Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1973 Hrím- hvíta móðir Kaupmannahöfn. — Johannes V. Jensen hefði orðið hundrað ára í þessum mánuði, ef hann hefði lifað. Þess var minnzt í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, enda telja margir Dan- ir hann mesta skáld á danska tungu á þessari öld. Tom Kristensen, eitt helzta ljóðskáld Dana núlifandi, seg- ir að Johs. V. Jensen hafi sömu stöðu í dönskum bókmenntum á þess- ari öld og Oehlenschlæger á þeirri siðustu. Hann sé sem sagt: höfuð- skáld. Auðvitað má alltaf deila urn skáld og verk þeirra og er vafalaust að Tom Kristensen á við að J. V. Jen- sen hafi verið dönskum bókmenntum og menningarlifi jafnmikilvægur á þessari öld og Oehlenschlæger á þeirri síðustu. Hvort sem mönnum lík ar betur eða ver við -rómantískan skáldskap hins síðarnefnda, var hann áhrifamestur allra danskra skálda á síðustu öld a. m. k. meðan hann lifði: eins konar skáldkonungur. En það sem er merkilegast fyrir okkuæ og mest íhugunarefni er sú staðreynd, að íslenzkar fornbókmenntir og menning forfeðra vorra var báðum þessum skáldum ólæknandi ástriða og hafði gífurleg áhrif á verk þeirra og afstöðu alla. Raunar er ég þeirr- ar skoðunar að Norræna menningar- málastofnunin hér í Kaupmanna- höfn, sem er hin merkasta í alla staði, ætti að verja stórfé til að láta kanna þessi áhrif, og þá ekki síður áhrif fornrar íslenzkrar menningar á and- legt líf á öðrum Norðurlöndum, ekki sízt í Noregi, þar sem íslenzkar bók- menntir fyrri alda eru undirstaða fiestra þeirra sérkenna norsks hugs- unarháttar og þjóðlífs og menning- ar sem forsætisráðherra þeirra lagði sérstaka áherzlu á í ræðu sinni ný- lega hér á Friðriksbergi eins og ég hef áður bent á: hvað væri Noregur í dag án Snorra eða Eddu? Skyldi það ekki vera eldfjallið í brjósti islenzku fornskáldanna sem færði líf i tuskurnar á endu-rreisnarskeiði norskrar menningar á sínum tíma? Það eldfjall stráði ekki vikri og ösku yfir fólk og byggðir, né kaffærði mannlíf undir svörtu hraimi. Það kveikti elda, lýsti upp. Án þessara elda væru a. m. k. Danmörk og Nor- egur önnur lönd en þau eru í dag, og jafnvel Svíþjóð, þótt ég þekki þar minna til. Þetta skulum við hafa í huga á þessum síðustu og verstu tím- um. Og á þetta skulum við leggja áherzlu og líta upplitsdjarfir fram- an í heiminn. Það er frá landinu sjálfu sem við höfum fengið eldinn. Þorskurinn er nauðsynleg efna- Frá Vestma nnaeyjum. hagsleg undlrstaða, en hann fór allt- af illa í skjaldarmerki íslands. Það er áreiðanlega einsdæmii að þjóð hafi gefið annarri sögu sina. En hvað væri saga Norðmanna án Snorra og kon- ungasagna? Annáll sem enginn hefði áhuga á. Þjóð án sögu, án endur- minningar, er ekki þjóð. Hér er þvi mikið verk að vinna, að bera þessari fornu íslenzbu menningu og bók- mennt vitni altts staðar þar sem því verður við komið. Þeir eldar mættu aukast, þótt aðrir dæju út. ívar Eske- land, sá góði túlkandi íslands og fom- menningar vorrar, mætti vel minna á þetta í Norrænu menningarmála- stofnuninni. XXX Johannes V. Jensen sneri m.a. Sonatorreki á gullaklardönsku. Það minnti mig á hlutverk listar. Jörgen Schleimann, sem á marga vini frá íslandsdvöl sinni og kann skil á mönnum og málefnum á íslandi, svo að undrum sætir, minnti mig um dag- inn á kjarnann í kenningum Mal- raux, franska skáldsins og fyrrum menntamáiaráðherra de Gauiles (hann kunni að velja menn í kring- um sig), en hann er sá, að listin er eins koinar andörlög, ef svo mætti að orði komast: menningarheimspeki Malraux birtist okkur í Sonatorreki Egils; að það er í listinni sem við lifum af, vinnum bug á harmsögu- legri upplifun, sigrumst á örlögun- um. Egill treysti sér ekki til að liía eftir dauða sonar síns fyrr en hann hafði ort ljóðið. Einmitt: það er í listimni sem maðurinn sigrar jafnvel grimmustu örlög. Kannski er þetta ástæðan til þess að íslendingar hafa aldrei getað án bókmennta verið. Þar unnu þeir bug á raunum sinum eins og Egill. Og þar munu þeir halda áfram að sigra. Þær eru andör- lög fslendinga. úr ösku Vestmanna- eyja á eftir að rísa nýr Egill. Og hann á eftir að gefa fólki sinu þess „sona- torrek“, svo að það geti sigrazt á erf- iðleikum sínum og vonbrigðum, þó að ekki séu þau neitt sambærileg við harm Egils og óbætanlegt örlagaslys, sonarmissi. En hann lifði af. Sölin í munni Egils eru lykillinn að list- heimspeki Malraux. Schleimann lét son sinn heita Egil, þvi að hann átti að verða „kjammikilll knaftakarl", eins og raun hefur orðið á. „Egill Skallagrímsson er mesta ljóðskáld allra tíma,“ segir þessi áhrifamikli „gistivinur Morgunblaðsins" eins og Jörgen var einu sinni kallaður í blaði sem nú er málgagn Alþýðubandalags- ins, þá hétu aðstandendur þess flokks kommúnistar, enda höfðu þeir kjark til að vera þeir sjálfir. Þórbergur og Kristinn Andrésson hafa aldrei villt á sér heimildir. XXX Við byggjum erfitt land. Og æ.gi- fagurt. Það gerði jafnvel nokkra út- lenda blaðamenn að skáldum í tvo sólarhringa, eins og ég hef áður minnzt á. Upplifuin Vestmannaeyja opnaði æð sem engum datt í hug að þeir ættu til. Stundum er sagt að ís- land sé á mörkum hins byggilega heims. Ég held það sé aðallega á mörkum veruleika og draums, skáld- skapar og raunveruleika. Það er eins og íslendingasögurnar sjálfar, hetj- urnar og goðin sem sagt er fira i Eddunum. ísland er goðsögn. Og ég hef aldrei skilið að nokkur maður geti alizt upp i þessu landi án þess að vera a.m.k. brot af skáldi. Land- ið sjálft og öriög fólksins er ekki þorskur, þótt hann sé góður og nauð- synlegur, heldur goðsögn. „Lifið er saltfiskur,“ sagði Salka Valka. Kannski verðum við um stundarsak- ir; af ófyrirsj áanlegu öriagaslysi, eins og í Vestmannaeyjum, að taka undir þessi orð. Lífið er nefnilega allt, nema salt- fiskur. Kannski við verðum samt sem áður neydd til þess að taka þorskinn aftur upp í skjaldarmerkið. xxx ísland er öðruvísi en önnur lönd, ógleymanlegt þeim útlendmgum sem kynnast því. Nýlega var samtal við konu danska landbúnaðarráðherrans í BT. vegna árása á mann hennar. I samtalinu notaði hún tækifærið til að geta þess að sér væri ógleymanleg ferð sem hún hefði farið með manni sínum til íslands. Framrétt hönd á örlagastund. Peter Ustinov, sem kom til íslands var í sjónvarpsþætti hér nýlega. Og auð- vitað gat hann ekki setið á sér að minnast á ísland. Hann segist heita Pétur Eysteinsson. XXX Nú hafa hraunið og askan unnið spöl í landi Vestmannaeyinga, kannski eyjamar allar fyrir fullt og allt. Það er á sMkum stundum sem kenmingar Malraux verða að veru- leika. Einhvers staðar og einhvem tíma munu Vestmannaeyjar, þessi græni, yndislegi og þróttmikli stað- ur, rísa úr ösku og hrauni. Þessi græna vin í fangi vorrar „hrimhvítu móður“. Ef við sigrum ekki í veruleikanum, þá gerum við það a.m.k. í skáfldskapn- um. Eins og alla tíð. Og þannig munurn við halda áfram að Mfa af. XXX Danir vilja ólmir koma til hjáip- ar. Sumir hafa sagt við mig: „Af hverju megum við ekki rétta þess- um 5000—6000 bræðrum okkar og vinum í Vestmannaeyjum hjálpar- hönd á sama tíma og þess er krafizt að við veitum Víetnömum stórfellda aðstoð? Fólkið þar mun ekki fá þessa aðstoð, heldur lenda peningarnir í höndum ævintýramanna, sem kaupa fyrir þá vopn, svo þeir geti haldið áfram að berjast og drepa fólkið.“ Þega.r ég hef maldað í móinn, er sagt blákalt: „Friðurinn stóð í tvær mdn- úitur, þá fóru þeir að berjast aftur. En bömin, konumar og gamla fólkið munu ekki fá nema lítið brot af þess- ari aðstoð.“ Thorkild Hansen, danski rithöf- undurinn, sem fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir skrif sin um þrælana og þrælaskipin (hann las úr þessu verki sínu heima á ís- landi), er nýkominn frá Víetnam og segir að þar ríki engin hungursneyð, en eyðilegigingin sé ólýsanleg, bæði i Suður- og Norður-Víetnam. Fólkið sé hjáiparþurfi, heimilislaust. Enginn efiast um það. Ég hef lagt á þetta áherzlu i samtölum við marga Dani, en þeir hrisita höfuðið, tor- try.ggnir: „Á Íslandi var allt gert til að hjálpa fólki til að lifa,“ er mér svarað, „en í Víetnam hefur allt verið gent til að drepa fólk. Við eig- um að rétta íslendingum hjálpar- hönd." En mangir Danir hafa átt erfitt með að skilja viðbrögð íslenzkra stjórn- valda, þegar þessar línur eru skrií- aðar. Það er karlmannlegt að bera si.g vel. En hörmungar gleymast fljótt á vorum dögum. Og hik forráða- manna hefur kostað Vestmannaey- in.ga ómetanlega aðstoð i upphafi erf iðöieika þeirra. Samúð er erfitt að vekja í vorum kaMrifjaða heimi, nema á örlagastund. XXX Andi Oehlensohlægers og Johs. V. Jensens er enn eldur i brjósti margira Dana. Og fleiri en bæði þeir og við vitum. Oehlenschlæger yrkir um islenzk efni í öðru hverju verki og flest ljóða hans eru með ívafi úr Eddum og fornum sögum. Raunar eru þessi áhrif með ólíkindum. í HAFNARHRIP „Guldhornene" fjallar skáldið af inn- blæstri um þessa gömlu gullöld og í Ijóðaflokkinum „Helges Eventyr" segir skáldið m.a.: „Til Heklas Bierg, Med Trold og Dværg. Og fæle Hvirvelvinde. Der sværmer nu i Nætter ni Den frygtelige Qvinde; Imedens svæver Snekken fri, Som Fugl om Biergets Tinde.“ Og í Ijóðinu „Island" standa þessi orð: „Island, hellige 0, Ihukommelsens vældige Tempel, Hen til din fiernede Kyst, vifte Gud Bragi min Sang! Altid en kraftlg IM udvikled din skinnende Field'iis Vældi'gt det bþlgende Hav freder om Oldtidens Aand. Der iblandt Askurs Æt frem- blomatred de herlige Skialde. Er ei i Nordens Natur Hekla som Genius stþrst? Aand og Natur sig forened, og vist ei hændelesesviis blot Bygged et Tempel sig der Saga med Griffel og Skiold . . .“ Síðan bendir skáldið á að þoka hafii tekið völdin og nú sé mál að horfa fram til sólar. En einhver meiri róm antikker en ég verður að snara þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.