Morgunblaðið - 20.02.1973, Page 14

Morgunblaðið - 20.02.1973, Page 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1973 Fangelsislagafrum- varpið og félags- samtökin Vernd Félagasamtökin „Vemd voru stofnuð árið 1959. Markmið þeirra og regliur var sniðið eftir samsvarandi frjáls'um samtöbum annars staðar á Norðuirlöndum. Þar skyldi fyrst og fremst miðað við, að takmark freisis- skerðingar afbrotamanns yrði það, að hef ja hann upp úr því svaði sektar og vanþroska, sem hanm væri fastur í. Gera honum ljóst svo sem unnt yrði sitt eigið manngildi og endurhæfa hann eða gjöra hann hæfan til virkrar þátt- töku í starfi og lífi samfélags- ins. Flestum var ljóst, að þetta yrði ekki fyrst og fremst gert með heppilega hönnuð- um og rámdýrum húsakynn- um, sem nefnd eru fangelsi, þótt sízt skyldi slíkt lastað, ef kostur væri á, heldur væri hér mest verð manmleg og mEinnúðleg aðstaða og skiön- ingur gagnvart ógætfumönn- um, svo að alúð og nærgætni mætti „liggja frá hjarta til hjarta" ef svo mætti orða það um ívaf og uppistöðu þeirra aðferða, sem væru aðalatriði. Þar yrði ekki eingömgu um „kalt kerfi“ að ræða held ur mannleg viðhorf, sem tækju öðru jöfnu tillit til að- stöðu og persónuleika hvers einstaklings. í frumvarpi til laga um fangelsi og vinn-uhseli, sem lagt hefur verið fyrir 93. lög- gjafarþing ísflendinga árið 1972, og nú er þar til umræðu, kemur margt fram til mikilla bóta í fangamálum. Og nú þegar „Vemd“ eða stjórn „Vemdar" er beðin umsagnar og álits gagnvart frumvarpi þessu, vilja sam- tökitn einmitt benda á þetta sem meginatriði í fangamál- um framtíðarinnar. Því má telja nauðsynlegt, að samtök áhugafólks, sem hefur bæði, reynslu og skiln- ing á þessum málum séu ekki sniðgemgin alveg, eða látin vlkja fyrir „köldu kerfi“ í framkvæmd fangelsismála, heldur einmitt stuðzt við þá reynsiu eftir föngum og not- færð sú fómarlund og sá m-annúðlegi skilnin-gur, sem þar hefur komið í ljós. Það sem „Vernd“ leggur mesta áherzlu á er, að föng- um, sem fá reynslulausn eða frelsi sé útvegiuð sæmileg húsnæðisaðstaða og atvinna áður en fangavist lýkur. Ennfremur að þeir komi ekki ailslausir og eftirlitslaus ir inn í raðir samfélagsins á ný, heldur fimni þar hjálp andi hem-dur og s-amúðarríka hugi sem bægi frá þeim lítils virðingu, ótta og umkomu- leysi, sem oft mætir nýfrjáls- utm afbrotamanni við fangels- isdyr, þegar lagt er af stað á vit frelsisins. „Vemd“ fagnar þeim atrið- um frumvarpsins, sem gera ráð fyrir fjöltoreyttum störf- um og námsaðstöðu meðan á fangavist stendur. Einmitt með starfi og námi ásamt leiðsögn og áhrifum hæfra kemnara, verkstjóra og forstjóra g-etur fan-gelsið breytzt úr fangelsi í sann- kallað betrunarhús og endur hæf in-g-arhe'im i I i. Vernd telur því sjálfsa-gt að íhuga vel þá bugmynd, sem fram heíur komið um laun til fanga fyrir hin ýmsu störf í fangavistinni. Bezt er að þau yrðu alveg sambærile-g við löggildar lauinagrei-ðsiliur í landinu á hverj-um tíma. Hins vegar væri betur athugað en nú virðist gjört um santband milli saka og bóta eða raun- verulegrar afplánunar. Fanga ætti að vera gert ljóst, að hann á að bæta svo sem í mannlegu valdi stend- ur það sem hann hefur eyði- lagt og af öðrum haft eða orðið til skaða og slysa. Ábyrigðartiltfinniing er þa-ð sem flesta afbrotamenn skort ir miest. Hana þarf að efla eft- ir fön-gum og gera jafnframt hverjum einum klei-ft að koma þar nokkru til leiðar í störfuim og aöstöðu. Mikliu nær væri t.d. að dæma dreng, sem innbrot hefði framið tifl að gera við glug-ga og dyr, ræsta íbúðir og húsnæði unz allt væri i lagi eða láta af kaupi sínu til slíkr-a starf-a en að loka hann svo óg svo l-engi i-ðjulausan inni í steinklefa. Launum fanga mætti þvi gjarnan skipta eftir atvikum e.'ins og sums staðar mun gert, þar siem vel er á slíkum málium haldið, t.d. í þrennt: Einn hluti bæri til að bæta brot svo sem unnt yrði og borga skaða og þýfi. Anniar hluti til framfærslu og nauð- synja í daglegu lífi og sá þriðji yrði geymdur unz frels ið fengizt að nýju. Á þetta vill Vernd benda til athugunar og úrbóta á ein- hvern hátt nú þegar svo stór- felldar breytin-gar standa fyr- ir dyru-m. Rétt er einnig að minna á þá þróun, að ríkið taki al- gjörlega i sinar hendur með sérstakri deild í málefnum fanga, þá starfsemi, siem Vernd hefur reynt að vinna að mieð vistheimili og vöku sinni, fyrirgreiðsl-u, gjö-fum og framlögum til fan-ga. Þannig verði frjálst ef'tirltit aukið, en innilokun tak- mörkuð sem mest, ne-ma al- gjör na-u-ðsyn krefji. Að þessu stefnir víða í þessum mál-u-m erfliendis. En þar má vel muma, að að- gát skal höfð í nærveru sál- ar. Ekkert má verða of vél- rænt. Því mun reynast þýðingar- mikið að viðhalda þeim tengslum, sem fyrir hendi eru rrieð aðild „Vemdar“ og annarrar skyldrar starfsemi, bæði við einstaklimga og sveitarfélög. Persónulegt samband, kynni og vinátta við þroskað fólk o-g m-enntað hetfiur mikið að segja fyrir afbrotamenn. Tillögur „Verndar" eru því í örstuttu mál-i á þessa lieið: Sérstök deild verði stofnuð og starfrækt á vegum dóms- miádará-ðuneytisins, sem sjái um þann þátt afplám-unarinm- ar, s-e-m fer fram utan fang- elsis, t.d. við reyns'lulausn og hjálp til aðlögunar eftir fan-gaviist. Dómsmálaráðherra skipi fimm manna nefnd til eftir- lits og ráðgjafar á þessu sviði. Hún sk-al skipuð fólki, sem sýnt hefur og sannað hæfni, þekkingu og skilnin-g ásamt reynslu í þvi sem að fangamálum og endurhæf 'ngu lýtur. Nefnd þessi verði launuð, ef um er að ræða aukavinmu frá amniarri þjónustu. Kostn- aður við skrifstofuhald og starfisfólk nefndarinnar skal greitt af opimberu fé. Fulltrúa þessarar ráðgef- andi eftirlitsnefndar sé skylt að mæta við réttarhöfld sé hann tilkvaddur og kynna sér sem bezt hagi, aðstöðiu og skapgerð þeirra, sem síðar kæm-u til með að verða undir slíku eftirliti. Slíku-r fulltrúi skal hafa mátfrelsi og tillögu- rétt við þau réttarhöld, sem hann á aminað borð tekur þátit í. „Vernd“ vi/11 að síðuistu benda á þau nán-u og oft órjúfanleg-u tengsl, sem eru á milli atfbrotahnei-gðar og of- drykkj'Uhneigðar. Þar verður oft varla á milli greint. Mörgum er sú hjálpin bezt, sem veitir vöm gegn drykkjuskap. Fyrir því má ekki loka a-ug- um. Þar verða bæði einstakl- iingar, félagasamtök og sjálft dóm-smálaráðuneytið að bætfa úr með öllum tiltækum ráðum og aðf-erðum. Ótrúlega fáir fsfliendingar þuirfa á f-angelsum og frelsis- skerðingu að halda, ef hægt væri að stemma stigu áfengis flóðsins. Oft hefur því starfsemi „Verndar" ekki ve.rið síður þörf fyrir áfengissjúklmga en afbrotamenn. Þessa eða svipaða álitsgerð s-endi stjórn „Verndar“ til Al- þingis varðanidi fanigelsis- málafirumvarpið. Reykjavík 9/1 ’73. Opið bréf til Steingríms Hermannssonar formanns Rannsóknaráðs 1 frumvarpi, sem nú varð að lög'Um fyrir jólin, hyggst þú láta byggja mjög stóra og mikla verksmiðju á Reykhólum, sem vinna á þangmjöl. Ég vil þó taka það fram í upp hafi þessa bréfs, að ég hef síð- ur en svo á móti því, að þing- menn séu dugle-gir að vinna að uppbyggingu i sínu kjördæmi, en ég dreg þó mjög í efa, að vís indamaður megi leggja vísinda- mat á hilluna, þó að einhverjir útlendingar vilji kaupa þang- mjöl til vinnslu á alginsöltum. Það getur verið að allir út- reikningar standist og vonandi, a-ð svo verði, en þú veizt eins vel og ég, að vísindagrundvöll- uri-nn er mjög ótraustur. Allar þær fálmkenndu athug- anir, sem gerðar hafa verið á Reykhólum, hafa beinzt að þar- anum og þá meðal annars verið athugað hvaða tegundir hans innihéldu mest af al-ginsýru. Sigurður Hal'l-sson efnaverk- fræðingur vann þar merkilegt brautryðjandastarf, en mér er ekki kunnugt um að gróðurfræð in-gar hafi komið þar nærri. Oft á tíðum voru aðstæður fáránleg ar og fé kastað í súginn af al- gjöru fyrirhyg-gjuleysi. Þessar tilraunir voru gerðar í nafni þeirrar stofnunar er þú stjórn- ar. Hins vegar datt botninn úr tunnunni þegar fregnir fóru að berast af því, að verð á þara- mjöli væri komið eitfihvað niður fyrir tíu þúsund krón-ur á tonn. Svo komu Skotar o-g áhuginn kom á ný, og því er slegið föstu að hægt sé að afla 54.000 tonna af þangi á breiðfirzkum skerj- um. Nú er mér nokkur forvitni á að vita hvenær þanggróður Breiðafjarðar hefur verið kort- lagður og uppskeruma-gn ákveð- ið og ef svo er þá hefði ég gam an af því að fá fregnir af þeim „huldumönnum11 sem skipu- lögðu og unnu það verk. Ann- ars ættu svörin að vera greið því gamalf orðtæki segir að hæg séu heimatökin. Eina „fræðiblað ið“ sem ég hef séð um þang og þara er litið fjölritað blað með teiknuðum myndum af þaing- og þaragróðri og heitum jurtanna. Þetta blað gaf Si-gurður Hal-ls- son mér. Hins vegar er það varla vansala-ust hve lítið finnst um sjávargróður í íslenzkum gróðurbókum. Úr þess-u þarf að bæta í n-áinni fra-mtið. Ég sá í skýrslu ykkar, að áætl að er að 2000 £ fari i þangtekju- gjöld eða jafnmi'kið og reikn- að er með í tryggingar. Þessar tölur sem aðrar í þessari skýrslu eru sennilega ætiaðar útlendingum þvi að okkar gjald miðill hefur hingað til verið kal-laður krónur. Annars er svona uppsetning móðgun við ís lenzka alþýðu og virkar á hana sem monthanafyrirbæri ís lenzkra menntama-nna. Mér skilst að verksrniðjan ;t Reykhólum eigi að fra-mleiða í byrjun um 4000 tonn og sam- kvanmt upplýsingum skýrslunn- ar þurfi um 21 þúsund tonn af þangi. Þessi seinni tala er senni lega alltof lág við venjulegar að stæður og kæmi mér ekki á óvart þó að þessar tölur ættu eftir að hækka upp í 30 þúsund tonn. Hins vegar hyg-g ég að fyrri talan verði talin fræðilega rétt, en þá er aldrei reiknað með öðru en að allt gangi eins og í sögum Vellygna Bjama. Ég hef áð-ur bent á þá hættu sem selveiðibændur ei-gi í vænd- um, þegar sjávaryrkjendur fara að skera þang við selalagnir þeirra. Hér mun-u ekki vera tdl nógu skýr lagaákvæði og getur verið að sjáva-ryrkjan ætli að notfæra sér það. Ég hef llíka bent á það, fyrr I þessum mánuði i Morgunblað- inu, að mér fyndist lifcur á því, að æðarun-gar mundu geta átt erfitt uppdráttar, þegar stór svæði væru orðin þangla-us. Ég hef heyrt því fleygt að s-tjórn. sjávaryrkj-unnar hefði engar áhyggjur af því. Ég veit ekki til þess að nokkrar ath-uganir hafi verið gerðar þar um. Ef svo er þá væri gaman að fá að sjá þá skýrslu. Ein-u sinni var gerð stórfengleg tilraun á Reyk hólu-m með uppeldi æðarun-ga og árangur varð þar enginn en varpið þar hefur aldrei náð sér síðan. Við skolun á þangi, til þess að auka hlut seljanlegra efna, kemur allmi-kið af skolunarefn- um, eða um 1500 totnn á ári og í greinargerð er þvi slegið fös-tu, að hér sé um en-ga meng- unarhættu að ræða, því hér sé um sömu efni að ræða og reki á fjörur og rotni þar. Hér er svo óvisindalega tek- ið ti'l orða sem verða má og hér setur Rannsóknaráð stitnpiá sinn á. Nú vil ég spyrja þi-g, telur þú enga hætt-u á því að þessi úr- gangur dreifist um tiltölulega lít ið svæði og sérstaklega á hlýj- um sumardögum dreifist rotn- andi brennisteinsfnykurinn um nærliggjandi bæi að minnsta kosti. Þessa ilman kannast aliir við sem gengið hafa um fjörur með rotnandi þangi í og er það þó um örlítið brot af þeim ósköpum sem sjávaryrkjan ætl- ar að gefa svona aukreitis. Ekki veit ég hvort þú hefur borið þessi fyrrnefnd atriði undir formann Náttúruverndar ráðs, en þar ættu lífca að vera hæg heimatökin. Að mínum dó-mi á Náttúru- vemdarráð að vera fyrirbyggj- andi stofnun og leyfa engu nýju fyrirtæki að taka til starfa sem valdið getur mengun eða truflað verulega jafnvægishlut- fall náttúrurinar, nema fyrir liggi niðurs-töð'u-r sem hæg-t er að una við, án órökstud-dra fu-11- yrðinga. Hefur Náttúruverndar ráð fengið þetta mál til umsagn ar? Hvað hefur það um m-álið að segja? Hér skiptir ekki neinu máli, þó að formanni þessi hafi sennilega orðið á þa-u mistök að greiða atkvæði með þessu fru-m varpi, án þess að fyrir lægju nægjanlegar rannsóknir sem hægt væri að treysta. Ég þykist vi'ta að þú teljir, að allt sem ég h-ef skrifað hér, eigi enga stoð í veruleikanum. Annað væri ól-ífct stjórnmála- manni. Hins vegar er það vis- indamaðurinn. Hann á að grunda málflutni-ng sinn á öðru háleitara og að sjálfsögðu ræð- ur þú sjálfur hvora leiðina þú velur. Kær kveðja. Sveinn Guðmimdsson. Leiklistorskóli Þórunnor Mngnúsdóttur Námskeiðið hefst fimmtudaginn 22. febr. kl. 20. Nánari upplýsingar í síma 14839. Hluthafi Iðnfyrirtæki í örum vexti óskar eftir hluthafa, sem gæti lagt fram nokkurt fé, og tekið að sér fram- kvæmdastjórn. Tilboð sendist Mbl., merkt: „279“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.