Morgunblaðið - 22.09.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1972
skuggi á vináttu hans I minn
garð og alúð, þó að starfsleiðir
skildu fjórtán árum síðar, er
þjóðin kvaddi hann til æðstu
virðingar- og embættisstarfa,
forseta Islands 1952.
1 Útvegsbanka fslands átti
hann ávallt og í vaxandi mæli
vinsældum að íagna meðal
starfsfólks bankans, enda studdi
hann drengilega og af einlægum
góðvilja áhuga- og hagsmunamál
bankafólksins, bæði persónuleg
og félagsleg.
Þetta muna þeir bezt, sem
lengst störfuðu með Ásgeiri Ás-
geirssyni í útvegsbankanum.
Hann var húsbóndi frábær, skiln-
ingsgóður og velviljaður.
Bankanum var hann einnig
góður þjónn, sem lét sér annt
og umhugað um velgengni og
vöxt bankans og var sverð hans
og skjöldur allf frá því að hann
manna drengilegast barðist fyrir
endurreisn íslandsbanka, þótt
nafni væri þá breytt, þegar bank-
inn skyldi að velii lagður í póli-
tískri aðför óheillamanna.
Ásgeir Ásgeirsson hélt órofa
vináttu við starfsfólk Útvegs-
bankans eftir embættistöku sem
forseti íslands. Jafnan sótti
fiann meiriháttar afmælisfagnaði
starfsmannafélagsins á 5 ára
fresti og oftar en einu sinni kom
sfarfsfólkið i heimsókn til hans
og frú Dóru f>órhailsdóttur, konu
hans, tii Bessastaða. Frú Dóra
andaðist 1964 og var allri þjóð-
inni haTmdauði.
Ásgeir Ásgeirsson var vel til
forystu fallinn. Geðprúður, sam-
vinnulipur, ákveðinn i ákvörðun-
um, en ávallt friðarins boðberi.
Á herðar hans hlóðust vanda-
sömustu störf þjóðfélagsins, sem
aðrir munu rekja. En var það til-
viljun að Alþmgisferill hans fyr-
ir Vestur-ísfirðinga í 30 ár var
jafn þingstörfum Jóns Sigurðs-
sonar forseta fyrir sama kjör-
dæmi eða forsetaferill hans jafn-
langur og lögsögumannsstörf
Þorgeirs ljósvetningagoða, er ár-
ið 1000 sætti þjóðina um eina trú.
Við ’eiðarlok kveðjum við sam-
starfsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar
í Útvegsbankanum góðan og
traustan vi:n, sem reyndist okkur
mikill drengskaparmaður í hví-
vetna.
Fögur minmng og þakklæti
lifir.
Adolf B.jörnsson.
Kennarinn
og fræðslumálastjórinn
HINN mikilsvirti ágætismaður,
Ásgeir Ásgeirsson, fv. forseti
fslands, er nú horfinn af sjónar-
sviði lifenda liðlega 78 ára að
aldri, hraustur og hressandi
fram til síðustu stundar. Ha.nn
varð bráðkvaddur að kvöldi 15.
þ.m.
Ekki er vitað, að því hafi verið
spáð, þegar Ásgeir Ásgeirsson sá
fyrst dagsins ljós í Kóranesi á
Mýrum 13. maí 1894 að það ætti
fyrir honum að liggja að verða
kennari við kennaraskóla,
fræðsliuimálastjóri, alþingismað-
ur, ráðherra, bankastjóri og sn'ð-
ast forseti íslands. Öll þessi störf
— og mörg fleiri — vann Ásgeir
Ásgeirsson á þann veg, að hann
ávann sér virðingu, traust og vel-
Suniarið 1964 um borð í Gullfossi.
vild þeirra, er nutu drengilegra
ráða eða fyrirgreiðslu hans. Og
sem þjóðhöfðingi sómdi Ásgeir
sér hið bezta, bæði í ajón og
reynd.
Ég vil hér í fáum orðuim minn-
ast kennarans og fræðslumála-
stjórans Ásgeirs Ásgeirssonar,
því að þeim þátturn í störfum
hans kynntist ég vel.
Þegar ég settist I Kennara-
skóla íslands, fyrst sem óreglu-
legur nemandi 1920, var Ásgeir
Ásgeirsson þar kennari og hafði
þá kennt þar i 2 ár. Ég naut svo
kennslu Ásgeirs aftur 1922—’24.
Aðal kennslugreinar Ásgeirs
voru mannkynssaga, kirkjusaga,
teikning og æfingakennsla.
Kennslustundimar voru ánægju-
legar, og þá einkum í teikningu
og kennsluæfingum. Hafði Ás-
geir kynnzt kennsluháttum í Svi-
þjóð þegar hann stundaði fram-
haldsnám í Uppsölum og Kaup-
mannahöfn 1916—’17. Og Stein-
grímiur Arason æfingakennari
flutti okkur nemendum Kennara
skóians ýmsar nýjungar í
kennsluháttuim, er hann kynnt-
ist í Bandaríkjunum, og kunni
Ásgeir vel að meta þær.
Þótt Ásgeir hafi verið innan
við þrítiuigt, þegar ég var nem-
andi hans í Kennaraskólanum,
var öli framkoma hans þá þegar
virðuleg og hlýlteg.
Ásgeir Ásgeirsson varð
fræðsluimálastjóri 1926, og
gegndi hann embættirnu óslitið
til 1931, er hann varð fjármála-
ráðherra. Svo gegndi Ásgeir aft-
ur fræðslumálastjóraembættinu
1934—’38, en varð þá bankastjóri
Útvegsbankans.
í byrjun janúar 1930 hóf ég
starf i skrifstofu fræðsiumála-
stjóra, sem þá var á heimili hans
í Laufási. Ég vann þar 2—3
stundir á dag, aðallega við úr-
vinnslu á niðurstöðum fyrsta
landsprófs hér á landi, en það
var haldið i barnaskólum vorið
1929 í móðurmáli og reiknimgi
fyrir atbeina skólaráðs barna-
skólanna og var fræðslu-
málastjóri formaður ráðsins.
Þetta var upphaf starfs míns
hjá fræðsliuimálastjóra, en frá
þvi að kennslu lauik hjá mér í
Miðbæjarskólanum þá um vorið
gerðist ég aðstoðarmaður hans.
Það var lærdómsrikt fyrir
mig að starfa undir stjórn Ás-
geirs Ásgeirssonar. Hann var
góður leiðbeiinandi í sambandi
við stjórnunarstörf í skólium og
fræðslumálsuskrifstofiu, en hann
ætlaðist líka til þess, að skóla-
stjórar og kennarar leituðu sjálf-
ir að öðrum lieiðum til bóta fyrir
sem beztan árangur af starfi
annars aðilans.
Margur kom í fræðsl'umála-
skrifstofuna til Ásgeirs í þung-
um þönkium, bæði kennarar,
skólanefndir, nemendur eða að-
standendur þeirra, og fóru frá
honum léttari á svip og sáttir
við sinn hlut. Menn sögð-u við
miig, að það væri einkennilegt,
hvernig Ásgeir gerði þeim ljóst,
að tvær hliðar væru á flestum
málum og gerði viðmælendum
auðvelt að sætta sig við önnur
málalok en þær ætluðu, þegar
þeir gengu inn til hans. Hér kom
til víðsýni og sanngirni Ásgeirs.
Hann kaus að leysa vandamálin
með sátt og samlyndi væri þess
kostur án þess að ganga á rétt
annars aðilans.
Ásgeir Ásgeirsson ritaði marg-
ar greinar um áhiugamál sin,
aðallega í tímarit. Hann gaf út
og ritstýrði Skólablaðinu 1921-—
’22 og Menntamálium 1924—’32
og ritaði þar margar greinar um
skóla- og uppeldismál. Hann var
áhuigasamiur ungmennafélagi á
yngri árurn, kenndi þá sund um
mokkurt skeið og stundaði sund
sjálfur æ síðan allt til íeviloka.
Árið 1925 gaf Ásgeir út í bókar-
formi blaðagreinar um Kver og
kirkj'u, sem vöktu mikla athygti
kennara og almennings. Færði
hann þar athyglisverð rök fyrir
skoðunum sínum, sem einnig
þeir, sem ekki voru honum sam-
mála, mátu mikils.
Það var ávinninguir þeim er
störfuðu að kennslu að Ásgeir
sat á Alþingi frá 1923—’52. Méð-
an hann var fræðslumálastjóri
beitti hann sér fyrir framigangi
ýmissa laga í þágu fræðslumál-
anna. Má þar t.d. nefna ný löig
um bamafræðslu 1926 og 1936
og lög um fræðslumálastjórn, er
sett voru 1930.
Þótt Ásgeir Ásgeirsson hefði
ekki bein afskipti af fræðsliumál-
urn eftir 1938, þá fylgdist hann
vel með á því sviði og léði stu-ðrt-
ing eftir því, sem tilefni gáfust
til. Hann beitti sér fyrir því, að
hafin var bygging skólahúss á
Hrafnseyri eftir endurreisn lýð-
veldis á ísla.ndi 1944 til minning-
ar um Jón Sigurðsson forseta.
Þá sýndi Ásgeir hug sinn til
Hrafnseyrar, þegar hin ágæta
kona hans andaðist 1964, er hann
stofnaði minningarsjóð um frú
Dóru, og skyldi því fé og öðru,
er sjóðnum áskotnaðist, varið
til byggingar kapellu á Hrafns-
eyri.
Þjóðin stendur í þakkarskuld
við Ásgeiir Ásgeirsson fyrir störf
hans í þágu skóla og uppeldis-
mála um áratuga skeið. Þeir, er
með honum störf-uð-u að þeim
máluim þakka leiðsögn han-s og
fyrirgreiðslu.
Ég og kona min þökkum ára-
tuga vináttu Ásgeirs og frú
Dóru kon-u hans og vottum börn
uim, þeirra, tengdabömum og
barnabörnum einlæga samúð
okkar.
Helgi Elíasson.
KVEÐJA
frá
Iþróttafélagi Reykjavíkmr
Hr. Ásgeir Ásgeirsson, fyrr-
verandi forseti Islands, er horf-
inn yfir hin miklu landamæri lífs
og dauða.
Iþróttafélag Reykjavikur kveð-
ur nú heiðursformann sinn, þann
mann, er var fyrirmynd og tákn
félagsmannainna um glæsi-
mennsku, vizku, hjálpfýsi og
traust. Og þess er nú skemmsit
að minnast, þegar Ásgeir Ás-
geirsson kom í marzmánuði sL
til 65 ára fagnaðar félagsins,
allra manna glaðastur, og flutti
með sínum mikla persónulei-ka
birtu, gleði og hvatningu i
snjallri ræðu inn í raðir íþrótta-
æsku félagsins.
Ein-s var, o-g ekki síður, meðan
frú Dóru Þórha-llsdóttur naut við,
hinnar miki-lhæfu forsetafrúar,
að þá voru þau hjónin bæði sam-
hent í því, eins og öllu öðru, að
styðja að veg og velgemgní
íþróttafélags Reykjavíkur.
Það er þvi djúpur og sár sökn-
uður og harmur, er setur að
Iþróttafélagi Reykjavíkur og fé-
lögurn þess í dag, þegar heið-
ursformaður þess er kvaddur
hinztu kveðj-u.
Félaginu og félögum þess er
efst í huga þakklæti, föls-kvalaust
og ei-nlægt þakklæti til hr, Ás-
geirs Ás-geirssonar fyrir alla
hans ómetanlegu aðstoð við
Ásgeir Ásgeirsson tekur við forsetaenibætti 1. ágúst 1952.