Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUÍR 19. NÓVEMBER 1972 Skelfing-ar stríðsins í Víetnam síðustu árin hafa áreiðanlega bitnað einna þyngst og sárast á hinum óbreytta borgara, raunir saklausra kvenna og bama hafa verið ægilegri en nokkur orð geta tjáð. Búddatrúarmenn hinni mestu hðrku og mistókst auk heldur gjörsarr>5ega að kveða niður alls 'kyns spiMingaröfl, sem l'éku lausum hala i landinu. Honum var hrundið frá völd- um í nóvembermánuði 1963 og sikömmu siðar var hanin myrtur af einhverjum sinna eigin hers- höfð'ngja. Afskipti Banda- ríkjanna aukast Siðan D>m féll frá hafa her- Ngo Dinli Diem. Mao Tse-tung. inn og einstakir hershöfðingar skipzt á um að fara með völd- in í lsandinu. Af einstökum valdamönnum má nefna Nyuy- en Khanh, Cao-Ky ffltugmar- skálk og Nguyen Van Thieu hershöfðingja. Bandaríkjamenn lýstu því oft yfir, að þeir myndu sætta sig við friðarsammnga, sem gerðir yrðu i samræmi við sam þykktir Genfan-áðsitefnunnar, þ.e. að allar erlendar her- sveitir yrðu fluttar frá landinu og landshlutamir sameinaðir að afstöðum frjálsum kosninig- um. í rauninni settu báðir að- iljar fram friðartillögur. 1 apr- íhmánuði 1965 lagði Ho Chi Minh fram tillögur, sem byggð- ar voru á fjóru-m höfuðatrið- um: að allar bandariskar her- sveitir yrðu fluttar frá Víet- nam að stjórnir beggja lands- hlutann-a hétu hl'utíeysi og jafnfra-mt að beita sér fyrir friðsamffiegri sam-einimgu; að Suður-Víetnamar réðu sjálfir fram úr innanlandsmiálium sín- um i saim-vinnu við þjóðfrelsis- hreyfiniguna en án aMrar er- lendrar íhlutunar; að víet- namska þjóðin stjórnaði sjállf sameininga-rmálu-m sinuím, út- l-endingar ksomu þar hvergi nærri. Nokkrum mánuðum sið ar bætti Ho ein-u atriði við: að Þjóð-frelsis-hreyfin-gin yrði viður kennd sem hinn eini rétti f-ull- trúi Suðurvíetnömsku þjóðar- innar. 1 janúar 1966 svaraði Lynd- on B. Johnson Bandarikjafor- seti m-eð þvi að leggja fram friðaráætlun í fjártán atriðum. Hann lofaði því, að Bandarikja menn köll-uðu hersveitir sín-ar frá Víetnam um 1-eið og stjórn Norður-Víetnams „kallaði sin-a menn heim og léti af árásar- stefnu sinni gegn Suður-Viet- naim-.“ Jafmframt krafðist hann þess, að suðurvíetnamska þjóð- i-n fengi að kjósa sér sina eig- in stjórn án íhlutunar utanað komandi aðilja (þar átti hann jafnt við Norður-Vietnama sem útleradin>ga). Enn lýsti Johnson yfir því, að víetnamska þjóðin ætti að vera sjálfráð um sam- einingu iandshlutanna. Þessar tillögur og aðrar keiml'íkar máttd túlka á ýmsan hátt og er skemmst frá að segja að árangurinn af þeim varð eng inn. Eragu að siður var það þó Johnison forseti , sem steig fyrsta skrefið í átt tiil rau-n- verulegra friðarviðræðna árið 1968. E>á höfðu miálin gengið svo fyrir sig í þrjú ár, að Norð ur-Víetnamar höfðu neitað að setjast að samningaborðinu á meðan bandariskar fiugvélar héldu uppi loftárásum á land þeirra og Bandaríkjamenn höfðu neitað að hætta loftárás- unum unz Norður-Víetnamar drægju úr hernaðaraðgerðum sínum i Suður:Vietnam og sýndu þar með að þeim væri alvara með að hefja friðarvið- ræður. Dregið úr loftárásum og friðarviðræður hefjast 1 marzmánuði 1968 ákvað Johnson forseti að rjúfa vita- hringinn og fyrirskipaði að dregið skyldi úr öDum árásum Bandarikjama-nraa á Norður-Ví etnam, bæði úr lofti og af sjó, svo að þær voru raú bundnar við tæplega t-uttugu af hundr- aði alis landsiras. Þann 13. mai sama ár hófust opinberar friðarviðræður fuffi- trúa bandarísiku og raorðurviet- nömsku stjómarinnar í Paris, en þær urðu að árangurslittum rökræðum og áróðurskenndum orðaleikjum. Til þess að koma til mótB við kröf-ur Norður- Víetnama fyrirskipaði Johnson að hætt skyldi ölHum árásum á Norður-Víetnam og sa-miþykkti jafrafra-mt þátttöku fulltrúa Sai gonstjómarinnar og Þjóðfrels- ishreyfiragarinnar í viðræðun- um. Viðræðurnar báru þó eftir sem áður lítinn áran-gur. Stríðs r-ekstur Bandaríkjamanna og Suður-Víetnama gekk sífellt verr og árið 1969 höfðu 10.000 Bandaríkjamenn falið í Víet- nam frá upphafi styrjaldarmn- ar. Þegar hér var komið sögu var andstaðan gegn styrjöld inni tekin að magnast I Banda- ríkjunum og u-rðu ráðamenn í Washiragton að taka tiffiit til þess, hvort sem þeim fikaði bet ur eða verr. Um þetta leyti hafði starfsemi skæruliða færzt í aukana í Kambódiu og Laos. Bandarikjamenn og banda- menn þeirra hófu sókn inn i þessi lönd I þeim tilgangi að eyða birgðastöðvum kommún- ista og eyðileggja birgðaflutn- ingavegi þeirra en árangurinn varð harla takmarkaður. Ho Chi Minh lézt i septemb- er 1969 en fráfall hans virtist aðeins hafa hvetjandi áhrif á þjóðina. Bandarikjamenn hófu aftur loftárásir á Norður-Víet- nam en engu að síður gat for- sætisráðherra landsins Pham Van Dong lýst yfir þvi, að styrjöldin gengi þjóð hans í ha-g. Við árslok 1970 var tala fallinna Bandarikjamanna i Víetnam komin upp í 53000. 1 októbermánuði 1970 bar Nixon Bandaríkjaforseti fram tillögur um vopnahlé í Indó- kína, þar sem einnig var gert ráð fyrir alþjóðaráðstefnu um frið í þessum heimshluta. Norð ur-Víetnamar höfnuðu þessum tillögum á þeim forsendum, að þær væru kosningabrella repú blikanaflokksins fyrir kosn- ingar til öldungadeildar Banda ríkjaþings, sem fram áttu að fara um svipað leyti. Engu að síður hafði Nixon þegar ákveðið stefnubreytingu I Vietnamstyrjöldinni, sem var i því fólgin, að draga úr her- styrk Bandaríkjamanna i land- inu. Þess í stað skyldi herstyrk ■ur Suður- Víetnama efldur. Áttu Bandaríkjamenn að sjá hernum fyrir þjálfun og vopn- um. í nóvember 1971 tilkynnti forsetinn enn frekari fækkun í bandaríska heriiðinu og sagði sóknarhlutverki Bandaríkja hers í Víetnam yæri lokið. 1 júnímánuði síðastliðnum flutti hann svo sjónvarps- og út- varpsræðu til bandarísku þjóð arinnar, þar sem hann lagði enn fram friðartilboð. 1 þessu tilboði var gert ráð fyrir því, að hálfu ári eftir að samningar hefðu tekizt myndi allt bandarískt herlið flutt frá Vietnam, öilum striðsföngum yrði sleppt og þegar vopnahlé hefði komizt á skyldu fara fram forsetakosiningar i Suður- Vietnam, þar sem meðlim- ir Þjóðfrelsishreyfingariranar hefðu kosningarétt. Norður- Víetnamar höfnuðu tilboðinu innan sólarhrings eftir að það va-r lia-gt fram. Friðarviðræðurnar í París höfðu að visu aldrei staðið und ir nafni, en í febrúar 1972 slitn aði upp úr þeim. í marz var enn reynt að halda þeim áfram, en aftur slitnaði upp úr þeitn i maí síðastliðnum. Um svipað leyti urðu hins vegar þáttaskil í styrjöldinni. Her Norður-Víetnam hóf stór- sókn inn í Suður-Víetnam, hver borgin á fætur annarri. féli í hendur þeim en uppiausn varð í mörgum suðurvíetnömsk um herdeildum. Bandaríkja- menn svöruðu með því að leggja tundurdufl við strend ur Norður-Víetnam í þeim ti-1- gangi að hindra birgðafl-utn- inga Sovétmanna til landsins. Bandarisk herskip gerðu árás- ir á strendur Norður-Víetnam og bandariski flugherinn hóí mestu loftárásir sem hann hef- ur gert síðastliðin fjögur ár, á Hanoi, Haiphong og á jám- brautarleiðir aðeins 60 raUur frá kínversku landamærunum. Um það sem síðan hefur gerzt er kunnugt. Margt bend- ir nú til að takist að undirrita vopnahléssamninga áður en laragir tímar líða. Þótt deila megi um stefn-ur er þó augljóst fru-mkvæði Bandarikja manna í því efni. Og mál er að linni þeim skefjalausu þjáning- um sem víetnamska þjóðin hef- ur orðið að þola. Ótalin verða þó gTÍmmdarverk, sem framin hafa verið af báð- um eða kannski öllu heldur str íðsaðilnm í Vietnam. Vietnamska þjóðin liefur verið klofin, þar hafa bræður borizt á bana- spjótum. Hér miðar suður-víetnaniskur hermaður byssu að unglingi, sem grunaður var um fylgispekt við Viet Cong. Norður-víetnamskar st úlkur imdir vopniun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.