Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVBMBER 1972 47 Hjálp í viðlögum Bókin „Hj'álp í viðlöguim“ er að koma í bókabúðir um þessar mundir, og er það II. útgáía. Bókinni verður bezt lýst með því að birta formála hennar, sem er iritaður af Páli Gíslasymi lækni og skátahöfð ingja Islands. „Það mun hafa verið fyrir rúmum 40 árum, að fyrst var farið að keinna „Hjálp í við- lögum“ hér á landi og þá fyrst aðallega meðal skáta, enda í anda kjörorðs þeirra „vertu viðbúimn“. Upp úr þessum jarðvegi kom Jón Oddgeir Jónsson, sem alla tíð síðan hefur verið tengd- ur kennslu í „Hjálp í viðlög- um“, svo að þeir eru orðnir margir nemendur hans bæði á námskeiðum í félögum og skólum og lesendur bóka hans með þessu nafni. Eng- inn hérlendis hefur gert meira til að útgreiða kunn- áttu i skyndihjálp, svo að við séum viðbúin, ef slys ber að höndum. Okkur, sem þekkj- um Jón Oddgeir úr skátastarf- inu, kemur þetta ekki á óvart, því að þar var hann löngum brautryðjandi á ýmsum svið- um. Fyrst sem nemandi og sið- ar sem leiðbeinandi á fjöl- mörgum námskeiðum, hefi ég haft tækifæri til að kynnast bókum Jóns Oddgedrs og hefi oft dáðst að þvi, hve vel tekst til um framsetningu og hve mikiu efni er komið fyrir í takmörkuðu rými. Ifér hefur í hinurn mörgu útgíifum verið um stöðuga þróun að ræða. Allar mikilvægar nýjungar teknar með á hinum ýmsu sviðum læknisfræði, er snerta skyndihjálp, sem hinn almenni borgari gæti lært og veitt. Og í þessari út- gáfu hefur orðið stökkbreyt- ing. Ennþá er bætt við ýms- um nýjungum, en þó sérstak- lega hefur kennslan ver- ið færð í nýjan og nýtízku- legan búning með auk- inni notkun mynda til skýr- inga. Nýir kennsluhættir með notkun kennslubrúðu við verMegar 'æfingar og sýni- kennslu eru bæði handhægir og áhrifaríkir, t.d. til að sýna líflegu og hvernig ber að hag ræða manni með ein- kenni losts. Einnig fy'rstu hjálp ef stendur í barni, við stöðvun blæðinga eða þegar búið er ui'm beinbrot til bráða birgða. Það hlýtur að festast nemanda vel í minni að sjá stórri brúðu dýft í vatnsbala vegna brunasára. Leiðbei.n- andi sem getur sýnt hin nauð synlegu handtök og gef- ið jafnframt nauðsynlegar út skýringar, mun vissulega halda athygli nemenda sinna vakandi. Allt þetta finnst mér Jóni Oddgeiri takast vel í þessari bók og hefi ég ekki séð svo fjölbreytta kennsluhætti með brúðu sýnda í bók um „Hjálp í viðlögum“. Þetta verður nemendum og leiðbein anda mjög til léttis við nám- ið og gerir bókina aðgengi- legri bæði fyrir byrjendur og siðar til upprifjunar. Margir nýir kaflar eru í þessari útgáfu. Alfreð Gisla- son læknir skrifar um bráð sjúkdómseinkenni og eitran- ir. Þá er kafli um fæðingar- Mynd úr kaflanum um skyndilegt hjartakast og hag- ræðingu sliks sjúklings þar til næst í lækni. hjálp i viðlögum, skyndilegt hjartakast og hagræðing slíks sjúklings þar til næst til læknis. Talsvert hefur verið aukið við kaflana um lífgun; bæði með blástursaðferð og ytra hjartahnoði hvað snertir lesmál, ljósmyndir og teikn- ingar. Allt stuðlar þetta mjög til aukins notagildis bókar- innar bæði á námskeiðum og til lesturs í heimahúsum. Það er flestum ljóst að al- nienn kunnátta í „Hjálp í við- lögum“ er nauðsynleg og get- ur bjargað mannslifum eða forðað frekari örkumlum en orðið er. Það hlýtur þvi að líða að þvi, að kennsla slík, sem fram fer í þessari bók, verði tekin upp almennt i gagnfræðaskólum landsins. En jafnframt þarf að vera til hándhæg bók á hverju heim- ili, þar sem rifja má upp af og til aðalatriðin á auðveld- an hátt. Þessi nýja „Hjálp í viðlögum" —- bók Jóns Odd- geirs mundi að mörgu leyti vel falliin til hvors tveggja. Tryggingastofnun ríkis- ins og stjórn Slysavarnafé- lagsins hafa veitt útgáfu þess ari fjárhagslegan stuðning, til þess að unnt verði að selja bóMna vægara verði en ella hefði orðið. Höfundur bókarinnar hef- ur fyrir nokkru síðan, hlotið heiðursmerki Rauða kross ís- lands úr silfri, fyrir störf sin. Er hvort tveggja mjög að verðugu. Páll Gíslason. Utgefendur þakka kennur- um þeim og nemendum í Hjúkrunarskóla íslands, er stuðliuðu að töku kennslu- myndanna, sem hér birtast í fyrsta sinn. Margar skóla- hjúkrunarkonur annast nú Mynd úr kafla bókarinnar nni skyndihjáljj við brunasár um. 1 bókinni eru 45 slíkar kennslumyndir, sem sýna ís- lenzkar hjúkrunarkonur rétta slösuðum hjálparbönd. kennslu í hjálp í viðlögum og er gott til þess að vita að hún skuli vera í höndum hjúkrun- arfólks. Árni Kristinsson dr. med. hefur lesið yfir og leiðbeint um kaflana er fjalla um llifg- unartilraunir með blástursað- ferð og hjartahinoði og kunn- um vér honum og öðrum lækn um, sem lagt hafa bðkinni lið, beztu þakkir; ennfremur ijós- mæð r aken n u r u m. NGARSYNING Kynnum framleiðsluvörur VILLADSEN FABRIKER A/S í Byggingarþjónustu Arkitektafélags íslands, Lauga vegi 26. ICOPAL - verksmiðjurnar eru stærstu framleiðendur í Evrópu á ASFALTPAPPA. ICOPAL - verksmiðjurnar veita TÍU ÁRA ábyrgð á þakpappalögnum. Ennfremur kynnum við: FASTLOCK plastklæðningu, hentugtil klæðningar á bílskýlum, sólskýlum, vöruhúsum, verkstæðum o. fl. ICOTEX FILT GÖLFTEPPI í miklu úrvali. Sýningin er opin frá kl. 16 mánudaginn 20. nóvember til miðvikudagsins 22. nóvember. BYGGINGAREFNI H.F. Suðurlandsbraut 12, sími 81700. VI LLADSEN Aktieselskabet Jens Viiladsens Fabriker

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.