Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 10
ÍO MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973 HAMFARIRNAR I VESTMANNAEYJUM Heimaey: Fiskim j ölsverksmið j - an byrjuð að bræða Það er harka í mannskapnum hér Þeir sýna það hvítt á svörtu Vestmannaeyjum í gær, frá Árna Johnsen og Magrnúsi Finnssyni. Fiskimjölsverksmiðjan h.f. í Vestmannaeyjum var gang- sett í dag og er hún fyrsta at- vinnufyrirtækið, sem fer í gang eftir að gosið hófst. Þeir sýna það hvítt á svörtu starfs- menn Gúanósins, eins og verk smiðjan hefur verið köUuð frá upphafi, en hún er stærsta fiskimjölsverksmiðja landsins. Það v«r hlýlegt að sjá hvítan reykinn stíga upp frá verk- smiðjunni og í baksýn var svartur mökkurinn frá eld- stöðvunum. Verksmiðjan vinnur nú beinaúrgang, en beðið er eft- ir loðnu til vinnslu. 20 menn hafa hafið störf, og fiæstu daga bætast aðrir 20 við. Síð- an mun fjölga smátt og smátt. Það var ys og þys í verk- Ólafur Þórðarson smiðjtinni í morgun þegar við komum þar, allir þurrkarar, ofnar og katlar á fullu og menn voru hressir í skapi. „Það er gott að finna gúanó- lyktina aftur,“ sagði einn og andaði djúpt að sér. Á þaki verksmiðjunnar voru menn að spúla ösku burt og fjölmennur vinnuflokkur var einnig við gjallmokstur á þakinu. Skilti i anddyri verksmiðj- unnar sýnir vel gamansemina í alvörunni hjá „gúanókörl- unum“, en á því stendur: „At hugið, Gúanó er ykkar heim- iii fyrs't um sinn. Gangið þvi vel og hreinlega um. Hreint gúanó, hrein verksmiðja.“ Verksmiðjan hefur einnig opnað sitt eigið mötuneyti, og sér kona eins starfsmannsins um mötuneytið. Við ræddum stuttlega við Baldur Kristinsson Viktor Helgason, verksmiðju- stjóra: — Það er harka í mannskapn um héir og mikii bjartsýni, sagði hann, enda þýðir ekki að sitja auðum höndum of lengi, þótt slík tímabundin óhöpp dynji yfir. Hér vinna allir sem einn maður og það þarf mi'kið að ganga á til þess að þeasi verksmiðja stöðvist. Við vonum aðeins, að aðrir fylgi á eftir, og að minnsta kosti þjónustufyrirtækin hefji nauðsynlegan rekstur. Annars er allt að komast i fullan gang hjá okkur. Loðnuskiljararnir fara niður á bryggju í dag og við bíðurn bara eftir loðnunni. Við hittuim Baldur Kristins- son, annan verksmiðjustjór- ann, á hlaupum við þrærnar, en hann gaf sér þó tíma til að staldra við. Baldur sagði, að loðmuþræm ax tækju 7000 tonn. Það er mikil harka í strákunum, sagði hann, en við reiddumst því að heyra, að bærinin hefði tekið útsvar af mönnum, sem hafa verið að vinna hér síð- ustu daga og fenigu útborgað eftir mánaðamótin. Það er illa gert eins og n.ú stendur á, sagði Baldur. Jón Bryngei.rsson er einn skilvindumaðurinn í Fiski- mjoLsverksmiðjunni hf. Hann átti eitt af fyrstu húsunum, sem brunnu hér í Vestmanna- eyjum, eftir að ósköpin hóf- ust. Á miðvilkudaginn var hús- ið komið undir ösku og á föstudag brann það, Húsið hét Búastaðir eystri. Þrátt fyrir þetta var Jón hress í bragði og sagði: — Við verðuim að berjast fyrir lífi okkar og bera okk- ur mamnalega, sagði hann, er hann gaf sér augnabliks tóm til að spjalla við oíkkur í verk- smiðjuinni í gær. Allar vélar voru þá kommar í gang og við þurftum að fara afsíðis til að heyra hvor í öðrurn fyrir vélagnýnum. — Mér fininst við Vest- mannaeyinigar verðum að berj ast, ef við eigum að halda á- fram að lifa hér og ég vona einlæglega að við fáum að taka á móti einhverri loðnu næstu daga. Tvær af þrónum hér eru yfirbyggðar og taka samanlagt um 7000 tonn. — Nei, ég læt það alls ekki neitt á mig fá, þótt heimilið sé farið. Ég er við góða heilsu og verð bara að byrja nýtt líf hér. Mér tókst að Jón Bryngeirsson bjarga obtoanum af innbúinu áður en húsið grófst í ösku og gjalli, en það er þó varla meira virði en 30—40 þús. kr. vegna þess að það er allt risp að og meira og minna skemmt. — Þá hafði ég unnið við að lagfæra Bronco-jeppann minn í allt haust og í vetur og lauk við að fína hann til tveimur dögum fyrir gosið. Hann kom að góðum notum við flutning á búslóðinni, en það er varla sjón að sjá hann eftir gjallausturinn, sem er búið að eyðileggja allt lakk á honum og allar rúður. — Ég vona að menn læri af þeim mistökum, sem gerð hafa verið i þessum náttúru- hamförum. Fyrstu 3 sólar- hringana eftir að gosið byrj- aði vann ég með Reyni Guð- steinssyni, Ármanni Eyjólfs- syni og Guðmundi Karlssyni. Þessir menn hafa unnið gíf- urlegt starf að björgunarmál- um hér að öðrum ólöstuðum. Þeim tókst að bjarga 70—80% af innbúum þeirra húsa, sem grófust undir með öðrum björgunarmönnum og er það vel að verið að mínu mati. — Ég tel að það sé fyrir öllu fyrir bæjarlífið hér í Eyj- um, að fólkið komi sem fyrst. Hér er engin hætta úr þessu. og ef einhver stórvægileg Framhald á bls. 31 Fjóla Sigiirðardóttir MINNISBLAfl VESTMANNAEYINGA ALMENN uppiýsingaþjón- usta: Bæjarstjóm Vestmanna eyja og Rauði krossium reka skrifrtofu í Hafnarbúðum. Símar hennar eru þessir- 11690 — skip og farmur. 11691 — sendibílar. 11692 — geymslurými og 25896 — húsnæðismál. 25843 — húsnæðismál og atvinnumiðlun. 11693 — almennar upplýs- ingar. 25788 — ferðaleyfi. 12089 — heimilsföng Vest- mannaeyinga. 14182 — sjúkrasamlag. 25788 — fjármál. 22203 — ósk lamunir og nætursími. Skiptiborð fyrir allar deild- ir: 25788, 25795, 25880 og 25892. Ráðleiuóngastöð Rauöa kross- ins fyrir Vestmannaeyinga: Ráö- leggingastöðin er til húsa I Heilsu vernaarstöðinni, gengið inn um brúna írá Barónsstíg, opið mánu daga til laugardaga, kl. 17—19, slmar 22405, 22408 og 22414. Þar eru veittar ráðleggingar varðandi persónuleg vandamál, íélagsmál, Ijölskyldumál, fjármál, geðvernd armál og skattamál. Húsnæðis- og vinnumiðlun: — Skrifstofan hefur nú verið flutt úr Hafnarbúðum og verður opnuð i Tollstöðinni við Tryggvagötu, norðvesturenda, á mánudag. — Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 10—12 og 13—18, á með an þörf krefur. Barna- og gagnfræðaskólar V estmannaeyja: Upplýsingamiðstöð fyrir skólana er starfrækt I Fræðslumáladeild menntamálaráðuneytisins, Hverf isgötu 6, 4. hæð, sími 25000. Athygli er vakin á, að hægt er að koma nokkrum nemendum fyr ir I heimavist úti á landi. Bæjarfðgetaembættið f Eyjum: Almenn afgreiðsla I Hafnarbúð- um, sími 26430, nema lögskráning sjómanna, sem fer fram hjá lög- skráningarstjóranum i Rvík I Toll stöðinni við Tryggvagötu. Húsnæðiskönniin R.K.I.: Skrif- stofan er I vesturenda Tollstöðv arinnar við Tryggvagötu, símar 25543 og 25232. Nemendur Vélskólans I Vest- mannaeyjum: Komið til viðtals I Vélskólanum I Reykjavík mánu daginn 5. febrúar kl. 14. Kennsla hefst 6. febrúar. — Skólastjóri. Kirkjumál Eandakirkju: Séra Þorsteinn L. Jónsson er til viðtals alla daga kí. 14—17 (ekki sunnu daga) í síma 12811 og heimasíma 42083. Iðnnemar: Aðstoð við iðnnema frá Vestmannaeyjum á skrifstofu Iönnemasambands Islands, Skóla vörðustíg 12, kl. 15—19, sími 14410. Akureyri: Skrifstofa Vestmanna eyjanefndarinnar er í Hafnar- stræti 107, 3. hæð, símar 21202 og 21601. Upplýsingaþjónusta, útvegun húsnæðis og atvinnu, tekið á móti framlögum í fjár- söfnun á vegum RK-deildar Ak- ureyrar. . Útvegun peninga til Vestmannaeyinga fer fram ár- degis. Opið kl. 10—19, en á öðr- um tímum má ná til nefndar- manna í símum 11546, 21842 og 11382. Selfoss: Vestmannaeyingar snúi sér til skrifstofu Selfosshrepps, Eyrarvegi 6, simar (99)1187 og 1450. Hafnarfjörður: Vestmannaeying ar snúi sér til bæjarskrifstofanna, Strandgötu 6, simi 53444. Kópavogur: Vestmannaeyingar snúi sér til Félagsmálástofnunar- innar, Álfhólsvegi 32, sími 41570. Keflavík: Vestmannaeyingar snúi sér til skrifstofunnar að Klapparstíg 7, simi 1800. Barnastarf i Neskirkju: Á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunnar er haldið uppi barnastarfi fyrir börn frá Vestmannaeyjum i Nes- kirkju, alla daga nema laugar- daga og sunnudaga. Skipting barna I hópa eftir aldri er sem hér segir: 2—4 ára börn kl. 10—12; 4—6 ára börn kl. 13—16. Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyinga: Skrifstofa þess er í húsa- kynnum Samábyrgðar Islands á fiskiskipum, í Lágmúla 9, 4. hæð, simi 81400, opiö kl. 09—17. Iðnaðarmenn: Landssamband iðnaðarmanna veitir aðstoð, m.a. við vinnuöflun, á skrifstofunni i Iönaðarbankahúsinu, Lækjargötu 12, kl. 09—17, simar 12380, 15095 og 15363. Sjómerin: Utvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur skrifstofu I húsakynnum L.I.U., Hafnarhvoli, sími 16650. Verkafólk: Á skrifstofu A.S.I., Laugavegi 18, er veitt þjónusta öllum félagsmönnum verkalýðs- félaganna i Vestmananeyjum, sem aöild eiga að A.S.l. kl. 09—17, sími 19348. Utibú Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum: Afgreiðsla þess er i Utvegsbankanum við Lækjartorg, opið kl. 09,30—15,30, sími 17060. Sparisjóður Vestmannaeyja: —■ Afgreiðsla hans er I Seðlabanlc anum við Hafnarstræti, opið kl. 09,30—15,30. Vélsmiðjurnar í Vestmannaeyj- um: Skrifstofa I Garðastræti 41, simar 17882 og 25531. Afgreiðsla Eimskips f Vest- mannaeyjum: Skrifstofan er i Eimskipafélagshúsinu, Pósthús- stræti 2, sími 21460, innanhúsnúm er 63. Læknisþjónusta: Vestmanna- eyjalæknar hafa opnað stofur I Domus Medica við Egilsgötu — og eru viðtalstímar sem hér seg- ir: Ingunn Sturlaugsdóttir: KI. 09:00—11:30 og 13:00—15:00, simi 26519. Einar Guttormsson: Mánudaga og föstudaga kl. 14:00—16:00. Aðra daga, nema laugardaga, kl. 10:00—12:00, sími 11684. Kristján Eyjólfsson, héraðs- læknir: Kl. 10:00—12:00, simi 15730. Einnig viðtalstími að Digranesvegi 12 1 Kópavogi kl. 14:00—16:00, sími 41555. Öli Kr. Guðmundsson, yfirlækn ir: Tímapantanir eftir samkomu- lagi I sima 15730. Einar Valur Bjarnason, yfir- læknir. Tími auglýstur siðar. Einn læknir mun hafa þjón- ustu að staðaldri i Vestmanna- eyjum og munu læknarnir skipt- ast á um hana. Heilsugæzia: Ungbarnaeftirlit verður i Heilsuvemdarstöð Reykjavikur og starfar heilsu- verndarhjúkrunarkona frá Vest- mannaeyjum þar. Fólki, sem dvelst i Kópavogi. Garðahreppi og Hafnarfirði, er heimilt að leita til heilsuverndar stöðva viðkomandi svæða. Tíma- pantanir æskilegar. Mæðraeftirlit fyrir Stór-Reykja víkursvæöið verður í Heilsu- verndarstöð Reykjavikur. Tima- pantanir æskilegar. Almannavarnir: Upplýsingasíml er 26120. Póstur: Afgreiðsla á pósti til Vestmannaeyinga er i kjallara Pósthússins, gengið inn frá Aust- urstræti, kl. 09—18, sími 26000. Ráðstafanir verða einnig gerðar til að bera út póst tii þeirra, sem gefa upp ákveöiö heimilisfang á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Upplýsingasími lögreglunnar f Reykjavík: er 11110. Húsdýr Vestmannaeyinga: Upp lýsingaþjónusta Sambands ís- lenzkra dýraverndunarfélaga er I síma 42580, eftir hádegi. Fjárhagsaðstoð: Skrifstofan I Hafnarbúðum veitir styrki og Vestmannaeyjaútbú Utvegsbank ans og Sparisjóður Vestmannaey- inga veita lánafyrirgreiðslu. Fatnaður: Systrafélagið Alfa, félag innan safnaðar aðventista, úthlutar fatnaði til Vestmanna- eyinga I kjallara Aðventkirkj- unnar, Ingólfsstræti 19. Tannlækningar: Börnum á skóla aldri eru veittar nauðsynlegar bráðabirgðatannviðgerðir 1 tann- lækningadeild Heilsuverndarstöðv arinnar við Barónstig, simi 22400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.