Morgunblaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1972 SAI GAI N | Ífrjálsuríki eftir V.S. Naipaul „Hún er frá Suður-Afrlku." Carter setti upp spumingar- srvip. „Hún tók upp á þessu til að þóknast þeim svarta,“ sagði Bobby og leit á Lindu. „Hallast á sveif með svörtum, eins og hún segir." „Nú erum við einmitt komin að eftirlætisumræðuefninu mínu," sagði Carter. „Þjónustu- fólkinu.“ „Ferðamönnum sem hingað koma finnst það alltaf athyglis- vert atriði.“ Carter hélt áfram að borða. „Ég get ekki hætt að furða mig á þvi hvað hér er alt brezkt," sagði hann svo og leit í kring um sig. Hann var að leika hlutverk ferðamannsins. „Þegar ég var í Vestur- Afríku," sagði Linda, „voru all- ir að klifa á, hvað okkur færist nýiendustjórn illa, en Frökkum vel. Og þegar yfir landamæírin kom var ekki annað að sjá. Þama sátu þeir svörtu við veg- inn og borðuðu franskbrauð og drukku rauðvín með fransk- ar litllar derhúfur á höfðinu." „Okkur var þó hlíft við þvi hérna megin," sagði Bobby. Carter leit á Bobby og sagði í ögrunartón: „Já, það má nú segja." Það fór að rigna og um leið dimmdi í lofti í borðsalnum. Regnið buldi á þakinu. „Ég kvlði fyrir bíiferðinni," sagði Linda. „Vegurinn verður samfelld forarleðja og ég veit varla nokkuð verra." „Ætli þetta sé rétt um útgöngubannið," sagði Bobby. „Þú þarft ekki að leggja trún að á það, þó ég segi það," sagði Carter. „Ég þarf ekki að leggja trún- að á neitt sem þú segir." Linda lét eins og hún hefði ekki heyrt þetta. „Aumingja kóngurinn," sagði hún með uppgerðar tepruhreim. „Vesalings litli afriski kóngur- inn." Eftir þetta varð ekki úr frek- ari samræðuim. Þau Lukiu við ástr alsika hvítvínið og unga þjónin- um til mikils léttis, lauk hádeg- isverðinum brátt lika. Bobby þreif reikninginn þegar þjónn- inn kom með hann. Carter varð fúl á svip. „í sfcrifstofan," sagði þjónn- inn. „Þú borga skrifstofan." Afrikumaðurinn stóð enn fyr- ir utan i sfcjóli undir mjórri þak brúninni. Regnið féll í stríðum straumum niður tigulsteinsþökin á litlu húsunum og á blómin. Það var kalt og hráslagalegt utan dyra. Carter var einn I borðsaln um þegar Bobby kom aftur. Þeir töiiuðust ekki vi’ð. Carter sneri sér út að gilugganum. Linda kom inn aftur létt i bragði eins og fyrr. Það var kominn timi til að halda af stað. Bobby fór að ýta á eftir. „Ég verð hér svolítið lengur," sagði Carter. „Hittum við þig seinna?" spurði Bobby. „Við skulum láta það ráðast," sagði Carter. Bobby hijóp út að bílnum og ok honum upp að dyrunum. Linda settist inn. Hún leit á Car- ter og áhyggjusvip brá fyrir á andliti hennar. Einhver hreyf- ing varð í Skugganum á bak við Carter og maðurimn i gifs- umbúðunum birtist. Hann hall- aði sér fram og virtist gefa þeim auga af áhuga. Um leið og Bobby renndi frá dyrunum, birt ist sú handleggsbrotna I skrif- stofudyrunum. Hún þenti á Afr- íkumanninn og kallaði eitthvað. Bobby stöðvaði bílinn og opn aði gluggann. „Má hann sitja í bílnum niður á veginn." „Æ, æ,“ sagði Linda og teygði sig yfir I aftursætið til að taka dótið sitt frá. Afríkumaðurinn opnaði sjálf- ur bilhurðina. BíHinn fylltist strax af lyfctinni sem fylgdi hon um. Þau óbu af stað í rigning- unni. Móða settist innan á rúð- urnar. Linda sat hreyfingarlaus. Bobby þurrkaði af framrúðunni með handarbakinu. Þegar hann leit í spegilinn mætti hann bros- andi augnaráði Afríkumannsinis. „Vinnurðu hérna?" spurði Bobby föðurlega og hress í bragði eims og hann var vanur að tala við Afrikumenn tii sveita. „Eiginlega". „Hvað gerirðu? Hvað vinnur þú?“ „Ég sambandsmaður." „Þú átt við verkalýðsfélags- maður. Þú skipuleggur vinnuna fyrir verkaimenn og semur við at vinnurekendur. Þú bætir kjör fé lagsmanna. Er það ekki rétt?“ „Jú, jú. Sambandsmaður. Hvað þú gera?“ „Ég vinn hér." „Ég ekfci sjá þig.“ „Ég vinn fyrir sunnan. 1 Suð- ur-Samibandshéraðinu.“ OPID til klukkan 20 í kvöld HERRADEILD í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. „Já, já. Suður." Afrikumaður inn hló. „Ég er opinber embættismað- ur. Vinn á skrifstofu." „Opinber embættismaður. Það gott." „Mér felur það vel.“ Þau óku hsegt niður stórgrýtta brekkuna. Rúðuþurrkumar höfðu vart undan í rigningunni. Þegar niður af hæðinni kom, birtisf Afríkumaður á gangi á vegkantinum. Hann var á leið upp brekkuna. Þegar hann sá bílinn stanzaði hann til að hleypa honum fram hjá. Hattur- inn hanis náði lanigt niður á enn- ið og frakkakraginn var upp- brettur. „Harnn verður alveg gegn- drepa," sagði Bobby. „Það er auðséð," sagði Linda. „Þú stoppa," sagði Afríkumað urinn og ieit í spegilinn. „Þú taka hann með." „En hann er ekki á sömu leið og við.“ „Þú stoppa. Hann vinur minn.“ Bobby stöðvaði bílinn um leið og þau komu að Afríkumannin- um. Regnið draup af hattbarð- inu en ekki sá í andlitið. Hann tðk af sér hattinn þaæ sem hann stóð fyrir utan. Skeifingarsvipur var greinileg- ur á andlitinu. Afrikumaðurinn ' HERRAMANNS ' MATUR i HÁDE(,INU ÓDALÉ VID AUSTURVÖLL velvakandi 0 Bíða naktar „Reykjavík, 13. sept. 1972. Velvakandi! Mætti ég koma eftirfar- andi aithugasemd á framfæri við Leitarstöð Krabbameins- félags Islands í Suðurgötu? Svo sem kumnugt er, rekur Krabbameinsfélag Islands um- rsedda leitarstöð og á það skilið mlkið hrós fyrir þetta fram- tak sitt. Ég er ein hinna fjölmörgu kvenna, sem boðuð hefi verið til rannsóknar í þessari stöð. En svo er, að ég verð að fetta fimgur út í eitt atriði við fram- kvæmd þessarar skoðunar, en það er sú að mínum dómi full- langa bið, sem er óæskileg, eftir að fólkið er komið á skoðunar- bekkinn og tilbúið til rammsókn- ar. En sú varð min raun, að biðim eftir skoðun reyndist óþægilega löng með tiiliti til kringumstæðna, þ.e. afklæðnað- ar fólksins. Væri ekki betra, að við konumar fengjum að bíða í fötunum, þangað til læknirinn kemur á vettvang, þvl að af- klæðnaðurinm tekur nú ekki svo langan tima. Ég ámálga þetta vegna þess, að eins og búast má við, að svona rannsókn eð al- hliða læknisskoðun reyni á þol- rifin, þegar alls er gætt. Ég vona, að Krabbameinsfélag Is- lands hEifi handbær iök, sem breiða má yfir konu, sem bíður eftir skoðun. Að öðru leyti vil ég ekki iáta hjá liða að hrósa Krabbameinsfélaginu að öðru leyti fyrir þessa þjónustu, sem er bæði þörf og vel þegin. Virðingarfyllst, Kona í Beykjavík." 0 Saniskot í ríkissjóð Hinn 14. september bii-tist eftirfarandi kveðskapur i Akur- eyrarblaðinu „Islendingur—ísa- fold“: Hér er bjart yfir landi og baráttutíðindi að ske, Belgamir spældir og landhelgis- sjóðurinn aukinn. Til þvUíks að visu menn hafa ekki handbært fé, svo Halldór E. skálmar um land- ið með samskotabaukinn. Og kannski það verði svo kunmugt í sömu mund og kemur að ltandinu spánnýr og fuilkominn Óðdnn, að upp yfir landið sé runnin sú stórbrotna stund, að stofnað sé þegar til samskota i rikiskassann. 9. 9. ’72. „Velvakandi góður! Ég vildi aðeins (þó sem leikmaður á sviði hljómlistar) biðja yður um að birta þessar fáu ilinur um nýlega útkomna hljómplötu, þar sem Svamhiid- ur og Ólafur Gaukur Þórhalls- son ásamt hljómsveit fara svo snilldarlega með verkefni sitt, að ég efa, að betur hefði til tek- izt, þótt kailaðir hefðu verið til ailir hinir beztu á hnetti vor- um. Að gefnu tilefni vil ég róma texta Ólafs Gauks, sem flestir eru meiri og betri að verðleikum en mér hefði dottið í hug að hægt væri að flétta saman við venjuleg dægurlög. Fyrir minn smekk eru textam- ir afburðaved gerðir, að minnsta kosti flestir þeirra, og minna mig óneitanlega á foma frægð ljóðagerðarmanna. Vil ég því að iokum þakka ölium viðkom- andi fyrir lofsverðan árangur til þess að heyra erlend lög framsett á okkar fagra máil með góðum framburði. Vonast ég tll, að þetta verði öðmm listamönnum á þessu sviði hvatning til átaka, en láti vera að þylja yfir okkur endalausan þvætting á ertendum tungum. Megi svo verða. Einar Guðjón Ólafsson, Skriðustekk 27, Rvík.“ SUDURGÖTU 10, REYKJAVlK, SlMI 24420 EFTIRHWMUSNIUINOURtNN KAllL FJMllM iysir EINVlGI AUJARINNAR GAMANRÁTTUR EFTIR SPÓA - ÁTTÞÚ PLÖTUNA UM SKÁKINA? b.b. Hól um hljómplötu NILFISK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.