Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1973 ★★★★ FRÁBÆR ★★ GÓÐ -áf' r\ ★★★ MJÖG GÓÐ ★ SÆMILEG LÉLEG II®J í KVIKMYNDA m HUSUNUM Erlendur Sveinsson Sæbjörn V aldimarsson Steinunn Sig- urðardóttir m Hafnarbíó: LITLI RISINN ÁriO 1970 segir hinn 121 árs gamli Jack Crabb ungum manni frá viðburðaríkri ævi sinni. Tíu ára að aldri var honum rænt af Indiánum, vann þar hreystiverk og komst i álit meOal þeirra. Nokkrum árum síöar er hann svo tekinn til fanga af hvítum mönn- um, en meö þvi að sanna litarhátt sinn bjargar Jack sér frá snör- unni. En leiöir Jacks og Indi- ánanna eiga eftir aö liggja sam- an aö nýju. Eignast hann þá konu og sveinbarn. En Adam var ekki lengi i Paradís. Skömmu siö ar kemur Custer hershöföingi og stráfellir alla Indíánana og kemst Jack undan á yfirnáttúr- legan hátt. Snýr hann þá aftur til hinna hvítu og leggst í drykkju skap. En hann á eftir aö koma fram hefndum yfir Custer, viö Little Big Horn . . . ★★★★ Sjaldan eða aldrei hefur orðið nei af vörum manns í kvikmynd verið jafn áhrifamikið og þegar Little big man horfir á Indíánakonu sína og nýfætt barn myrL En,gir nema listamenn eins og Arthur Penn létu síðan hljóð- ið deyja út og stríðstónlistina smám saman heyrast á ný úr röðum árásarliðsins. ★★★★ Penn lýsir óhugnan legum kafla í sögu Bandaríkj- anna, Indíánamorðunum. At- burðum, sem ætíð eru að ger- ast i kringum okkur — misk- unnarteysi hins sterkari gagnvart minnimáttar. — Efnið er framsett oftast á grátbroslegan hátt, enda er myndin bráðfyndin. Leikur Hoffmainns og Chief Dan George er afar góður og handrit Willinghams kjam- gott, likt og hans er von og vísa. fcfcfc Hér er meistari Penn í essinu sinu og hefur skapað margslungið listaverk. Um það mætti m.a. nota þessi lýsingar orð: safarík, skemmtileg, manneskj uleg, dapurleg, hrottaleg, ljúf. Að auki er myndin iíkleg til að vekja um huigsun. Nýja bíó: SKELFING í NALARGARÐINUM Myndin fjallar um lif eitur- lyfjaneytenda, einkum heróín- neytenda, sem hafast vi6 I svo- kölluöum Needle Park I New York. Einn þeirra er Bobby. Hann stofnar til ástarsambands viö Hel enu og hún leiöist út i heróín- neyzlu og vændi. Unnusti hennar selur eiturlyf og hún leiöist svo langt að svikja hann í hendur lög reglunni. fcfc Raunasaga sem ætti að vekja flesta til umhugsunar um eitt erfiðasta vandamál okkar tíma, og sérstaklega þá sem farnir eru að daðra við hÁskann. ■fc Ætla mættí, að þessi mynd væri gerð með það fyrir auigum að auka útbreiðslu her óíns. Til dæmi3 eru lýsingar á heróininnspýtingum geysiná- kvæmar og mætti ef til viH nota myndina sem fræðsiu- mynd fyrir viðvaninga á þessu sviði. Miðað við kvik- myndastjörnur eru ungmenn in tvö geðug, þótt stúlkan sé í það umkomulausasta. Stjörnubíó: FJÖGUR UNDIR EINNI SÆNG Kvikmyndin fjallar um tvenn hjón. önnur komast 1 kynni við nýtízkulegar sállækningar og taka við þaö stakkaskiptum, aö því er virðist. Nokkru síöar heldur Bob framhjá Carol og Carol framhjá Bob og Ted framhjá Alice. f lok myndarinnar gera þessir fjórir aö ilar tilraun til kynsvalls, og fara síðan á tónleika hjá Tony Benn- ett. fcfcfc Mannleg og bráð- skemmtiteg. Við skoðum sjálf okkur í nýju og óvenjulegu umhverfi á tjaldinu — í svefn herberginu. Elliot Gould sýnir rétt einu sinni hæfileika sína. fc Þetta er mynd um smá borgara, gerð af smáborgur- um. Mynd fyrir alia fjölskyld uma. Austurbæjarbíó: NAÐRAN ÁriÖ 1883 eru 6 afbrotamenn fluttir I héraÖsTangelsiÖ i Arizona. í>essir menn lenda allir I klefa meö Missouri Kid, gömlum bófa foringja, sem búinn er að vera i meira en 20 ár í fangelsinu. Eng inn hefur sloppiö lifandi úr fanjj: elsinu til þessa, en það hindrar samt ekki Paris Pittman (Kirk Douglas) i því að einbeita sér að flóttahugmyndum. ★★ Þokkalegasta frásaga í hefðbundnu amerisku kvik- myndaformi. Gömlu, góðiu stjörnurnar skila þvi, sem til var ætlazt af þeim og aðdáend ur þeirra eiga von á. Efniviður inn er þaulprófaður með tílliti til markaðsins, „spesmandi, og blandaður boðskap". ★ Þessi er í það lengsta. Þó er í henini mikið af sniðugheit um og hún er kannski ekki al veg eins simpil og oft vill verða. Gamla bíó: SAMSÆRIÐ Harry Lomart situr i fangelsi og ekki litur út fyrir, aO hann verði látinn laus á næstunni. — Eiginkona hans er ekki á þeim buxunum aö bíða hans og kveðst að auki ganga meö barn annars manns. Harry er svo hlýtt til konu sinnar, að hann ákveður aö flýja úr fangelsinu og drepa hana .... iricfc Þetta er mynd sem kemur þægilega á óvart. Hér er nokkuð gamalkunnur efn- isþráður tekinn til meðferðar á sannfærandi hátt. Myndin er þrungin spennu og leikur Olivers Reed gæti ekki betri verið. fcfc Að ýmsu leyti athyglis verð og sérstæð, stundum spennandi. Kemur kannski einum um of á óvart svona á stundum. Myndin hefur einkum gildi sem lýsing á Harry og frábær leikur Oli- vers Reed á sinn þátt í þvi. Steingrímur Davíösson___________Hringsjá: Setið á svikráðum við launþega 1 byrjun þessa árs átti vlsi- talan að hækka um 0,7 stig. Rik isstjömin kvaðst „eyða“ þessari hækkun, eins og hún komst svo íaglega að orði, með þvi að hæfkka (lítiltega) fjölskyldubæt ur, er sennilega hefur verið gert. ÖUium launþegum, þ.á.m. gömlu fólki og öreigum, svo og búenduxn í sveitum landsins, bar að fá þessa hækkun. Em .„S'tjóm hinna vinnandi stétta“ toirifsaði þennan naglrótarstóra hilta frá munni hinna lægst laun uðu, sem stjómin segir þó vera alveg sérstaklega sína skjól- stæðmga. Bjöm forseti sam- þykktt fyrir hönd launþega? Ef „eyða" á vísitöluhækkun, verð- ■ur það að gerast með því að greiða niður almenna neyzlu- vöru. Þanoiig verðiur réttlætinu helzt fuilnægt. En Bjöm sam- þykkti „hina leiðina", það var fullur stuðningur við stjórnina. Sjálfsagí þurfti að hækka fjöl- skyldubætur, en til þess ber að taka fé úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnair, en ekki úr hálf- tómri pjmgju fátæka mannsins, þeir aurar eru og hans rétt- mæta eign, sarrikv. landslögum. Menn trúa ekki lengur krafta- verkasögu Bjöms Jónssonar, um að kaupmáttur launa aukist verulega á sama tíima, og kaup sttóð í stað, en verð lífsnauð- synja hækkaði um 20—30% og jiafinvel þar yfir. Enin vegur rik isstjórnin í sama knérunn, i þriðja sinn, að ég ætla. Þötti það fyrrum viðsjált. Nú skal hnupl- að 2,8 stigum af launþegum þ. 1. marz n.k. og svo skal gert a.m.k. til fyrsta nóvember þ. ár. Hluti þess er vegna hækkunar áfengis og tóbaks. Það orkar tvimælis að rétt sé að reikna með siíkri munaðar- vöru og fyrrv. ríkisstjóm var búin að kippa áfenginu út úr vísitölíunni. En svo varð það eitt fyrsta óhappaverk núverandi ríkisstjómar, að færa tóbak og áfengi tnn aftur. Þá hélt stjóm- in i sinni óviðráðanlegn fáfræði, að það tiltæki yki vinsældir hennar, og má vera að svo hafi verið, en i gleði siinni sást henni yfir afleiðingarnar. Brást tölv an eins og við útreikninga skattalaganna? Eða var um að kenna glámskyggni stjórnarinn- ar? ölloi liklegra. Nú vaknaði stjómin við óþægilega stað- reynd: Verð tóbaks og áfengis hafði þá bara áhrif á hækkun vísitöiunnar, allverulega. Því befði stjómin ekki trúað fyrr, en ekki tjáði að deila við dóm- arann. Þá var bara að snúa við blaðinu og stjórnin var vel þjálfuð í þeirri íþrótt. Eitt frum varp cng svo var allt klappað og klárt. En samþykkiir Björn nú? Getur hann kúgað umbjóðend- ur sína svo, þó hann hafi til þess vilja, sem ekki er ltktegt. Svefngengillinn ráfar villur vegar og rekur sig á múrvegg, þar sem hamn þóttist eygja hlið inn í töfrandi atdimgarð, vakn- ar til fullrar meðvitundar, strýk ur auma kúluna á enniinu, harmsár út af vMu sinni og veiklun og snýr til síns heima, staðráðinn í að sigrast á veik- teika sínum. Bn ríkisstjómin við urkennir ekki viM.u síma þó hún rekist á múrinn, segir þetta ann arra sök. Stjórmin neitar stað- reyndum, sem ekki eru henni i vil, og neitar að hafa lofað þvi, er hún sór að efna. Mætti nefna þess mörg dæmni, þó ekki verði gert að simmi, enda áður komið fram i frásögnum. Það er áberamdi einkenní rík iisstjóírnarinnar, að hún botnar ekkert i orsök og aflieiðmgu. „í upphafi skal endinn skoða." Það eru stjóminni fjarlæg sann- indi. Hún skilur aldrei afleið- ingar gerða sinna, fyrr en hún hefur rekið sig á „múrinn“, hrekkur þá við, og hrópar: að illviljaðir Islendingar hafi hrint sér. Nú brýzt rfkisstjömin um í eigin feni fjármálavitteysu nnar. Hún grípur í hvert simustrá er lafir fram af bakkanum, en þau reynast eðlitega flest haldlaus. Hún neitar að taíka I bjarg- hriniginn, er góðir menm varpa til henmar. Þess sakmar enginn, þó vesalings stjómin verði þama til, en alKr heilshugar Is lendingar vilja spyma við því að stjómin dragi þjóðfél'agið of an í foraðið. Nýjustu fregnir hemaa, að Bjöim Jónsson og Karvel Pálma son neiti að verða með í aðför- inni að launþegum og Eðvarð Sigurðsson sé í felum. Homum þykir ekki hollt, sem formanni Dagsbrúnar, að vera með í teiknum. En þegar Eðvarð skil ur þingsætið autt, þá krefst stjórn Alþýðubandalagsins, að varamaður taki sæti Eðvarðs, svo visitöluránið verði full- komnað. Hvað finnst nú gamla fólkinu, öreigum og láglaunuð- um, um þetta framferði komimún ista? Geta þeir Lengur hulið skálikinn undir skýiunni ? ÞJÓÐARBÚIÐ Þegar eldgosið í Vestmanna- eyjum hófst urðu fyrstu við- brögð ríkisstjórnarinnar þau, að smíða nýtt skattaukafrum- varp, með þeim forsendum, að afli Vestmannaeyjaflotans, á þessu ári hlyti að minnka a. m. k. um helming miðað við síðasta ár. Þjóðarbúið m.undi því verða fyrir alvarlegum skakkaföllum, því varð að bjarga með stór- hækkuðum álögum, er rynnu beint i rikissjóð, og stjórnin ráð stafaði eftir eigiin geðþótta. Þama virtist vera kærkomið tækifaari til að fylla nokkuð á „sálina“, sem alltaf er tóm, þrátt fyrir meiri skattaálögur en nokkru sinni hafa þekkzt á landi hér. Frumvarp þetta fékk ekki nægi'legt þingfyligi, svo stjórnin sá þann kost vænstan, að draga frumvarpið til baka, og gerði það kinnroðalia*ust. Hún fær ekki kveisu af smábit- um, sem aðra klígjar við. Réð- ust þá málin betur sem kunn- ugt er. Það var meira Lán en orð fá lýst, allir Vestmannaey- ingar björguðust heilir frá eld- gosinu, það ber m.a. að þakka hinum vöskiu sjómönnum á skipaflota Eyjamanna. Nú hefur svo vel skipazt að bábafloti Eyjanna verður gerð- ur út frá ýmsum verstöðvum á mieginlandinu, og þó útgerðar- menn og sjómenn irnir iíði mikið tjón við að geta ekki verið í heimahöfin, er en,gln vissa fy.ri'r, að þjóðarbúið biði af því tilr finnanlegt tjón, vegna minni afla. Um það verður engu hægt að spá, það sizt fært spáfugluim ríkLss t jóm arinnar. Alllir íslendin.gar eru einhuga uim að hjálpa Vestmannaeyinig- um, og svo er einnig um matg- ar vmvei.tta.r þjóðir. Allir biðja þess að plágunni linni sem fyrst. Eyjarskeggjarnir dáð- rílku og dugmiklu miunu og held ur ekki bregðast skyldum sin- um. Mér kemur i hug að rétt sé, ef rikisstjómin tórir eitthvað lengur, að skipta um ráðherrá í t.d. tveimur stólum, þ.e. að Hailldór E. Sigurðsson taki við u t a n rík isr áöun ey ti nu, það ætti ekki að saka, minnsta kostt, ef ha.nn fengi sketeggan aðstoðar- mann. Einar Ágústsson mundi Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.