Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBL.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Áuglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. i lausasölu 15, hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. ¥ íklega er það eftirtektar- verðast við þær ráðstaf- anir, sem nú hafa verið ákveðnar með einróma sam- þykkt Alþingis vegna ham- faranna í Vestmannaeyjum, að þingið tók í rauninni ráðin af ríkisstjórninni í þessu efni. Slíkt hefur ekki hent í manna minnum, því að löng- um hefur það verið svo, að ríkisstjórn á hverjum tíma hefur mótað störf þingsins og stefna ríkisstjórnar yfirleitt verið allsráðandi í þingsöl- um. Hafa margsinnis komið upp raddir um það, að áhrif framkvæmdavaldsins hafi mjög aukizt á kostnað lög- gjafarvaldsins. Nú hefur það hins vegar gerzt, að þingmenn gerðu uppreisn gegn ríkisstjórninni og þvinguðu hana til þess að falla frá fyrirætlunum um að blanda saman ráðstöfun vegna náttúruhamfara og að- gerðum í efnahagsmálum, vegna heimatilbúins vanda. Þetta tókst með óopinberri samstöðu þingmanna stjórn- arandstæðinga og nokkurra þingmanna úr stjórnarflokk- unum. sér. í samræmi við þessar hugmyndir létu þeir búa til frumvarp og leituðu stíft eft- ir stuðningi við það. í>eir létu breyta frumvarpinu til þess að koma til móts við gagn- rýni, sem kom fram á það í þeirra eigin þingflokkum. Þegar blíðmælin dugðu ekki, gripu þeir til hótana. En allt kom fyrir ekki. Á Alþingi reyndist ekki meirihluti fyr- ir tillögum ráðherranna. Á örlagatímum ríður á miklu, að þjóðin eigi sér sterka forystu eins og t.d. á erfiðleikaárunum 1967—1969, þegar efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar varð fyrir marg- falt meira áfalli en nokkrar líkur benda til að leiði af eldgosinu á Heimaey. Sú styrka hönd, sem þá hélt um stjórnvölinn tryggði, að á ör- skömmum tíma tókst að rétta þjóðarskútuna við. En ekk- ert lýsir betur þeirri stað- orðið fyrir annarri erns nið- urlægingu. Skattaálögur, sem nema nærri 2000 milljónum króna á einu ári eru mikil og þung byrði fyrir fámenna þjóð. Þó er öllum Ijóst, að þær byrðar verðum við að bera. Hitt er svo annað mál, að ekki kemur til greina, að enn verði lagðir nýir skattar á þjóðina vegna þess vanda, sem ríkisstjórnin hefur sjálf búið til í efnahagsmálum, en ráðherrar í ríkisstjórninni hafa gefið í skyn, að sú kunni að vera hugsun þeirra. Skatt- byrðin á íslandi er nú kom- in langt yfir eðlilegt hámark. Þeir einstaklingar eru ófáir, sem berjast dag hvern við vítahring skattanna og geta með engu móti unnið sigur. Það er ljóst, að almennir tekjuskattar verða að lækka. Þeir sérstöku skattar, sem lagðir verða á vegna hamfar- anna í Eyjum breyta engu um það. ÞINGIÐ TOK RAÐIN AF RÍ KISST J ÓRNINNI Með þessari framvindu mála hafa ráðherrarnir í rík- isstjórninni beðið rnikinn ó- sigur. Þeir höfðu þegar á fyrsta degi hamfaranna í Eyjum ákveðnar hugmyndir um að nota tækifærið til þess að losa sig úr þeirri snöru, sem þeir hafa sjálfir bundið reynd, að nú situr veik ríkis- stjórn við völd með ráðherra, sem ekki hafa þá forystu- hæfileika til að bera sem nauðsynlegt er á örlagatím- um en það, að þingið neydd- ist til að taka ráðin af ríkis- stjórninni. f manna minnum hafa ráðherrar á íslandi ekki Þegar því er haldið fram að lækka verði almenna tekjuskatta á öllum almenn- ingi er ekki ólíklegt, að mál- svarar ríkisstjórnarinnar reki upp ramakvein og spyrji hvernig bæta eigi ríkissjóði upp það tekjutap, sem hann bannia verði fvrir. Svarið er. að það á ekki að bæta ríkis- sjóði upp slíkt tekjutap með nýrri fjáröflun annars stað- ar, heldur á að skera niður útgjöld ríkisins. Fyrir tveim- ur árum nam heildarupphæð fjárlaga 11 milljörðum króna. í dag nemur heildarupphæð fjárlaga 22 milljörðum. Þessi gífurlega aukning ríkisút- gjalda á tveimur árum er til marks um óstjórn í fjármál- um ríkisins. Nú verður að snúa blaðinu við — ekki sízt vegna þeirrar skattheimtu, sem er nauðsynleg vegna áfallanna í Vestmannaeyj- Þá verður auðvitað spurt, hvort menn vilji skera niður þessi útgjöldin eða hin. Og því er til að svara, að áreið- anlega er stuðningur við það meðal þjóðarinnar að skera niður í verulegum mæli út- gjöld ríkisins á fjölmörgum sviðum, gegn því að tekju- skattar verði lækkaðir veru- lega. Vinstri stjórnin hefur gengið alltof langt á þeirri braut að svipta einstakling- inn ráðstöfunarrétti yfir eig- in aflafé en þenja ríkisbákn- ið út í þess stað. Hin nauð- synlega fjáröflun vegna Vest- mannaeyja ýtir enn á um það, að sú krafa verði sett fram, studd rökum og ítar- legum tillögum, að tekju- skattar verði lækkaðir veru- lega og útgjöld ríkissjóðs skorin niður til að mæta því tekjutapi. \3'~'Xy iNeUrJ|ork®imejí \ 0 t \ EFTIR C.L. SULZBERGER HYGGILEG UTANRÍKIS STEFNA SOVÉTMANNA Eí hugað er að þróun alþjóðamála á síðastliðnum áratug kemst maður vart hjá því að álykta, að Sovétmenn hafi náð umtalsverðum árangri með utanríkisstefnu sinni. Þessi árangur mun koma i ljós á viðræðufundum Austur- og Vesturveldanna, sem hefj ast með öryggismálaráðstefnunni í Helsinki. Ekki má þó gleyma því, að ýmis- legt hefur einnig verið Sovétmönn- um andstætt. Kúbumálið var slæmur álitshnekkir fyrir stjórnina í Kreml, sambúðin við Kína hefur versnað, og þess vegna hafa Sovét- menn neyðzt til að auka herafla sinn i Asíu. Rússar hafa tapað meiru en þeir hafa unnið i Arabaríkjunum, auk hins mikla efnahagslega tjóns, sem þeir biðu í sex daga stríðinu. Andúðin á Sovétríkjunum fer vax- andi í Líbíu og enn hafa Rússar ekki bætt sér upp það, sem þeir töpuðu. jafnt í áhrifum sem áliti, þegar hern aðarsérfræðingum þeirra var vísað á burt frá Egyptaiandi. En árangurinn er þyngri á metun- um, þegar á heildina ér litið. Floti Sov étríkjanna er nú sá næstöflugas veröldinná, og her'nn sá langstærsti. Kj amorkueldflau gamáttur Sovétríkj anna er því sem næst hinn sami og Bandaríkjanna, það staðfesta SALT viðræðumar. Sovétmönnum hefur tekizt að tryggja sér efnahagsaðstoð, og þurfa þvl ekki að óttast uppskerubresti jafn mikið og áður. Dæmið um flutn inga bandarísks korns til Sovétríkj- anna á næstliðnu ári sýnir þetta bezt, en einmg hafa Japanir og ýmis ríki Vestur-Evrópu látið aðstoð í té. — Moskva er tvímælalaust orðin ein helzta stjómmiðstöð veraldar. f frele isstyrjöld Bangladesh á fyrra ári höfðu Sovétríkin mun meiri áhrif en Bandaríkin, og þeim hefur tekizt að afla sér mik lla áhrifa á Indlands- skaga. í Hanoi hafa Sovétmenn a.m.k. jafnmikil áhrif og Kínverjar. Síðast en ekki sízt hefur Sovét- mönnum tekizt að gera að veruleika sinn stærsta pólitiska draum: að fá viðurkenningu á skiptingu Evrópu. Þetta hefur þó ekki geng ð greið- lega, þar sem Bandaríkjamenn börð ust gegn hugmyndinni í forsetatið þeirra Trumans, Eisenhowers og Kennedys. Á heimavigstöðvunum hafa Sovét menn átt við ýmsa tímabundna erfið leika að stríða, sv'o sem uppreisnipn ar í Póllandi og Ungverjalandi árið 1956, innrás na í Tékkóslóvakíu 1968 og loks óhlýðni villutrúarmannanna í Júgóslaviu og Rúmeníu. Um þessar mundir virðist þó ýmislegt benda til þess, að Júgóslavar muni eiga við ýmis innanlandsvandamál að stríða þegar Titó fellur frá, og Rúmenum er fyllilega Ijóst, að hin sjálfstæða ut anrík sstefna þeírra líðst aðeins inn an vissra takmarka. Vingan Frakka, V-Þjóðverja og Bandaríkjamanna við Rússa nýtur samþykkis vestrænna þjóða, en hef ur þó engu að síður spiilt pólitískri samstöðu ríkjanna á N-Atlantshafs- svæðinu. Evrópumenn og Bandaríkja menn gruna nú hvorir aðra um græsku, og þjóðir Vesturlanda berj- ast harðri baráttu um ítök í sovézka markaðinum. Hvar sem er i heiminum hafa menn fagnað nýafstöðnum kosninga sigri Willy Brandts, sem þó byggðist fyrst og fremst á Austurstefnu hans, viðurkenningu á skiptingu Þýzka- lands og Berlínarmúrnum. Sigur Brandts var þó engu siður sigur Rússa, sem þar með fengu enn eina staðfestinguna á skiptingu Evrópu. Af þessu mætti það vera öllum ljóst, að Öryggismálaráðstefnán í Helsinki hófst á mjög hagstæðum tíma fyrir Rússa. Upphaflega komu Rússar fram með hugmyndina að slikri ráðstefnu árið 1954, en siðan héldu Pólverjar og Finnar hugmynd inni fram um árabil. Árið 1966 hófu Rússar aftur baráttu sína fyrir Örygg ismálaráðstefnunni, en NATO svaraði fyrst á árunum 1969—70 og þá með gagntillögum. í kjölfar Öryggismálaráðstefnunn- ar fylgja viðræður um gagnkvæma fækkun i herjum stórveldanna í Evr ópu. Framhaldsv ðræður munu fara fram næsta sumar. Ljóst er þó, að eftir að þessar viðræður voru ákveðn ar hefur aðstaða Sovétmanna greini lega batnað. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að leggja niður herskyldu frá og með 1. júlí nk., og verða því að draga mjög úr herbúnaði sínum. Sömuleið is hefur stjórnskipuð nefnd í V- Þýzkalandi mælt með því, að fækk að verði í her landsins um 25 af hundraði í spamaðarskyni, en vest ur-þýzki herinn er hinn stærsti í V- Evrópu. Þeir samningar, sem verða gerðir um öryggismál Evrópu, hljóta að byggjast á allt öðrum forsendum en Leonid Brezhnev Alexei Kosygin þeim sem firam til þessa hafa verið lagðar til grundvallar uppbygigingu varnarkerfis vestrænna þjóða. Hinir nýju samningar munu byggjast á því, að skipting Evrópu samkvæmt hug- myndakerfum verður viðurkennd, og tvö öflugustu ríkin á Vesturlöndum hafa þegar ákveðið að fækka í herj um sínum, hvað svo sem Rússar vilja semja um. Við verðum vissuliega að óska Sovétmönnum til hamingju með mjög snjalla utanríkisstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.