Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1973 Um iðnrekstrarsjódinn: Lítið af nýju f jármagni til útflutningsiðnaðarins MAGNÚS Kjartansson iðnaðar- ráðherra maelti fyrir frumvarpi um iðnrekstrarsjóð í efri deiid í gær. Áður hefur verið sagt ítarlega frá þessu frumvarpi hér á þingsíðunni. Við umræðurnar kom fram, að þetta frumvarp fferir ekki ráð fyrir nýju fjár- magm til iðnaðarins, svo neinu nemi. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra sagði að 28. febrúar Geir Hallgrimsson. síðastliðinn hefði sér verið af- hent iðnþróunaráætlun sú, sem unnið hefur verið að af sérfræð- ingum Sameinuðu þjóðanna, en áætlun þessi er fyrir tímabilið 1973—1980. Áætlunin yrði nú þýdd og sagðist ráðherrann von ast til, að hægt yrði að dreifa henni til alþingismanna fyrir lok þessa þings. Iðnaðarráðherra sagðist hafa snúið sér ti'l forsvarsmanna út- flutningsiðnaðarins skömmu eft ir að eldgosið hófst í Vestmanna eyjum og rætt við þá möguleika á eflingu útflutningsiðnaðarins. Sér hefði verið ljóst að sá að- ili, væri hinn eini sem að ein- hverju leyti gæti hlaupið í skarð ið sem myndast vegna þess sam dráttar sem verður á útflutn- ingi vegna jarðeldanna. 1 svör- um forsvarsmanna hafði komið fram, að þeir teldu auðið að auka útflutning iðnaðarvara frá fyrirtækjum sínum úr 1000 í 1800 milljónir og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna teldu, að auka mætti heildarútflutninginn úr 1200 i um 2500 milljónir á næstu 12—18 mánuðum. En til þess að þetta yrði auðið þyrftu útflutningsiðnaðarfyrirtækin fyr irgreiðslu sem næmi 50—80 milljónum. Einnig rakti ráðherrann helztu þætti sem nú væri unnið að í iðnaðarráðuneytinu. Geir Hallgrimsson sagði, að í öllum þeim atriðum sem iðnað- arráðherra hefði nefnt, að nú væri unnið að á hans vegum hefði verið byrjað í tíð fyrri Jón Árnason. stjórnar og sagðist Geir fagna því að iðnaðarráðherra fylgdi stefnu viðreisnarstjómarinnar áfram i þeim efnum. Þingmaðurinn sagði, að sú sjóðsmyndun, sem þetta frum- varp gerði ráð fyrir, þýddi ekki neitt nýtt aukið fjármagn til iðnaðarins. Sjóðurinn ætti fyrst og fremst samkvæmt frumvarp- inu að fá gengishagnaðinn skv. lögum frá 1968 og 1972, en þeim hagnaði hefði einnig áður verið ætlað að veita til iðnaðarins. Hér væri því ekki um nýja fjár- myndun að ræða. Með þessu frumvarpi væri ætlað að stofna einn sjóðinn enn, en hann teldi rétt, að víkka út þá sjóði og lánastofnanir, sem fyrir væru i landinu, svo þeir gætu náð því hlutverki sem þessum nýjasjóði væri ætlað. Iðnaðarráðherra hefði nefnt, að það þyrfti að sameina í framtíðinni þá sjóði sem nú styddu iðnaðinn, og væri hann sammála þvi. En með þessu frumvarpi virtist sér ver- ið að ganga ! gegn þessari yf- irlýsingu iðnaðarráðherra, og í stað þess að sameina sjóðina væri verið að stofna einn nýj- an. Geir Hallgrímsson sagði, að vissulega þyrfti að taka til hend inni, ef láta ætti vonir um fram tíðarvöxt útflutningsiðnaðarins rætast. Það hefði verið rétt hjá iðnaðarráðherra að sókn í út- flutningsiðnaðarmálum hefði verið í lágu gengi á íslandi. Ráð herrann hefði nefnt verðbólgu sem orsakavald þess. En aðrir þættir kæmu þar einnig til Magnús Kjartansson. MÞinai greina. Teldi hann að pólitískur áróður ákveðinna pólitískra flokka hefði orðið til að draga úr gildi sölumennskunnar og annarrar kynningar milliliða. Þá sagði Geir Hallgrímsson að koma þyrfti á fót almennum hlutabréfamarkaði, þannig að al- menningi gæfist kostur að leggja fram og ávaxta áhættufé í hluta félögum, og styrkja um leið fjárfestingargetu viðkomandi fyrirtækja. Jón Árnason sagðist hafa orð- ið fyrir vonbrigðum með þetta frumvarp. Frumvarpið gerði að- eins ráð fyrir nýju fjármagni sem svaraði 15 milljónum króna. Þá vék Jón Árnason að niður- suðuiðnaðinum sem þyrfti að leggja í verulegan gjaldeyris- kostnað vegna þess að umbúð- ir og fleira væri aðkeypt erlend- is frá. Þegar gengið hefði verið fellt nú í tíð núverandi ríkis- stjórnar gekk gengishagnaður ekki til þessarar iðngreinar, svo sem ætíð hefði verið áður. Næstur tók Magnús Kjartans- son til máls og þá Geir Hall- grímsson og urðu allmiklar um- ræður milli þeirra um málefni iðnaðarins almennt, m.a. um af- stöðu núverandi og fyrrverandi stjórnar til stóriðju. Hörpudiskur: 12,20 kr. kg í vinnslu YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað á fundi í dag eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. marz til 31. októ óher 1973: Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi 7 cm á hæð og yfir, hvert kg kr. 12.20. Fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp með 15 daga fyrirvara miðað við 1. 1. september. Áhugi á garðrækt GARÐYRKJUFÉLAG fslands starfar í delldum víða um land og færir stöðugt út kvíarnar. Það hefur starfað í rúm 85 ár og m.a. starfrækt innkanpadeild. Tala félaga er nú 1436. Fræþjónusta nefnist starfsemi félagsins, er annast fræskipti, flokkun og útvegun meðal fé- lagsmanna. Fræðslufundir eru margir og vel sóttir. „Garðyrkjuritið" er ársrit félagsins, sem innifalið er I ársgjaldi, og sama gildir um fréttabréfið „Garðurinn" sem fjölritað er og sent félögum. Félagið hefur staðið að útgáfu tveggja meiri háttar rita um garðyrkju: Skrúðgarðabókinni og Matjurtabókinni. Félagið hef- ur stofnað til kynnisferða í skrúð garða og gróðurhús í Reykjavík og nágrenni undanfarin sumur. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í febrúar, var kjörin stjórn, sem hér segir: Jón Páls- son form., ' Selma Hannesdótt'r varaform., Ólafur Björn Guð- mundsson ritari, Gunnlaugur Ól- afsson gjaldkeri, Einar Siggeirs- son meðstjórnandi. Til vara voru kjörnar: Ragnhildur Björnsson, Ágústa Björnsdóttir og Martha Björnsson. Einar Júlíusson, afgreiðslumaður við afgreiðsluborðið í Víkur- bæ og eigandi verzlunarinnar, Ámi Samúelsson. Ný verzlun í Keflavík NÝLEGA var opnuð ný sérverzl- un í Keflavík. Verzlunin hefur hlotið nafnið — Víkurbær — og hefur á boðstólum ýmiss konar hljómburðartæki og hljómplötur, með nútíma og eldri tónli.st. Kvennadeild S.L.F.: Þá verða í Vikurbæ einnig á boðstólium flest allir hlutir, sem tilheyra ljóamyndum og öll þjónusta á því sviði. Eigendur verzlunarinnar eru Árni Samúelssom og kona hans, Guðný Ásberg, en afgreiðslu- maður verzlunarinnar er Einar Júlíusson, söngvari og þekktur í poppheiminum. Hjartamlega þakka ég vinum og vandamönmum fyrir gjafir og góðar kveðjur á áttræðis- afmæti mínu 27. febrúar sl. Lifið heil. Jón Ólafsson, Siiðurgötu 26. Stórbingó á miðvikudaginn KVENNADEILD Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur ár- legt stórbingó sitt í Hótel Sögu miðvikudagSkvöldið 14. marz kl. 8.30. Þar koma fram Guðrún Á. Símonar, óperusönigkona, Ómar Ragnarsson með skemmtiþátt og Jón B. Guninlaugsson, sem stjóm- anbingóinu. Verðmæti aðalvinninganna verð- ur frá 5.000,00 kr. og upp í Mall- orkaferð frá Sunnu, sem annars kostar 22.000,00 kr. Alts verða spiliaðar 16 umferðir. Yfirfullt var á sams konar skemmtun félagsins sl. vetur og urðu margir frá að hverfa. Allur ágóði rennur til æfinga- stöðvarimnar að Háaleitisbraut 13 og starfseminnar í Reykjadal. Hjólhysa- klúbbur Á FUNDI, sem haldimn var 3. marz í Glæribæ, var stofnaður Hjólhýsaklúbbur íslands, og er tiigangur hans að huga að hags- munum eigenda hjólhýsa, t. d. tryggingum, ferðamálum, o.s.frv. Stjóm hans síkipa: Magnús Fjeldsted, Jón Baldursson, Olaf- ur Friðsteinisson, Axel Bender, Axel Guðlaugsson og Þorsiteinin Baldurssoin. fTTm Þ FRÉTTIR Í STUTTU MÁLI DEILDIRNAR MISSKIPTAR UM LAGAFRUMVÖRP Óiafur Jóhannesson forsæt- isráðherra kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild vegna þeirra umræðna, sem áður höfðu orðið í deildinni um hversu fá stjórnarfrum- vörp væru lögð þar fram. Sagðist forsætisráðherra af því tilefni hafa látið taka sam an skýrslu um framlögð stjórnarfrumvörp eftir deild- um. Þar kæmi fram, að 28 stjórnarfrumvörp hefðu verið lögð fram í efri deild, en 34 í neðri deild. Væri þessi mun ur nokkur, en ekki eins mik- ill, og ætla hefði mátt af at- hugasemdum frumvarpsins. Þorvaldur Garðair Kristjáns son sagðist hafa rætt um ástandið eins og það hefði orðið eftir jólaleyfi. Iðulega væru 15—20 mál á dagskrá neðri deildar meðan aðeins eitt til þrjú frumvörp væru á dagskrá efri deildar. Þá væru yfirleitt hin stærri og meiriháttar mál oftast lögð fyrir neðri deild. FRÆÐSLUSTOFNUN ALÞÝÐU Stefán Gunnlaugsson mælti fyrir frumvarpi um fræðslu- stofnun alþýðu í neðri deild. Sagði hann málið hafa fyrst verið flutt haustið 1971, en ekki komið þá úr mennta- málanefnd. Frumvarpið stefndi að því, að jafna menntunaraðstöðu fullorðins fólks og ungs fólks. Nú væru margir á fullorðinsárum, sem í æsku hefðu farið á mis við menntun, margur efnismaðuir inn, sem ekki hefði fengið not ið hæfileika sinna. Ingvar Gíslason sagði að frumvarpið fjallaði að vísu um mikið nauðsynjamál, en hann væri ekki viss um, að flutningsmenn hefðu hitt á réttu leiðina með þessum til- lögufiutningi. Benti þingmað urinn í því sambandi á vax andi skilyrði fjölmiðla — einkum hljóðvarps og sjón- varps — til uppfræðslu eins og þeirrar, sem þetta frum- varp ætti að ná til. ÁÆTLUN UM FULLNADARUPPBYGG- INGU ÞJÓÐVEGAKERF- ISINS Gísli Guðmundsson mælti fyrir lagafrumvarpi um að gerð verði áætlun um fulln- aðaruppbyggingu þjóðvega- kerfisins. Kom fram hjá hon- um, að slík áætlun myndi kosta eitthvað milli 2—3 milljónir króna. GJALDSKRÁ LANDSSÍMANS VERÐI ENDURSKODUD Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um end- urskoðun á gjaldskrá Lands- símans. Flutningsmenn tillög unnar eru Alexander Stefáns- son, Steingrímur Hermanns- son, Helgi F. Seljan, Matthi- as Bjamason, Ólafur G. Ein- arsson, Ragnar Arnalds, Björn Fr. Björnsson og Karv el Pálmason. Segir i ályktuninni að með endurskoðuninni skuli vinna að því, að mismunur á gjaldi eftir fjarlægð verði minnkað- ur verulega og fyrir símtðl innan hvers svæðis verði kraf izt eins gjalds og sé hið sama innan allra svæða landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.