Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRCfAR 1973 23 Skógræiktarmáilum hafði hann mikil afskipti og beitti sér fyrir virkri þátttöku skólabarna í þeim störfum: Um þessi huigðar- mál sín skrifaði hann merkar 'hvatningargíeinar í blöð og tíma rit. Málefni ungmennafélaganna lét Skúli sig mik’l'u skipta og var þar ötull starfsmaður allt frá unglingsárum, og gegndi fjöl mörgum trúnaðarstörfum, t.d. var hann um margra ára skeið bæði varasamibandsstjóri Ung mennasambands fslands og einn iig framkvæmdastjóri þess. En dýpstu sporin í félagsmál- utn hefur hann þó markað í sögu kennarastéttarinnar, bæði með þáttöku Og forystu í kenn- arafélögum þar sem hann starf- aði, og þó einkanlega í heildar- samtötoum kennara. Þannig var hann formaður Sambands ísl. bamakennara frá 1960 þar til á s.L su*nri, eða samfleytt 12 ár, sem er lengri tími en nokkur annar hefur gegnt því mikils- verða starfi. — Mun það sam- dóma álit allra þeirra, er bezt til þekkja, að þar hafi verið rétt ur maður á réttum stað. 1 þessu umfangsmMa starfi hiaut hann að hafa mikil sam- skipti við íslenzk stjórnvöld, svo og sambærileg félagasamtök á hinum Norðurlöndumum. Fór hann þeirra erinda oft utan og annaðist einnig móttöku margra gesta og forsvarsmanna kenn arasamtak frá nágrannalöndun um. Öll þau störf leysti Skúli af höndum með miiklum ágætum og glæsibrag, svo eigi varð á betra kosið. Auk ýmissa greina, sem Skúli hefur skrifað í blöð og tímarit sérstaklega þau, sem fjalla uní uppeldis- og kennslumál, samdi hann nokkrar barnabækur, er hiotið hafa miklar vinsældir og góða dóma. Hann var og vel hag mæltur, og hafa birzt eftir hann allmörg kvæði er sýna, að einn- ig á því sviði var hann vel lið- tækur, þó eigi teldi hann það umtalsvert. Að vailarsýn var Skúli hár og gjörvilegur, yfirlitið bjart og traustvekjandi. Hann var ræð- inn og góður heim að sækja og eru þeir margir, sem eiiga góð- ar minningar um ánægjulegar samverustundir á heimili hans og ágætrar eiginkonu Önnu Sig urðardóttur, skólastjóra á Hvítárbakka, en þau gengu í hjónaband 1938, og eru börn Þeirra: Þorsteinn fulltrúi hjá yfirborgarfógeta, Ásdís kenn- ari, gift Sigurði Lúðvíkssyni og Anna fóstra, gift Sigurði' Jóns- syni. Við þessi óumflýjanlegu þátta skil, vil ég ásamt konu minni og bornum, votta okkar innileg- ustu samúð, eiginkonu, börnum, aldraðri móður, systkinum og oðrum vandamönnum, sem eiga nú á bak að sjá góðum dreng, í þess orðs fyllstu og beztu merkingu. Guðmundur Björnsson. Að morgni fimmtudags 25. janúar síðastliðinn stuttu eftir fótaferð, hné Skúli Þorsteins- son námsstjóri niður heima hjá sér að Hjarðarhaga 26 hér í borg, og var þegar örendur. Enda þótt Skúli hafi átt við nokkra vanheilsu að stríða undanfarin 2 ár, gegndi hann störfum sem námsstjóri Austur- lands að fullu skólaárið 1970— ‘71, en siðastliðið skólaár gegndi hann námsstjórn aðeins að hluta. Hann sagði embættinu l'ausu frá 1. september síðastliðn um að telja. Skúli Þorsteinsson var fædd- ur á aðfangadag jóla 1906 á Stöðvarfirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn kaupmaður Þor- steinsson Mýrmann og kona hans Guðríður Guttormsdóttir prests Vigfússonar í Stöð, Stöðv arfirði. Að loknu skyldunámi í heima- sveit sinni — sem þá var fulln- aðarpróf barnafræðslunnar — og leiðsögn móðurföður síns, fór hann á 20. ári til náms í Hvítár bakkaskóla í Borgarfirði, en ár- ið áður hafði hann verið far- kennari á Stöðvarfirði. Skúli stundaði nám í Hvítárbakka- skóla hátt í 3 vetur (1926—’29). Þann skóla stofnaði hinn gagn merki skólamaður Sigurður Þór ólfsson árið 1905 og fékk nem- endum sínum veganesti, sem kom þeim að góðu haldi, hvort heldur þeir héldu áfram námi í öðrum skólum eða ekki. Á árunum 1929—30 fór Skúli utan til þess að litast úm i heim- inum og afla sér aukinnar menntunar. Mun þar hafa m.a. gætt áhrifa frá skóladvöl hans á Hvítárbakka. Á þessum tíma ferðaðist Skúli um Balkanskaga og Litlu-Asíu, en mestum tíma varði hann til náms í lýðháskól- um í Þýzkalandi, Danmörku og Noregi. Af þessu má sjá, að hér var um fróðleiksfúsan og víðför ulan ungan mann að ræða. Það var fátítt, að menn legðu svo land undir fót eins og Skúli gerði fyrir rúmum 40 árum. En hann átti eftir að fara margar ferðir tii útlanda, bæði til þess að fræðast sjálfur um skóla- og félagsmál og fræða aðra. Þegar Skúli kom heim haust- ið 1930 gerðist hann aftur far- kennari á Stöðvarfirði, en haust ið 1931 settist hann í 3ja belck Kennaraskólans og lauk þar kennaraprófi næsta vor með góðri einkunn. Það var fátítt eftir 1930, að menn gætu lokið kennaraprófi eftir 1 árs námsdvöl í Kennara- skólanum og einsdæmi, að nem- andi tæki próf í þýzku í stað ensku. En það gerði Skúli Þor- steinsson. Þetta er mér minnis- stætt m.a. vegna þess, að það mun vart hafa komið fyrir, að val milli ensku og þýzku hafi þá átt sér stað í Kennaraskólanum, menntaskólum eða öðrum fram- haldsskólum. En við Freysteinn Gunnarsson skólastjóri vorum sammála um þetta. Námsdvöl Skúla á Hvítárbakka og erlend- is, svo og búnaðarnámskeið hér- lendis, auðvelduðu þetta. Og Skúli sýndi það svo í störfum sínum, að þessi ráðstöfun var skynsamleg. Slíkt valfrelsi að því er námsgreinar varðar tíðk- ast nú talsvert í kennaraskóla, menntaskólum og sérskólum og á trúlega eftir að aukast all- verulega. Skúli Þorsteinsson hafði nú haslað sér völl sem skólamað- ur og uppalari. Sama ár og hann lauk kennaraprófi gerðist hann kennari við Austurbæjar barnaskólann í Revkjavík og kenndi þar til 1939. að hann varð skólastjóri við barna- og unglingaskólann á Eskifirði. Þar var hann í námunda við æskustöðvar sínar og naut þess að fást við ný verkefni bæði I skólanum og utan hans. Á þeim 18 árum, sem Skúli var skólastjóri á Eskiíirði átti ég allmargar ferðir um Austur- land í sambandi við skipan skólamála þar. Það vakti at- hygli mína — sem annarra — hvað skólabragur á Eskifirði var góður, nemendur léttir og glaðlegir við nám og félagsstörf, snyrtilegir, prúðir og frjálsir i framkomu. Skólastjórinn var ólatur að fara með nemendum sínum í ferðir, til þess að kynn- ast náttúrunni og sögu Austfirð ingafjórðungs og öðrum lands- hlutum eftir því, sem efni og aðrar ástæður leyfðu. Hér var um námsferðir að ræða, sem jafnframt urðu skemmtiferðir fyrir nemendur, kennara og skólastjóra bama- og unglinga- skólans á Eskifirði. Enda þótt Skúli helgaði fræðslu og uppeldi meginhluta starfstima síns í þágu skólans á Eskifirði, þá var hann ólatur að miðla starfsbræðrum sinum af reynslu sinni og starfsorku. M.a vegna þessa varð hann brátt kjörinn formaður Kennarasam- bands Austurlands, þá voru Skúla fljótlega falin trúnaðar- störf í ýmsum öðrum félögum, bæði á Eskifirði og í Austfirð- ingafjórðungi og oftast í stjórn þeirra, svo sem skógræktarfé- lagi, ungmenna- og íþróttasam- bandi Austurlands, búnaðarfé- lagi Eskifjarðar o.fl. o.fl. Til allra þeirra starfa Skúla, er hér hefur verið getið — og annarra, sem ekki hafa verið nefnd — og hann gegndi heima í héraði og á landsfundum, þurfti mikla orku. En andlegt og líkamlegt þrek hans og snyrtileg framkoma auðveldaði honum að fá aðra til að starfa með sér — og fyrir sig. En Skúli taldi þó tímabært, þegar hann hafði verið þar eystra í 18 ár og var orðinn fimmtugur að láta aðra taka þar við hin- um margvíslegu störfum sínum og flytjast aftur til Reykjavík- ur og gerast þar kennari. Skólaárið 1955—‘56 fékk Skúli orlof með fullum launum frá skólastjórn á Eskifirði til þess að kynna sér skólamál á Norðurlöndum og Þýzkalandi. Næsta vetur var hann skóla- stjóri á Eskifirði, en haustið 1957 fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist kennari við Melaskól- ann þar í borg. Það leið ekki á löngu eftir að Skúli kom aftur til Reykjavik- ur, að hann gerðist athafnasam- ur á sviði landssamtaka félags- mála, er vörðuðu skóla- og upp eldismál. Hann var um skeið í stjórn stéttarfél. barnakennara i Reykjavík og formaður Sam- bands íslenzkra barnakennara frá 1960—‘72 og var þar athafna samur og umhyggjusamur um kjör kennara og starfsskilyrði. Málefni Rauða krossins, ung- menna- og íþróttahreyfingarinn ar, skógræktar o.fl. lét hann og mjög til sín taka. Hversu vel Skúli vann að mál um hinna ýmsu félagssamtaka, er hann stjórnaði má að veru- legu leyti marka af því, að hann var gerður þar að heiðursfélaga, svo sem Sambands isl. barna- kennara, Rauða kross Islands og Ungmennafélags Islands. En hugur Skúla mun þó hafa verið tengdastur • Austurlandi, enda flestum hnútum þar kunn ugastur. Því var það, að haust- ið 1964 tók hann að sér enn nýtt verksvið, en þá gerðist hann námsstjóri Austurlands oig gegndi því meðan heilsa hans leyfði. Hann sagði þvi lausu síð astliðið haust. Námsstjórnina annaðist Skúli af mikilli sam- vizkusemi sem leiðbeinandi eftir lit og góður skipuleggjari. All- ar skýrslur frá Skúla voru til fyrirmyndar. 1 síðasta mánuði birtist viðtal við Skúla Þorsteinsson í einu dagblaði borgarinnar og ber það með sér lifandi áhuga og skiln- ing á skólamálum þeim, er hann hefur borið fyrir brjósti. Allmörg undanfarin ár fór Skúli Þorsteinsson oft utan sem fulltrúi Islands, til þess að sitja ráðstefnur eða þing um skóla- mál og réttindamál kennara. All oft sátum við báðir sömu ráð- stefnur og sómdi hann sér þar vel i hvívetna. Skúli ritaði talsvert í blöð og tímarit um áhugamál sín. Þá rit- aði hann þrjár bækur fyrir börn og unglinga, svo og sögur og kvæði i Unga Island og Æsk- una. Hann ritaði lipurt mál og markvisst að efni. Skúli kvæntist vorið 1938 Önnu Sigurðardóttur Þórólfssonar skólastjóra á Hvítárbakka. Þau eignuðust 3 börn, Þorstein, lög- fræðing, f. 1940, Ásdísi, kenn- ara f. 1943 og Önnu, fóstru, f. 1948. Ég þakka Skúla Þorsteinssyni samfylgdina og samstarfið í ára tugi. Konu hans, börnum og öðr um ástvinum hans votta ég ein læga samúð. Helgi EHasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.