Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1973, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1973 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. t lausasölu 15,00 kr eintakið. IT'yrir nokkrum dögum var * haldinn félagsfundur í Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík. Þar var gerð ein- róma samþykkt um þau við- horf í efnáhags- og atvinnu- málum, sem skapazt hafa við áfallið í Vestmannaeyjum. í ályktun þessari segir svo: „Félagsmenn í Félagi járniðn- aðarmanna eru reiðubúnir að taka á sig, ásamt öðr- um þegnum þjóðfélagsins, réttlátan og sanngjarnan hluta þess tjóns, sem hlot- izt hefur vegna eldgoss- ins á Heimaey. Hins veg- ar mótmælir fþlagsfundurinn breytingum á kjarasamning- um eða gildi þeirra. Fundur- inn vill í því sambandi benda á, að nýlega hafa verið gerð- ar sérstakar efnahagsráðstaf- anir til þess að atvinnuveg- irnir gætu staðið við gerða kjarasamninga.“ Formaður í Félagi járniðn- aðarmanna í Reykjavík er Guðjón Jónsson, sem fyrstu ár Alþýðubandalagsins var Alþýðubandalagsins, að þessi fundarsamþykkt járniðnaðar- manna er runnin undan rifj- um Guðjóns Jónssonar og að hún er yfirlýsing um afstöðu verkalýðsforingja kommún- ista almennt til þeirrar fyrir- ætlunar ríkisstjórnarinnar að blanda saman ólíkum málum, áfallinu í Vestmannaeyjum og heimatilbúnum erfiðleik- um í efnahagsmálum. í forystugrein Þjóðviljans í gær er því í raun og veru haldið fram, að þrátt fyrir þá eindregnu mótstöðu, sem fram hefur komið hjá öllum almenningi í landinu, hygg- ist ríkisstjórnin nota tæki- færið vegna áfallanna í Vest- mannaeyjum til þess að gera víðtækar efnahagsráðst.afan- ir, sem ekki einvörðungu snúa að áfallinu í Eyjum, einhugur hafi verið í þing- flokki Alþýðubandalagsins um frumvarp það, sem ríkis- stjórnin hefur látið semja. Þetta eru ósannindi. Vitað er, að þegar frumvarpið lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um síðustu helgi vöruðu a.m.k. tveir þingmenn Al- þýðubandalagsins, þeir Eð- varð Sigurðsson og Geir Gunnarsson, mjög alvarlega við því, að það yrði lagt fram. Síðan hafa verið gerðar á því nokkrar breytingar, en eftir sem áður er mjög sterk and- staða gegn því innan þingliðs stjórnarflokkanna að blandað verði saman ráðstöfunum vegna tveggja ólíkra vanda- mála. Þar fyrir utan hefur ekkert samráð verið haft við og af- verkalýðshreyfinguna óhætt er að fullyrða, að HVAÐ SEGIR VERKALÝÐSHREYFINGIN? ritari þess og þar með þriðji æðsti maður þeirra stjórn- málasamtaka. Á síðast.a lands fundi Alþýðubandalagsins lét hann af því starfi, en er eftir sem áður einn helzti forystu- maður kommúnista í verka- lýðshreyfingunni. Engum dylst, allra sízt ráðherrum heldur einnig öðrum vanda- málum. Það á eftir að koma í ljós, hvort ríkisstjórnin er svo heillum horfin að hún geri þetta og hvort hún hefur þingmeirihluta til þess, þegar á reynir. í forystugrein Þjóðviljans er því haldið fram, að alger staða hennar almennt kemur mjög skýrt fram í ályktun i árniðnaðarmanna. Það er auðvitað mál ríkis- stjórnarinnar, hvort hún hunzar algerlega þann sterka vilja almennings, sem fram hefur komið síðan eldgosið hófst um það, hversu við skuli bregðast. Það, að annað helzta málgagn ríkisstjórnar- innar skuli nú, tæpum tveitu- ur vikum eftir að ha-mfarirn- ar hófust í Eyjum, enn haida dauðahaldi í hugmyndir, sem vitað er, að eru í algerri and- stöðu við almenningsálitið í landinu, sjónarmið verkalýðs hreyfingarinnar og skoðanir áhrifamikilla þingmanna stjórnarflokkanna, sýnir að- eins, hversu gersamlega ríkis- stjórnin hefur misst tengsl- in við umhverfi sitt. Svo virð- ist sem ráðherrarnir lifi í ein- angraðri veröld, þar sem eng- ar raddir heyrast nema þeirra eigin raddir og þeir vilji ekkert tillit taka til annarra en sjálfra sín. „Sér grefur gröf þótt grafi.“ Það á eftir að koma í ljós, hvort forystugrein Þjóðvilj- ans í gær er til marks um, að ráðherrarnir reyni að knýja fram ósæmilegar og óheiðar- legar aðgerðir í efnahagsmál- um vegna áfallanna í Vest- mannaeyjum. En reyni þeír það, er eins Ijóst og verða má, að þessi ríkisstjóm nýtur einskis trausts lengur meðal almennings í landinu og að dagar hennar eru taldir. Sú aðstaða getur komið upp, að ríkisstjórn sé svo gjörsam- lega trausti rúin, að hún geti með engu móti stjómað. Svo virðist sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar vinni mark- visst að því, að koma sér í þá aðstöðu. Jóhann Hjálmarsson STIKUR LJÓÐAÞÝÐINGAR Kynning íslenskra bókmennta er- lendis er jafnan á dagskrá og sýn- ist sitt hverjum um gildi hennar, sjálfar þýðingarnar og einnig hvaða höfunda eigi að kynna. Stundum virðist valið tilviljunarkennt, ástæð- urnar ekki einungis bókmenntalegar en líklega ber mönnum að varast all ar getgátur í því sambandi og sætta sig við dóm útlendinga, samanber þau orð kúnstners Hansens að upp- hefðin komi að utan. Það eru marg- ir Hansenar á íslandi, menn, sem panta að verða frægir í útlöndum þótt þeir fái ekki hljómgrunn heima fyrir. Það er til dæmis nokkur hugg- un að eiga einn aðdáanda í Gauta- borg, Kaupmannahöfn eða Osló, þótt Norðurlönd séu í rauninni útskag- ar eins og vitrir menn hafa verið að fræða okkur um að undanförnu. Meðal þeirra útlendu manna, sem markvisst hafa unnið að kynningu íslenskrar ljóðlistar, er Norðmaður- inn Ivar Orgland. Hann er skáld sjálfur, eftir hann hafa komið tíu ljóðabækur frá 1950. Á íslandi bjó hann i tíu ár, af þeim var hann átta ár norskur sendikennari við Há- skóla Islands. Árið 1969 hlaut hann doktorsnafnbót frá Háskóla íslands fyrir ritgerð sina um Stefán frá Hvitadal. Ivar Orgland er nú lekt- or í íslensku við háskólann i Osló. Ivar Orgland, sem talar og ritar ís- lerusku ein« og íslenskur væri, hefur sent frá sér átta bækur með þýð- ingum á Ijóðum islenskra skálda. Fyrsta bókin nefndist Eg sigler i haust, úrval ljóða Davíðs Stefánsson ar frá Fagraskógi. 1 hinum bókunum eru ljóð eftir Stefán frá Hvítadal, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Hannes Pétursson, Jóhannes úr Kötl um, Snorra Hjartarson og Jón úr Vör. Úrval ljóða Jóns úr Vör í þýð- ingu Orglands er nýkomið út og nefnist það Stilt vaker ljoset. Allar eru þessar bækur gefnar út af Fonna forlagi í Osló og er útgáfa þeirra til fyrirmyndar. Orgland rit- ar ítarlega formála um hvert skáld og er heimildagildi þessara ritgerða svo mikið að jafnt norskir sem ls- lenskir lesendur geta haft af þeim töluvert gagn. Ritgerðir Orglands um skáldin eru áreiðanlega helsta heimild um islenskan nútímaskáld- skap, sem til er á erlendu máli, enda hefur Orgland gert sér far um að hafa samráð við skáldin sjálf við samningu þeirra og þegið ráð af þeim, sem best til þekkja. 1 þessum ritgerðum Orglands er stundum að finna upplýsingar, sem ekki eru ann arsstaðar til á prenti, svo að segja má að skrif hans séu ómissandi fyr- ir fræðimenn um ljóðlist. Ég efast um að unnt sé að nefna aðra út- lendinga, sem sýnt hafi íslenskri ljóð list meiri ræktarsemi en hann. En skylt er að nefna Danann Poul P. M. Pedersen og þýðingar hans á ljóð um íslenskra skálda. Ég las ritgerð Ivars Orglands um Jón úr Vör með mikilli athygli. Org- land gerir sér vel grein fyrir sér- kennum Jóns úr Vör og enda þótt IVARSORGLANDS Ivar Orgland. •lón úr Vör. formáli hans valdi ekki neinum straumhvörfum i mati manna á skáldskap Jóns, er hann til vitnis um glöggan skilning á þeim jarðvegi sem Jón úr Vör er sprottin upp úr. Margir eru kallaðir til vitnis um gildi skáidsins og stöðu í bókmennt- unum, en einkum er stuðst við rit- gerð Einars Braga, sem birtist með 100 kvæðum Jóns úr Vör, sem Helga fell gaf út 1967. Áhersla er lögð á þátt Jóns úr Vör sem brautryðjanda órimaðs ljóðforms og ekki siður á þjóðfélagslega vitund hans, sem kem ur fram með sterkum hætti i skáld- skap hans. Hér eru greinargóðar upplýsingar um ævi Jóns, skoðanir hans og þau bókmenntalegu áhrif, sem hann hefur orðið fyrir. Róman- tískt ivaf hinna raunsæju Þorps ljóða Jóns úr Vör gleymir Ivar Org- land ekki að minnast á. Orgland kemst að þeirri niðurstöðu að bernska Jóns á Patreksfirði sé hon- um sú uppspretta, sem skáldskapur hans sæki afl til. Ályktanir Org- lands eru samdóma þvi, sem aðrir hafa haldið fram um skáldið Jón úr Vör. Því verður seint neitað að Þorp ið (1946) er eftirminmlegasta ijóða- bók Jóns úr Vör. I öðrum bókum Framhald á bls. 14 Reykjavíkurbréf _____Laugardagur 3. febr. ..-- Jón Pálmason á Akri, látinn Jón Pálimason á Akri var með- al aðsópsmestu stjórnmálamanna Islendinga um áratuga skeíð. Hann hafði afskipti af hinum margvíslegustu málafiokkum, en beitti sér þó mest á sviði land- búnaðarmála og fjármála, að ó- gleymdri eindreginni afstöðu í ör- yggis- og varnarmálum, en hann var til hins síðasta óþreytandi að stappa stálinu í hvern þann, sem hann hitti, að standa dyggan vörð um öryggi og sjálfstæði landsins á þeim hættutimufn, sem yfir heiminn hafa gengið. Jón Pálmason naut óvana- legra vinsælda, ekki einungis í heimabyggð sinni, heldur um land ailt. Hann var mikill höfð- ingi, sem sópaði að hvar sem hann fór, og í höfuðborginni þekktu allir Jón á Akri og báru í senn tii hans vinarhug og virð- ingu fyrir honum. Þetta var bændahöfðingi, sem öllum var að skapi, harður i horn að taka, ef því var að skipta, en þó svo sanngjam og velviljaður, að alla gat hann umgengizt, jafnt sam- herja sem andstæðinga, Jón Pálmason var höfðingi heim að sækja, hvort sem hann tók gesti með sér í íbúðina á Vesturgötu eða stóð á tröppun- um á Akri til að taka á móti komumönnum. Hann var alvöru- maður um þarfir þjóðar sinnar, en þó hinn mesti gleðimaður í vinahópi. Enginn maður var hreinlyndari og hreinskiptnari en Jón á Akri, Hann sagði ætíð það, sem honum bjó í brjósti, og þótt stundum kynni að svíða undan orðum hans, þá er Mklegt, að hinar miklu vinsældir hans hafi einmitt byggzt á hreiniyndi hans | 'öðru fremur. Þessa merka þjóðmálaskörungs verður nánar getið siðar hér í blaðinu. Snorri Hallgrímsson látinn Þótt Snorri Hallgrímsson létist aðeins sextugur að aldri, má segja, að hann hafi unnið tvö- falt lífsstarf og raunar kominn vel á veg með hið þriðja. Hann varð ungur að árum kunnur al- þjóð fyrir störf sín á vígstöðv- unum í Finnlandi, og við heim- komuna tók hann til óspilltra mála. Líf hans beindist að því að líkna og lækna, og þær fjölskyld ur á Islandi munu fáar, sem ekki höfðu einhver kynni af lækn- ingastörfum Snorra Hallgrims sonar. Hann stóð i skurðstofu Landspítalans meðan þróttur ent ist — og raunar miklu lengur en skyldi, því að hann hafði fengið aðvörun, sem hefði átt að nægja til þess, að hann hyrfi til starfa, sem ekki útheimtu jafn mikla áreynslu og daglegar skurðað- gerðir. En hann hélt þeim þó áfram, samhliða kennslu og vís- indastörfum, og starfaði auk þess mikið í byggingarnefnd Landspítalans. Hugsjón Snorra Hallgriimsson- ar var sú að vinna löndum sin- um og landi allt það, er hann megnaði. Hann auðgaðist ekki að fé, þrátt fyrir gifurlega vinnu, en naut virðingar allra, þakk- lætis þúsunda og einlægrar vin- áttu þeirra, sem honum kynntust náið, og var hann þó varkár í vinavali. Fiskirækt — framtíðarmál Þótt Snorri Hailgrímsson ynni ; tvöfalt starf á sviði læknisfræð- innar, átti hann sér annað hugð- i arefni, sem hann einbeitti sér að j í takmörkuðum frístundum. Fyr j ir áratug byggði hann ásamt vini sínum, Kristni Guðbrands- \ syni, og skólabróður sinum, Oddi Óiafssyni, fiskiræktarhús að Keldum. Þangað fór hann flest kvöld og helga daga. Þar fóru í kyrrþey fram hvers kyns rannsóknir 1 sambandi við fisk- eldi. Þar var allt skráð og marg- háttaðar tilraunir gerðar. Einnig þar var starfað í þágu lífsins. Þetta var tómstundastarf, en ! árangurinn óx jafnt og þétt, og j tekið var að glíma við ár og j vötn austur í Skaftafellssýslu. Þar var fiskur að ganga til þurrðar, en við svo búið mátti ekki standa. Árnar skyldu fyllt- ar lífi á ný — og fjölbreyttara j lífi en nokkru sinni áður. Þetta j starf útheimti þrautseigju og þol j inmæði, en einmitt nú var mikið starf byrjað að bera árangur. Á ferðum sínum erlendis lagði Snorri Hallgrimsson lykkju á leið sina til að sjá fiskiræktar- stöðvar og kynnast fiskiræktar- mönnum. Og af þekkingu sinni var hann ætíð fús að miðla hverjum þeim, sem eftir leitaði. Þeir félagar efldu starfsemi sína með stofnun hlutafé- lags. Fiskeldishús var byggt austur í Landbroti og haf- izt handa um byggingu stórrar fiskeldisstöðvar í námunda Hveragerðis, þar sem fyrsta til- raun hér á landi skyldi gerð til að ala sölufisk í verulegu magni. Von Snorra var sú, að geta ein- beitt sér að þessum verkefnum, er hann hyrfi frá kennslu og læknisstörfum. En svo fór sem fór, og aldrei verður metið tjón það, sem íslenzka þjóðin hefur orðið fyrir, einnig á þessu sviði, við fráfall hans. En fiskirækt mun þó halda áfram á íslandi og án efa verða mikilvæg atvinnugrein, áður en mjög langt líður. Og þar munu þau visindastörf, sem Snorri Hallgrims'son vann á þessu sviði, verða þung á metunum. Þurfa hvíld Það var uppáhaldsslagorð nú verandi stjórnarherra, áður en þeir fengu völdin, að þáverandi ríkisstjórn væri þreytt eftir ára- tugar samstjórn tveggja flokka. Nú er það mál manna, að vinstri stjórnin sé bæði þreytt og úr- ræðalaus og þarfnist hvíldar. Vera kann, að stjórnarsinn- ar reyni að mótmæla þessu og segi ráðherrana allisendis óþreytta. En þá er því til að svara, að svo mikið er vist, að fólkið í landinu er orðið þreytt á þeim, ekki sizt fyrir fram- ferði þeirra síðustu tvær vikur. Það er á almannavitorði, að ríkisstjórnin hugðist afþakka aðstoð, sem boðin væii fram er- lendis frá. Því þýðir ekkert að andmæla, því að fyrir ligg- ur skýlaus yfirlýsing þess efn- is frá einum ráðherranna, Magnúsi Kjartanssyni, sem orð- aði þetta svo: „Hins vegar tel ég, að við eig- um að hafa alla burði til að tak- ast á við þennan vanda af eig- in rammleik, og við eigum að gera það að þjóðlegu metnaðar- máli að leggja á okkur þá vinnu og þær fjárhagslegu skuldbind- ingar, sem þarf til að leysa þenn an vanda.“ Og Þjóðviljinn herti á ummæl- um ráðherrans með þessum orð- um: „. . . en metnaður okkar skal vera sá, að gjalda sjálfir eld- sikattinn." Hitt er rétt, að rikissfjórnin gerði sér grein fyrir þeirri miklu andúð, sem þessi stefna mætti meðal alþýðu, og þá var tekið til við að ræða við erlend- ar þjóðir um þá aðstoð, sem fram hafði verið boðin. Ljóst er nú, að verulegt fé mun safnast er- lendis, en þó hefði enn meira safnazt fyrstu daga gossins, ef íslandsvinir erlendis hefðu þá verið hvattir til að hefja al- menna söfnun, í stað þess að úr þeim var dregið. Auðvitað er það engin minnk- un að þiggja hjálp, þegar neyð ber að höndum. Sjálfir höfum við íslendingar margsinnis safn- að fyrir aðrar þjóðir. Ef við nú segðum, að það-væri lítilmann- legt að taka við framréttri hjáip, þá værum við um leið að segja, að við hefðum móðgað þjóðir Afríku, Suður-Ameríku og víð- ar, er við lögðum okkur fram um aðstoð við þær, svo og Dani og Norðmenn við lok styrjald- arinnar. Og þá gætum við held- ur ekki síðar með góðri sam- vizku tekið þátt í hjálparstarfi. Svo einfalt er þetta mál. Hver var tilgangurinn? En menn spyrja: Hver var til- gangur þeirra, sem stefnu ríkis- stjórnarinnar réðu i þessu til- viki, ráðherra kommúnista, eins og svo oft áður? Jú, sá tilgang- ur kom i ljós, þegar á fyrsta degi eldgossins. Þá tók ríkis- stjórnin að ræða um að tengja saman tjónið í Vestmannaeyjum og efnahagsöngþveitið, og leit- ast við að leysa þann vanda, sem hún hefur komið islenzku þjóð- inni i, með allsherjar efnahags- aðgerðum. Hún lét í skyndingu semja frumvarp, sem nú hefur verið birt og alþjóð hefur kynnt sér. Með því átti að framlengja lífdaga ríkisstjórnarinnar. En til að þessi stefna þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar gæti náð fullum tilgangi, þurfti að koma í veg fyrir, að aðstoð er- lendis frá bærist, þvi að þá væri erfiðara að sannfæra menn um nauðsyn þess að sætta sig við stórfellda kjaraskerðingu, skatt- iagningu og bönn við verkföll- um og vísitöluhækkunum. Þetta eru staðreyndir málsins, og hjá því verður ekki komizt að segja þær umbúðalaust, enda gerði al- menningur sér grein fyrir þvi strax í síðustu viku, hvað á seyði var. En ráðherrar kommúnista voru furðu klókir. Þeir sáu brátt, að fólkið í landinu mundi snúast öndvert gegn þessari fyr irætlan, og þá drógu þeir sig í hlé, en öttu framsóknarmönnum á foraðið, og hafa látið þá bera hita og þunga dagsins í þessum umræðum, enda kunna þeir þá list vel hér á landi eins og ann- ars staðar, þar sem þeir hafa verið í samstjórnum með lýðræð | issinnum, að eyðileggja flokk- | ana, sem þeir starfa með, og i fiska síðan í gruggugu vatni. Eysteinn tekur til sinna ráða | Um síðustu helgi voru ráðherr arnir staðákveðnir í að reyna að berja í gegnum Alþingi frum varp það, sem þeir létu semja um allsherjarráðstafanir i efna- hagsmálum i síðustu viku. Þeir hugðust ekki bera það undir verkalýðsforingja, né neina aðra, heldur beita þing- styrk sínum til þess að fá það lögfest. Þeir töldu mikið í húfi að hraða málinu og ætluðu að leggja það fyrir þingið strax s.l. mánudag, til að „nota stemmn- ingu fólksins1'. En fjórir þingmenn stjórnar- flokkanna andmæltu frumvarp- inu og fengust ekki til að lofa stuðningi við það, a.m.k. ekki allir. Samt hugðist forsætisráð- herra láta á það reyna, hvort þeir mundu fella ríkisstjórnina. En þegar hér var komið, sá Eysteinn Jónsson, í hvert óefni stefnt var og greip hann þá til sinna ráða. Hann kom þvi til leiðar, að þingsályktún sú, sem Alþingi samþykkti einróma st. mánudag, var fiiutt í stað frumvarpsins. Þannig var komið í veg fyrir þá hneisu að blanda þessum tveim óskyldu málum saman, þó að vera kunni að til- gangur Eysteins Jónssonar hafi fyrst og fremst verið sá að bjarga lifi ríkisstjórnarinnar, að hún var mynduð. Okkur ber að þakka Hvaðanæva streyma nú að fregnir um, að einstaklingar, fyr irtæki og ríkisstjórnir annarra landa vilji aðstoða íslend- I inga við uppbyggingarstarf í Vestmannaeyjum. Er þar um að I ræða stórar upphæðir, sem mjög ! munu auðvelda okkur lausn | vandans. Fjárhagsaðstoð þessi er að sjálfsögðu mikilvæg, en hitt er ! þó meira um vert, að með þeim | er sýndur vinarhugur í okkar | garð. Við finnum til þess, að við stöndum ekki einir, er vanda ber að höndum, heldur njótum við samúðar, skiinings og velvildar fjölda manna víða um heim. Sú staðreynd gerir okkur enn auð- veldara að mæta þessum vanda og hverjum öðrum, sem að hönd- um kann að bera. Ekki sizt þess vegna ber okkur að vera þakk- látir. Norðuriöndin eru, eins og vænta mátti, stórtæk í aðstoð við okkur, og Bandarikjamenn, sem fyrstir voru til að bjóða fram aðstoð, munu áreiðanlega ekki síður vera fúsir til að rétta fram hjálparhönd á þann hátt, sem ís- lenzk stjórnvöld telja heppilegt. Hins vegar ber að forðast að taka tilboðum uan aðsetur og at- vinnu erlendis, þótt af velvilja séu fram borin, því að við 'þörfn- umis't allra Islendinga hér heima. Mótmæli við Líbýu Eins og kunnugt er siglir drátt arskipið Statesman, Stjórnvitr- ingur, sem Bretar hafa sent á okkar mið, undir fána Libýu. Þessu skipi er ætlað að hindra íslenzku varðskipin í löggæzlu- störfum þeim, sem þau eiga að hafa með höndum. Og mun ætl- unin að láta það sigla i veg fyr- ir varðskipin, er þau gera til- raun til að hindra ólöglegar veiðar brezkra togara eða taka þá í landhelgi. Þannig hefur verið upplýst af Breta hálfu, sem skipið munu hafa á leigu, að það eigi að stunda lögbrot innan islenzku landhelginnar. Þótt enn hafi ekki reynt á slíkt atferli af hálfu „Stjórnvitringsins“, er yf- irlýst, að þetta sé verkefni skips ins. Þess vegna virðist ástæðu- laust að fresta því að mótmæla nærveru skipsins hér, og eðlileg ast er að bera mótmælin fram við það riki, sem ábyrgð ber á skipinu, Libýu, þvi að skipið sigl- ir undir þess fána. Kynni að vera, að Libýustjóm gripi í taumana, en alla vega mundu slík mótmæli vekja athygli og fleiri kynnu þá að hlæja að Bretastjórn en þingmennirnir í neðri málstofunni, þegar skýrt var frá þeirri stjórnvizku rikis- stjórnar Hennar hátignar að senda „Stjórnvitringinn" hingað til lands. Blaður Því miður hefur það brunnið æði oft við, að ráðherramir I vinstri stjórninni blöðruðu ein- hverja vitleysu út í loftið, sem þeir siðan geta ekki staðið við. Má kannski segja, að þetta komi ekki svo mjög að sök, þegar um innanlandsdeilur er að ræða, en verra er, þegar þetta snertir sam skipti okkar við aðrar þjóðir. Örlítið dæmi um þetta gerðist í sjónvarpsþættinum viðfræga s.l. þriðjudag, þar sem forsætis- ráðherrann ,,brilleraði“. Hann sagði þá, að í síðasta Reykja- víkurbréfi hefði ekki verið far- ið rétt með upphaflegar hug- myndir ríkisstjórnarinnar um al mennar efnahagsráðstafanir. Morgunblaðið bað hann að greina frá því. hvað rangt hefði þar verið sagt, en auðvitað varð hann klumsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.