Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 4
4 MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1972 ■> ~y ® 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V------—-------/ BÍLALEIGA CAR RENTAL -3X 21190 21188 14444 S1 25555 14444 S125555 í : Nýjung! penol SKIPTIBLÝANTINN • þarf aldrei að ydda • alltaf jafn langur • ótrúlega ódýr! Fæst í næstu ritfanga- og bókabúð SAMVINNU BANKINN I Heilög kvöld- máltíð Altarissakramentið hefur ekki verið á dagskrá í þessum þáttum nema óbeint. En í dag hefði ég viljað ,úr því bæta og ræða þýðingarmestu atriðin, eftir því sem aðstæður leyfa. Að þvi var vikið hér s.l. sunnudag, að þetta væri athöfn, sem framkvæmd væri að boði Krists sjálfs. Hins vegar vitum við vel, að mikið skortir á, að við sinnum boði Jesú sem skyldi með almennri þátttöku ,þegar til kvöldmál- tíðar er boðað. Þvi veldur sjálfsagt margt, sem hér verður ekki talið, en sennilega þó mestu þekkingarskortur á eðli og innihaldi athafnarinnar og hlé- drægni gagnvart því að játa trú sína svo opinberlega sem þar er gert. Þar við bætist, að erfitt mun að skýra til fulls það, sem gerist við altarisgöngu, enda hefur hún hlotið heitið sakra- menti, sem þýðir heilagur leyndardóm- ur. Þó að við skýrum ekki til fulls heil- aga leyndardóma, þá má komast ná- lægt kjarna þeirra með ýmsu móti. Kvöldmáltíð Jesú er beint framhald af páskamáltið Gyðinga, sem var minn- ingarmáltíð um brottförina af Egypta- landi. Hún fór fram í formi guðsþjón- ustu á heimilinu. Heimilisfaðirinn stjórn aði henni eftir vissum reglum. Við þann ig máltíð var lærisveinahópurinn á skírdagskvöld. Jesús var húsbóndinn, en í lok athafnarinnar gerði hann óvenjulega hluti. Hann tók brauðið og vínið og gerði það að líkingu líkama síns og blóðs, sagði, að eins og hann braut brauðið og hellti út vininu ,þann- ig yrði farið með líkama hans og blóð á krossinum. Og í þessari athöfn gaf hann lærisveinum sínum minningargjöf um sig. Hann gaf þeim ekki málefni, heldur athöfn, sem alltaf átti að minna á hann, fórnandi kærleika hans. HUGVEKJA Þegar við stofnun kirkjtmnar var farið að iðka þessa athöfn. Fyrst var „brotning brauðsins", eins og athöfnin var oft nefnd, hofð í sambandi við al- mennar máltíðir, svo nefndar kærleiks- máltíðir, en siðar var hún tengd guðs- þjónustunni og þannig þekkjum við hana i dag. Hér á landi er hún þó yfir- letit ekki í hverri hámessu eins og víða tíðkast og upphaflega var gert, held- ur höfum við gjaman ákvéðna altaris- göngudaga. Kvöldmáltíðin undirstrikar sterkasta einkennið á kærleika Guðs. Hann er alltaf fórnandi, sífellt að gefa sjálfan sig, jafnvel í dauðann, ef það má verða okkur mönnunum til blessunar. Leið kærleikans til sigurs liggur oft um það svið, sem mannlegu auga virðist hreinn ósigur. 1 kvöldmáltíðinni er okk ur leyft að taka þátt í þessu. Við minn- umst sjálfsfórnar Krists á krossi, en reynum jafnframt þann veruleik, að hinn upprisni Kristur er okkur nálæg- ur og blessun hans streymir til okkar, er við krjúpum að borði hans. Það þurfti ekki fortölur til að sann- færa frumkristnina um ósýnilega nálægð hins upprisna Krists. Hún var búin að reyna svo mikið af slíku, að orð hans voru henni algjör veruleiki: „Hvar sem tveir eða þrir eru saman komnir i mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Athöfn getur oft túlkað það, sem orð fá ekki tjáð. Og hinu megum við held- ur ekki gleyma, að mikill hluti fyrri tíðar manna. var ólæs og þurfti þvi miklu meira en ella á að halda tal- andi athöfnum, sýnilegu orði. En þó að við höfum „lært bækur og tungumál og setið við listalindir", þá erum við ekki orðnir svo fullkomnir, að við séum ekki í þörf fyrir það sem altarisgangan gef- ur. Kristnin trúir því, að hún komist hvergi nær frelsara sínum en í þessari athöfn. Og þegar syndugur maður nálg- ast hið heilaga og hreina, þá hlýtur hann að finna til vegna yfirsjóna sinna. Þess vegna er fyrirgefning boðuð við hverja altarisgöngu. Brauðið og vínið minna okkur á, að Kristur vill gefa okkur sig allan. Allt, sem hans er, er okkar ,ef við viljum þiggja það. Það er ekki eingöngu fyrir ein- hverja fullkomna menn að fara til altaris eins og stundum heyrist sagt. Enginn er fullkominn og heilbrigðir þurfa ekki læknis við. Við förum til altaris af þvi að það er ýmislegt athuga vert við okkur, og þess vegna þurfum við á Kristi að hálda. Það eru ekki sýnilegir hltítir, - sem bam sækist eftir í saínfélagi við móð- ur og föður, en raunverulégir samt. Sama mætti segja um áamfélag manns- ins við hinn upprisna KriSt. Efnis- hyggja 20. - aldar hafði að vísu mjög neikvæð áhrif á altarisgöngur hér á landi. En hin síðari ár, hefur skilning- ur á þessum málum vaxið mikið, ekki sízt meðal ungs fólks. Við gerum okk- ur æ betur ljóst, að fleira geymir verð- mæti en það, sem hægt er að vegti eða mæla. ' . ... Ef við hugsum okkur ve! um. þá á líf okkar ýmis tákn æðri hitUa. tákn, sem við viljum á engan hátt vanmeta eða vanvirða. Ég nefni hér tvö, en sjálfsagt eru þau íiéiri. Annað er ein- baugurinn, sem mörg okkar bera á hendinni. Efnislega séð er hann aðeins fáein grömm af dýrum málmi, en er þó raunverulega tákn ástar og tryggðar, sem er okkur miklu meira virði en málmurinn, sem hringurinn er gerð- ur úr. Hitt táknið er þjóðfáninn. í ókunn- ugs manns augum er hann aðeins mis- litur dúkur, en í augurn okkar er hann heilagt tákn ættjarðarástar og þjóðar- einingar, þess, sem gerir okkur að ís- lendingum. Við viljum ekki láta skugga falla á þessa hluti, því þá minnkar um leið gildi okkar sem fjölskyldna og þjóðar. Eins getum við sagt um altarisgönguna. Hún er tákn þess, sem við eigum dýr- mætast og bezt i okkar trú. Ef við af- rækjum hana, mun trú okkar gjalda þess, en heill og hamingja vaxa af sterkari og einlægari trú, þar sem kalíi Jesú er sinnt. En, eins og ég tók fram hér í upphafi, þá verður eðli og innihald altarissakra mentisins ekki útskýrt til hlítar. Þar verður alltaf eitthvað, sem verður að lifa, eiga sem persónulega reynslu, sem e.t.v. verður aldrei með orðurn lýst. En slíkt er eðli margra þeirra hluta sem mest gildi hafa. SL. fimmtudag hófst hrað- sveitakeppni hjá Tafl- og bridgeklúbbnum. — Er hér um að ræða 5 kvölda keppni með þátttöku 17 sveita og fer hér á eftir röð efstu sveita eftir fyrsta kvöldið: 1. Sv. Birgis ísleifssonar 678 2. — Jóns Andréssonar 662 3. — Zophaníasar Benediiktssonar 630 4. —- Hannesar Ingi- bergssonar 623 5. — Helga Einarssonar 617 6. — Þórh. Þorsteinss. 611 7. — Tryggva Gíslas. 607 8. — Gests Jómssomar 584 9. — Bennh. Guðlmundss. 566 10. — Jóhönnu Kjartans- dóttur 561 11. — Esterar Jakobs- dóttur 561 Að átta umferðuim loknum í meistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er staðan þessi: 1. Guðm. Péturssoin og Stefán Guðjohnsen 134 2. Kristjám Jónasson og Sigtryggur Sigurðssom 116 3. Guð'l. Jóhannsson og Öm Arnþórsson 80 4. Gunnl. Kristjámsson og Kristinn Bergþórss. 77 5. Halla Bergþórsd. og Kristjana Steingrímsd. 63 6. Jón Ásbjörnsson og Páil Bergsson 46 7. Ragnar Halldórsson og Vilhj. Aðalsteinsso'n 40 8. Bragi Erlendsson og Rílkiharður Steinbergss. 26 I. FLOKKUR 1. Alfreð Alfreðsson og Guðmundur Ingólfss 109 2. Hamnes Jónssom og Þórir Leifsson 101 3. Hörður Blöndal og Þráinm Finnbogason 79 Næsta urnferð verður spiluð í Glæsibæ n.k. miðvikudags- kvöld kl. 20. A.G.R. Beinn slmi í farskrárdeild 25100 Einnig farpantanir og upptýsingar hjá terðaskrifstofunum Landsýn simi 22890 - Fer&askrifstofa rikisíns simi 11540 - Sunna simi 25060 - Feröaskrifstofa lilfars Jacobsen simi 13499 - Úrval sími 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoéga simi 25544 Feröaskrifstofa Akureyrar simi 11475 Auk þess hjá umboösmönnum um allt land L0FTLEIBIR >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.