Morgunblaðið - 31.10.1972, Síða 10

Morgunblaðið - 31.10.1972, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÖBER 1972 Eitt rif - eða eitthvað meira? Oxford, Eng'landi. „Eitt rif úr mannsins siðu — ann- að ekki . . .“ syngjum við á góðra vina fundi og höllum okkur kannski upp að næstu karlimannssíðu, harð- ánægðar með að vera þaðan komn- ar. Og segir ekki í fyrstu Mósebók: „Og Drottinn Guð sagði: Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall; ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins, og lét þau koma fyr- ir manninn, til þess að sjá, hvað hann nefndi þau, og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi vera nafn þeirra. Og maðurinn gaf nafn öllum fénað- inum og fuglum loftsins og öllum dýrum merkurinnar; en meðhjálp fyrir mann fann hann enga við sitt hæfi. Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn; og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifj- um hans og fyliti aftur með holdi. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr mann- inum, og leiddi hana til mannsins. Þá sagði maðurinn: Þetta er loks bein af mlnum beinum og hold af mínu holdi; hún skal karlynja kall- ast, af því að hún er af karlmanni tekin.“ Deilur eru nú að mestu hljóðnað- ar um það, hvort konan hafí orðið til á framangreindan hátt. En i öll- um þeim þróunarkenninjgum, sem vísindamenn síðari tíma, allt frá Dar win til hins nakta apa, Desmond Morris, hafa borið á borð, er þó margt skylt frásögn Biblíunnar. 1 þessum kenningum er nefnilega geng ið út frá því að það sé karlinn, sem ráði þróun mannkyns — þróun kon- unnar beindist síðan að því að vera „við hæfi“ karlsins og honum góð meðhjálp í því, sem honum dettur í hug að taka sér fyrir hendur. En því heldur kona nokkur að nafni Elaine Morgan a.m.k. fram, eftir að hafa lesið allt, sem hún hefur náð í um mannifræði. Blöskrar henni svo, hve þáttur konunnar i þróun mannkyns er gerður lítill, að hún hefur nú skrifað bók, sem hún kallar „The Descent of Woman". Bókin kom út í Bandarikjunum fyrir nokkru og hefur vakið þar mikla athygli og komizt á metsöluiista og hér i Bret- landi, þar sem bókin kom út í byrj- un október, er Elaine Morgan nú meira í fréttum en aðrar konur. Elaine Morgan, sem er rúmiega fimmtug, er enginn „fræðingur". Hún er „bara húsmóðir" í Mountain Ash, litlu námuþorpi í Wales, sem hingað til hefur ekki verið frægt fyr- ir annað en vera fæðingarstaður Tom Jones. Hún ólst upp í Mountain Ash, fékk styrk til enskunáms við Oxfordháskóla, giftist, settist að i þorpinu sinu og átti þrjú börn. Eft- ir að hún hafði unnið leikritasam- keppni gerði BBC-sjónvarpið við hana samning um að skrifa árlega fjögur sjónvarpsleikrit. Þegar hún er ekki að sinna heimilisstörfum eða skrifa hin samningsbundnu leikrit, sezt hún inn í stofu með fætuma upp á arinhilíiu og les um áhugamál sitt, mannfræði. Dag ndkkum, er Elaine var að lesa „Nakta apann“ hreifst hún mjög af því, sem þar er sagt um „vatna- kenninguna" svonefndu, en fannst kenndngunni allt of lítil skil gerð (bls. 42—43 í ísl. þýðimgu bókarinn- ar.) Upphafsmaður þessarar kenn- ingar er Sir Aiistair Hardy, prófess- or í Oxford og kom hann fyrst fram með hana árið 1960, en kenningin er í stytztu máli þessi: Fyrir um 11 milljónum ára varð Afríka að eyði- mörk. Hitinn og samkeppnin um þá litlu fæðu, sem á boðstólum var, rak forfeður okkar niður að ströndinni og út í sjó — og næstu 10 milltjón árin dvöldust þeir að mestu við og í sjó. Til að geta vaðið sem lengst út í leit að fæðu fóru forfeðumir að ganga uppréttir, en misstu líkams- hárin eins og flest önnur sjávarspen- dýr, en hárið á höfðinu skýldi þeim i sólarhitanum. Fitulag myndaðist undir húðinni eins og á öðrum sjáv- arspendýrum. Til þess að brjóta skeljar fóru þeir að nota fjöru- steina — fyrstu verkfærin. Frá þessu 10 milljón ára tímabili hafa engar steingerðar leifar fundizt á landi af forföður mannsins og leitar Hardy skýrin/garinnar í sjávardvöMnni. Elaine Morgan hreifst eins og fyrr segir mjög af þessari kennimgu Hardy og fókk leyfi hans til þess að koma henni á framifæri í bók, ásamí þeim hugmyndum, sem hún hafði sjáif fengið í framhaldi af þessu: t.d. að við grátum söltum tárum eins og selurinn, en það gerir apinn ekki, og að við samfarir kemuir karlinn venjulega framan að konunni eins og tíðkast hjá sjávarspendýrum, en ekki aftan að, eins og apinn. Og í sjávardvölinni leitar Elaine Morgan skýringa á því hvers vegna konur eru eins og þær eru, hárprúðar með brjóst og þrýstna þjóhnappa. Hún segir að hingað til hafi þessi ein- kenni kvenna eingöngu verið skýrð með því, að þannig væri konan að- laðandi í augum karlsins — nógu aðlaðandi til þess að hann sækti til hennar oftar en um há-fengitiímann. Þessum skýringum visar Elaine al- gerlega á bug og kemur með sín- sr eigin: Þessi einkenni konunnar hafa ekki þróazt vegna karlsins, held ur konunni sjálfri og afkvæmum hennar til þæginda. Höfuðhárin uxu og urðu sterk meðan hún var í sjón- um, til þess að börnin ættu auðveld- ara með að halda sér föstum, og minnir Elaine á þá staðreynd, að enn í dag þykknar hár kvenna og Elaine Morgan — húsmóðirin, sem w að hrista upp í manníræðinni. styrkist um það leyti, sem þær aia börn. Brjóstin urðu útstæð til þess að afkvæmin gætu náð á þeim betri tökum. Og hvað þjóhnöppunum við- kemur, þá hlóðst á þá fita, til þess að þægilegra væri fyrir fonmóður okkar að sitja á fjörusteinunum, meðan hún útbjó fæðuna handa sér og bömunum. Elaine Morgan heldur sig þó ekki eingöngu við sjávarstigið, heldur tekur hún einnig fyrir veiðistigið, það stiig í þróun mannkyns, þegar, samikvæimt hefðbundnum skýringum, kariarnir fóru út að veiða og afla fæðu, en konumar sátu heima í hell- unum, hugsuðu um börnin og biðu bóndans. Elaine blæs á þessar kenn- ingar og segir, að ef konurnar hefðu eimgöngu setið og beðið eftir fæð- unni hefðu þær fljótlega dáið úr hungri, því karlamir hafi oft verið lengi að heiman og ekki alitaf fært mikla björg í bú. Því hafi konurnar safnað ávöxtum, grænmeti og korni, Framh. á bls. 30 MADDAMA Guðmundur S. Alfre5sson skrifar frá New York; Um 300 manns starfa hjá Loftleiðum í Bandaríkj unum Flestir Amerikanar vita lítið um fsland. f sumar vissu þó flest ir tvennt. Fischer og Spassky voru að tefla þar, og íslenzkt flugfélag, oftast bara kall- að „Icelandic", býður ódýrustu fargjöld á leiðinni milli Amer- íku og Evrópu. Þeir eru ótrúlega margir, sem hafa haft viðdvöl i Keflavík á þessari leið, og þá er oft sagt, bæði í gamni og al- vöru, að þeir hafl bætt tveimur orðum við vitneskju sina um ís- land: rigning og hraun. En á með an skákeinvígið er frekar tíma- bundin auglýsing, þá eru Loft- leiðir fastur og þekktur aðili á ferðamannamarkaðnum, og í því er fólgin mjög mikil landkynn- ing. Sigurður Helgason er for- stjóri Loftleiða vestanhafs og formaður fslendingafélagsins í New York. Ég ræddi við Sigurð á skrifstofu hans, og hér fara á eftir nokkrir punktar úr viðtali okkar. Samkeppni á flugleiðinni yfir Norður Atlantshaf er geysihörð og stendur milli 46 flugfélaga. Þess vegna hafa fargjöld lækk að á síðustu tveimur árum, en nú hefur sú þróun stöðvazt oig má jafnvel búast við einhverj um hækkunum. Útlitið fyrir Loft ieiðir er mjög sæmilegt, og ný- liðið sumar kom vei út. Loft- Skrifstofur Loftleiða i New York. leiðir eru enn með iægstu far- gjöldin á tittnefndri leið, og það kvað Sigurður grundvallar- atriði fyrir tilveru félagsins vegna króksins til ísiands og meðfyigjandi óhagræðis fyrir farþega. 65% alira miða Loftleiða seljasit í Bandaríkjunum, og álíka stór hluti „stopover" gest anna kemur þaðan. Ekki bjóst Sigurður við kaupum á stærri vélum á næstunni, enda reynd- ust DC-8 vélarnar vel. U.þ.b. 300 manns vinna hjá Loftleiðum í Bandaríkjunum, og af þeim 40—50 Islendingar. Rekstur In- temational Air Bahamas, sem Sigurður veitir forstöðu gengur einnig sæmilega vel, þrátt fyrir harðnandi samkeppni. Á félaga- skrá hjá íslendingafélaginu eru 400—450 nöfn. Félagið heldur samkomur 17. júní og 1. desem- ber og að auki 1—2 kaffi- eða rabbkvöld, þar sem eru m.a. sýndar kvikmyndir -frá Is- landi. Skrifstofur Loftleiða I New York eru til húsa á dýrum og áberandi stað I Rockefeller Center, miðsvæðis á Manhattan. Þar veitti ég því sérstaka at- hygli, hversu vel skrifstofuhús- næðið var nýtt, fólki og verk- efnum raðað þröngt og skipu- lega niður. Skammt frá skrifstof unum er frægur útiveitingastað- ur, og I kringum hann hanga fánar allra aðildarrikja S,Þ. þar á meðal hinn islenzki. Enn er við sömu götu (5. Avenue) Skandinaviuhús, og utan á þvi blakta fánár Norður- landaþjóðanna, en inni er m.a. íslenzk ferðaskrifstofa svo að þama getur á nefndu svæði að lita nokkur tákn um tilveru Is- lands. Og er það gleðilegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.