Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNTNÍUDAGUR 19. NÓVEMBER 1972 A5> Margir jöklar hlupu f ram 1 sumar Rannsóknir á rennandi vatni í jöklum mjög aðkallandi I»að er kuldalegt að stunda rannsoknastörí að vetr nuni á Vatnajökli. Þessi niynd er tekin aí Magnúsi Haligrúnssyni og Helga Björnssyni við mæl ngar á Grímsíjalli, þegar hlaup- ið kom í Skeiöará og íshellan á Grímsvötnum íéll. Ljósm. E.Pá. EFTIR að Helgi Björnsson lauk prófi árið 1969 í jarð- eðlisfræði með jöklafræði sem sérgrein, starfaði hann í tvö ár á Orkustofnuninni í Osló við vatnafræðirann- sóknir, en Norðmenn hafa engu síður en íslendingar áhuga á rannsóknum á ám og jökluin vegna virkjana þeirra. Síðan hann kom heim, hefur hann aðallega verið við borunina á Bárð- arbungu í Vatnajökli, unn- ið við undirbúning að því verki og borunina sjálfa í sumar og er nú ráðinn hjá Raunvísindastofnun fram á næsta liaust við úr- vinnslu á þeiin gögnum. Helgi siagði, 'að rannsáknir á borkjörnun'Utm úr Bárðar- bumgiu væru nýlega hafnar. Ég er nú að vinna við að saga niður kjarnana, sagði hann. — Ég tek úr hverjum kjarna langsneið. Bragi Árna son fær af horautm til afchug- unar á tvívetnisiranihaildin'U og Páll Theodórsson ti'l rann sðkna á þrivetniismagni. En Sigurður Steinþórsson fær öskulögin. >á verður eftir nokkuð stór hluti af kjarnan um, sem ég skoða. Ég geri at- huiganir á ískristöllunum, stærðum þeirra og stefnu, loftbólu num í þeim, lög- ura þeirra og fjölda, athuga þrýstinginn í þeim og hvern- ig eðlisþyngdin vex með dýpi. Þrýstingurinn I loftból unum er 35—40 loftþyngdir á 400 m dýpi, svo ég nefni dæmi. Og iskristal'larnir eru mjög breytilegir að stærð. Efst í kjarnanum eru þeir kannski 1—2 mm í þvormá1, en neðst orðnir 4—5 sm 1 þvermál. Við erum m.a. að reyna að fá fram þær breyt- ingar, sem orðið hafa á þessu lagskipta setlagi af snjó, þar sem snjólögin hafa lagzt hvert ofan á annað í margar aldir og orðið að íslögum. Slíkar athuganir geta gefið óbeinar upplýsingar um hreyfingu jökúlsins og 'koma að gagni við túlkun á ýmisum jarðeðlisfræðilegum mæling um, sem á komandi ár- um verða gerðar á Vatna- jökli t.d. með hljóðbylgjum og rafbylgjum. -— Nú virðist mdkið hafa verið uim að vera hjá jökl- um íslands á þessu ári, Helgi. T.d. orðið framhlaup á mörg- um stöðum í jökúlsporðum — fleirum en blöð hafa flutt fréttir af. Um hvaða fram- hlaup í jökium i sumar veizt þú? Og af hverju staf- ar slíkt? — Eyjabakkajökull norð an í Vatnajökli hefur hlaup- ið fram, um nokkra kílómetra, eins og skýrt hefur verið frá I fréttum. MúlajökuM sunn- an í Hofsjökli hefur hlaup- dð fram um u.þ.'b. 300 m, sam- kvæmt mæMngum maeiinga- manna Jöldarannsöknafélags- inis . Við sáum mikið umrót þar, þegar við vorum að koma af VatnajökM í haust og eins höfum við upplýsing- ar um það frá fugiafræðing- um, sem voru þar inrafrá S sumar. Þá haía borizt fregn ir af framhlaupi í Hagafclis- jökli vestri sunnan i Lang- jökli. En það hefur fleira gierzt í jökkmum á þessu ári en framMaup jökulsporða. Jökulhlaup hafa orðið, eins og þegar Grímsvatinahiaupið varð í Skeiðará, sem varla hefur farið fram hjá neinum. Og eins þegar sigkatlarn- ir tæmdust i Vatnajökli með hlaupi í Skaftá. Það hefur mikið gerzt hjá jöMum lands ins. >vi hefur stundum ver- ið haldið fram að framhlaup jökla hafi aukizt á síðari ár- um. En ég held nú að skýr- ingim sé sú, að jöMamönnum hefur fjölgað. >að fréttist meira af slíku núna, og af nógu að taka. Af eðli- legum ástæðum er mikill áhugi á að ranrasaka bæði jökulhlaupin, sem koma fram i ánum, og framhlaup jökl- anna sjálfra. >essi verkefni eru mjög tengd og margt óþekkt í sambandi við þau. Orkustofnun og Landsvirkj- un hafa að sjálfsögðu mi'k- inn áhuga bæði á hlaupum í jökulánum og eins fram- hlaupi jöklanna, sem geta gert veru'legan usia i uppistöðu- lónum og mannvirki geta ver ið i hættu af þeirra völdum. >að hlyti að vera mikil bót, ef hægt væri að segja fyrir um hlaup úr jöklum, út frá mælingum á hreyfingum jök- ulsins o.fl. — Hver telur þú vera brýnustu verkefni jöltla- rannsóknaimanna nú? — Rannsóknir á renn- andi vatrni í jöklum er mjög brýnt verkefni. >að er ein hliðin á athugunum á jökud- hlaupum og framrennsli jökt- anna. Enn vitum við næsta lít ið um ferðir vatras I jöklura- um sjálfum. Hve lengi er leys ingarvatn t.d. að berast frá yfirborði jökuls út í árnar. >ví hefur oft verið svarað með því að benda á að fáar klukkuistundir líði miHi há- marksleysingar á jökli og há marks vatnsiflaumsins í jök- ulánni. En þá má benda á að vatrasrennsli frá smájöki- um er mikið að nóttunni og að geislavirk efni og litar- efni, sem sett eru í brunna á jökli koma oft ekki fram í ánum. Sumarið 1968 var rennsli Bægisár mun meira en leysing á Bægisárjökli og úrkoma. Athygli jöklamanna beinist því æ meira að þeirri hugmynd að vatn safnist oft fyrir sem -grunnvatn í geyma í jöMinum og i hella undir honum, sem svo tæmast þegar vatnsþrýstingurinn vex í þeim að sumarlagi og opnar vatninu útráis um göng, Við vi’t'um að slíkir pyttir geta tæmzt snögglega, eins og t.d. þegar hlaup kom í Köldu- kvisl í hiaust. Ekki sást við það neitt sig í jökli og gæti hlaupið hafa stafað af því að margir smáhellar tengdust saman. Slíkt hlaupmagn þarf að mæla vel, ef af rennsMs- ferlinum má fá hugmynd um hvernig geymarnir tæmast. Útreikningar á slíku grunnvatnsstreymi í jöklum eru erfiðir, þar sem vökvi og is eru úr sama efni og geta skipt um fasa. >etta vatn þarf ekki að hafa bráðn að við jarðhita, heidur hefur leysingavatn safnazt fyrir inni i jökM. Við boran- ir í jökla hafa menn nokkr- um sinnum farið í gegnum slíkar hvelfingar inni i jökl- um og við botn. Svo eru til aðrir vatnsgeyimar, sem stafa af jarðhita, eins og t.d. Grírns vötnin og sigkatlarnir upp af Tungnaárjökli á leiðinni á Bárðarbungu, sem tæmast í Skaftá. Loks eru hlaup úr jökulstífluðum lónum við jökuljaðar t.d. Græraalóns hlaup. — Kemur ófrosið vatn líka við sögu þegar jöklar hlaupa fram? — Áður en ég ræði það, vildi ég rifja upp eðlilega hreyfimgu jökla. Jöklar hreyfast á tvennan hátt. í fyrsta lagi renna þeir eftir botni og í öðru lagi verður I þeim formbreyting undir fargi, þeir síga áfram lí’kt þykku deigi. JöMar renna því aðeins að þeir séu ekki frosnir fastir við botn. Vatn undir jökfllum örvar rennsli þeirra, og er rennslið því meira sem þrýstingurinn er hærri í vatninu undir þeim. Slíkt vatn getur fengið snögg iega framrás í jökulhlaupum. Ef til vi'll má segja fyrir um jökulhlaup með athugunum á renmsli jökulsins. En kannski mætti hugsa sér að hægfara tæming lyfti jökli upp yfir ójöfnur og auki skrið jökuls- ins. Gallinn er sá, að erfitt hefur reynzt að greina með vissu aukið vatnsrennsli i jök ulám samfara hlaupum. Við slíkar boUaleggingar þarf auðvitað að hafa hug- fast að botn jökulsins er sums staðar ekki vatns- þéttur og þannig getur tap- azt vatn niður í gegnum jarð- veginn. Auk þess eru ekki komnir fram útreikningar, sem gætu skorið úr um hvort slíkt vatnsrennsli geti skýrt hlaupin. Kenningar um venjulega hreyfingu jök- uts geta ekki s’kýrt þennan hraða. — Önnur hugsanleg skýr- irag er sú, að jökulitungan sé frosin föst við botn milli hlaupa og spenna hlaðist upp, sem loks losnar við hlaup, heldur Helgi áfram út skýringum sinum. — 1 þessu sambandi má minna á, að jöMum hefur um langan aldur verið skipt i þíðjökla og gaddjökla (polarjökla) eftir hitastigi við yfirborð. Á gaddjöMum nær bráðnun ekki að hi’ta jökul upp að bræðslumarki. Ég held hins vegar að það sé að einfalda of mikið að segja að allir jöktar á Islandi séu þíðjökil- ar. >eir hljóta að skiptast í belti hvað hitastig varð- ar. Hábungur þeirra eru þíð- ar, jafnvel þótt loíthiti sé að meðaltali undir frostmarki. En það stafar af því að vatn, sem bráðnar, hripar niður, frýs og skilar bræðsiuvarm- anum. En þegar 1 g af vatrai frýs, hitar það 160 g af snjó um 1 stig á C. Nauðsynleg skilyrði til þess að jökull sé þiður er að hábunga hans nái frostmarki hvert sumar. Á Bárðarbungu virðist snjór rétt ná því nú, en svo þarf ekki að hafa verið fyrr á öld um, þegar kaldara var en nú er. >á gætu hafá grafizt sí- frera lög, en frost i þeim leið- ist mjög hægt burt. — Ef við vikjum þá að leys- ingasvæðinu, j ökultungunni, þá er skamimt niður á ís, 2—4 m snjólag að vori, og vatn hripar aðeins niður að ísnuim. Líklegt er þvi að kulda- bylgja vetrar, sem nær um 15 m dýpi, nái ekki alls staSar að eyðast með varmaleiðni um sumarið. >ar sem vetrar- ákoma er tiltölulega lítil nær kuldabylgja langt niður í jökul að vetri. Ef sumarleys- ing er þar einnig lítil og fá- ar sprungur, tel ég senmilegt að sífreri sé í jöklinum. Ég vil því mæla hitastig í skrið- jöklum norðan í Vatnajökli og víðar. ís, sem berst þiðn- aður ofan af hájökli, gæti orðið sífrerinn er neðar kem ur. Frost nær þá a.m.k. nokk uið niður í jökulinn og e.t.v. niður á botn. Ef við ví'kjum svo að framhlaupunum, þá vit um við að breytingar á hita- stigi jöku’líss breyta hreyf- ingu skriðjöklanna. Hækkun hitastigs' við botn stóreykur hreyfingu með formbreyt- ingu, sem enn eykur hitastig. Og fari svo að hiti nái frost- marki við botn, fer jökullinn að renna og áhrifa vatns und ir jökii að gæta. >á erum við komin inn á fyrri tilgátuna aftur. >annig gæti spenna, sem hleðst upp milli hlaupa vegna tregðu í hreyfingu jökuls, fengið greiða útrás, ef skriðhættir jökulsins ger- breytast. — Hvað er það þá, sem þarf að gera? Við virðumst ekki vita mikið um fram- hlaup jökla, eða hvað? — Nei, enn sem komið er vantar gögn. Allri vitnes'kju þarf að safna saman og setja upp áætlun um athugan- ir, sem ættu að geta skorið úr um orsakirnar. Við vitum, að sumir jöklar, sem virðast hafa staðið i stað áratugum saman, lifna skyndilega og býltast fram á nokkrum mán uðum með hraða, sem Framliatd á bls, 46 Gengið frá borkjörnum úr Bárðarbungu til flutnings niður af Vatnajökli í sumar. Helgt Björnsson lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.