Morgunblaðið - 30.09.1972, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.09.1972, Qupperneq 12
12 MORGUiNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 Námskeið um æskulýðs og barnaverndarmál ÞREM fsl<‘nding-um gefst kostur á að taka þátt í námskeiðum Cleveland-áætlunarinnar fyrir starfsmenn á sviði æskulýðs- og barnaverndarmála, sem haldin em í Bandaríkjunum frá 18. apr íi til 19. ágúst 1973, en þátttakend um frá ýmsum þjóðum er árlega gefinn kostur á að kynna sér slíka starfsemi vestan liafs. Síð an 1962 hafa alls 30 íslendingar tekið þátt í þessum námskeiðtim. Námskeiðinu verður hagað þannig, að þátttakendur koma aliir saman í New York og dvelj ast þar í tvo daga til að fræðast um einstök atriði námskeiðsins og skoða borgina, en síðan verð ur hópnum skipt milli fimm horga: Cleveland, Chicago, Minn eapolis, St. Paul, Philadelphia, Louisville, Kalamazoo, Morgan- town og Richmond. I*ar munu þeir sækja háskólanámskeið, sem standa í sex vikur. Að því búnu mun hver þátttakandi verða um 10 vikna skeið starfs maður amerískrar stofnunar, sem hefur æskidýðs- og barna- verndarstörf á dagskrá sinni, og munu menn þá kynnast öllum hliðum þessara starfa vestan hafs. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 23—40 ára, hafa gott vald á enskri tungu og hafa starf að æskulýðsmálium, leiðsögn og leiðbeiningum fyrir unglina eða barnaverndarmálium. Einnig koma til greina kennarar vangef inna eða fatliaðra barna. Þeir sem stunda skrifstofustörf í sambandi við þessi störf koma ekki til greina. Menninigarstofnun Bandarikj- anna á íslandi, Nesvegi 16, veitir upplýsingar um námskeiðin, en umsóknir verða að hafa borizt eigi síðar en 1. nóv. n.k. Vetrarstarf KFUM og K að hefjast Um þessar mundir er að hefj- ast vetrarstarf K.F.U.M. og K.F.U.K. í Reykjavík þó að vet- ur sé enn ekki genginn i garð samkvæmt aknanakinu. Fyrstu fundir í yngri deildum félag- anna verða nú um þessa helgi. Starfsemi félaganna er orðin svo margþætt og fjölbreytt, að ekki er unnt að gera nákvæma grein fyrir henni í stuttri blaðagrein. Starfið á sér stað á 10 stöðum í Reykjavík og nágrenni, þar af eru fimm eigin húsakynni félag- anna. Barnasanikomur og sunnu- dagaskólar fyrr yngstu borgar ana eru á sunnudagsmorgn- um kl. 10,30 á eftirtöldum stöð- um: Amtmannsstíg 2B, Funda- húsi féiaganna við Maríubakka í Breiðholtshverfi og í Digranes- skóla við Skálaheiði í Kópavogi. Drengjafundir K.F.U.M. eru einnig kl. 10,30 fyrir hádegi á sunnudögum í Laugarnes- hverfi að Kirkjuteig 33, 1 Lang- holtshverfi í félagsheimilinu við Holtaveg, í Bústaða- og Foss- vogshverfi að Langagerði 1 og í Árbæjarhverfi i húsi Framfara- félagsins við Rofabæ. 1 félags- húsinu við Amtmannsstíg eru drengjafundimir kL 13,30 e.h. á sunnudögum, en fyrsti fundur- inn þar verður ekki fyrr en 8. október, vegna mikilla umsvifa „Hlíðarstúlkna", sem gangast fyrir kaffisölu í húsinu á morg- un til styrktar sumarstarfinu I Vindáshlíð. Drengjafundir á virkum dög- um verða í eftirtöldum hverfum sem hér segir: Þriðjudaga kl. 17,30 í fundahúsi félaganna við Maríubakka í Breiðholti og I íþróttahúsinu á Seltjarnamesi. Auk þess verða drengjafundir í skólahúsi Garðahrepps á fimmtudögum kl. 17,30 og vænt- anlega á þriðjudögum í æsku- lýðsheimilinu í Kópavogi, en þeir geta ekki hafizt strax vegna endurbóta á húsnæðinu. Unglingafundir K.F.U.M. verða á flestum þessara staða á mánudagskvöldum kl. 20,00 og heíjast 2. október, þó ekki í Kópavogi, Garðahreppi né Sel- tjamarnesi að svo stöddu. Fundaboð og fundaskrár verða væntanlega send eldri félögum deildanna. Telpnadeildir K.F.U.K. verða i vetur með fundi á sömu stöð- um á mánudögum kl. 17, eða 17,30, nema deildin við Amt- mannsstíg, sem hefur fundi sína á sunnudögum kl. 15,00 og fyrsti fundur þeirrar deildar verður 8. október. Unglingadeildir K.F.U.K. hafa fundi sína á fimmtudagskvöld- um kl. 20,30, nema deildin í Ár- bæjarhverfi á miðvikudags- kvöldum á sama tima. Aðaldeildir félaganna hafa sömu fundakvöld og mörg und- anfarin ár, K.F.U.K. á þriðju- dögum og K.F.U.M. á fimmtu- dögum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að félögin leggja með starfi sínu megin áherzlu á kristilega og siðferðislega upp fræðslu æskunnar, jafnframt þvi að bjóða upp á margvíslegasta fundarefni til fróðleiks og skemmtunar, við hæfi hvers ald ursflokks. Meira en sjö áratugir eru liðnir frá því séra Friðrik Friðriksson stofnaði þessi félags samtök og hefur starf þeirra sí- fellt farið vaxandi og jafnan ver ið á þeim grundvelli, er hann lagði. Forráðamenn félaganna hafa ávallt lagt áherzlu á já- kvæða boðun kristinnar trúar til heilla fyrir land og lýð ekki sízt æskuna, sem á að erfa land- ið. BARNASTARF DÓMKIRKJUNNAR BARNASAMKOMUR á vegum Dómkirkjunnar hefj'ast að nýju n.k. sunnudag, 1. október. Eins og að undanförnu verða þær í Vesturbæjarsikólanum við Öldu- göitu (giamla Stýrimaninaskólan- um) og hefjast M. 10.30 hvern sunnudagsmorguin. Samkomur þessar eru ætlaðar börnum fjög urra til tólf ára göml'um og að sjálfsögðu eru foreldnar og aðrir fullorðnir velkomnir með börn- unum. Við sr. Óskar J. Þorláksson munum annast samkomurnar til skiptis. Þær verðia með liku sniði og áður. Bömin fá litlar biblíumyndir að gjöf og heyra sagða og útskýrða frásögnina, sem myndin greinir frá. Þá Berklavarna dagur S.Í.B.S á morgun 34. SÖFNUNARDAGUR Sam bands íslenzkra berklasjúklinga, hlnn svonefndi Berklavarnadag- ur, verður á morgun, simnudag- inn 1. okt. AUt frá 1939 hefur fyrsti sunnudagur í október ver- ið tileinkaður SÍBS sem söfnunar dagrnr og þau 33 ár, sem liðin eru frá þeim fyrsta söfnunardegi, hafa nettótekjur mirnið nær 8 milljónum króna, en einnig hef- ur SÍBS haft uppi aðrar fjárafl- anir tii styrktar starfsemi sinni. Þegar sýnt þótti að berklaveik- in væri á undanhaldi, tók sam- bandið að sinna þörfum annarra öryrkja, og á 12. þingi þess árið 1960 var lögum sambandsins breytt þannig, að auk berkla- ájúklinga, njóta bæði asthma- og hjartasjúklingar þar fullra rétt- inda. Þá hefur verið haldið uppi samstarfi við Geðverndarfélag íslands um vistun sjúkiinga á Reykjalundi, en stærsti hópur- inn, sem þangað hefiur komið undanfarin ár, eru þó sjúklingar með sjúkdóma í miðtaugakerfi, bæklunars'júklingar og giktar- sjúklingar. Aðsókn að Reykja- lundi er nú svo miikil, að ráðizt hefur verið í mikla stækkun húsakynna þar. Á morgun munu sölubörn bjóða til kaups merki SÍBS, sem eru númexuð, og aðalvinningur- inn er ferð til Costa del Sol. Einnig munu börnin selja blaðið ,Reykjaiund“, sem nú kemur út í 26. skipti. í því eru greinar eft- ir ýmsa lækna um starfsemina á Reykjalundi og ýmsa þá sjúk- dóma, sem þar er leitazt við að lækna, og fieira efni er i blaðinu. verða og sagðar aðrar sögur við barna hæfi, beðnar bænir, og mi'kið sunigið. Heillaóskaþáttur- imn er orðinn fastur lið'ur, og í lok hverrar saimkomu er situifct kvi kmyndasýning. Skólasalurinn var ævinlega þétt setinn s.l, vetur, og við von- uin, að svo verði einnig nú. Þórir Stephensen. Ferm- ingar á simnudag Ferming í Háteigskirkju sunnu daginn 1. okt. kl. 2 e.h. Anna Harðardóttir, Langagerði 26. Jónas Karl Harðarson, Unufelli 50. Matthías Axelsson, Miklutoraut 86. Fermingarbörn í Neskirkju sunnudaginn 1. okt. kl. 2. Prest- ur sr. Frank M. Halldórsson. STÚLKUR: Ása Bernharðsdóttir, Reynimel 59. Elsa Mogensen, Búlandi 1. Ingibjörg óskarsdóttir, Fálkagötu 28. Ingibjörig Siguðardóttir, Hó-labrauit 10, Hafnarfirði. Jóhanna María Karlsdóttir, Framn-esve-gi 3. Ragnheiður Signý Hel-gadóttir, Hjarðarhaga 11. Valgerður Arndís Gísladóttir, Kaplaskjólsvegi 61. Valgerður Jónsdóttir, Selbraut 34, Seltjarnarnesi. DRENGIR: Gunnar Gunnarsson, Reynimel 59. Óiafur Óskar Óskarsson, Fáikagötu 28. Þormóður Karlsson, Sæbraut 5, Seltjarnarnesi. Tónleikar Skólahljóm- sveitar Kópavogs — í Kópavogsbíói á morgun SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs efnir til tónieika í Kópavogsbíói á morgun, sunnudaginn 1. októ ber kl. 15, undir stjórn Bjo.,,s Guðjónssonar, en kynnir verður Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari. Veitingar verða á vegum hljóm sveitarinnar í félag-sheimilinu eft ir tónleikana og sjá stúlkurnar i sveitinni um þær en á-góði af tón leikunu-m og veitin-gasölunni rennur í ferðasjóð híjómsveitar- innar. Sveitin hefur nú fengið smekklega einkennisbúininga að gjöf frá Lionsklúbbi Kópavogs. ■íún hefur æft stöð-ugt frá því síðari hluta sumars og hyggur á utaníör til vinabæja Kópavogs á Norðurlönd-um á næsta ári. , ,Túskildingsóperan“ Fyrsta frumsýning T*jóöleikhússins á leikárinu FYRSTA fru-msýning Þjóðleik- hússins á þessu leikári verður þriðjudaginn 10. október n.k., en þann dag verðu-r fu-msýning á Túskiidingsóperu Bertolts Brecht. Fuilyrða má að Túskild- irtgsóperan sé eitt af vinsælustu 1-eikhúsverku-m okkar tíma og leikurinn mun hafa verið sýndiur í filiestum löndum heims þar sem leikhús eru starfandi. Brecht byrjaði að skrifa leik- rit skömmu eftir fyrri heims- styrjöid, en það var ekki fyrr en árið 1928, sem hann öðlaðist heim-sfrægð, en það var einmitt með frumsýningu á Túskildin.gs- óperunni. Brecht skrifaði fjölda liei-krita og er tvimælalaust einn merkasti leikhúsmaður á þessari öld. Árið 1948 snýr hann heim frá Bandaríkjunuim, eftir margra ára útl-egð frá Þýzkalandi og sezt að í A-Berlín. Þar stofinaði hann leikhús sitt „Berlin-er Ensem-le“ og veitti hann því forstöðu ásamt kon-u sinni, leikkonunni Helemi Weigel, þar til hann lézt árið 1956. Leikhús þetta varð sem kunn-uigt er eitt þ-ekktasta og mest u-mrædda leikhús í heimi og barst hróður þess um allar álfur. Eftir að Brecht settist að í A- Berlín starfaði hann fyrst og fremst að uppbyggingu 1-eikhúss sí-ns og sviðrænni mótiun kenn- inga sinna u-m „episka leiklist". Eftir hann liggja margvíslegar ritsmíðar varðandi þær kenning- ar. Túskildingsóperan er þriðja leikritið, sem Þjóðleikhúsið sýnir eifttir Brecht. Hin vor-u: M-utter Courage árið 1965 og Púntila og Matti árið 1968. Leiikstjóri er Gísli Alfreðssan, en leiikmyndir og búningateikn- in-gar eru -gerðar af Ekkehard Kröhn, þeim sama, sem gerði leik myndir í Fást og Höfuðsmann- inn. Hljómsveitarstjóri er Carl- Billich. Þýðendur enu Þorstemn Þorsteinsson, óbu-ndið m-ál, en Bcrtolt Brecht þýðin.g sönigva er gerð af Þor- steini frá Hamri, Böðvari Guð- mundissyni og Sveinbirni Bein- teins-syni. Helztu hl-utverkin eru leikin af Róbert Arnfinnssyni, sem leik- ur Makka hníf, Ævari Kvaran, Rúrik Haraldssyni, Brí-et Héðins- dóttuir, Eddu Þórarinsdóttur, Si-g- rúnu Björnsdóttur, Bessa Bjanna syni o.fl. Alls mun-u nær 40 leifc- arar taka þátt í sýningunni. (Frá Þj óSleikhúsimu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.