Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 10
MORGUNÐLAÐIÐ, SUN'NUDAGUR 19. NÓVEMBER 1972 42 í þjóðsög’Um Jón's Árnasonar greinir frá atburði, sem gerðist á 17. öld á bænum Miðfelii í Kölidukinn í Ljósavatnishreppi — á bökkum Skjálfandafljóts. Börn, sem voru að leik á tún- inu, sem hallaði niður að fljöt- inU, köstuðust í tunnu niður tún ið, fram af gilbarminum og fór- usit í fos'sinum, sem siðan var ým ist nefndur Barnafoss eða BarnafeUisfoss. Nafni bæjarins var breytt og kallaðist Barnafeil. Veturinn 1926 munaði mjóu, að slysið á BarnafelM hefði Ilaily Post, en þeirri útgáfu stj ómaði Sigurður í stríðinu. Sigurður Benediktsson: 14 áraf ékk hann het j u- verðlaun Carnegie — og allt líf shlaup hans var ævintýralegt endurtekið sig. Fyrir ótrúlegt snarræði og dirfsku Sigurðar Benediktssonar, kom hann í veg tfyrir að svo færi, er ungur bróð ir hans og móðir hans hröpuðu bæði fram á gijúfurbarminn. Morgunblaðið skýrði frá þess um atburði 17. júlí 1928. >á var Sigurður á leið til Danmerkur á vegum dagblaðsins Politiken, sem bauð honurn þangað í kynn isferð, en áður hafði hann hlot- ið hetjuverðlaun Carnegie-sjóðs ins fyfir framgöngu s'íma. „>að var í hitteðfyrra, að siysitkini hans voru að leika sér á sleða i snarbrattri fjalis hMðinni, skammt frá hænum. Fyrir neðan rennur fljótið og er þ'ar foss i henni, sem Barnafoss nefnist. Níu ára gamal drenigur, sem Bragi heitir, missiti valid á sleða sin um og hrapaði niður fjalls- hlíðina, snarbratta, beint á hengiflugið, þar sem fossinn i ánni beljaði undir. Á þessari fleygiferð reyndi hann að s'töðva sig með þvi að grípa í steina og todda, sem stóðu upp úr hjaminu, en áramigur- inn varð ekki anmar en sá að litlu barnsihendurnar hjugg- ust sundur á grjótinu, svo að logblæddi úr þeim. Af tilvilj- un einni saman stöðvaðist hann þó rétt fyrir ofan gljúf urbrúnlric og héit sér þar dauðahai'di í g-rjó' nibbur, sem stóðu þar upp úr hjarninu. Móð r hans var p'n heima og m.í nm-T' -reta bremig henn: hefur orðið við, er yngri börnin komu heim og sögðu frá þvi, hvermig farið hefði fyrir Braga og að hann héngi nú þarna rétt fyrir ofan gljúfrin og aðeins væri s’tund arbil til þesis að hann missti taks og hrapaði fram af. Móð irin hljóp út í dauðans ofboði og ætlar að bjarga barninu sinu. En það fer alveg eins fyrir henni — hún missir fót- festu í hiíðarbrattanum og hrapar. En svo staðnæmist hún á bergbrúninni, rétt hjá barninu sinu, nœr þar eins og hann í steinnibbu og heldur sér dauðahaldi. >arna voru þau nú tvö, móðir og barn og gátu enga björg sér veitt. En Sigurður, sem þá var 14 ára var á leið hinum megin við ána og ætlaði til næsta bæjar. Hann heyrði óp þeirra og tók þegar til fótanna. Rétt fyrir ofan, þar sem þau lágu, fann hann örmjóa ísspöng á ánni og komst þar yfir. Svo hljóp hann heim að bænum og náði sér í reku og reipi. Svo þaut hann niður hliðina og hjó þar tröppur I glerhart hjarnið alla leið niður til þeirra tveggja, sem héngu á bjarg- brúninni og væn<tu sér ekki annars en dauða. Sigurður kastar reipimu til þeirra, styð ur sig við rekuna, sem hann hefur rekið á kaf niður í hjarnið og fær þannig bjarg- að þeirn. >ykir það merkilegt að svo ungur pilitur skuli vera jafn mangráður og ráða- góður. >ess vegna er afrek hans sérstakiega í frásögur fært og þess vegna hefur Poli tiken s'ýnt honum þá viður- kenningu að bjóða honum til Danmerkur." Mbl. 17.7. 1928. Bóndinn á YztafeUi í >ingeyj arsýslu, Jón Sigurðsisoh, hliutað- ist til um að frásögn af þrek- virki Sigurðar var send til Carnegie sjóðsins i Kaupmann^ höfn, sem veitti honum átta hundruð danskar krónur í heið- ursverðlaun og var það mikið fé. Féð notaði Sigurður til náms í Gagnfræðas'kólanum á Akur- eyri, sem varð menntasikól'i haustið 1927. Hanm tók gagn- fræðapróf 1927 og var síðan í 4. bekk veturinn 1927—1928. Lengri varð ekki srkólaganga hans hérliendis. Sumarið 1928 hélt hann til Danmerkur á veg- um Politiken. >ar var honum tekið tveim höndum: Sveinn Björnisson, sendihenra bauð hon um að vera hjá sér á Skagen, greifinn Schaek tók hann til Schatíkenburg og Gunnar skáld Gunnarsson greiddi götu hans. Sigurður situndaði blaða- mennskunám hjá Poiitiken í þrjú ár og samhliða ritaði hann greinar í það blað. POLITIKKN Blaðamennskuferill Sigurðar Benediktssonar hófst raunveru- lega hjá danska blaðinu Politik en i Kaupmannahöfn, en þar stundaði hann nám i faginu nokbur misseri og vann jafn- framt við daglega frétta- mennsku. CavMng, aðaliritstjóri blaðsins, fékk fljótt mitela trú á þessum unga >imgeyimgi og setti hann til ábyrgðarmikilla starfa — meir en títt var um nemendur i iðninni. Svið hans varð fréttaþjónusta fyrir Island og Færeyjar og starfaði hann með hinum þekkta færeyska rithöfundi, Jörgen Frantz Jakobsen og varð félagi hans og vinur. Af> loknu þriggja ára námi og starfi við blaðamiennsku í Dan- mörku, kom Sigurður heim og byrjaði skömmu síðar að vinna hjá Morgunhlaðiniu sem blaða- maður. Siðan 1935 og til dauða- dags 1970 storifaði hann margt í það blað — þótt stunduitn liði lian.gt á imi'Wii. Hann hafði jafnan nokkur samskipti við blaðið vegna starfa sinna á sama vett- vangi — og öðrum. Enmfremur skrifaði hann um hrið nokkuð fyrir dagblaðið Visi. MORGUNBLAÐin Sigurður Benediktss'on kom llansi.ur ritliiifnndnr, Ariker Kirkeby, skrifaði frásögn af björgnnarafreki Sigurðar. >ótti afrekið og frásögnin svo merkileg, að hún liefur síðan verið í lesbókmn fyrir diinsk skólab'ii n. Er þessi frásiign líka í danskri ieskaflabók liér- lendis. „Kn af liverdagens helte, Sigurður Benediktsson“. Virðist komiiui tími til að þýða Jressa ágætu frásiign yfir á íslenzku. Sigurður stýrir bókauppboði á efri árum. með nýjan tón og anman og óllík- an hátt inn í íslfn-zka blaða- mennsku. Viðtöl hans vöktu strax athygli. Hann lagði hinn venjubundna hátiðleika til hlið- ar og lét oft ljós glettni og gam ansemi skína í gegn. Á þessum tima voru viðtöl ekki tíð í blöð- um. Helzt birtust þau, þegair aldraðir athafnamenn álttu merk isafmæli — eða kvenskörungar settus't í helgan stein. Viðtal í Morgunblaðinu var oft eins kon ar „fálkaorða", útdeilt eftir langt og gott starf - meiri hátt ar. Sigurður lagði til atlögu við þetta viðhorf. Sú viðleitini varð honum ekki til framdráttar, en hún var honum til sóma og hafði áhrif, jafnvel þótt síðar yrði. Viðtailsigreinar hans voru oft „óbein viðtöl“, frásögn i þriðju persónu. Hann hafði næmt auga fyrir því hvunndagslega og sér- stæðan húmamskan skilTiinig og ríka frásagnargáfu — fáorða. Gott dæmi um óbein viðtöl hans er greinin um Guðmund bryggjusmið, s-em birtist í Les- bðk Morgunblaðsins 1938. VIKAN Nokikru eftiir að Siigurður hætti hjá Morgunhlaðinu, áitoti ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.