Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973 Áttræður; Alfons Gíslason, fyrrv. hreppstjóri ÁTTR/EÐUR er í dag, 4. febrúar, AMons Gíslason, fyrrverandi teeppstjóri í Eyrarhreppi, nú til heimilis að Elliheimilinu Ási í Hveragerði. Hann er faeddur í Hnífsdal 4. febrúar 1893. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson og Margrét Jónsdóttir. Alfons öuttist til Isafjarðar með foreldrum sínum þegar hann var á öðru ári. Hann lærði unigur bakaraiðn á ísafirði og starfaði um langt ára- bil við þau störf. Árið 1916 réðst hann seim ba'kari til verzlunar Sigurðar f>orvarðssonar í Hnífs- dal. Forlögin höguðu því þannig að hann ílengdist í Hmífsdal, því að þar kynmtist hainn sinni til- vonandi eiginkonu, Helgu, dótt- ur Sigurðar. Þau kvænitust 3. janúar 1923 og settust að á heim- ili Sigurðar og Halldóru Sveins- dóttur, konu hans. Þau hjónin hafa verið mjög samhent í sín- um búskap, bæði í bláðu og stríðu. Ekki höfðu þau leaigi búið sam- an, þegar þau þurfitu að takast á vifð fyrstu erfiðleikana. Rúmlega ári eftir giftinguna, þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni, dó systir Helgu, Ólafía, af bams- förum, en hún bjó einnig á hekn- ilinu hjá foreldrum sínum með sinni fjölslkyldu. Ólafía eignaðist dreng og átti fyrir tvær dætur, aSra þriggja ára en hina sjö ára. Ö91 þessi böm voru tekim í fóst- ur á þetta stóra heimili og ólust þau þar upp til fullorðinsára. Þau hjónin Heliga og Alfons áttu fjögur böm, og eru þrjú þeirra á tófi. Það er erfitt hlut- verk að taka að sér þrjú börn ásamt mýfæddu barni sínu, en það hefur sýnt sig að þau voru vamdanum vaxin og hafa þau reynzt fósturbörnum sínum hin- ir beztu foreldrar og aldrei gert upp á milli þeirra og sinna eigin bama, nema síður sé. AlÆons hafði með höndum margs konar störf í Hnífsdal, meðal annars var hann hrepp- stjóri í Eyr&rhreppi í 25 ár og símstöðvarstjóri og kaupimaður um langt árabil. Öll þessi störf stundaði hann af mikilli alúð og samvizíkusemi. Alfons var hvers manns hug- ljúfí í sinni heimabyggð, enda Lón óskost í 4 mdnuði Óska eftir af sérstökum ástæðum að taka allt að 400 þús. kr. lán í 4 mánuði. Góð trygging og vextir í boði. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Góð trygging — 388“. kom harun fram við alla af sömu prúðmennskunni, sem hefur ein- kennit hann allt hans líf. Á heim- ili þeirra hjóna var gestriani í hávegum höfð, og voru þar allir vellkominir, jafnt háir sem lágir. Á þessum merkisdegi í lífi þínu, Alfons minn, vil ég nota tækifærið til þess að þakka þér og þinni hjartkæru eiginkonu fyrir þá vináttu og hlýhug, sem þið hjónin hafið sýnt mér og mánum frá oklkar fyrstu kjnnn- um. Ég óska þér hjartanlega til haimingju með daginn og óska yklkur hjónunum allra heilla á ókomnum ævidögum. Alfons telkur á móti vimum og kunningjum í dag á heimili son- ar síns, Brúnalandi 16, Reykja- vík. Sigríður Sigurðardóttir. Dýraverndunar- samtökin lofa björgun dýra frá Eyjum FRÁ Alþjóðadýraverndunar- samtökunum hefur borizt yf- irlýsing, þar sem lýst er fögn uði með björgun manna frá Vestmannaeyj um, er náttúru- hamfarirnar hófust, og sömu leiðis er því fagnað að tek- izt hefði að koma heilum á húfi frá eyjunum 800 kind- um, 45 hestum, fjögur þús- und hænsnum og fjölda gælu dýra. Beri að meta þetta og virða að verðleikum, segir í yfirlýsingunni. Síðan segir: „Alþjóðadýraverndunarsam- tökin álíta að þetta hetju- lega starf, sem innt var af hendi af einstaklingum, muni verða til þess að breyta mjög til batnaðar þeirri mynd, sem rikisstjórnin hafi dregið upp af sér, vegna skorts á um- hyggju fyrir dýrum. sérstak lega með tilliti til opinberrar afstöðu stjórnarinnar til hunda.“ 1 tilkynningunni er bætt við að íslendingar hafi sýnt ábyrgðartilfinningu og ást þeirra á dýrum, er þeir þrifu á brott með sér mörg gælu- dýr sín, þegar þeir flúðu frá Eyjum og Islendingar hafi sýnt að lifandi verur skipti þá meiru en veraldleg verð- mæti með táplegri fram- göngu sinni í björgun dýra frá Vestmannaeyjum. margfaldar markað yðar Hufvudstadsbladet safnar fyrir húsi — handa vestmanneyskri MORGUNBLAÐINU hefur borizt eintak af Hufvudstads bladet í Helsinki frá fimmtu- deginum 1. febrúar, þar sem birt er á forsíðu áskorun til lesenda blaðsins um að taka þátt í söfnun fjár fyrir húsi, er gefið skuli til Vestmanna- eyinga. Mynd er birt frá Vestmannaeyjum svo og af teikningu af þessu húsi, sem er 110 fermetrar að stærð, að því er þar segir, af nýrri gerð, sem blaðið kallar „Keit- eie“. 1 áskorun blaðsins segir í upphafi, að margir hörmung- aratburðir í heiminum snerti menn og hræri til samúðar og höfði til fómarlundar. „Hverjir þurfa mest á að halda?“ segir síðan: — „Það er spurning, sem ógerningur er að svara — en þegar ógæf- an hendir einhvern, sem okk- ur er nákominn, er ekki ó- eðlilegt, að okkur finnist það koma okkur sérstakelga við.“ Við vitum öll, að ógæfa hef- ur hent ísland. Vestmanna- eyjar, litli bærinn á Heimaey í Atlantshafi, er nú að breyt- ast í nýja Pompeii . . . Huf- vudstadsbladet, sem aldrei hef ur verið á peningum til hjálp- lesenda sinna, þegar þörf hef ur verið peningum til hjálp- ar nauðstöddum landsmönn- um, biður lesendahóp sinn nú um aðstoð til þess að ná sér- stöku og afmörkuðu tak- marki: Að kaupa hús handa a.m.k. einni af þeim 1500 fjöl skyldum, sem eldfjallið Helga fell rændi heimilum sínum...“ Síðan upplýsir blaðið, að byggingafyrirtækið Puutalo muni gefa verulegian afslátt af verði hússins, en engu að síöut þurfi að safna 80.000 mörkum. Blaðið segir, að fyr- irtaskið geti haft húsið tiíbúið til flutnings 2—3 vikuim eftir að söfnuninni lýkur. í húsinu, sem er svo nýtt að allri gerð, að ekki hefur en,n verið tekin Ijósmynd af því, eru fjögur herbergi og eldhús, baðherbergi, baðstofa og bílskúr. Því fylgja hita- og vatnslagnir, ljósaútbúnaður, kælisíkápur í eldlhúsi og öll hreiin læ tistaslki. Þess er getið í skrifum blaðs'ins uim þetta mál, að fréttamaður þess, Benedikt Zillliacus, fari til íslands í nœstu vilku til að segja frá lífinu í Vestmannaeyjum og ræða við ísllenzk yfirvöld um val á fjölslkyldu, er fái húsið, sem lesendur Hufvudstads- bladet senda. Lýst eftir ökumanni ÞRIÐJUDAGINN 30. jan. sil., laust fyrií kl. 18, varð árekstur tveggja bifreiða á mót'utn Grens- áisvegar og Miklubra'utar. Bifreið v.ar ekið súðiur Grensásveig og beyg't upp á Miklubraut, eftir beygjuakibrautinni, en þá Vnti hún í árekstri við bifreið, sem var á leið upp Miklubrautina. Þriðja bifreiðin stóð kyrrstæð á beygjuakbranjtinni, er árekstur- inin varð, og vill rannsóknartöig- neglan nú hafa tal af ökumanni hennar. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi. DR. BJÖRN KAREL ÞÓRÓLFSSON. verður jarðsuriginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 3. Sigríður Campell, Sigmar Bjömsson, Unnur Kristinsdóttir og bamabörn. i Móðir mín og temgdamóðir, Sigurlaug Árnadóttir, Laugavegi 130, andaðist í Borgarspítalanum 2. febrúar. Tryggvi Arason, Andi-ea Oddsdóttir. ÚTSALA ÚTSAL ÚTSALAN HEFST Á MÁNUDAG STÓRLÆKKAÐ VERÐ SKÓSALAN LAUGAVEGI 1, BAKHÚS - OPIÐ 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.