Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973 Sjötugur: Gunnlaugur E. Briem ráðuneytisstjóri MÖRGUM finnst eflaust, eins og mér, ótrúlegt að Gunnlaugur Briem skuli verða 70 ára mánu- daginn 5. febrúar. Svo hress og ungur i anda er hann, svo full- ur af starfskröftum og lifsgleði, að óeðlilegt virðist, að hann skuli nú vera að nálgast lok síns langa og óvenjulega glæsilega embætt isferils. Gunnlaugur Briem er tvimæla laust einn reyndasti og virtasti embættismaður landsins. Eftir að hafa lokið lögfræðiprófi 1927, réðst hann í stjórnarráðið, þar sem hann hefur starfað alla tíð síðan. Frá 1947 hefur hann ver- ið ráðuneytisstjóri fyrst í at- vinnumálaráðuneytinu, en eftir að því var skipt í tvennt árið 1969 í landbúnaðarráðuneytinu. Hann hefur því starfað lengur i Stjórnarráði Islands en nokk- ur annar maður eða 46 ár. En tengsl hans við stjórnarráðið eru miklu eldri, því að faðir hans Eggert Briem, síðar hæstarétt- ardómari, varð árið 1904 fyrsti skrifstofustjóri fjármálaráðu- neytisins, sem þá hét III. skrifstofa. Gunnlaugur var þá aðeins eins og hálfs árs, þegar foreldrar hans fluttust til Reykjavíkur frá Sauðárkróki, álnavöru markaður BYRJAR * I FYRRAMÁLIÐ Nú látum við verðið tala 60.- Tvíbreið fóðurefni, 140 sm. 90.- Mynztruð kjólaefni, þvott- ekta, margir litir. Blúnduefni. Róndótt bómullarefni. Chiffon í grímubúninga. 190.- Mynztruð kjólaefni, þvott- ekta, 125 sm breið. Mörg mynztur, margir litir. Mynztrað chiffon, 130 sm breitt. Mynztrað prjónasilki. VetrarbómuII. Falleg mynztur, fallegir litir. 290.- Einlitt crepeefni í sam- kvæmiskjóla, svart, dökk- rautt og dökkgrænt. Rósótt ullarmusselin. Lurex samkvæmiskjóla- efni, 90 sm breið. Mjög gott verð. Mynztrað triceljersey, 120 sm. 390.- Mynztrað denim í buxur, 140 sm. Margs konar ullarefni, 140 sm. Lurex efni, 90 sm. Buxnaefni, einlit og köflótt. 490.- Einlitt terylenejersey í mörgum fallegum litum. S. s. dökkblátt, brúnt, grænt, kanelgult og skærgrænt. Mynztrað terylenejcrsey 170 sm breitt. Mynztrað ullar/nylon jersey, 140 sm br. Margir litir. Þverröndótt jersey, 140 sm. Mynztrað terylenesatin, 140 sm. Mynztrað panneflauel, 120 sm. Stil snið á aðeins krónur 90,00. Alls konar sokkabuxur. Opið í hádeginu þar sem hann var fæddur og faðir hans hafði verið sýslumað- ur. Segja má. að embættismennsk an væri Gunnlaugi í blóð bor- in. Hjá honum var hún ekki skriffinnsku seinagangur eða dauðir lagaparagrafar, heldur lifandi starf við að leysa þau ótal verkefni, sem hann hefur þurft að fjalla um. Gunnlaugur hefur ætíð verið frábær emb- ættismaður, sívakandi í starfi, réttsýnn og skilningsgóður. Hann hefur unnið mjög náið með mörgum ráðherrum og átt þátt í að marka stefnuna í veiga miklum málum. Þótt hann hafi ákveðnar stjórnmálaskoðanir, hefur það ekki torveldað sam- starf hans við ráðherra úr öll- um stjórnmálaflokkum. Hefur hann notið óskoraðs trausts og virðingar þeirra allflestra. Gunnlaugur hefur fjallað um fleiri málaflokka en nokkur ann- ar. Það ráðuneyti, sem hann hóf starf sitt í, hefur nú skipzt upp í a.m.k. sex ráðuneyti. Lengst af hefur Gunnlaugur unnið mest að landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmálum og mátti ekki á milli sjá, hvor atvinnugreinin átti meiri ítök í honum. Þegar atvinnumálaráðuneytinu var skipt, átti hann úr vöndu að ráða, en kaus loks að sleppa sjávarútveginum, en halda land- búnaðinum. Utan ráðuneytanna hafa Gunnlaugi verið falin ótal trún- aðarstörf. Hefur hann aldrei sótzt eftir bitlingum heldur ver- ið sótzt eftir honum þar sem þurfti þýðingarmikil störf að vinna. Hann hefur starfað í fjölda nefnda, verið dómari í félagsdómi síðan 1938, setið i viðskiptaráði á stríðsárunum 1943—45. Oft hefur hann verið skipaður í sáttanefnd í vinnu- deilum. og hafa þar hans góðu meðfæddu kostir og áunnin reynsla komið að miklu gagni. Þeir eru margir úr öllum stétt um og sveitarfélögum, sem standa í mikilli þakkklætisskuld við Gunnlaug Briem og vilja, að hann finni það á þessum tíma mótum. Það stendur þó næst okk ur, sem um áratugi höfum unn- ið með honum og notið vináttu hans og hollráða, að þakka. Við erum margir sem höturn farið í smiðju til Gunnlaugs, ef úr ein- hverjum vanda heíur verið að ráða, og aldrei farið þangað er- indisleysu. Gunnlaugur hefur verið mik- ill gæfumaður um ævina, bæði í einkalíifi otg öilum störfum. Mikinn þátt í þeirri gæfu á hin indæla kona hans, Þóra, dóttir Garðars Gíslasonar, stórkaup- manns. Þau eiga þrjú mannvæn leg börn, Guðrúnu, hjúkrunar- konu, gift Þráni Þórhallssyni, prentsmiðjustjóra; Eggert, hér- aðslæknir á Dalvík, kvæntur Halldóru Kristjánsdóttur og Garðar, tæknifræðing, kvæntur Hrafnhildi Egilsdóttur. Eru barnabörnin orðin sjö. Vinmarg ur og ættrækinn er Gunnlaug- ur. Sérstök ástæða er að minn- ast á það nána vinasamband, sem haldizt hefur miMi bekkjar- bræðranna úr Menntaskólanum alla tíð. Fyrst kynntist ég Gunnlaugi af umtali vinar hans og bekkj- arbróður, Thor Thors, og hefi ég síðan í 25 ára sambýli i Arn- arhvoli og næstum daglegri um- gengni fengið tækifæri til að sannreyna öll þau góðu ummæli. Um leið og ég flyt Gunnlaugi hjartanlegar hamingjuóskir, óska ég honum góðrar heilsu og langra lífdaga. Þórhnllur Ásgeirsson. Hvammstangi: Ný rækjuverksmiðja tekin til starfa — vinnuaflsskortur háir at vinnuf y rirtæk j um Hvammstanga, 30. jan. 1 GÆR tók hér formlega til starfa rækjuvsrksmiðja, sem hlutafélaglð Meleyri hefur kom- ið á fót. Hluthafar eru nokkrir íbúar Hvammstanga, eigendur Verzlunar Sigtirðar Pálmasonar, og nokkrir aðilar frá Hnífsdal og Isafirði. Hlutafélagið var stofnsett sl. sumar, en undirbúnimgur að upp- setningu og starfrækslu verk- smiðjunnar hefur tekið langan tír.ia, þar sem aflað hefur ver- ið véla af beztu gerð frá Banda- ríkjunum og hafa þær verið keyptar, en ekki teknar á leigu, eins og víða tíðkast. Ætlunin er að reyna að láta vinna í verk- smiðjunni á tveimur vöktum, ef nóg fæst af hráefni, og við há- marksafköst myndi verksmiðjan þvi veita atvinnu þremur bát- um og um 20 manns. Hámarks- afköst hennar eru 6 lestir á s VI- arhring. Ekki er ólíklegt, að nokkur skortur verði á vinnuafli fyrir verksmiðjuna, þvi að hér á Hvammstanga er talsverður hörgull á fólki tii vinnu. Hér var í fyrra stofnuð saumastofa, en það virðist á mörkunum að starfræksla hennar geti hafizt vegna manneklu. Hér hefur jafn- an á veturna verið starfrækt garnastöð, en nú er fyrirsjáan- legt, að hún starfi ekki í vetur vegna manneklu. VERKFRÆÐINGAFÉLAG ls- lands gengst fyrir ráðsterfnu nm rannsóknastarfsemi á tslandi á sviði atvinnu- og tæknimála um þessa helgi í f imdai/sal Hótei Esju. Til þessarar ráðstefnu er auk verkfræðinga boðið Rann- sóknaráði ríkisins og ölhim sér- fræðingum rannsóknastofnan- anna. Ráðstefnan var sett 1 gær- Nú hefur rækjuverksmiðjan á sínum vegum einn rækjubát og hefur hann feragið mjög góð- an afla undanfarna daga, eða allt upp í 1700—1900 kí'ló á dag. Báturinn sækir nú á mið í inn- anverðum Húnaflóanum, en þegar vorar, er ætlunin að hann leiti lengra norður með Strönd- uraum, þar sem rækjan er stærri og betri. — Hér við Húnaflóann eru nú þrjár rækjuverksmiðjur, þessi nýja hér á Hvamimstanga, rækjuverksmiðja Hólaness á Skagaströnd og rækjuverk- smiðja, sem rekin er af kaupfé- laginu á Hólmavik. Bátamir frá Hólmavík veiða rækju í Stein- grímsfirðinum, en bátar frá Skagaströnd í irananverðum Húnaflóa. — Karl. morgun og var fyrst fjallað um Rannsóknaráð ríkisins og skipu- llag raransókna á Islandi. Það sem eftir er ráðstefnunnar verður fjallað um rannsóknastofnanir atvinnuveganna, hlutverk þeirra, vandamál og áraragur, og rann- sóknaþarfir atvinrauveganna, svo og rannsóknastarfsemi við Há- skólann. — Ráðstefraunni lýkur síðdegis í dag. Ráðstefna Verkfræðingafélagsins: Rannsóknir á íslandi á sviði atvinnu- og tæknimála — Stikur Framhald af bls. 17 Land vort, Jóns er víða bergmál frá Þorpinu. þetta litla sandkorn Engu að siður er vert að hafa í í hendi huga að síðustu bækur Jóns Maur- ildaskógur (1965) og Mjallhvítarkist skaparans. an (1968) valda nokkrum þáttaskil- Hann dregur um. 1 þessum bókum er með innhverf hægt andann. ari hætti en áður fjallað um mann- svo það f júki leg vandamál, eirakum þau, sem varða varnarleysi einstaklingsins ekki burt gagnvart umhverfinu, kvöl hans og efa. Flest ljóðin í Stilt vaker ljoset Ivar Orgland þýðir: eru úr Mjallhvitarkistunni, svo gera Landet várt, má ráð fyrir að Ivar Orgland hafi dette vesle sandkornet áttað sig á mikilvægi þessarar bók- i skaparens ar fyrir skáldið Jón úr Vör. Til þess að gefa hugmynd um hve hand. norska Ivars Orglands er skyld ís- Han dreg lensku, birti ég ljóðið Land vort á langsamt anden, báðum málunum. Jón úr Vör kemst sá det ikkje þannig að orði: fyk bort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.