Morgunblaðið - 24.02.1973, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.02.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1973 17 Ingólfur Jónsson: 11,4% aukning á verðmæti sjávarafurða árið 1972 Togaraverkfallið hefur staðið í nærri 5 vikur. 21 togari er bund- inn í höfn, þegar aðalvertíðin ætti að vera hafin. Afli togaranna var árið 1971 að fob verðmæti 14 hundruð milljónir króna árið 1972. Afli togaranna hefur minnkað s.l. tvö ár ög á það sinn þátt, ásamt stórauknum tilkostn aði í rekstrarerfiðleikum togaraflot- ans. Hallarekstur togaranna var árið 1972 um 150 milljónir króna, af þeirri upphæð var greitt úr ríkis- sjóði 45 milljónir króna, en 37 millj- ónir kr. úr Aflatryggingasjóði. Á undanförnum árum hefur ver- ið veitt fé á fjárlögum til styrktar togaraútgerðinni, en á fjárlög- um 1973 er ekkert fé ætlað til rekst- urs togaranna á yfirstandandi ári. Er það eitt dæmi um óraunhæfa af- greiðslu fjárlaga þessa árs. Ekkert skal fullyrt um, hvort það hefur tafið fyrir lausn togara- deilunnar, að í fjárlögum ársins er ekki gert ráð fyrir styrk til togar- anna, en líklegt má telja, að það hafi haft nokkur áhrif. Margir segja, að rekstrar- grundvöllur togara sé ekki fyrir hendi, miðað við þann kostnað sem útgerðinni fylgir, og það aflamagn sem búizt er við að veiðist á þessu ári. Það verður eigi að siður, að reikna með því, að togaraútgerð geti þrifizt og eigi framtið fyrir sér. Það er óbjörgulegt að sjá togaraflot- ann bundinn við bryggju um bjarg- ræðistímann. Rikisstjórnin virðist hafa haldið að sér höndum, og ekkert aðhafzt til þess að leysa málið og koma tog- urunum úr höfn. Á meðan íslenzku togararnir eru bundnir við bryggju eru erlendir tog arar að veiðum hér við land innan 50 milna línunnar. Nokkrir nýir skuttogarar eru komnir til landsins, og aðrir eru á leiðinni og koma á næstu mánuðum. Stærri gerð þeirra er bundin í höfn, en togurum undir 500 lestum hefur ekki enn verið bannað að veiða. Leiðir verður að firina til þess að togararnir geti aflað í þjóðarbúið og skilað því fjármagni, sem í útgerðinni er bundið. Þótt aflaverð- mæti togaranna hafi minnkað nokk- uð hefur heildarverðmæti sjávaraf- urða aukizt undanfarin ár. Heildarmagn s.l. þrjú ár hefur ver ið eins og hér segir: 1970 var aflamagnið 733 þús. lestir 1971 var aflamagnið 681 þús. lestir 1972 var aflamagnið 739 þús. lestir Árið 1970 var heildarverðmæti sjávarafurða 10.111 milljónir króna, 1971 var það 11.056 milljónir króna, og s.l. ár 12.318 milljónir króna. Heildarútflutningur hefur þó auk- izt miklu meira en sém þessu nem- ur. Árið 1970 var heildarútflutnings verðmætið 12.915 milljónir króna, 1971 nam það 13.175 milljónum króna og sl. ár 16.695 milljónum kr. Ríkisstjórnin hefur sagt, að þeir efnahagserfiðleikar, sem nú er við að stríða séu vegna aflabrests. Eins og áður er getið eru erfiðleikar tog- aranna að nokkru leyti vegna minnkandi afia, en þegar á heildina er litið hefur aflaverðmætið stórauk- izt. Verðmæti sjávarafurða 1972 var 11,4% meira en árið 1971 og miðað við 1970 er aukning á verðmæti sjávarafurða 21,7%. Rikisstjórnin kemst ekki hjá því að viðurkenna að efnahagsvandinn er að lang mestu leyti heimatilbú- inn. 1 heilt ár gerði ríkisstjórnin ekki tilraun til að hafa hemil á verð- skrúfunni. Þá var látið reka stjórn- laust, en ioforð gefin í allar áttir um aukna hagsæld. Á ársafmæli ríkis- stjórnarinnar voru loks gefin út bráðabirgðalög um verðstöðvun til ársloka 1972. Kaupgreiðsluvisitalan var bundin við 117 stig. Einnig var frestað end- urskoðun á grundvelli búvöru, en lögum samkvæmt átti sú endurskoð- un að fara fram 1. september s.l. Ingólfur .lónsson. Stéttarsamband bænda og launþeg ar mótmæltu ekki bráðabirgðalögun- um, sem er eina tilraunin sem ríkis- stjórnin hefur gert til að hindra verðbólguflóð. En sú tilraun mistókst eins og kunnugt er. Það sem kom i stað bráðabirgðalaganna var fálm- kennt og óraunhæft. Ekki hefur ríkisstjórnin gert til- raun til að endurskoða vísi- tölugrundvöllinn í samráði við at- vinnustéttirnar, eins og Alþýðusam- bandið hefur þó boðizt til og lofað var að yrði gert. * Gengislækkun var framkvæmd fyrir síðustu árámót, verðbólgufjár- lög voru afgreidd fyrir árið 1973, að upphæð 22.000 milljónir króna eða 100% hærri en 1971. Vísitöluskrúfan er í fullum gangi og ógnar öllum atvinnurekstri i landinu. Eins og nú horfir, litur út fyrir mikinn halla í rikisbúskapn um. Búizt er við stórum greiðslu- halla hjá rikissjóði á árinu, og miW- Framhaid á bls. 22. sleppa svona fram af sér beizlinu, þá verður maður eins og þessir laun- uðu ofstækismenn sem skrifa í blöð eins og þegar dýr gera alls kyns hundakúnstir í fjölleikahúsum til að þóknast temjara sínum eða stjórn- anda og áhorfendum, og fá svolitið sælgæti, eftir hverjar kúnstir. Allt til þess að stjórnandinn geti hneigt sig fyrir áhorfendum, sem klappa honum lof i lófa, meðan það endist. Af slíkum blaðamönnum á íslenzka ríkisstjórnin nóg og einkennilegt að sumir þeirra leika jafnvel aukakúnst ir án þess að fá neinn „aukabita“. Sú hætta vofir alltaf yfir blaða- manni á íslandi að lenda í þessu dýrasafni. XXX Der Spiegel kallar brottflutning fólks frá Eyjum meistaraverk (,,ein Meisterstuck") og segir að hann hafi samsvarað því að 1,6 millj. Vestur- Þjóðverjar íþar af 400 þús. börn) hefðu verið fluttir brott á jáfn stutt- um tí'na. í upphafi greinarinnar er vitnað í Aftenposten í Osló sem flutti þá fregn að „fslendingar eru stolt þjóð. Þeir báðu ekki og biðja ekki um góðgerðarstarfsemi." En stoltið tók á sig nýja mynd, og öll aðstoð var vel þegin, þegar dýr- mætustu vikunni hafði verið eytt í „athuganir". Grein Spiegels hefst á því að íslenzka rikisstjórnin hafi fyrst í stað afþakkað aðstoð erlend- is frá við Eyjamenn, og talar um „stoltaralegt hik“ íslenzku rík- isstjórnarinnar. Þá talar Spiegel um „Der Heilige Berg“ og hefur mátt sjá Helgafell ganga undir þvi nafni í flestum fréttum og greinum af eld- g'v-iinu í þýzkum fjölmiðlum. XXX Nokkrar góðar greinar hef ég les- ið um eldgosið eftir þýzka blaðamenn sem hafa séð það með eigin augum. Karl-Heinz Krumm skrifaði ágæta grein um gosið í blað sitt, Frank- furter Rundschau. Hann er áhuga- samur um íslenzk málefni, en segist þurfa að kynnast landi og þjóð bet- Exprasident L.B. Johnson ist gestorben Sbb S»I«m 1 anS 1 & i Islands heiliger Berg speit Feuer und Lava 5090 Menschen wurrien evakuiert! Vulkan soll bombardiert werden Der ur en tími vannst til. Ég hitti hann með Gunnari Wendler, framkvsemda stjóra Flugfélagsins í Frankfurt, og fann að hann átti erfitt með að skilja að Islendingar skyldu ekki vilja leggja fiskveiðideiluna fyrir alþjóðadómstól inn í Haag. Þetta atriði er langerfið- ast að skýra fyrir útlendingum, hef- ur mér þótt, jafnt þeim sem sýna okkur samúð og standa með okkur og hinum. Þessir vinir okkar eiga erfitt með að skilja að þeir sem trúa á sigur sinn skuli óttast úrskurð; að þeir sem vita þeir byggja á rétt- læti, skuli afneita alþjóðlegum dóm- stóli; að þeir sem vilja að land sé með lögum byggt, hundsi alþjóðarétt. Ég held við þurfum að athuga þetta mál eitthvað betur. En sleppum þvi. Þó er varla hægt að skrifa um Vest- mannaeyjar án þess að dragast inn í umræður um fiskveiðilögsögu og efnahagsmál, enda eru efnahagsmál hin merkustu 1 höndum allra — nema stjórnmálamanna eins og kunnugt er. XXX Krumm sagði að útlendingar ættu erfitt með að setja sig í spor svo fá- mennrar þjóðar sem Islendingar væru. Hann tók dæmi: í borgum er gömlum hverfum rutt burt og jöfnuð við jörðu svo að unnt sé að byggja ný stórhýsi. En hver hugsar um þær fáu hræður, þúsundir gamals fólks, sem hefur átt heima í þessum gömlu húsum alla ævi? Hver getur skilið þjóðfélag með 210 þús. hræðum? spurði hann, fyrst ómögulegt er að skilja tilfinningar og sársauka gam- als fölks í næstu götu? Þetta er íhug- unarvert. XXX í Die Welt er haft eftir Magnúsi Magnússyni bæjarstjóra m.a.: „Við héldum að hraunstraumurinn muridi gleypa okkur öll, þó að hann færi í átt til flugvallarins og síðan í sjó fram. Þetta er kraftaverk." Ég hef ekki séð þessi ummæli annars stað- ar og læt þau fljóta með, en vafa- laust hafa þau birzt heima. Þó er ýmislegt athyglisvert í skrifum er- lendra blaðamanna af gosinu sem ekki verður unnt að ganga fram hjá, þegar saga þess verður rituð. Die Welt segir að íbúarnir hafi í fyrst- unni flúið skelfingu lostnir, en síð- an áttað sig og orðið róiegir. Ég hef rekizt viðar á í þýzitum blöðum, Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.