Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 2
34 MOROU'N'BLAÐÍÐ, SUNiNUOAGUR 19. NÓVEMBER, 1972 selja úr lafndi, en þaö er eWri nrikfcur leið I smáum stíl — það er einfaldara að láfa íerðamennina sjálfa halda á þessu heim til sín. Kvikmyndin áhrifameiri Sýniilega hefur Haukiur Dór ekki alveg lagt málara- listína á hilluna, þvi að í vinniustjof'unni stóð ófuligert málverk í trönum og önnur stóðu þar upp við veggi. Ha*m sagðist fást við þetta, þegar tími gæfist til — en lét ekfci mikið yfir. — Ég ætlast ebki til að öðrum líki þetta, mig skiptir það raunar engu máli. Ég mála vegna þess, að ég hef ánægju af þvi að giiima við þetta. Hins vegar neita ég því ekki að það er alltaf auðveldara að vinna að tiltéknu verkefni, ef aðr- ir hafa lika áhuga á því, sem maður er að gera. En ég æti- ast ekki til að aðrir haldi mér uppi, af þvi að ég hef gaman af að mála. — Hvernig finnst þér að- staða íslenzkra listmálara hér samanborið við það, sem þú þekkir erlendis? — Ég get ekki séð annað en að hún sé furðu góð. Við verð um auðvitað að miða við höfðatöl'una í listum eins og öðru og mér finnst nsestum ótrúilegt hvað selst af mál- verkum hér, svo að segja á hverri einustu sýningu. — Ég er ekki hrifinn af þeirri hug- mynd, að listamönnum sé haldið uppi af almannafé nema í þeirri mynd, að fúll- unnin verk séu beypt af þeim — að list þeirra sé notuð. Við vitum, að á öllum timum hafa orðið til góð listaverk við slæmar aðstæður og slæm við góðar — svo að þær ráða ekbi úrslitum. Æöi maður að mála og hafi þörf fyrir það, finn- ur hann sér til þess tíma. Þeir, sem telja að listin eigi beinltrús að þjóna pólitískum tilgangi líta þetta eðiilega öðrum augum. — Hver er þín afstaða til pólitískrar listar? — Að vissu leyti lít ég svo á, að öll góð list sé pólitísk — en ég er á hinn bóginn lítt hrifinn af því, að hið póli- tíska markmið verði aðalatr- iði, slík verk verða oft leið- inleg. — Ég sfcil raunar ekki hvers vegna þeir, sem gerast talsmenn pólitískrar listar hér á landi, hafa ekki ein- beitt sér meira að kvikmynda gerð. Kvikmyndin er að mínu vití sýnú heppilegri og áhrifa meiri miðill pólitískrar listar en málverkið. Málverk hræra ekki eins upp í fólki og áður fyrr. — Að minnsta kosti valda myndlistarsýningar ekki lengur sams konar fjaðrafoki og sú fræga Septembersýn- ing, sem oft hefur ver- ið minnzt að undanfömu. — Nei, það er-rétt, mál- verkið hefur ekki sörnu áhrif og áður. Menn verða ekki svo glatt reiðir út af mynd, þótrt þeim líki hún ekki. Kannski er þetta afskipta- leysi áhorfandans mesta vandamái nútíma myndlistar. — Nú verður þess oft vart, að listaimenn eru ákaf- lega „egoœntriskir" — upp- tjeknir af sjálfum sér. Er það ef tíl viU nauðsynlegur eig- iinleiki? -— Ja, æiili það ekfci, öðru visi verður lífclega heldur lít- ið úr mönnum. Þess vegna eru listamenn líka oft ákaf- lega eigtngjamir og þröng- sýnir. — Ég hjó eftir því í viðtali við Þorvald Skúlason á dög- unum, að hann sagði eitthvað á þá leið, að svo virtist sem listamenn þörfnuðust þess á vissu skeiði á ferffi sinum að hafa mikið og náið samband við aðra listamenn en svo breyttist þetta og þeir gerð- ust einrænni. — Já, ég man eftir þessu. Þetta er líklega alveg rétt hjá Þorvaldi. Kannski stafar þetta af einhvers konar ör- yggisleysi í upphafi, menn eru að þreifa fyrir sér, leita að sjálíum sér. Svo efl- ist sjálfstraust þeirra og þeir gera sér smám saman meiri grein fyrir því hvað þeir vilja og ætla sér — og þá fara þeir meira að bauka hver í sínu horni. Óhæfa að eyða gjaldevri í það sem við eetum framleitt siálf Frá húsinu númer 47 við Auðbrekku skokkum við spöl inn yfir á númer 53, þar sem Ástrún stendur yfir kerlitar- pottunum og skreytir kertin, sem koma einlit úr nýju vél- inni. — Þetta er foriátavél, sem afkastað gæti allri árs- þörf Islendinga fyrir kerti á hálfu ári, ef hún væri fiull- nýtt, segir Ástrún. Við kertagerð eru aðallega notaðar þrjár aðferðir, ann- aðhvort eru kertin steypt í mótum, pressuð í vélum vlð mikinn þrýsting eða kveikn- um er dýft í kertavax aftur og aftur, þar til kertið hef- ur fengið tilætlaða þykkt. Til þessa hefur Ástrún steypt sín kerti í mótum, mis- munandi stórum en það er seinleg aðferð og ekki væn- leg til f j öldaframleiðsl u. Með nýju vélinni gefst aftur á móti kostur á að framleiða mikið magn og við miklu brennsluofninn. lægra verði. — Við ættuim að geta stað- izt samkeppni við innfllutta vöru, sagðd Ástrún og bætti við. „Það er óhæfa að eyða verðmætum gjaldeyri í kerta innflutning ef við getum fram leitt jafn góða vöru sjálf við svipuðu verði.“ Með Ástrúnu voru nokkr- ar ungar konur að störfuim. „Við erum fímm núna, sem að þessu vinn-um, en yfirleitt aðeins hluta úr degi. Þetta eru húsmæður sena hafa einn ig heimili og börnum að sinna. Við vitum ekbi ennþá hve framleiðslan verður mikil né hverrdig salan gengur en ger- um okkur vonir um að geta flutt eitthvað af þessu , út. Þetta er þó allt á byrjunar- stigi ennþá. — Haukur sagði að leir- munir hans væru svo til ein- göngu seldir í verzluninni yfckar „Kúnigúnd" í Reykja- vík. Verða kertin líka aðeins þar? — Nei, við reiknum með þvi að dreifa þeim sem við- ast. „Kúnigúnd" reka þau hjón in í samvinnu við kunningja sína Guðrúnu Magnúsdóttur og Jens Kristleiifsson, sem einnig leggja til hennar list- muind. Þangað er gaman að koma, þvi þar eru sýnishom af margs konar listiðnaði ungra Islendinga, svo sem batik, tauþrykk, trévör- ur, smlðajárn, silfur og fledra og málverk Hauks og grafik- myndir Jens á veggjunum; — Því miður finnst ofckur nauðsynlegt að vera með þetta í miðbænum, sagði Haukur Dór. Helzt vildi ég flytja alla starfsemina suður að sjó, þar sem við búum og hafast þar við. Raunar stefni ég að því að flytja. verkstæð- in þangað, einkum er mér í mun að koma leirbrennsl- unni þangað, því að þá gætí ég hlaðið, brennsluofn og brenmt við opinn eld. Með þeim hætti gætí ég náð til muna náttúrulegri litum. Ég hef þá hugmynd, að Ieir- munir eigi að geta fallið al- veg inn í náttúruna. Við ökum heim til þeirra hjóna, þar sem þau hafa kom ið sér fyrir í óvenjulegu húsi alveg niðri í fjöru, þar sem brimið kastar iðulega stórum steinum upp að stofugluggum um og þau vakna öðru hverju við, að húsið er um- flotið vatni. — Hér var áður fyrr hlað- inn flóðgarður, segir Hauk- ur Dór, en harnn hrundi i of- viðri. Nú er ég að undirbúa að láta steypa hér flóðgarð — annað dugir ekki, því við förum ella í kaf í verstu vetr arveðrum. Burtséð frá því er ákafflega gott að vera hér. Við fengum þetta hús skömmu eftir að við komum heim. Það var þá mjög niður- nítt enda verðið eftir því, sem kom okbur vel, því að greiðslugetan var þá engin eftir námisárin. Síðan höfum við unnið að því að innrétta og laga og höfum nú komrið okkur þægilega fyrir. Og víst er húsið óvenjulegt enda hafa þau stundum ekki fengið frið fyrir forvitnum vegfarendum. Það er eins og gamall íslenzkur bursta- bær, veggirnir hlaðnir úr fjörugrjóti og mjög þykkir. Loftið hafa þau klætt bæsaðri furu og málverk og listmunir, blóm og veggteppi gefa heimilinu hlýlegan svip. Reyk j anes-f jallgarðurinn skartar hvítMæddur og hand an við hlaðinn fjörugrjóts- vegginn umhverfis húsið janma kindur á beit. Éram- undan hvítfyssandi ölidu toppar Atlantshafsins og sjóndeildarhringurinn ösnort- inn fyllir mann tilfínnihgu frelsis. Að vitunum berst anig an af þangi og sjávarseítu. Við kveðjum með söknuði og höidum á vit ertantH hávaða atvinnullfsins, tjörulyktar og göburytas. — mbj. Frystihólf til leigu Getum leigt út nokkur frystihólf til heimilisnota. REYKHÚSIÐ HF., SkiphoUi 37. — Sími 38567. Karlmannaföt Ný sending. Verð kr. 3.775.— Terylenebuxur, íslenzkar og danskar. ÁNDRÉS, herradeild, ANDRÉS, Aðalstræti 16. Skólavörðustíg 22. r- & Séð yfir kertasalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.