Morgunblaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÖBER 1972 Oftgefftndí hif. Átveikui', Röykiavík Premfcvaemda fttjári HataWur Svei-n ftson. fírtiS'tjdrftr MatShías Joh-annessen, Eyjólifur Konráð Jónssort. Aðstoðarrítstjórí Styrmir Gunnarsson. RHstjómarfufftrúi Þforbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóihannsson Auglýsingestj'ón Ami G-arðar Kristirtsson. Rítstjórn og afgreiðsta A0«lstr®ti 8, sími 1Ö-100. Augilýsingar Aðafstrmti 6, sími 22-4-60 Ás/kr'rftargjfttd 225,00 kt á wnániuði innanlafKÍs I Saiusasöiru 15,00 !kr eintoktð FLEIRI VIETNAM Oitstjórnargrein Þjóðviljans **• í fyrradag nefnist: „Ekki bara eitt Vietnam". Þar er fjallað um lausn þá á Víet- namstríðinu, sem loks hillir nú undir, og ekki gætir sér- stakrar ánægju í kommún- istablaðinu, vegna þess að styrjöldinni muni ljúka. Niðurlag ritstjórnargreinar- innar er svohljóðandi: „Það er í þessu samhengi sem ber að skilja orð bylt- ingarforingjans Che Guevara um það, að heimurinn þurfi ekki bara eitt Víetnam held- ur mörg. Við þurfum fleiri dæmi um það, að rétturinn sigri vald- ið, fleiri brotna hlekki í heimsvaldakerfi auðmagns og stórveldastefnu, fleiri smá þjóðir, sem bjóða risaveldun- um byrginn, fleiri einstakl- inga, sem eru reiðubúnir að leggja nokkuð í sölurnar til að breyta okkar ríku jörð í heim án hungurs. Þeir þjóðfrelsishermenn, sem nú hvíla í moldu í dýrri jörð Víetnam hafa fallið en sigrað.“ Um víða veröld er því al- mennt fagnað, að líkur benda nú til þess, að friður verði í Víetnam, en þó eru til þeir menn, jafnvel hér á íslandi, sem harma, að þessum blóð- ugu átökum er að ljúka. Þeir segja: „Ekki bara eitt Víetnam." Kjörorð þeirra er: Fleiri Víetnam, meiri ógnir, manndráp og skelfingar, ef það þjónar málstað heims- kommúnismans. Hvernig er því velviljaða 17'erða Bandaríki Evrópu ’ orðin að veruleika um lok þessa áratugar? Fyrir nokkrum árum hefði þessi spurning þótt fávísleg og óraunhæf. En að loknum fundi æðstu manna Efnahags bandalagsríkjanna níu í París á dögunum er þessi spurning í raun og veru komin á dag- skrá. Þar kom fram sterkur vilji hjá leiðtogum ríkjanna níu til þess að blása nýju lííi í Efnahagsbandalagið, gera það að öðru og meira en bandalagi um viðskipta- og efnahagsmál. Enginn vafi leikur á því, að sú samvinna, sem tekizt hefur innan Efna- hagsbandalagsins hefur eflt og styrkt efnahag aðildar- þjóðanna og bætt verulega lífskjör almennings í lönd- unum. Hins vegar hefur Efnahags bandalaginu mistekizt að höfða til hugsjónarinnar um sameinaða Evrópu á pólitísk- um vettvangi. Úrslit þjóðar- og sanngjarna fólki innan- brjósts, sem í fávísi sinni styður umboðsmenn þessara skoðana til valda? atkvæðagreiðslunnar í Nor- egi leiddi glögglega í ljós, að sú mynd, sem mótazt hafði í huga almennings þar í landi af Efnahagsbandalaginu var ekki ýkja aðlaðandi, og hafa vinnubrögð og ýmsar tiltekt- ir ráðamanna þess í Brússel vafalaust átt ríkan þátt í því. Fundur æðstu manna EBE- ríkjanna sýndi, að leiðtogar þeirra hafa gert sér grein fyrir því, hvar skórinn kreppir að í málefnum þess. Þeir lögðu mikla áherzlu á, að unga fólkið skildi ekki til- gang og markmið bandalags- ins og á því yrði að verða breyting, m. a. með því að efla starf þess á sviði um- hverfisverndar og menningar mála. Verði þær vonir, sem vöknuðu á Parísarfundinum að veruleika kann vel svo að fara að stækkun Efnahags- bandalagsins og aðild nýrra ríkja að því verði upphafið að nýjum þætti í þróun þess, sem leiði til einhvers konar Bandaríkja Evrópu fyrr en nokkur hefur átt von á. A Parísarfundinum var gerð til- raun til þess að láta ferska vinda blása um þessa viða- miklu stofnun en reynslan ein sýnir hversu til tekst. Afstaða okkar Islendinga til Efnahagsbandalagsins er skýr. Um það er enginn ágreiningur, að við viljum ekki gerast aðílar að þessu bandalagi. Um hitt greinir menn heldur ekki á, að við verðum að tryggja viðskipta- lega hagsmuni okkar á mörk- uðum bandalagsríkjanna og var það m. a. gert með samn- ingunum, sem gerðir voru í sumar, þótt fyrirvari hafi verið gerður varðandi lausn landhelgismálsins. En þrátt fyrir það að við ætlum ekki að vera með í þessum leik nema að litlu leyti, hljótum við að fylgjast af athygli með því, sem þar gerist. Bandaríki Evrópu munu mörgu breyta í okkar heimshluta verði þau að veru leika. Yið verðum að vera opnir fyrir því að hagnýta okkur þær. breytingar, sem okkur geta að gagni komið um leið og við verðum að var ast það, að nýtt stórveldi í Evrópu fái óeðlileg áhrif á okkar mál. Tímar mikilla breytinga eru í aðsigi í Evr- ópu, alveg eins og í Asíu og ólíklegt má telja, að við verð- um með öllu ósnortnir af þeirri breytingu. TÍMAR BREYTINGA í EYRÓPU Ævinminningar Wennerström: Framtíð á ég: enga... Eftir Oddvar Hellerud Um þessar mundir er að koma út á forlagi Gyldendals ævisaga sænska njósnarans Stig Wennerströms, ofursta, en hann var dæmdur til lífs- tíðar fangelsisvistar fyrir 9 árum og hafði þá stundað njósnir í þágu Sovétríkjanna um áraraðir. Þeir, sem hafa kynnt sér bók Wennerströms segja að hún sé áhrifamikil lýsing á tortimingu manneskj unnar. Ungur virtist hann eiga glæsta framtíð, vann sér skjótan frama innan hersins og hann bjó vj.ð notalegt fjöl skyldulif. Hann hafði ágætar gáfur til að bera og honum var af öllum spáð bjartri og þó umfram allt sléttri og felldri framtíð. Þessi maður gerist svo njósnari í stórum stíl, föðuriar.dssvikari og hik- ar ekki við að selja sitt eigið land. Margir spurðu þegar uppvíst varð um Wenner- ström hvernig slíkt hefði get að gerzt. Sjálfur gefur Wennerström ekki svarið. Hann bendir að visu á, að har.n hafi í raun- inni ekki ætlað sér að leggja fyrir sig herþjónustu. Hann hafði hugsað sér að verða tannlæknir. En kona nokkur í kunningjahópi foreldra hans, og tannlækn-ir að mennt benti honum á að hann hefði of stutta fingur og klunna- legar hendur til að geta nokkurn tíma orðið liðtækur tannlæknir Svo að hann varð atvinnuhermaður. Lýsing Wennerströms á því hvemig það bar að að hann hóf njósnir fyrir Sovétrikin, er á flestan hátt áþekk öðr- um slíkum. Hann kynntist fyr ir tilviljun ýmsum sovézkum sendiráðsstarfsmönnum og með þeim tókust kynni góð, kannski ekki hvað sizt vegna þess, að Wennerström talaði ágæta rússnesku. Samtöl undir fjögur augu í kokkteilveizlum og smáveg- is samskipti þar fyrir utan, fáein orð látin falla um At- lantshafsbandalagið. Þetta var upphafið. Einn góðan veð urdag fékk hann fyrstu þókn unina: lítinn böggul með 50 sænskum hundrað króna seðlum. Þar með fór snjóbolt- inn af stað, iaunin hækkuðu í samiræmi v’ð au.k-n-a þjón- ustu Wen-nerströms. Framan af var þetta eins konar vöruskiptaverzlun. Hann safnaði efni hjá banda riskum kunningjum sínum og til endurgjalds veitti hann þeim ýmsar upplýsingar sem hinir sovézku vinir hans, höfðu látið honum í té. Sov- ézka leyniþjónustan var ákaf lega ánægð með það efni, sem hann aflaði. — Sem ég skrifa þetta nú og hér hvílir yfir öllu þessu einhver óraunveruleiki, segir Wennerström í bókinni. — Engu er líkara en ég sé að lýsa öðrum en sjálfum mér. Hvernig mátti það vera að ég lét lokkast út í njósnastarf- semi? Að vísu veitti kalda striðið — meðan það var og hét —- mér nokkurn siðferði- legan styrk. En á síðari ár- um hefur sú spurning íðulega Stig Wennerström. leitað á mig, hvart ég hafi verið með fullu viti. Er þetta hinn svokallaði heilaþvottur. Hafði Pjotr Pavlovitsj (Sov- étmaður sá, sem var tengilið- urinn) einhvers konar dá- leiðsiuáhrif á mig? En ekki tjóir að vera vitur eftir á. Ég get ekki lokað augunum fyrir staðreyndunum. Ég hélt áfram unz ég var kominn fram á yztu nöf. Og ekki nóg með það. Smám saman þróaðist með mér einhvers konar skylðutilfinning gagnvart þessum samtökum, sem ég var orðin-n þátttakandi í. Ég hafði svikið mitt land. Ég hafði svikið fjölskyldu mína. Ég hafði svikið það allt, sem ég áleit fyrrum, að væri mér heilagt." Wennerström var orðinn svo flæktur í netið, að hann gerði sér grein fyrir að héð- an af varð ekki aftur snúið. Hann hafði undirskrifað sér stakan samning og fékk hers höfðingjatign innan njósna- hringsins og fyrirheit um drjúgar greiðslur fyrir hvert viðvik og rífleg eftirlaun. Upphaflega hafði Wenner- ström vonazt til að komast hjá njósnum i Sviþjóð. En reyndin varð önnur. Eftir fund með tengilið sínum i Helsinki árið 1959 tók hann einnig að sér njósnir gegn föðuriandi sínu. Vinnuveit- endur hans kröfðust þess að fá ítarlegar upplýsingar um sænska flugherinn og Wenn- erström átti ekki í neinum erfiðleikum með að útvega þær. Hann hafði lengst af verið i flughernum og hafði unnið sem ráðunautur í ýms- um löndum og kunni ágæt skil á þeim málum. Wennerström lýsir í bók- inni hversdagslegum önnum sínum sem njósnari, útbúnaði hvers konar, sem hann kom sér upp smám saman, aðferð- urn við að koma boðum á rétta staði og hefur þar i flestu farið troðnar njósna- slóðir. En fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Sæneku ðrygtg- isþjónustuna tók að gruna hann um græsku og hafa á honum gætur. Árið 1960 voru grunsemdir orðnar svo áleitn ar, að sænski varnarmálaráð herrann var leiddur í allan sannleika um þær. En þó liðu enn þrjú ár, unz hægt var að grípa Wenner- ström. Þann 20. júní 1963 var hann handtekinn og ákærður fyrir njósnir. Vinnustúlka á heimili ofurstans Cari Rosen átti ekki hvað minnstan þátt í að afhjúpa njósnarann. Og leiknum var lokið. í niðurlagi bókar sinnar segir Wennerström: — Óska ég þess að lifs- hlaup mitt hefði orðið á ann- an veg? Já, vissulega geri ég það. Annað væri óeðlilegt í hæsta máta. Ég hef ekki að- eins leitt ólán yfir mig sjálf- an, heldur einnig yfir mina nánustu. Það eru örlög þess- ara saklausu manneskja sem hvila þungt á mér. Ég get af- plánað mína refsingu, en þau hafa orðið að gjalda verka minna. Þess er vænzt að Wenner- ström verði fljótlega sleppt úr haldi, eins og fram hefur komið i fréttum. En hvaða framtíð á hann í vændum? Um það segir hann: ,,Ég mun þá verja síðustu ævid-ögum miínum til þe®s, se-m ég hef mestan áhuga á, tungumála- náms og þýðinga. Kannski skrifa ég aðra bók. En sú bók verður þá ekki byggð á raunverulegum atburðum. Ég hef fengið nóg af því með rit un þessarar bókar. Og kannski enn fremur fyrir þá sök, að ég hef á tilfinning- unni að hafa gengið í gegn- um þetta líf i tveimur að- greindum heimum. En líti ég nú verulega raunsætt á hver framtíð mín verður þá hlýt- ur svarið að vera: Ég á enga framtíð...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.