Morgunblaðið - 30.09.1972, Side 3

Morgunblaðið - 30.09.1972, Side 3
MORGUlNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 Listasafn Islanfls opnar i dag yfirlitssýningxi á verknni Þorvalds Skúlasonar í húsa- kynnum safnsins i Þjóðminja safninu. Á sýningunni eru alls 177 myndir — olíumálverk, vatnslitamyndir, klippmyndir og teikningar og spanna þær yfir allan feril listamannsins. Verkin eru úr öllum áttum. fjöimörg eru i einkaeign, önn ur eign listamannsins sjálfs og enn önnur fengin að láni frá ýmsum opinberum bygg- Ingum. Að því er Selma Jóns- dóttir forstöðumaður Lista- safnsins tjáði blaðamanni Morgunblaðsins, er áformað að sýningin verði opin næstu 2—3 vikurnar og er hún opin daglega frá kL 1.30—10. Þorvaldur við elztu myndina á yfirlitssýningunni. — Frá Opdal, máluð 1928. „ÞAÐ ÞYÐIR EKKl AÐ LIGGJA A BAK INU OG HORFA UPP1 SKÝIN' — Litið inn á yfirlitssýningu Þorvalds Skúlasonar * sem hefst í Listasafni Islands í dag Þó að vart þurfi að kynna Þorvald Skúlason islenzkum listunnendum, skal hér stiklað á helztu atriðum úr æviferli hans. Hann fæddist á Borð- eyri 1906, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Blönduóss. Þar byrjaði hann að mála á unglingsárum sín- um án tilsagnar. Árið 1925 fór hann til Reykjavíkur og stund aði nám í málaralist hjá Ás- grími Jónssyni næstu tvö ár- in. Þá hélt Þorvaldur til Osló- ar og var næstu 3 árin á Lista skólanum þar en var oftast heima á sumrin og málaði þá mikið. Árið 1933 hélt Þorvald ur til Parísar og stundaði þar nám hjá heimsþekktum mál- ara, Marcel Gromaire. Hann dvaldi eriendis til 1940, ýmist í Danmörku, Paris eða á Itai íu. Þorvaldur hefur haldið margar einkasýningar um dagana, en auk þess hefur hann tekið þátt i fjölda sam- sýninga —- á Norðurlöndum og víðar um Evrópu, svo sem París, og ennfremur i Banda- ríkjunum. „Sjálfur segi ég ailtaf, að ég hafi byrjað að mála 1927 — árið sem ég fór út," sagði Þorvaldur Skúlason í samtali við Morgunblaðið. „Myndirn- ar héma á sýningunni spanna hins vegar yfir tímabilið frá 1928 og allt fram á þennan dag.“ Þorvaldur var einn af braut riðjendum islenzkrar nútima- listar þegar hann kom heim eftir 13 ára dvöl erlendis, — einn af hinum fyrstu sem hvarf frá því að mála „fígúra tíft“ og sneri sér að abstrakt ipyndunum. „Ég er búinn að mála abstr- aktmyndir í rúmlega 20 ár eða í miklu lengri tíma en ég málaði fígúratíft," segir Þor- valdur. „Ég byrjaði að snúa mér að abstraktmyndunum síðustu tvö árin sem ég var úti í París. En svo kom stríð ið og ég hrökklaðist hingað heim, en í fyrstu fann ég Málverk — yngsta myndin á sýn ingunni, máluð á þessu ári. ekki hér heima þessa „atmos- feru“ sem ég þurfti til að mála abstrakt, svo að ég mál aði bara það sem ég sá. En þetta tímabil stóð ekki nema þrjú ár — þá fór maður aft- ur að snúa sér að abstrakt- myndunum. Þessi breyting kom alveg eðlilega hjá manni; við félagarnir, sem fórum út á þessa braut, höfðum alls ekkert sprell í huga — síður en svo. Okkur fannst bara vanta eitthvað persónulegt i okkar myndir, svo að þessi breyting var tilkomin af innri þörf.“ Listunnendur fengu að sjá árangur þessara breytinga á septembersýningunni 1952, og myndlistarmennirnir, sem að henni stóðu, gátu ekki kvart- að undan afskiptaleysi. Ólík- legt er að nokkur myndlistar sýning hafi valdið öðru eins fjaðrafoki. „Það var ráðizt á okkur með stórum orðum í blöðum og á götum úti og við vorum stimplaðir sem örg- ustu aumingjar, já og jafnvel fylliraftar," segir Þorvaldur og brosir góðlátlega. En tók- ust ekki sættir milli hans og listunnenda síðar? „Nei, marg ir þeirra hafa aldrei fyrir- gefið okkur þetta, nú og við höfum heldur ekkert reynt til þess að sættast við þá." Þorvaldur hefur verið held ur spar á einkasýningar síð- ustu árin, segist vera heldur latur við að standa í slíku. Hins vegar hefur hann tekið þátt í samsýningum erlendis, og átti nýlega myndir á bienn ale í Feneyjum á ítaliu. „Þetta er heimssýning, þar sem ýms ir frægustu myndlistarmenn veraldar eiga myndir," segir Þorvaldur, „og ég hef verið svo heppinn, að siðast þegar ég frétti höfðu verið keyptar tvær af myndum mínum." Og hvað tekur svo við eftir þessa yfirlitssýningu? „Að mála meira og mála betur,“ svarar Þorvaldur strax. Hann segist fara á fæt ur kl. 7 á hverjum morgni, og er venjulega tekinn til við vinnu kl. 8 — ýmist að mála eða teikna. „Við myndlistar- mennirnir verðum að haga vinnutima okkar eins og skrií stofumennimir," segir Þor- valdur. „Það þýðir ekkert að liggja á bakinu og horfa upp í skýin til að fá innblástur. Ef andinn á að koma yfir mann verður maður að vera að vinna stöðugt allan dag- inn.“ Málverkið er meginvið- fangsefni hans. Hann segist gera Htið að þvi nú orðið að fást við teikningar, en hefur hins vegar hug á þvi að snúa sér meira að grafik í fram- tiðinni. Við þá grein myndlist- arinnar fékkst hann talsvert á Parísarárum sínum, en varð að hætta þvi þegar heim kom vegna þess að verk stæði voru hvergi fyrir hendi. Nú hafa timamir breytzt — grafíkverkstæði hafa risið hér upp og Þorvaldur er á nýjan leik tekinn til við grafíkina. Hvernig er þessi yfirlitssýn ing á verkum Þorvalds Skúla sonar til komin? Að þvi er Selma Jónsdóttir forstöðumaður Listasafnsins tjáir okkur, má Gunnlaugur Scheving teljast upphafsmað ur að henni. Það var fyrir fá- einum árum, að hann komst á snoðir um að til stóð að setja upp sýningu á verkum Þorvalds á vegum Listafélags MR. Gunnlaugur taldi að Þor valdur ætti yfirgripsmeiri yfir litssýningu skiiið, og kom þvi að máli við Selmu. Hún stakk þá strax upp á þvi að Lista- safnið sjálft gengist fyrir siíkri yfirlitssýningu, og hafði samband við Þorvald i því skyni. Það er of seint úr því sem komið er, svaraði Þor valdur. Haldið þið fyrst yfir- litssýningu á verkum Gunn- laugs og svo getið þið tekið mig á eftir — ef þið viljið. Og þannig varð það. Slíkir „gentilmen" eru þessir öldnu myndlistarmenn okkar. — bvs. Selma Jónsdóttir, forstöðum aður Listasafnsins og listamað- urinn við eina af myndunum, sem voru á septembersýning- unni umdeildu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.