Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 15
MOR-GUiN'BLAÐlÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBESR Í972 15 frægt og mesta hringleikahús Bandarikjarma og hið bezta. Fyrir þá var mjög gott að vinna og hjá þeim mætti ég mikilli lipurð. Skömmu eftir að ég kom til þeirra lenti ég i f jár hagserfiðleiikum, átti meðal annars í erfiðleikum með að fá yfirfærslu á peningum að heim an. Þetta var á þeim árum þeg ar stríðsmilljónir fslendinga voru að ganga til þurrðar og skömmtun var að hefjast hér. Ég varð þvi að fá lánað hjá hringleika'húsinu og eins og ég sagði sýndu þeir mér mikla lip urð. Eitt sinn skuldaði ég þeim t.d. 600 dollara. Ég hafði þá umboðsmann, sem heltist úr lestinni. Að þeir skyldu lána mér svo mikla peninga, sýnir lipurð þeirra, en kannski hafa þeir ekki óttazt að mér tækist að hlaupast á brott — þeir hefðu þá a.m.k. alltaf átt hæg- an leik með að finna mig. Á þessum árum ferðaðist ég um öll Bandaríkin, við skemmtum í Madison Square Garden, Boston og viðar og víðar. • ATVINNUBEKANDI í BANDAKlKJUNUM — Hvað ertu svo lengi hjá þessu hringleikahúsi? — Um tvö ár. í>á réðst ég ta fyrirtækis, sem sér um sýn- ingar viðs vegar í Bandaríkj- unum. Síðan hef ég alltaf ver- ið viðloðandi slíkar sýningar. Hjá þessu fyrsta fyrirtaeki í sýningabransanum msetti ég nú ýmsu misjöfnu. Þeir lofuðu og gátu ekki staðið við sitt. Ég ákvað þvi að reyna að standa á eigin fótum og síðustu 10 ár- in hef ég verið með sjálfstæð- an atvinnurekstur í þessum bransa. Ég er sem sé atvinnu- rekandi í Bandaríkjunum — segir Jóhann og hlær við. — Og hvernig hefur þér gesngið á því sviði ? — Nú svona sæmilega. Mér hefur tekizt að lifa af því. „9howið“ — eða sýningin er þannig byggð upp, að ég geri auðvitað sam mest úr stærð minni. Ég hef kallað hana víkingarisann og þótt mér hafi tekizt að hafa ofan í mitg og á, þá er það nú alls ekki til þess að hrópa húrra út af. Ég hef ráð- ið mig hjá öðrum stærri fyrir- íækjum í sambandi við sýning- ar, en mestu erfiðleikarnir nú eru að fá aðstoðarfólk. Slikt fólk er ekki lengur á hverju strái í Bandarikjunum og allir í þessari atvinnugrein hafa sömu sögu að segja í þeim efn- um. Það er eins og fólk þurfi ekki að leggja eins hart að sér nú og áður og því hef ég þurft að leggja harðar að mér sjálí- ur. Ég er nú farinn að slitna dáSítið, er að verða sextugur og er það ekki óeðlilegt að mað ur áf minni stærð slitni fyrr en aðrir. Blli kerling er sem sagt að verða ástfangin af mér. Ég efast nú um að ég haldi þessu öllu lengur áfram. — En þú fórst til Hollywood og lékst i kvikmynd? — Kvikmynd já — það er nú tæpast orð á því gerandi. Mynd þessi hét Forsöguiega konan (The prehistoric wom- an) og var nauðaómerkileg fantasía, þar sem ég var dubb aður upp sem fornaldarmaður og allir gengu í skinnklæðum. Þessi mynd hefur raunar verið sýnd á ísiandi, þvi að ég minn- ist þess að einhver kunningi minn hér heima sendi mér blaðaúrkiippur, þegar hún gekk hér. © JAFNSTÓR JAFNÖUDBUNUM I BEBNSKU — Hvenær fór áð bera á því Jóhann, að þú yrðir svo stór? — Ég er fæddur af meðal- stórum foreldrum og ég var ekki óvenjulega stór sem barn — rétt af sömu stærð og jafn- aldrar mínir. Ég var 18 merkur, þegar ég fæddist. En þegar ég var um fermingu, tók ég sprett unz ég stóð á tvítugu, þá óx ég hægar, en ég hætti ekki að stækka, fyrr en ég var 25 ára. Ég hafði svo sem ekki mikil óþægimdi af þessu, að öðru leyti en því, að erfitt var að fá nægilega stóra skó og fatnað. Þó gat ég aUtaf feng ið utan á mig föt, en það var verra þetta með skófatnað- inn. Ég hef alltaf orðið að láta sérsauma á mig föt og skó, því að mín skóstærð fæst hvergi í verzlunum. Ég nota í amerísku númeri skóstærðina 24. (Þess má geta að ameríska núimerið 12 af skóm samsvarar evr- ópskri skóstærð 46). — Þegar ég var í Þýzkalandi og bjó á hótelum, átti ég oft og einatt í erfiðleikum með að fá yfir mig nógu stórar sæng- ur og eitt sinn, er ég heimsótfi þýzka borg á þeim tíma var fceiknuð mynd af mér og hótel- inu í blað. Stóðu þá fæturnir út um glugga hótelsins — tveir stórir og miklir fætur. Það væri kannski verkeíní fyr ir hann Sigmund ykkar á Morgunblaðinu að nota þessa hugtmynd aftur, og Jóhann brosir við. • HELZT VILDI HANN ELTAST Vlð ÞANN GULA — Nú hefur þú átt bíla, Jó- hann. Hvemig hefur þér geng- ið með að komast inn í þá? — Jú, við vitum jú, að það eru fleiri en ég, sem kvarta yfir þvi, að bilar séu of þrönj* ir, segir Jóhann og kímir. Ég hef í mörg ár ekið bíl í Banda- ríkjunum og vandamál mitt er að bílarnir verða stöðugt lægri og minni. Ég hafði um tima hug á því að láta sérsmiða fyrir mig bíl, en verðið var svo óheyriiega hátt, að ég gat það ekki. Ég ek því alla jafna sendiferðabíl eða stationbil og nú síðustu 2 ár hef ég verið með 2ja tonna bíl, seim ég iét breyta sætinu og stælk'ka hús- ið aftur um svo sem eitt fet. Er hann núna eina farartækið, sem ég hef seim stendur. — Hve lengi ætlar þú að vera hér að þess-u sinnii? -—- Það er al'lt óákveðið. Fé- lagið sem ég vann með í sum- ar átti raunar 3 sýningar eftir, en ég fékk fri, var hreiniega orðinn þreyttur — svo að ég tók mér hvíldarfrí. Ég æfcla nú norður til Akureyrar, þar sem ég á systkin og þar ætla ég að athuga minn gang. Ég ték nú að reskjast. Helzt vildi ég fara á togara og eltast við þann gula, en sjálfsagt hef ég nú ekki heilsu til þess lengur. Hins vegar verð ég að segja að sjómennskan er 10 sinnum skemmtilegri en sýningarstarf- ið. En maður verður að gera fleira en gott þykir í þessu lífi og maður verður að sætta sig við ýmislegt. Það er fyrir öllu að sjá hinar ljósu hl'iðar lifsins — annars yrði það óbærilegt, sagði Jóhann Pétursson um ieið og við kvöddpm hann. — mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.