Morgunblaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 17
MORGUNÐLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1972 17 félagið og kærleika hans i þess garð fyrr og síðar. fþróttafélag Reykjavíkur mun geyma minninguna um heiðurs- formann sinn sem helgan dóm. Félagið mun minna félagsmenn sína á hið fagra fordæmi, sem Ásgeir Ásgeirsson gaf þeim, hverju hann fórnað'i í miklu starfi fyrir skólaæsku landsins um árabii, hvemig hamn sýndi i athöfn og framkvæmd áhuga á iþróttum, útiveru og heilsu- rækt, og hvemig hann benti okk- ur á skyldurnar gagnvart þjóð- félaginu og samferðarmönnum. Og þá ekki sizt mun félagið og félagsmenn minnast siðustu hvatningarorða hans, þegar hann ben-ti á þá staðreynd, að likams- menning væri ein styrkasita og áhrifaríkasta leiðin til þjóð- þroska í auðleeu tilliti. íþróttafélaig Reykjavíkur vill varðveita og geyma hin hollu og vitru orð heiðursformanns sins og leitast við í starfi að hafa þau sem leiðarljós og fordæmi. Féiagið sendir ættingjum og venzlafóiki hins látna forystu- manns dýpstu samúðarkveðjur sínar. Með Ásgeiri Ásgeirssyni, fyrr- verandi forseta Islands, er míkiH maður og óður drengur genginn, sem íslenzka þjóðin mun minnast á spjöidum sögunnar um ókomn- ar aldir. Iþróttafélag Reykjavíkur. HERRA Ásgeir Ásgeirsson fv. forseti er nú horfinn sjónum vor- um. f>að er samkvæmt lögmáli Mfsins, því öM munum við héð- an hverfa, þegar lífsklukka okk- ar er útgengin, og sum oft fyrr en varir. Með þes'sum liínum viljum við hjónin minnast vinsemdar Ás- geirs, hlýrra handtaka og góðra kynna á liðnum ævidögum. — Ekki er það ætlun mín með þessum fáu orðum að tala um kennarann, fræðslumálastjórann, alþin.gismanninin, bankastjórann eða forsetann, né þau embættis- verk, er hann á langri ævi hefur af hendi leyst, það munu aðrir gera. Ég tala aðeins um alþýðu- manninn Ásgeir Ásgeirsson. Fyrstu kynni við Ásgeir voru veturinn 1919-—20, er hann kenndi um tíma við Samvinnu- skólann, ég var þar einn í hópi nemenda hans. — Þá næst í Súg- andafirði, er hann sem ungur maður kom haustið 1923 til Suð- ureyrar vegna framboðs til Al- þingis I Vestur-Isafjarðarsýslu. Unga fáiikið á Suðureyri og raun- ar allur fjöldinn þar varð hrifið af persónuleika, mælsku og hinni alþýðulegu framkomu þessa gjörvilega manns. Á fyrsta fram- boðsfundinum er haldinn var heima var samkomuhúsið troð- fullt út úr dvrum, og víst var að Ásgeir átti mikið til óskorað fylgi fjöldans þá er fundinum lauk og mun svo hafa verið þar í sveit þau 30 ár, er hann var þingmaður Vestursýslunnar. — Ég lagði kjörkassann á bakið er kosningu var lokið. Gekk á ein- um degi um þrjár heiðar Vest- fjarða til að koma atkvæðum frambjóðenda með skilum í hend- ur Kristins bónda að Núpi í Dýrafirði. Á leiðinni hugsaði ég oft um, hvort Ásgeir myndi nú ná kosningu í sýslunni. — Jú — það kom símskeyti vestur. Frið- rik Hjartar skólastjóri kom heim til mín og sagði: Hann náði með „kurt og pí“. Hvernig maður var Ásgeir? — Fyrir mínum augum og fjöl- margra amnarra var hann sér- stakur persónuleiiki, og víst væri gott fyrir ísl. þjóðina að eignast marga syni er reyndust eins vel í starfi sem hann. — Þó átti hann oft í vök að verjast. — En hver er alveg fullkominn? Ég minnist þess, er hann hafði lokið framboðsfundum í sýslunni I fyrsta sinn, að hann skyldi fyr- ir fortölur okkar ungu mannanna á Suðureyri nemna að snúa við frá vestari fjörðunum og koma til baka aftur til Suðureyrar til þess að halda þar fyrirlestur. Hann talaði um Sviþjóð — sænska mennt og karlana í „Dal- arna“. Um kvöldið vorum við hjá vini vorum Örnólfi Valdimars- syni, kaupmammi. 1 svo þröngum hópi var Ásgeir sérstaklega skemmtilegur, fullur af lifandi fyndni og léttleika i orðanna hljóðan, auk þess svo frjór. Daginn eftir var hann heima hjá okkur hjónum, ásamt fleiri vin- um og stuðningsmönnum, er unnið höfðu að þvi að koma hon- um að. — Stofan okkar var Mtil og Ásgeir, sem þá hafði kynnzt konungahöllum, hefði sennilega náð með puttunum til allra fjög- urra veggja hennar, hefði hann staðið upp og reynt. En hann undi sér vel í Mtlu stofunni við veitingar, sem ekki voru á heims- mælikvarða. Nokkrum sinnum kom ég I fylgd með Örnól'fi Valdimarssyni á Laufásvegiinn til þeirra hjóna, frú Dóru og Ásgeirs, og nutum þar veitinga og vinsemdar þess- ara mætu húsbænda, einnig síð- ar að Bessastöðum, er hann var orðinn forseti. Þótt ég þekkti Ásgeir mjög vel sem þingmann og bankastjóra, bað ég hann aldrei ásjár um eitt Asiffeir Asgeirsson, þá forseti sameinaðs Alþingis, fjytur hátiðar ræðuna á Alþingishátíðinni 1930. Hjá Páli páfa VI haustið 1965. eða annað í hinum ytri verald- legu málum, en þó var sá siður nokkuð ríkjandi hér áður fyrr, að þinigmaðurinn væri beðinn að leysa ýmsan vanda fyrir háttvirt- an kjósanda. — Það eina, sem ég bað hann að gera fyrir miig, var að koma mér inn í félagsskap, er mig langaði til að vera í. — Það var auðsótt. Síðar varð hann til hinztu stundar æðsti maður þessa félagsskapar, Frimúrara- reglunnar á Isiandi. Við hjónin þökkurn Ásgeiri Ás- geirssyni góð kynni, fyrr og sið- ar. Páll Hallbjörnsson. VINARKVEÐJA Okkar ástkæri fyrrverandi forseti Ásgeir Ásgeirsson er lát inn. Með honum er genginn sá maður, sem í hálfa öld var í for- svari okkar Mtla eyríkis, og ef við lítum tid baka, má með sanni segja að hann reyndi að haga ákvörðunum og framkvæmdum sin'um þann veg, að skugga bæri þar ekki á, sama i hvaða þjóð- félagsstöðu hann var, á hverj- jm tíma. Og af hverju kom þetta? Hans mannkærileikuir var svo stór og mi'kilíl í hans huigarfari, að fyrsta hugsun í hverju máli var, hverju góðu get ég komið til leiðar, með þessari ákvörð- un minni? Þannig var lif hans al'lrt. Mér er alveg minnisstætt, hvað einn aif elztu starfsimönn- um tjtvegsban’kans sagði við mig þá er Ásgeir lét af bankastjórn þar. „Hver á nú að sjá um mál minni borgaranna i ban'kanum, þegar Ásgeirs nýtur ekki leng- ur við hér?“ Var þetta sagt af reynslu manns, sem á löngurn starfsaldri vissi, að allir hinir smærri viðskiptamenn bankans, snieru sér ti'l Ásgeirs með öryggi um, að hann mundi leysa mál þeirra, eins og frekast var unnt á hverjum tima. Eragin veruleg persórauleg kynni hafði ég af Ásgeiri Ás- geirssyn-i fyrr en 1952, sem þá urðu um tíma mjög náin, og mun ég aldrei gleyma hinni elskulegu og fölskva'lausu vinát-tu Ásgeirs, og þá ek'ki síður hans ást'kæru og hjartahflýju eiginfconu frú Dóru Þórhallsdóttur, sem var samhent manni sinuim í öllu, sem gott var hægt að gera öðr- um. Það var einhver sérleg- ur blær yfir heimili þeirra, frið- ar og kærleikans blær, sem kom svö fram í öllum framkvæmdum þeirra. Við sem þekktum þessi hjón, munum aldrei gleyma þeim. Þegar ég nú kveð minn elsfcu- lega og virta fyrrverandi for- seta, ber mér að þakka honum, konu hans og fjölskyldu aliri, hina órjúfanlegu vináttu, sem mér og konu minni hefur verið sýnd af þeim ölluim, og með tár- votum augum, votta ég öllum ætt ingjum og ástvinum hans, dýpstu samúð mína. Látni vinur. Ég kveð þig mrð virðingu og þakfclæti og bið þér fararheilla á hinum æðri sviðum. Stefán A. Pálsson. NÚ ÞEGAR Ásgeir forseti er kvadd'ur hinztu kveðjiu, er mér bæði ljúft og skylt, að leggja eitt laufblað í þainm minm imgakrans, er honum mætti til heiðui-s verða. Vitiúrt og snjal'lt skátd hefur komizt að orð: eitthvað á þá leið, að greinarmunur á gróíum og fínum störfum væri enginn, ein- ung'.s mætti fiok'ka störf eftir þvi, hvernig þau væru 'unnin. Ásgeir Ásgeirsson hefur íeng- 'ð góðar einkunnir fyrir stöl’f sín, bæði sem fræðslumálastjóri, alþingisimaður, forseti sameinaðs þir.igs, ráðherra, bankastjóri og forseti Islands að Bassastöðum, einingartákn fólksims og fu'ltrúi þess út á við. En Ásgeir var meira. Hann unni fósturjörð vor allra og ibúum hennar, trú þeirra og tungu, fræðum og'skáld.ska p af heilum huga. Skulu nefnd hér nokkur dæmi staðhæf ngum þessum til stuðn- ings. Ásgeir Ásgeirsson lagði mikla alúð við bókasafnið á Bessaíiíöðum. Þeim sem þetta ritiar er mininisstætt, er hairan sýndi gestum gamlar bæfcur <>g dýi-mætar. Það var senm hann færj höndum uim heliga dóimia. Em honum var einnig sýnt uim að 'fýllgjas-t með nýgræðiinginiuim 'á vettvangi skáldskaparins af lif- andi áhuig'a. Verður það eimkum gert hér að umtals'efrai. Þá er HalMór Laxness hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.