Morgunblaðið - 14.02.1973, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.02.1973, Qupperneq 15
MORGU-NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1.4. FEBRÚAR 1973 15 Jóhann Hafstein: EFTA-AÐILD GRUNDVOLL- UR SAMNINGANNA VIÐ EBE Þingsályktunartillaga um staðfestingu á samningi milli íslands og Efnahagsbanda- lags Evrópu kom til umræðu í Sameinuðu þingi í gær. Lúðvík Jósepsson, viðskipta- ráðherra, mælti fyrir tillög- unni. Kom fram í ræðu hans, að ekki hefði enn verið tek- in ákvörðun um það, hvenær sú fullgildingarheimild, sem sótzt er eftir með tillögunni, yrði notuð. Jóhann Hafstein sagði, að fullgildingin hefði dregizt úr hömlu og yrði rík- isstjórnin að gefa skýr svör um, hvort samningurinn yrði fullgiltur fyrir 1. marz, svo að hann gæti tekið gildi frá og með 1. apríl. Gæfi ríkis- stjórnin ekki skýr svör, þá yrði vilji þingmanna kannað- ur með breytingartillögu við þingsályktunartillöguna. Gylfi Þ. Gíslason tók í sama streng. Lúðvík Jósepsson, viðskipta- ráðherra: Með þessari þings- ályktunartillögiu er lagt til, að AI þingi heiimili rikisstjóminni að fullgilda þá samninga, sem gerð ir voru við Efnahagsbandalagið hinn 22. júll sl. Meginatriði samn inigsins eru: 1 fyrsta lagi að inn- fluttar iðnaðarvörur frá banda- lagsríkjunum njóta sömu tollfríð Jóhann Hafstein. inda hér og áðuir var saimkv. EF TA-samn inigrn um. 1 öðru lagi nýt ur Island saims konar toWfríðinda hjá bandalajgslöndunum fyrir sambærilega.r vörur. 1 þriðja lagi eru íslandi veitt viss tollfríðindi fyrir útfluttar sjávarafurðir til bandalagsrikjanna. Þessu síðasta fylgir þó það skilyrði, að banda- laigið getur frestað framkvæmd þessa ákvæðis telji það að við unandi lausn varðandi fiskveiði- réttindi bandalagsríkjanna við fs landsstrendur náist ekki. Tolla- lækkunin á að vera komin að fullu til framkvæmda 1980. Hún hefst á 30% tollalækkun og fylig ir síðan sömu toilalækkuna,ráætl un og samið var um við EFTA. Lækkun á tollum á íslenzkum út- flutninigisvörum fer hins vegar fram í fímm áföngum, á rúmum 4 árum. Viðræður fslendinga um samningana hófust 24. nóvember 1970 og þeim lauk með undir- skrift 22. júlíi 1972. Einkum oHu tvö atriði erfiðleikum. Hið fyrra var að fá bandalagið til að viður kenna, að mikilvægast væri af ís lands hálfu að fá tollfríðindi fyr A(l»inci ir sjávarafurðir, ef eitthvert gagn ætti að vera að samn'.ngun um fyrir þá. óhugsandi væri að ná jafnræði, ef eingöngu væri samið um iðnaðarvörur á báðar hliðar. Hitt meginatriðið var, að bandalagið vildl binda saman fiskveiðiréttindi og viðskiptarétt indi í samningnum. Eins og geng ið var frá samningnum að lokum getur bandalagið ákveðið að fs- lend nigar njóti ekki fullra toll- friðinda varðandi sjávarafurðir, ef ekki næst viðunándi lausn í landhelgisdeilunni. Auðvitað er þessi fyrirvari mjög andstæður hagsmunum okkar. Ég segi eins og er, að haignaður okkar af útflutningi almennra iðn aðarvara til bandalagsins er ekki ýkja mikill, en hér er þó um þýð ingarmikil réttindi að ræða, sem gieta skipt mikliu á komandi ár- um, því afnám tolla getur ýtt undir útfliutninigsiðnaðinn. En út flutningur sjávarafurða skipt- ir mun meira máli. Við höfum flutt út sjávarafurðir þær, sem samningurinn tekur til, tii banda lagsríkjanna, á árinu 1970 fyrir 1875,4 milljónir og á ármu 1971 fyrir 1486,9 milljónir. Hér er því um þýðingarmikil réttindi að ræða. Við höfum þó ekki vissu fyrir að njóta þessara tollfríð- inda veigna þess fyrirvara, sem bandalagið hefur sett um viðhlít- andi lausn landhelgsdeilunnar. Mikilvægt er því að reyna e'ns og tök eru á, að halda þannig á mál- unum, að þetta ákvæði komi ekki til framkvæmda, fyrirvaranum verði ekki beitt, við ekki sv'.ptir þessum réttindum, því fari srvo, þá myndi hallast rr|ög á okkur í þessium samningum. Einstaka aðilar hafa verið órö legir yfir, að við skulum ekki hafa staðfest þessa samniniga fyrr, en það er vagna þesis, að við höfum veriö að vinna að því, að þessum fyrirvara verði ekki beitt gegn okkur. Ef við fullgild um samninginn fyrir næstu mán aðamót, getur hann tekið gildi 1. apríl. En við höfum fullan rétt til þess að draga fullgild'niguna fram í nóvember eða fram eftir árinu. Munum við fara fyrst og fremst eftir okkar höfuðhags- munum, og ekki flana að neinu, því um mikið er að tefla. Ekkert er sem rekur á eftir okkur að staðfesta samninginn vegna iðm aðarvaranna einna saman. Þó er nauðsynlegt fyrir ríkisstjórn'na | að hafa heimild til að fulligilda j samninigana þegar v'.ð teljum okk í ur ha.gstætt að gera það. Gylfi Þ. Gíslason: Almennt var búizt við, að ríkisstjórnin le<gði j fram fuliligildingartillögu strax; og Alþingi kom saman í haust. j Þegar ljóst varð að hún ætlaði: ekki að gera það, þá beindi ég fyrirspurnum til utanrikisráð- herra um, hvenær samningamir yrðu staðfestir. Ég var einn þeirra, sem trúðu ekk', að ríkis- stjórnin gerði mikilvæiga samn- inga við Efnahagsbandalagið, en hygðist ekki fiullgilda þá. Utan- ríkisráðherra gat engu svarað. Sannanlega hefur verið ágreining ur innan ríkisstjórnar.nnar um, hvort fullgilda bæri samninginn eða ekki. Fuligiiding samningsins hefði tryggt tollalækkun á iðn- aðarvörum, og hefði trygigt á- framhaldandi fríverzlun við Dani og Breta. Ég flutt': því þingsályktunartil- lögu u.m fullgildingiu samnings- ins. Sá munur var á henni og þeirri, sem nú liggur fyrir, að i minni tillögu var sagt að Alþingi fæli ríkisstjórninni að fullgilda, en í þessari tillögu er talað um heimild. Ég vona að hér sé ekki urri raunveruleigan efnismun að ræða. Ég vil beina þeirri fyrix- spurn ti'l ríkisstjórnarinnar, hvort hún miunl ekki nota heim iid Alþing’is til að fulligilda samn ingtnn fyrir 1. marz, sivo hann geti tekið gildi fyrsta aprii. Um mæli viðskiptaráðherra bentu til þess, að ríkisstjórn n hefðl enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Og virtist kom fram hjá honum, að hann væri andvígur fuiligildingu fyrir 1. marz, en þó voru orð Lúðvík Jósepsson. hans ekki skýr. Nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort við- skiptaráðherra mælti fyrir .hönd rikisstjórnarinnar, eða hvort þetta var einkaskoðun hans. Jóhann Hafstein: Ég fagna því, að þessi tillaga er fram komin, en harma hins vegar, hversu síð bú'n hún er. Ég get lýst þvi yfir afdráttarlaust, fyrir hönd þing- manna Sjálfstæðisflokksins, að við teljum mikilvægt að afigreiða t llöguna svo fljótt, sem verða má. Einnig verður að fá úr því skorið, annaöhvort með afdrátt- arlausum yfirlýsin.gum ríkis- stjómarinnar eða með atkvæða- greiðslu hér í þinginu, hvort samningurinn verði fullgiltur fyr ir næstu miánaðamót. Þvi miður var viðsk ptaráðherra mjög hik- andi í þessu tilliti og orð hans loð in, og hlýtur það að vekja hug- boð um, að eitthvað iiggi á bak við þann mikla seinagang, sem verið hefur á, að leggja máldð fyrir þingið. Ráðherrann gerði að því skóna að okkur laegi ekk ert á, og fullgiidingin mætti allt eins dragast fram í nóvember. Altalað er, að vilji utanríkisráð herra sé til að staðfesta samnin.g inn við fyrsta tækifæri. Einnig er vitað, að ríkisstjórnin í heild hefur ekki tekið afstöðu til þess, hvenær eiigi að fullgilda hann. Stjórn Viðlaga- sjoðs kosin Á FUNDI Sameinaðs þings voru kosnir 7 menin í stjóm Viðlaga- sjóðs og sjö til vara. Aðeins einn listi barst og voru því eftirtaddir menn sjálfkjörnir í sitjóm sjóðs- in. Aðalmenn: Helgi Bergis banka stjóri, Guðlaugur Gísiason al- þimgismaður, Garðar Sigurðsson alþiíngismaður, Vilhjáimiur Jóns- son forstjóri, Gísli Gíslason bæj- arfulitrúd Vesbmainnaeyjum, Tóm as Þorvaldsson útgerðanmaður Grindavík og Bergur Sigur- björnsison framikvæmdasitjóri. Varamenin voru kosnir: Sig- urður Markússon framkvæmda- stjóri, Jóhann Frdðriksson, kaup- maður Vesitmannaeyjum, Guð- munda Gunnarsdóttir frú Vest- mannaeyjum, Ólafur Jensson vertkfræðingur Kópavogi, Bjöm Guðmiundsson útgerðarmaður Vestmannaeyjum, Helgi G. Þórð- arson verkfræðingur Hafm.ar- firði og Halldór S. Magnússon vi ðskip'ta fr æð ing u r Reyfkjavík. Hún hefur enga afsökum í að draga að taka ákvörðun um full giíldimgu, og hana verður hún að taka, áður' en meðferð þessa máls iýkur í þinig, nu. Einungis er fyrir sláttur að segja, að hún vilji ekki fullgilda samninginn fyrr en séð er til þess, að fyrirvaranum um landhelgisdeiluna verði ekki beitt. Á það verður að láita reyna, og fari svo, að honum verði beitt, þá verður að vinna að því, að svo varðd ekki í framkvæmd.. — Þetta er hinn eðlilegi gangur málsins. Það er á almannavitorði, að innan rikisstjórnarinnar er sí- felldur ágreiningur um aðgerð- ir í landhelgismálinu, og um hugsanlega samningsgerð við Þjóðverja og Breta. Margt hefur komið upp furðulegt í því sam- bandi, sem á eftir að skýrast betur síðar. Við í stjórnarand- stöðunni höfum ekki gengið fram fyrir skjöldu, til þess að ræða ýmislegt í meðferð máls- ins, sem þó væri full ástæða til að fjalla um. Ég hef í fórum mínum gögn, sem varpa vissu- lega vafasömu ljósi á, hvernig að þessum málum hefur verið staðið, þó að ég vonist til þess, að það þurfi ekki að verða að op- inberu umtalsefni. Öll meðferð þessa máls er harla einkennileg. Alvarlegastur er þó þessi mikli dráttur. Hitt er meira broslegt, að leggja fram þingsályktunartillögu og segja svo i greinargerð í lokin, að samningurinn ásamt greinar- gerð um ir Alþingi síðar. Ég minnist þess ekki, að slíkt hafi gerzt fyrr i jafn þýð ngarmiklu máli og þessu. Og það þó að ríkisstjórn- in hafi haft þetta mál til með- ferðar frá því að samningurinn var undirritaður 22. júlí Þegar við höfum þetta mál til meðferðar, er rétt að rifja upp fyrir okkur ýmislegt, sem er undanfari þessa máls, og grund- völlur þess, að tekizt hefur að ná eins hagstæðum samningi og raun ber vitni. Segja má, að þetta sé í raun nýr EFTA-samn- ingur við lönd Efnahagsbanda- lagsins, því að efni samnings- ins grundvallagt á efni og eðli I EFTA-samkomulagsins. Og ! vissuiega er það gleðilegt, að þeir menn, sem eyddu miklum tima Alþingis í að bölsótast yfir EFTA-samkomulaginu, skuli nú i hafa vitkazt svo mikið, að þeir vilji leggja til, að við gerum svip aða samninga við Efnahags- bandalagið, aðeins í öðru formi. | Greinilega kemur fram i grein ' argerð ríkisstjórnarinnar, hversu aðild okkar að Fríverzlunar- bandalaginu og stofnsamningur- inn um hana, er alfarið grund- völlur þess, sem hér er verið að gera. En áður en ég vik að því, vil óg leyfa mér að benda á, að í greinargerð rikisstjórnar- innar er vitnað í ræðu fyrrver- andi viðskiptaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, þar sem segir, að það sé brýnt hagsmunamál, að lausn sé fundin á þeim vanda, sem stækkun Efnahagsbandalags ins hafi í för með sér. Og í öðru lagi, að ísland óski þess, að sam- komulag við Efnahagsbandalagið hvíli á hinum sömu almennu skilmálum og samið var um við inngöngu í EFTA. En auk þess sé nauðsynlegt, að fríverzlunin nái til allra sjávarafurða, en ekki aðeins til þeirra, sem falla und- ir EFTA-samninginn. — Ég fagna því, að núverandi ríkis- stjórn hefur gert þessi stefnu- mið fyrrverandi ríkisstjórnar að sínum einkunnarorðum, við und- irbúning þessarar samningagerð ar. Þegar við vorum að ræða ” EFTA-aðild á sínum tíma, þá var sagt að hún væri einskis virði. Talsmenn Alþýðubandalagsins héldu því fram að EFTA væri staðnað bandalag. Þýðingarlaust væri að ganga í það. Það væri í andarslitrunum og yrði okkur bara til bölvunar. Og fram sóknarmenn töldu, að aðild að EFTA myndi torvelda samninga okkar við lönd Efnahagsbanda- lagsins. Allt þetta hefur reynzt misskilningur og glámskyggni hjá þessum mönnum, en sjálf- sagt hefur þeim gengið gott eitt til. Um þetta segir nú í greinar- gerð ríkisstjórnarinnar: „Var það eflaust styrkur fyrir ísland að vera í flokki með öðrum EFTA-löndum, þegar til þessar- ar samningagerðar kom.“ Þetta er staðfesting á því sem stuðn- ingsmenn fyrrverandi stjómar héldu eindregið fram, þegar við vorum að fjalla um fríverzlun- armálin. — f greinargerðinni seg ir einnig: „Efnahagsbandalagið félist einnig á, að íslenzkir verndartollar yrðu afnumdir eft ir sömu áætlun og samið var um við EFTA.“ Skvldi nú ekki hafa verið betra að semja um þessa áætlun við EFTA. Það liggur í augum uppi, að ef við hefðum ekki gengið í EFTA — þá myndi ekki vera hægt að kenna um handvömm ríkisstjórnarinnar, þó að sam- Gylfi I>. Gíslason. komulag við Efnahagsbandalag- ið lægi ekki fyrir nú. Ég fagna þvi vissulega, að þeim mönnum, sem fluttu all- ar hinar löngu ræður móti að- ild fslands að Fríverzílunar- bandalaie nu, hefur nú snúizt bug ur. Enda hefur ekkert af þeim hrakspám, sem þessir menn báru sér í munni, komið í ljós. Við áttum að verða leppar út- lendinga. Spáð var að atvinnu- leysi myndi magnast hér á landi eftir inngönguna og einn- ig var því spáð að fjöldi vernd- aðra iðngreina myndi leggja upp laupana. Ekkert af þessu hefur gerzt. Atvinnuleysi fór þverrandi, og hvarf með öilu, áður en núverandi stjórn tók við. Og uppgangur iðnaðarins hefur aldrei verið meiri en á ár- unum frá 1969—1971. Það er vissulega gott, þegar menn átta sig á staðreyndunum og læra eitthvað af reynslunni, og sjá hversu mikla vitleysu þeir hafa farið með. Ég tel ástæðu til að ætla, að á Alþingi sé meirihluti fyrir þvi, að ekki verði bið á því að samn- ingurinn við Efnahagsbandalag- ið verði staðfestur. Ríkisstjóm- in verður að skýra frá, hvort hún hyggist staðfesta samning- inn strax og heimild Alþingis er fengin eða ekki. Við höfum ekki séð ágreining um, að vel hafi verið unnið að þessari samnings- gerð, á þeim grundvelli, sem lagður var af siðustu ríkisstjórn, og fullgilding samningsins mun opna mikla möguleika, sem fram tíðin ein getur skorið úr um hve stórir eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.