Morgunblaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1972 Sjötugur í dag: Séra Jón Thorarensen Þegar líður að sjötugsafmæli séra Jóns Thorarensen, hins vin sæla prests og rithöfundar, er Ijúft og skylt að færa Guði þakkir fyrir líf hans og störf og fyrir að hvoru tveggja er enn ólokið. Séra Jón Thorarensen er fæddiur í Stórholti í Saurbæ 31. október 1902, sonur Bjarna Jóns bónda þar og síðar bæjar- fógetaskrifara í Reykjavík Jónssonar prests í Stórholti Bjarnasonar Thorarensen skálds og amtmanns, og konu hans Elínar Jónsdóttur. Hann ólst upp hjá Katli bónda í Kot- vogi á Suðumesjum, sem séra Jón kallar jafnan fóstra sinn og minnist með mikilli hlýju. Hann lauk stúdentsprófi 1924 og kandidateprófi í guðfræði fimm árum siðar, en hafði þá einnig stundað lyfjafræðinám í tvö ár. Starfaði hann í lyfjabúð í Reykjavík 1929—1930 og stundaði jafnframt kennslustörf. Var hann vígður til Hrunapresta kalls vorið 1930 þar sem hann þjónaði til ársloka 1940 og einn ig um skeið Stóra-Núpspresta- kalli. Skipaður sóknarprestur í nýstofnuðu Nesprestakalli 7. janúar 1941 að afloknum glæsi- legum kosningasigri. Frambjóð- endur voru 9, þátttaka í kosn- ingunum óvenjulega mikil og hlaut séra Jón nær jafn mörg atkvæði og hinir 8 samanlagt og t.d. þrisvar sinnum fleiri en sá, sem næst honum komist, enda hafði nær helmingur kjósenda skorað á séra Jón að hverfa frá framboði í Hallgrímssókn og sækja um hið nýja Nespresta- kall. 1 áratugar þjónustu austur í Hreppum og hartnær aldarþriðj ungs í Nessókn bar aldrei nema einn skugga á lif séra Jóns. Hann var jafnan farsæll í einka- lifi og starfi og naut almennra vinsælda bæði sem prestur og rit höfundur. — En sjúkleg öfund og afbrýðisemi gerði vart við sig af hálfu prestlings, sem kom til starfa i Nessókm í ársbyrjum 1964. Að baki þessa unga og vanþroskaða manns var fyrrver andi starfsmaður kirkjunnar, sem orðið hafðd óreglu og of- stæki að bráð. Leituðust þessir misindismenn við að blása að glæðum óvildar í garð séra Jóns, en varð ekki kápan úr þvi klæð inu, þótt þeim tækist að valda talsverðu tjóni innan safnaðar- ins og skaprauna séra Jóni mjög í sambandi við störf hans. Eitr- aðasta vopnið, sem beitt var í þessum ljóta leik, var sending nafnlausra niðbréfa til séra Jórts og konu hans, sem teljast verða dauð og ómerk eins og höf undar þeirra, en vitað er að jafn samvizkusamur og tilfinninga næmur maður og séra Jón getur tekið slíka andúð, þótt órnerki- leg sé og frá ómerkingum kom- in, nærri sér. Er vitað til þess að þetta hafði ill áhrif á líkam- lega heilsu séra Jóns, enda ætl- umin að knýja hann til að hverfa frá prestþjónustu. En ekki beið séra Jón meira tjón á sálu sinni fyrir þessi óþokkabrögð en svo, að hann kvað niður hatur og bað fyrir þeim, sem á hlut hans höfðu gert, þegar hann kvaddi söfnuð sinn hinn 1. þ.m. Fram- koma séra Jóns í þessu leiðinda- máli er honum mjög til sóma og umburðarlyndi hans einstakt. Allt verður þetta mál reifað og rannsakað á öðrum vettvangi, en ekki taldist fært að iáta hjá líða að geta þess hér. Svo er góðum Guði fyrir að þakka að séra Jón er enn og verður vonandi lenigi starfandi prestur með því hann heldur áfram að þjóna í Kópavogshæli, sem hann hefur hugað að með ágætum í aldarfjórðung. Munu hinir fjölmörgu aðdáendur séra Jóns Thorarensen því enn um hríð geta leitað til harns, en ella mundi margur maðurinn telja prestvant í Reykjavík. Séra Jón er glæsknemmi, fríð- ur og sviphreinn, og fyllir vel út í hempuna. Hann er flug- mælskur og nokkuð fljótmæltur, söngmaður góður og liggur hátt rómur svo hann fyllir einnig vel út i kirkjuna. Rithöfundur er hann afbragðsgóður, en stól- ræður sinar flytur hann jafnan skrifaðar og eru þær kjamyrt- ar allajafnan og hvassar á stundum. Hann fer ekki í laun- kofa með skoðanir sínar á trúnni og öðrum málefnum, en túlkar ritninguna skýrt og skor- inort, án útflúrs, vafninga eða efasemda. Ræður hans um lotn- inguna, likn og náð eru fagrar og þrauthugsaðar, en bæn- ir hans bljúgar og blíðair. Ef í harðbakka slær kann séra Jón að segja til syndanna úr stóln- um og má þar minna á skelegg- ar ræður hans þega-r stórveldin hafa beitt lítilmagna vopna- valdi og haft í hótanum eins og rússnesk stjórnvöld hafa gert í Austur-Evrópu og brezk og þýzk á íslandsmiðum. Aðrir kunna eflaust betur að dæma um séra Jón sem rithöf- und, en táknrænt er að frásagn- arstíllinn er svo vinsæll og við- fangsefnin svo skemmtdleg að bælkur hans hafa selzt upp jafn- vel þótt tvíprenitaðar væru. Ekki er því að leyna að séra Jón er stundum gagnrýndur sem kennimaður, en þá helzt fyrir væmnislausa, hreina og beina framkomu. í prestverkum sínum er séra Jón teprulaus og tildurs lauis, einlægur og ákveðinn, en þykir af ýmsum all stuttorður. Aðrir kunna því þeim mun bet- ur. Hjá honum hefur kirkjusókn eflaust verið jafnbezt hér í bæ og e.t.v. á landinu þegar frá eru taldir kennimenn kaþólskra, en það er önnur saga. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að hér sé á ferðinni gagnmerkur kennimað ur og góður sálusorgari, sem fært hefur íslenzkri kirkju lif og anda öðrumfremur. 1 einkalífi hefur séra Jón verið mikill lánsmaður þvi hann á hina ágætustu eiginkonu og indæl böm, en heimilisvinahóp- urinn er stór og ein'lægur. Á þessum tímamótum vil ég þakka séra óni Thorarensen af alhug fyrir predikanir hans og prestverk, hjónavigslu, skírnar- athafnir, fermingu og jarðsöng ástvina, en öli voru þau verk unnin i vináttuskyni, af einlægmi og án skyldu eða afgjalds. Fjöl- margir standa í þakkarskuld við hann fyrir ámóta viðurgerning og fyrir að vera andiegur leið- togi þeirra um áraraðir. Megi Guð blessa séra Jón Thorarensen, ástvini hans og störf hans öll. Fyrrv. safnaðarfulltnii. Sóknarbörn og vinir sr. Jóns Thorarensen héldu honum og konu hans frú Ingibjörgu Dór- ótheu samsæti s.l. sunnudag, vegna þess að sr. Jón kvaddi söfnuö sinin á fynsita degi þessa mánaðar, og þar sem hann verð ur sjötugur á síðasta degi þessa mánaðar. Ég gat þvi miður ekki verið viðstaddur samsætið vegna fjarveru, en ég hef orðið við óskum um að skrifa hér nokkrar línur. Ég sagði nohikr- ar línur vegna þess að ég er ekki viss um að afmælisbarnið kæri sig mikið um langt mál, og hins vegar held ég að aðrir menn muni að sjálfsögðu láta frá sér heyra við þessi merku tímamót í lífi sr. Jóns. Sr. Jón Thorarensen fædd- ist I Stórholti í Saurbæjar- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jón Thorarensen og Elín Elísabet Jónsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924, var við lyfjafræðinám í Reykjavík um skeið, en lauk guðfræðiprófi við Háskóla Is- lands 1929. Árið 1930 verður hann kjörinn lögmætri kosn- ingu sem prestur að Hruna í Ár nessýsliu. Árið 1940 enu stofniuð Hallgrímsprestakall, Laugarnes prestaikaflll og Nespnestakall. Sr. Jón sækir um embætti prests við Hallgrímsprestakall, en dreg ur umsókn sína til baka áður en umsóknarfrestur er útrunn- inn, og sækir síðan um embætti prests við Nesprestakall, enda raumu honiura hafa borizit rnangar áskoranir þar um úr prestakall inu. Prestkosningar fóru fram í öllum þessum prestaköllum, sunnudaginn 15. desember 1940. Umsækjendur um Nesprestakall voru níu. Atkvæði greiddu 1075 og hlaut sr. Jón Thorarensen 451 atkv. eða 42% atkvæða. Sá umsækjandi er næst flest atkv. fékk hlaut 159 atkv. Kosningin var ólögmæt vegna þess að eng- inin uraisækjenda hiaiut 50% at- kvæða, enda varla við þvi að búast þegar tekið er tillit til þess hve margir sóttu um þetta prestakall. Sr. Jón var síðan skipaður í embættið í janúar 1941, og hefur gegnt því þar til nú, að hann hættir vegna ald- urs. Mín fyrstu kynni af sr. Jóni munu hafa verið þau, að á ár- inu 1948 leitaði ég sem formað- ur skemmtinefndar Sjómanna- dagsins til hans, til að biðja hann að flytja erindi í útvarp- ið þá á Sjómannadaginn, sem hann og gerði. Hann hefur ætíð haft mikinn áhuga á málefnum sjömanna, og hefur það á marg- an hátt komið friaim. Síðam vor- um við báðir varabæjarfulltrú- ar í Reykjavík á árunum 1950 1954 og féll okkur vel að vinna saman, enda er leitun að betri og skemmtilegri samstarfsmanni en sr. Jóni Thoraireinsen, og eiru mér alveg óskiljanlegar þær raiddir, sera hafa hljóraað um einhverja erfiðleika í samstarfi við hann. Þessar raddir, eða sú viðleitni, sem í þeim felst, eru svo langt frá raunveruleikanum að þær fá með engu móti stað- izit, og rnuniu því dœmasit til ómerkingar. Ég sagði áðan, að sr. Jón heifði ætíð sýnt málefnium sjó- manna mikinn áhuga, og er það rétt. Ekki væri úr vegi að minrna á, að sr. Jón reri til fisfcj- ar í tiu sumur, og mikilhæfur rithöfundur hefur hann verið og er. Hann hefur skrifað m.a. bækur eins og „Sjómennska og sjávarstörf“ er kom út 1932, „Sjósókn" er kom út 1945, og „tjtnesjamenn“ er kora út 1949. Sjómenn hafa ætíð kunnað að meta prestinn, rithöfundinn og manninn, sr. Jón Thorarensen. Á afmælisdaginn vil ég færa vini mínum sr. Jóni beztu kveðj- ur, árnaðaróskir og þakkir fyr- ir svo margt á liðnum áratug- uim. Ég verð staddur í fjarlæg- um landshluta og get þvi ekki tekið í hönd hans á þessum degi. Það verður að biða betri tíma. En allir vinir hans og félagar árna honum og fjölskyldu hans allra heilla og blessunar meS þessi tímamót og vonir allra eru að hann megi um mörg ár njóta góðrar heilsu eins og ver ið hefur, og þó hann sé hættur embættisstörfum, að þá sé starfs sögu hans hvergi nærri lokið. Lifðu heill sem lengst. Böðvar Steinþórsson. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM HJÓLBARÐA- VIÐGERÐ KÁ SELFOSSI Arðvænlegt íyrirtæki Af sérstökum ástæðum er til sölu hluti fyrirtækis í fullum rekstri. Stórt húsnæði á góðum stað í borginni. Tilboð, merkt: „Hluti — 9632" sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld. 3. nóvember. H afnarfjörður 60—100 fm iðnaðarpláss fyrir innrömmun óskast Vinsamlegast hringið í síma 52446. lyanngrðattrrzliumi frli Nýkomnar stórar sendingar, m. a.: Tvistsaumur, helgimyndir. Úttaldar strammamyndir. Stórar ámálaðar strammamyndir eftir frægum málverkum. Lítði inn í stærstu hannyrðaverzlun landsins og veljið yður fallega handavinnu. Hannyrðaverzlunin ERLA, Snorrabraut 44. Til Ieigu við Skóluvörðustíg Skólavörðustigur 15 (áður Skóver), er nú þegar til leigu. Nánari upplýsingar gefnar í Smelti, kjallaranum, Skólavörðu- stíg 15, frá kl. 1 á hverjum degi. Heimilisiðnuðurfélug íslunds NAMSKEIÐ i BANDVEFNAÐI — KVÖLDNAMSKEIÐ. Krila, stíma, slyngja, fót- og spjaldvefa. Byrjar 2. nóvember — 36 kennslustundir. Upplýsingar í verzlun félagsins. ISLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR, Hafnarstræti 3, sími 11784.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.