Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1973 23 þar sem húsbændurnlr voru danskir eða norskir að uppruna. Hún kynntist því vel matar- gerð og heimilisháttum, sem var nokkuð frábrugðið því, sem tíðkaðist hjá íslenzkri alþýðu í sveit og við sjó. Hún réð sig til saumanáms á Seyðisfirði og vann síðan í nokkur ár á sauma stofunni fyrir kaupi. Hún kunni vel við sig í Seyðisfjarð- arkaupstað, en þar og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum þótti henni gæta um of ýmiss konar erlendrar fordildar í tali og framkomu hjá því fólki, sem taldi sig og var talið „betri borg arar“, en hvers konar manna- læti og sýndarmennska var ávallt sem eitur í hennar bein- um. Hún sagði mér það, að þá er hún var fengin til sauma- skapar á raunar ágætu heimili, þar sem hún hafði áður verið í vist, bauð frúin henni þegar „dús“, en áður hafði hún þérað hana og látið hana þéra sig. Sigurlaug kvað saumakonuna vera sömu manneskju og vinnu- konuna Sigurlaugu og varð svo að vera, að hún og frúin, þér- uðust, þó að þeim raunar félli mæta vel. Siguriaug fluttist til Reykja- vikur vorið 1920, var þar sjálfr- ajr sín, eins og það var kallað, vanin að saumum á vetrum, en á öðrum tímum árs, það sem bet ur var borgað — eða gaf góð- ar vonir um há vinnulaun, enda hafði móðir hennar flutzt til hennar, slitin og heilsuveil eftir sína löngu og ströngu lífsbar- átfcu, skömmu eftir að hún sett- ist að í Reykjavik. í>ar kom að móðir hennar tók langvir.na sótt sem leiddi hana tiá bana. Lagði þá Sigurlaug meira að sér en jafnvel nokkru sinni áður til þess að geta greitt sjúkrakostn að og síðan jarðarför. Móðir hennar lá í Farsóttahúsinu, og rómaði Sigurlaug það mjög hve frábærl'ega vel María Maack hafði reynzt þeim mæðgum, enda varð hún þess vís, hve Sig urlaug lagði hart að sér til þess að geta staðið í skilum. Árið 1928 giftist Siguriaug Ara kaupmanni t>órðarsyni, en hann hafði áður verið kvæntur Þóru Sigurðardóttur, Bjarnason ar frá Garðhúsum hér í borg- inni og voru þau foreldrar Unnar, konu minnar. Þau skiidiu samvistum. Sigurlauig og Ari eiiginuðust son, sem var skárð ur Trygigvi í höfuðið á fósturföð ur Sigurlaugar. Tryggvi nam rafvirkjun og hefur í tvo ára- fcugi unnið hjá Bræðrumum Orms son. Hann er kvæntur Andreu, dóttur Odds heitins Björnssonar frá Akranesi, sem lengi vann hjá foiriagi Isafoltíarprent- smiðju og gaf einnig sjálfur út aKlmargar bækur. Þau Tryggvi og Andrea eiga fjögur böm, Ara oig Björn, sem báðir eru í fjórða bekk menntaskóla hér í borgisnni, Sigriði, stundar nám í gagnfræðaskó’a oig Kára, sem er í skóflanum í Landakoti. Kreppuárin urðu mörgum erf ið, og vann Siguriaug, sem raun ar gat aldrei verksmá verið heimili þeirra hjóna, þegar að hierti um atvinnu bónda henmar. Ari lézt árið 1942 eftir lamga ag kvalafulla legtu. Þá var Sig- urlaug 57 ára göomu'l, en sonur- iinn 13 ára. En það var svo sem ekki Siguriaugu að skapi að leita opinberrar aðstoðar Hún vann fyrir sér og syni siin- um, unz hann hafði lokið námi — og hélt auík þess uppi sannri reisn, þegar giest bar að garði — og þá ekki sizt gagnvart þeim, sem lítils voru megandi eða höfðu í „urð hrakizt". Og þann i'g var hún til hins siðasta, að heldur mundi hún hafa fellt niður mátíðir sjál'frar sín dag og dag í bili en að neita bágstödd- um um máflsverð eða annað, sem hún yar megnug að veita. Og eftir að sonur hennar kvæntist og eignaðist böm, má segja, að hún lifði fyrir það að veita heim ili sonarins sitthvað, sem það ella hefði orðið að neita sér um, og þurfti þar ekki eftir að leita. Sigurlaug vann í frysti- húsi fram yfir sjötugt. En þegar hún var á sjötugasta og þriðja árinu, lá hún allþuniga liegu. Svo fór hún þá að ta'ka ellilaun og vann i Landakoti, en bæði Ari heitinn og hún höfðu hneigzt til kaþólskrar trúar. Sigurlaug hafði og alltaf haft ríka trú- hneigð, en ekki var hún for- dómagjörn gagnvart öðrum, enda með afbrigðum grandvör í umtali uim fólk, og þó skorti ekkert á, að hún kynni að gera mun á mönnum eftir mann- kostum þeirra. Hún vann fullan vinnudag i Landakoti fram tíl ársins 1967. Þá varð hún fyrir bifreið og slasaðiist svo mjög, að hvorki læknar né aðrir ætluðu henni líf, hvað þá að nokkrum kæmi til hugar, að hún yrði fær til vinnu. Bn eftir um það bii finom mánuði, var hún komin að sínum fyrri störfum, en vann nú aðeins hálfan dagin.n, og það gerði hún, unz húin var orðin 87 ára, og auk þess hélt hún uppi si.nni göml'u risnu heima og vann handavinnu á kvöidin. Hún hafði mikið yndi af sjón- varpi og útvarpi og las alltaf blöð, og jafnan tók hana sárt til allra, sem urðu að þola órétt og hörmungar, hvar sem hún fréttí af slíku úti í hinni víðu verölö. Eftir að við hjón höfðum reist okkur hús að Mýrum á Reyk- holfcsdal, vorum við í sam'býli við Siguriaugu, þegar við dvöld um hér í borginni. Höfðum við af þvi mikla ánægju, enda var hún ekki aðeins góð viðflyndis og vildi gera okjkur og Þór syni okkar, allt það til þægðar, sem hún framast mátti, heldur var hún með öllu sínu haglætí skemmtileg — og fyndin og orð heppin, ef hún viltíi það við hafa. Við ölfl þrjú erutn forsjón- inni þakklát fyrir að okkur veittist sú mannbót að hafa ná- in kynni af slíkri konu sem Sig- urlaug Árnadóttir var, og biðj- | um syni hennar, tenigdadóttur og börnum blessunar, en hjá þe m var hún frá þvi síðastiiðið vor og til banadægiurs. Þá var ioks svo komið, að hún treyst- ist ekki lenguir til fuillrar sjálfs- bjargar. Guðmundur Gíslason Hagaiín. Félagsheimilið Festi Grindavík Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur í kvöld, föstudagskvöld, frá klukkan 9-2. Allur ágóði rennur til Vestmannaeyjasöfnunarinnar. LlF 0G FJÖR Á ★ Buxur úr þvegnu Denim ★ Smekkbuxur úr rifluðu flaueli ★ Duffle Coat úlpur í nýjum litum ★ Mittisjakkar með stjörnum ★ Nýjar ódýrar herrapeysur ★ Úrval af drengjapeysum ★ Loðin dömuvesti og peysur ★ Síðar loðfóðraðar dömuúlpur ★ Víðar mússur ★ I vefnaðarvörudeild: Grófriflað flauel, gardínuefni, damask, mynstrað jersey, lakaléreft og fleira. Matvura í úrvali - MUNIÐ VIÐSKIPTAKORTIN Útsalan heldur ófram. Nýjar vörur daglega GERIÐ GÓÐ KAUP í GÓÐUM VÖRUM OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD FÓSTUDÓGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.