
En þá var verið að púa og
flauta á piltinn sem Mjóp inn í
íþróttasöguna á fölskum for-
sendum.
Keppendurnir í maraþoniMaup-
inu voru að tinast imn á völlinn
næsta klulkkutímann. Sumir svo
aðframkomnir, örmagna og illa
haldnir að ég hélt þeir mundu
ekki lifa hlaupið af; héldu ann-
arri hendi þar sem hlaupasting-
urinn var að gera útaf við þá.
Læknar og hjúkrunarlið vöfðu
þá strax i heit teppi á grasinu
og gáfu þeim súrefni í snatri. Þá
hresstust þeir furðufljótt. En
hvað skýldu þeir hafa létzt um
mörg kffló á leiðinni? Sumir elt-
ust um áratugi og komu inn á
leikvanginn gamlir menn.
Franik Shorter settist i grasið
rétt fyrir meðan okkur. Hann
beit á jaxlinn og brosti um leið
og hann fór úr skónu-m á hægra
fæti, og vafði svo af sér sára-
bindi sem átti að skýla il hans.
Við ofckur blasti stórt opið sár
á ilinni. Skinnið ffiagnað af, sá
inin í kviku og blóðuga vöðva.
Hjúkrunarmenn komu hiaup-
andi og ætluðu að binda um sár-
ið. Shorter bandaði þeim frá.
Hann hafði hlaupið með þetta
sár marga kilómetra og gat eins
vel setið með það þarna í gras-
inu. Alla leiðina hafði hann haft
fullkomið vald á huigsun sinni.
Og líkaminn hafði hlýtt þessari
sömu hugsun eins og nauðsyn-
legt er til að vinna slikt Maup.
Það var ekki vól sem vann þetta
Framh. á bls. 31
Frank Shorter.