Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1972, Blaðsíða 32
Tveir brezkir togarar í erfiöleikum og ofsaveöri út af Vestf jor5um; Týr reyndi togaratöku Geysistór mosaikmynd á Tollstöðina í Reykjavík — eftir Gerdi Helgadóttur. myndhöggvara Sjúkraflutn- ingar milli skipa heimil- aöir í landvari TVEIR brezkir togarar áttu í miklum erfiðleikum úti fyr- ir Vestfjörðum í gær, en þar var þá mjög vont veður, snjó- koma og norðaustan 9 vind- stig. Um borð í Hull-togar- anum Arctic Avenger H 118 var slasaður maður og alvar- leg vélarbilun var um borð í Grimsbytogaranum Ross Khartoum GY 120, að því er skipherrann á eftirlitsskipinu Othello skýrði Mbl. frá í gær. Othello hefur heðið um leyfi til þess að færa þessa tog- ara inn til hafnar á ísafirði og var leyfi gefið í gær að því er varðar Arctic Avang- er, þar sem sjúki maðurinn var um borð, en leyfi til þess að Ross Khartoum fengi Framh. á bls. 31. Síðustu fréttir: Leki RÉTT um það Ieyti, sem Morgunblaðið var að fara í prentun bárust þær freg-nir að Hulltogarinn Kingston Pearl, H 127, væri orðinn lekur úti fyrir Vestfjörðum. Allt laus- legt hafði sópazt af fordekk- inu og voru lestarlúgur allar lekar. Sagði skipstjóri King- ston Pearl, að á þeim slóðum, sem hann væri staddur á væru fjallháar öldur og vonzkuveður. Kingston Pearl var í gær veitt leyfi til að leita hafnar á ísafirði. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar var leyf isbeiðni togarans Ross Khar- toum GY 120 synjað. Var honum ekki veitt leyfi til þess að láta framkvæma 18 klukku- stunda viðgerð á vél togar- ans. Hins vegar sagði í skeyti Gæzlunnar til togarans að ekkert bannaði brezkum tog- ara að leita landvars við ís- land, en ef hann væri land- helgisbrjótur, gæti hann ekki búizt við afskiptaleysi varð- skipanna. Samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæzlunnar hefur Ross Khartoum nokkr- um sinniun verið staðinn að ólöglegum veiðum í islenzkri landhelgi síðan 1. september. Þá hafði Mbl. í gær spurnir af því, að hinn slasaði maður, sem um er getið í aðalfrétt blaðsins hér á baksíðunní, væri enn um borð í Arctic Avenger. Kvartaði skipstjóri togarans undan því að sjólag væri svo mikið að honum miðaði ekkert áfram á sigl- ingu og var eftirlitsskipið Othello á leið tll hans t.il að- stoðar. Vetrar- sól (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Riffli stolið MIKLUM og stórum riffli var í fyrrakvöld stolið úr kjallara- íbúð við Rauðalæk. Þjófurinn skreíð inn um ghigga og hirti riffilinn, seim er af gerðinni Savage, cal. 222 og er hann með kíki. Raninsóknarlögreglan biður alla þá, er gefið geti upplýsing- ar í máli þessu, urn að géfa sig fram þegar í stað. Rifflinum var stolið í fyrrakvöld á tímabilinu frá klukfkan 20 til 21.30. ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja næsta sumar upp stóra mosaik- mynd eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara á byggingu nýju Tollstöðvarinnar. Vinna við myndina er hafin, eins og fram kemur í gréin á bls. 10 og 11 í blaðinu í dag, um heimsókn til listamannsins í Hollandi og í vinnustofur Oidtmans í Þýzka- landi. Myndin, sem á að prýða þann vegg Tollistöðvarinnar, sem snýr að Tryggvagötu, er gífurleiga stór, 33 Hietrar á liengd og 4.5 metrar á hæð. í hana fara rúm 3 tonn af mosaiíksteinum, sem keyptir hafa verið frá Ítalíu. Verða þeir i vetur klipptir niður og þeim raðað saman í myndina í verkistæðum Oidtmans í Linn- ich. Næsta sumar koma svo fag- menn með myndi.na og setja hana upp á íslandi. Myndin, sem verður mjög lit- fögur, sýnir höfn. Hefur Gerður Helgadóttir verið að vinna hana í suimar í samráði við Torfa Hjart arson tollstjóra, byggingarnefnd hússins og arkitektinn, Gísla Halldórsson. Þetta verður stærsta listaverk á byggmigai hér á landi og jafnframt ein stærsta mosaikmynd, sem Oidtmane- verkstæðið hefiur unnið. Málgladir Islendingar: Hringdu 10,6 milljónir langlínusamtala 1971 og töluðu til útlanda í 6295 klst. ÞAÐ er ekki laust við að ís- lendingar hafi verið á tali á sl. ári, því að í samtali við Aðalstein Norberg ritsíma- stjóra kom fram að árið 1971 hringdum við 10,6 milljónir langlinusí nitala. 55.900 sím- töl til útlanda, sem stóðu í 6295 klst. Staðarsamtöl vorti 120,9 milljónir að tölu og Við sendum 315 þúsund sim- skeyti, þar af 168 þúsund heillaskeyti. Aðalsteinn sagði að það sem af væiri þessu ári hefði orðið mikil autoning á simianotkun innanlands. Yfir 20% aukning varð á samtölum til útlanda, en það má að nokkru leytí rekja til heimsmeistaraeinvíg- isins í skák. Um sl. áramót voru hér á landi 60 þúsund símnotendur með 75,1 þúsund taltæki. Við sjálifvirka kerfið voru tengd- ir 53.8 þúsund notendur með 68.8 þúsund taltæki, en hinir eru tengdir handvirka kerf- inu, þannig að 92% af símnot- endum hafa nú sjálfvirkan símia. Gert er ráð fyrir að lok- ið verði við að tengja aMa þétt býliskjarma landsins við sjálf- virka kerfið árið 1974 og verð ur þá hafizt handa af fullum krafti við að koma sveitunum inn í sjáltfvirka kerfið. Heita má að hver einasti bær á land inu sé með síma. Aðalsteinn sagði að skv. alþjóðaskýrslum væru íslendingar nú mesta símaþjóð heimsins miðað við fólksfjölda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.