Morgunblaðið - 14.02.1973, Side 17

Morgunblaðið - 14.02.1973, Side 17
MQRGUWBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1973 17 Stríðandi aðilar sem einskis í Kirkju heilass Antoniusar í austurhluta Belfast. Átökin ná nú orðið inn í kirkjur hinna stríðandi aðila, en l>ess ber að minnast, að trúarofstaeki er ein at' mörguni ástæðuni deilnanna á Norður-írlandi. svífast — Margrét R. Bjarnason skrifar um ástandið á írlandi Dapurlegar eru þær fréttir, sem frá frænduni okkar, írum, hafa bor- izt að undanförnu. Morð og hryðju- verk iiafa faer/4 mjög i aukana á N- irlandi siðustu tvær vikur og nii eru í vænduni piilitiskar ráðstafanir í báðum hlutuni frlands, sem kannski eru líklegri tii að kynda undir eld- um haturs og ófriðar en að leiða menn til sátta. I Dublin hefur John I.yneh, for- sætisráðherra, boðað til þing- kosninjra 28. febrúar n.k., til þess in.a. að styrkja stöðu sína, áðiu- en fram fer á N-trlandi þjóðaratkvæða greiðsla run það, hvort íbúar þar vilji sanieinast írlandi eða halda áfram að heyra Bretum til — og áður en brezka ríkisstjórnin leggur fram áætlanir sínar um framtiðar- skipan mála á N-írlandi. Þær eru af kiinniigum þesslegar taldar, að þær verði John Lyneh ekki til mikils álitsauka heima fyrir — Bretar muni ekki hafa tekið jafn mikið tillit til sjónarmiða hans og búi/.t hafi verið við. Þar sem enn er eftir meira en ár af k.iörtí>mabili í.rsku stjórnarinnar, hiýtur John Lynch að hafa veiga- miklar ástæður til þess að efna til kosninga með svo skömmum fyrir- vara. Ein er vafaiiaust sú, að stjóm hans stendur nú traustari fótum en hún hefur gert um nokkurt skeið. Er það að nokkru leyti þakkað þeirn ráðistöfunum, sem hún hefur gert til að draga úr áhrifum irska lýðveldis- hersins — ÍRA — ráðstöfunum, sem má til sanns vegar færa að hafi ver- ið nauðsynlegar en geta. með engu móti talizt eðlilegar í lýðræðistegu réttarríki. HÆTTULEGT VOPN EN VINSÆLT Margir eru þeirrar skoðunar, að ástandið á N-lrlandi, sem að veru- iegu leyti hefur verið rakið til að- stöðu lýðvelidishersins á Irlandi, hafi fylililega réttlætt að handtaka men.n, sem grunaðir eru um aðild að IRA og velit.a sönnuri,arbýrðinni af dómsvald inu yfir á sakborninga, þ.e. að gera þeirn s'kylit að sanna, að þeir eigi ekki aðild að IRA. >að er kannski ekki alltaf stmtt á grundvallarregl- um, þegar aðstæður eru flóknar og erfiðar — en þarna fékk irska stjórn in í hendur vopn, sem mörgum hef- ur orði'ð á að misnota. í síðustu þingkosningum hlaut flokkur Johns Lynch, Fianna Fail, hreinan meirihluta, 75 þin.gsæti af 144, en vegna ósamkomul’ags um af- stöðuna til málan.na á N-Irlandi hafa þó nokkrir þinigtmenn s.agt skilið við stjórnarfliokkmn og hann því orðið að byggja á stuðningi óháðra að nokkru teyti. Nú virðist hins vegar sem fyl'gi hans fari aftur vaxandi. Til þess benda m.a. aukakosningar, þar sem frambjóðandi Fianna Fail sigiaði með mun meiri yfirburðum en vænzt var. Sömuleiðis er Ijóst, að ráðstafanirnar gegn IRA hafa mælzt vel fyrir hjá almenningi, sem var orðinn iangþreyttur á hryðjuverkum IRA á N-írlandi og undirróðursstarf- semi stjórntmálasamtaka lýðveldis- sinna, Sinn Fein, heima fyrir — en svo sem kunnugt er skiptast bæði stjórnmálasamtökin og lýðVeldísher- inn i tvo arma „provisionals“, sem eru umfram alilit öfgafullir þjóðernis- sin.nar, er hafa sósíalisitíska stefnu- skrá en setja sameinin.gu ír- lands öllu ofar — og „officials", sem eru umfram allt marxistar og hafa það markmið öðrum fremur að koma á sósíalistísku þjóðskipulagi í lr- landi, skiptiu eða sameinuðu. Hryðjuverkin á N-írlandi að und- anförnu benda raunar til þess, að ráðstafanir Lynch hafi komið að tak- mörkuðu gagni — það hefur enda verið sagt, að fyrir einn IRA mann, sem drepinn er eða fangelsaður, rísi upp tíu aðrir, sem reiðubúnir eru að haida baráttunni áfram. >rjú eru þau atriði önnur, sem tai- in eru hafa rekið á eftir Lynch að flýta kosnin.gunum. Hið fyrsta er for setakosningarnar, sem fram eiga að fara á írlandi siðar á þessu ári. Kom ið hefur til taiis, að Lynch bjóði sig fram í stað De Valiera, en sagt er, að hann vilji heldur gegna áfram emb- ætti forsætisráðherra, enda maður á bezta aldri og Líklega ekki við þvi búinn að setjast 1 valdatítinn for- setastól. >að hentar hon.um því prýði lega að kanna fylgi sitt sem forsæt- isráðherra nú — við forsetaemhætt- ið getur hann reynt, ef hitt skyldi bregðast. í öðru lagi mun Lynch Mtt hafa litizt á það, er tveir helztu stjórnarandstöðuflokkarnir, Fine Gael og Verkamannaflokkiur- inn, sem samaniagt fengu 68 þing- sæti í síðustu kosningum, fóru að ræðast við um sameiginlega baráttu gegn Fianna. Fail í naastu kosning- um. Hefðu þær verið haldnar eins og til stóð eftir rúmt ár, hefðu þeir e.t.v. getað unnið sér nægilegt fylgi til að felía stjómina en vafa- samt er, að þeim takist það fyrir 28. febrúar. SÝNDARRÁÐSTÖFUN Loks eru það hinar langþráðu áætl anir brezku stjórnarinnar, sem eiga að sjá dagsims Ijós eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna. 8. m.arz n.k. >að er engin furða þótt kaþólsk- um mönnum á N-lrlandi þyki látið til atkvæðagreiðslunnar koma — og hafi neitað að taka þátt i henni. >ar sem ibúar landsins eru að tveimur þriðju hlutum mótmælendur eru úr- slitin öllum augljós fyrirfram — menn skyldu ekki gteyma þvi, að það voru mótmælendur á N-írlandi, sem neyddu Breta með blóðsúthellingum til þess að skipta íriandi fyrir rúm- liega hálfri öld — og bei'ttu til þess engu mildari aðferðum en IRA hef- ur beitt i baráttunni fyrir samein- ingu ]andsin.s aftur. Vilji þeirra kaþólisku landsmanna, sem lentu inn an yfirráðamarka mótmætenda, var að engu hafður og þeir æ siðan haldnir sem annars fliokks borgarar og bei’ttir margvíslegu misrétti. Menn minnast þess væntan.lega, að það voru kröfurnar um afnám þessa misréttis og harðneskjuleg viðbrögð mótmælenda þá, sem kveiktu þá elda, er síðustu árin hafa logað á N-lriandi. Vissulega hefur þet'ta mis rétti að miklu teyti verið upprætt, — það sem hægt var að lagfæra með lagasetningum. Brezk stjórnvöld sáu fyrir þvi, enda var þeim ekki stætt á öðru, þegar brezkum almenningi varð ljóst hvernig máliunum var hátt að. En áður én þessar um- bætur fengjust framkvæmdar, höfðu öldur hatursins risið hærra en svo, að þær yrðu lægðar í einu vetfangi. >ar við bættist, að sú il'lræmda ráð- stöfun n-írsku stjórnarinnar undir forsæti Brian.s Faulkners, að hneppa menn í ótakmarkað varðhald án dóms og laga, ef þeir voru taldir til- heyra IRA svo og frásagnir af ililri meðferð manna í fangabúðum, hélidu heiftinni við. Lýðveldisherinn Leit svo á, að þaðan i frá yrði ekki aftur snúið, nú yrði að berjast til úrslita. Til þess að lægja öldurnar greip brezka stjómin til þess ráðs að teysa upp n-írska þingið — Stormont —, það var sent í ársleyfi tii að byrja með svo og stjórn FauLkners. Bret- ar tóku stjórn mála N-írLands i sín ar hendur og skipuðu sérstakan ráð herra, William Whitelaw, til að fjalfla uim þau. Hann hefur síðan reynt að sigla mil'li skers og báru, kan.nað leið ir til sátta og friðar en all.t hefur komið fyrir ekki. 1 sumar virtust Bretar bjartsýnir á, að þeim hefði tekizt að uppræta helztu vigi IRA. >eir tóku kaþóksku hverfin í Lond- onderry, sem höfðu algerlega verið á valdi lýðveldishersins og fyllgdu þeim aðgerðum eftir með handtökum og húsrannsóknum þar sem talsvert magn vopna og skotfæra kom í teit- irnar. ENGIN LAUSN SJAANLEG En nú hefur aftur sótt i sama horf ið. Hryðjuverkin fá á sig hryllilegrl mynd með hverjum degi og nú stend ur brezka herliðið ekki einasta and- spænis lýðveldishernum — það virð- ist nú eiga fyrir höndum baráttu á tveimur vigstöðvum, því að öfgasveit ir mótmælenda, sem setið hafa á sér til þessa, jafnframt því þó að þjálfa sitt fólk og safna vopnum — eru nú farnar að láta til sin taka svo um munar. Má ekki lengur á milli sjá, hvor aðiMnn beitir hroðalegri að- ferðum. Morðsveiörnar aka um göt- ur Belfast og stráfella vegfarendur, ungir menn finnast myrtir í skurðum og sakiausir dren.gir eru fluttir burt og skotnir — jafnvel kirkjur eru skemmdar. Mótmælendur hafa rekið upp ramakvein yfir því, að menn úr þeirra hópi hafa nú í fyrsta sinn verið fangeisaðir, sam.kvæmit liögum frá nóv. sl„ er komu í stað fyrr- greindra ráðstafana Faulikners — og heimila alilt að 28 daga varðhald, án þess að kæra sé !ögð fram gegn við- kom.andi aðila, ef hann er grunaður um aðild að hryðjuverkum. Mótmæl- endur halda því fram, að Bretar séu að gefast upp fyrir lýðveldishernum, — en hann íyrir sitt levti gagnrýn- ir Breta harðlega fyrir að banna ekki varnarsa.mtök Ulsterbúa, syo sem kaþólskir hafa krafizt. >a.nnig standa því brezkir hermenn sem skot spænir tveggja stríðandi aðila, er einskis virðast svífast í baráttunni fyrir markmiðum sínum. í skrifum og umræðum um mál- efni N írlands hefur þess oft orðið vart að mönnum hætti til að einfalda átökin þar. Menn hafa deilt og deila enn urn það, hvort þau séu af trúar- legum. efnahagslegum, stjórnmálateg um eða sögulegum toga spunnin og gera gjarnan einum þættinum hærra undir höfði en öðrum. Sé hins yeg- ar litið á írla.ndsmálin í samhengi. frá upphafi, er vandséð, hverrv ig hægt er að skilja þessa orsaka- þætti að. Mætti ekki ætla að auðveldara hefði verið að leysa vandamál N-Ir- lands, ef átökin ættu sér svo ein- faldar rætur sem sumir vilja vera láta? Ætli það sé ekki einmitt sök um þess, að þarna fléttast sa-man svo margir þræðir, togast á svo margs konar tiiifinningar og svo margir hagsmunir rekast á, að menn standa ráðþrota framimi fyrir þess- u.m harmleik?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.