Morgunblaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1972 14444 *£? 25555 ® 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 V______________/ BÍLAIEIGA "CAR RENTAL 21190 21188 FERÐABILAR HF. Bílaleiga — simi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G.S. g—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). HÓPFEB9IR Til leigu í lengri og skemmri ferðii 8—34 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson, simi 32716. NÝKOMIÐ Gúmmístígvél, fóör- uð með , rennilás, svört og brún. - Kveninniskór, karl- mannainniskór, kven töfflur, karlmanna- töfflur, rúskinnskór, uppreimaðir, allar stærðir. Telpu- og drengjaskór. Póstsendum. ATH. að það er gott að fá bílastæði. Skóverzlunin Framnesvegi 2, sími 17345. s A cn r E8 N m. „Eitt er þó víst...“ „Eitt er þó víst, að þessi rík- isstjórn mun aldrei fella ís- lenzka gengið.“ Þetta eru orð forsætisráðherra þessa lands (hann gegndi enn því emb- ætti er blaðið fór í prentun). Þessi fullyrðing forsætisráð- herrans, Ölafs Jóhannessonar, var hið eina, sem kom fram, er fréttamaður sjónvarps spurði ráðherrann um stefn- una í efnahagsmálum skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við. Ólafur gat að sjálf- sögðu ekkert um efnahags- stefnu stjórnarinnar fjallað, hún fyrirfannst ekki. Og síðar þegar efnahagsmál hafa borið á góma og menn hafa sakað forsætisráðherra um stefnuleysi, þá hefur hann staðið upp og mælt drýginda- lega á þá leið, að einú megi þjóðin þó trúa, „ríkisstjórn fólksins mun aldrei fella gengið“. En ijóst er, að gengi þess- arar ríkisstjórnar hefur fallið með degi hverjum og svo not- aður sé efnahagslegur tals- máti þá er ekki ofsagt, að gengi hennar sé fijótandi að feigðarósi. Nú er svo komið, að eftir eins og hálfs árs vinstri stjórn leggur forsætisráðherr- ann fram tillögu í efnahags- málum, en á þær er ekki hlustað. Þess í stað krefst minnsti ríkisstjórnarflokkur- inn að gengið verði fellt og forsætisráðherrann og ríkis- stjórnin hans þar með gerð að ómerking í einasta grundvail- aratriðinu, sem vinstri stjórn- in þykist hafa fylgt í efna- hags„stefnu“ sinni. Þessi rík- isstjórn er á góðri leið með að tryggja sér sess sem helzta viðundur í íslenzkri stjórn- málasögu, og er vinstri stjórn- in 1956—58 þá ekki undan- skilin. Gengisfelling- arnar og afbrotin Miklar umræður urðu á AI- þingi í gær um þá afbrota- öldu, sem gengið hefur yfir að undanförnu. Komu fram margar athyglisverðar skýr- ingar á þessu ástandi. M.a. lét iðnaðarráðherra Magnús Kjartansson í ljós einkar eft- irtektarverða skoðun á þessu máli. Taldi ráðherrann að fólkið hefði það of gott og vellíðan Jx-ss væri undirrót þjófnaða og innbrota. Ekki þarf að fara í grafgötur um hvaða aðferð ráðherrann myndi vilja beita til þess að stemma stigu við Jjessum far- aldri. Samkvæmt Magnúsar- kenningunni lítur dæmið þannig út: Fólkið hefur það gott — mikil afbrot, fólkið hefur það slæmt — fá afbrot. Kannski mun þessi Magnús- arkenning varpa ljósi á, hvers vegna Magnús Kjartansson hefur átt svo ríkan þátt í að strandsigla þjóðarskútunni. Einn anginn af kenningu Magnúsar Kjartanssonar var að ráðherrann taldi, að „geng- isfellingar á gengisfellingar ofan“ ættu rikan þátt í að afvegaleiða fólk. Er þessi skoðun mjög merkileg, því eftir því sem bezt verður vit- að undirbýr sú ríkisstjórn, sem ráðherrann situr í, nú stór- fellda gengisfellingu. Og sam- kvæmt kenningum Magnúsar Kjartanssonar er ríkisstjórn- in þar með að leggja grund- völl að nýrri afbrotaöldu í landinu. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sima 10100 kl. 10—11 frá mánndegi til föstndags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. FORRÉTTINDAÍÞItÓTT Heimir Guðjónsson, Forna- stekk 1, spyr: — Nú hafa öll 1. deildiar lið- in í handknattleik verið kynnt í tvö ár i röð á íþróttasíðum Morgunblaðsins á meðan hið sama gildir ekki um aðrar íþróttagreinar, svo sem knatt- spyrnu og körfuknattleik. Hví er handknattleikur for- réttindaíþrótt á íþróttasíðum Morgunblaðsins ? Steinar J. Lúðvíksson, frétta- maður, svarar: — Sl. vor var ætlunin að gefa út biað með kynningu á leikmönnum 1. deildar lið- anna í knattspyrnu — hlið- stætt því, sem gert hafði verið með handknattleikinn. Það fórst því miður fyrir af óvið- ráðanlegum orsöku-m. Áform eru um að gefa slíkt blað út i upphafi næsta keppnistíma- bils knattspyrnumanna. Ekki er ég sammála því, að handknattlei'kur sé forrétt- indaiþrótt á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Reynt hefur verið af fremsta megni að gera öllum íþróttagreinum jafn hátt undir höfði og m.a. hefur verið reynt að styðja við bakið á nýjum íþrótta- greinum. Það kann hins vegar að vera, að geta Islendinga út á við í einstökum íþróttagrein um hafi nokkur áhrif á skrif um þær og einnig hversu mik- illa vinsælda viðkomandi íþróttagreinar njóta.' ENSKA KNATTSPYRNAN Björn Árnason, Hringbraut 86, spyr: — 1 þróttaþáttum sjónvarps ins um helgar eru sýndir leik- ir úr enskú knattspyrnunni og lýkur þeim oft með viðtölum við knattspyrn'uimenn. Af hverju eru ekki birtir íslenzk- ir textar með þessum mynd- um eða að minnsta kosti með viðtölunum? Ómar Ragnarsson, frétta- maður, svarar: — Myndimar frá ensku knattspym'unni, sem sýndar eru á sunnudöguim, koima til landsins í fyrsta lagi á fimmtudöguim, en oftar á föstudögum, og þeim fylgja engin handrit að textum. Með svona stuttum fyrirvara er því nánast óvinnandi verk að semja texta með myndunum. Þessir þættir eru hins vegar mjög vinsælir, og því höfum við ekki viljað hætta við þá þótt þeir séu textalausir. Hef- ur verið reynt að fá handrit að utan með myndumum, en það ekki tekizt. RAUÐAR EÐA EKKI R.AUÐAR Frú Hjördís Sigurðardóttir, Efstasundi 49, spyr: — Tvisvar nú nýlega hef ég keypt kartöflur og á umbúð- unum hefur staðið „rauðar" en innihaldið ekki verið sam- kvæmt því. Er Grænmetis- verzluninni ekki skyl't að hafa þá vöru í kartöfl'upokunum, sem skráð er utan á þá? Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunarinnar, svarar: — Það á ekki að geta kom- ið fyrir að kartöfluumbúðir séu rangt merktar, enda hef- ur ekki verið kvartað yfir því fyrr svo ég viti. Áður en skipt er um tegund við pökkun eru vélamar vandlega tæmdar og hreinsaðar ti/1 að tryggja að umbúðirnar séu rétt merktar. Hins vegar er hugsanlegt að hér sé um misskilning að ræða, þvi með geymshi þykkn ar og dökknar hýðið á rauðu kartöflunum, og sést þá illa rauði liturinn. Mér þykir verst að geta ekki fenigið að sjá þessar kartöflur, sem hér um ræðir, því þá gæti ég strax dæmt um það af hvaða tegund þær eru. „HEIDIH HÁTT“ Jón Jónsson, Glæsibæ 15, spyr: — Er nokkur von til þess að sjónvarpið hefji sýningar á myndaflokkmum „12 o‘clock High“ (isl. þýðiing „Heiðið hátt“)? Ef svo er ekki, þá hvers vegna? Myndaflokkur- inn er um flugsveit eina í síðari heimsstyrjöldinni. Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri, svarar: — Mér vitanfega er ekki ráðgert að taika þennan þátt frekar en ótal marg-a aðra, sem eins kæmu til gredna tii flutnings. ÚTTEKT FANGELSISDÓMA Garðar Karlsson, Klepps- vegi 48, spyr: — Fangeisi landsins eru yf- ir full og margir biða þess að afplána dóma. Hver ræður því hverjir eru settir inn, þeg- ar húsrými losnar, og hvaða reglur gilda um úthlutun „gistirýmis" í fangeisunum? Er þar ef til viil farið eftir tegund afbrots? Jón Thors, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, svar- ar: — Undamifarna mánuði ha£a fangelsin ekki verið yfirfull. Framkvæmd refsidóma ann- ast yfirsakadómari, annars staðar á landinu sýslumenn og bæjarfógetar. Það er þvi ákvörðun þessara embættis- manna hvenær aifplánun refs- ingar hefst, hafi ráðuneytið ekki tekið sérstakar ákvarð- anir um frestun á úttekt refs- ingar vegnia sérstakna að- stæðna í einstökum tilvikum. Ekki er farið eftir tegund af- brota, en nokkurt tillit tekið til hegðunar dómþola frá því hann braut af sér og þar tU úttekt getur hafizt. FJÁRHÚS í KÓPAVOGI Raguheiður Árnadöttir, Bræðratungu 2, Kópavogi, spyr: — Stendur til að fjáreigend- um í Kópavogi verði úthlutað land undir fjárhús eins og fjáreigenduim í Reykjavik? Björgvin Sæmundsson, bæj- arstjóri svarar: — Mál þetta er i athugun. Bæjarráð hefur samþykkt að reyna að finna land fyrir f jár- eigendur á svipaðan hátt og bærinn hefur úthlutað hesta- mönnum land undir hesthús hér í nágrenninu. „Að halda hreingern- ingunni áfram“ - Leiðrétting við 1. des. blaðið „Að halda hreingeminguni w 555 HINN 1. des. sl. gaif 1. des.-nefnd stúdenta út svonefnt „1. des. blaðið“. Það var borið í hvert hús í Reykjavík, að ég ætla, og ef tii viil víðar. Á bls. 14 er viðtal við Einar Braga og ber heitið: „Við verð- um að halda hreinigemingunni áfram.“ Með viðtalinu birtist þriggja dálika mynd, þar sem gerður er aðsúgur að Jóhaunesi úr Kötlum að lokinni Keflavíkur göngu. Siðan segir: „1 hópi óald- arseggja má m.a. þekkja Halldór Blöndal, varaþingmann Sjálf- stæðisflokksins." Ég veit ekki, hvers vegna 1- des.-nefnd stúdenta rugliar mér saman við þá, sem gerðu aðsúg að Jóhannesi úr Kötium. Mér er það i barnsminni, að Jóhannes úr Kötlum kom oft á heimili for- eldra minna og siíðar urðurn við kunnugir. Síðan i menntaskóla hefur Jó- hannes úr Kötlum verið mér hug- stæðari flestum öðrum skáldum. Ég lét þess getið oftar en einu sinni í erindi um daginn og veg- inn, að ekki væri mark takandi á heiðurslaunum listaimanna, meðan Jóhannes úr Kötlum væri ekki í þeim hópi, er þeirra nytu. Þegar ég átti sæti í ritnefnd Stúdentablaðsins 1. des. bað ég Jóhannes úr Kötlum um ljóð til birtingar. Hann varð ljúfmann- lega við þvi. Kvæðið var Band- ingi guðanna og birtist siðar í TregasLag. Ritstjórar „1. des. blaðsins" eru skráðir F. Haiukur Hauks- son og Stefán Unnsteinsson, en einir tíu aðrir, tvær stúlkur og átta piltar, eru skráðir hafa unn- ið að blaðinu. Ég þekki ekkert af þessu fólki og hef aldrei séð, svo að mér sé kunnugt. Þessi leiðrétting er siðbúin. Ástæðan er sú, að ég vissi ekki. hvernig ég átti að bregðast við „1. des. blaðinu", eins og það er skrifað og frá því gengið. Að betur atliuguðu máli og eins og kunningsskap okkar Jóhannesar úr Kötlum var háttað, get ég ekki setið undir því þegjandi, að fólk, sem ég veit ekki til að hafa séð, velji sem skýringartexta með ljósmynd, að ég sé í hópi þeirra, sem gerðu aðsúg að Jó- hannesi úr Kötlum, — og lætur sig svo ekki muna um að bera óhróðurinn fyrir hvers manns dyr í höfuðborginni. Leiðréttimg þessi er m.a. send formanni Stúdentaráðs með ósk um, að ráðið hlutist til um það, að henni verði valinn viðhlítandi staður í blaði stúdenta 1. des. 1973. Reykjavík. 13. des. 1972. Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.