Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1973 17 Jóhann Hjálmarsson STIKUR Kvenmynd eilífðarinnar í Skírni Grein III. Skírnir hefur lengi verið nær áhrifalaust tímarit. Það er engu lík- ara en stefna ritstjóranna hafi verið sú að hafa ritið svo dauflegt að það vekti enga athygli eða binda það í svo fræðilegar skorður að það næði aðeins til þröngs hóps áhugamanna. Þetta virðist mér ekki hafa breytst að marki með tilkomu nýs ritstjóra, Ólafs Jónssonar, sem sýnir þó við- leitni í þá átt að Skírnir fjalli meira um samtímabókmenntir en áður. í Skirni 1972 eru nokkrar grein- ar um Halldór Laxness í tilefni sjö- tugsafmælis hans. Athyglisverðasta greinin er að mínu mati 1 leit að kvenmynd eilífðarinnar eftir Svein Skorra Höskuldsson, prófessor. Sveinn Skorri ræðir í upphafi máls síns um hlutskipti kvenna í skáld- skap, einkum með tilliti til aukinn- ar umræðu um stöðu og hlutverk kvenna i samfélaginu. Hann heldur þvi fram að áhugi á konum i skáld- skap „haldizt í hendur við vaxandi skilning á gildi þjóðfélagsfræðilegr- ar könnunar bókmennta". En þótt hann geri sér grein fyrir gildi bók- menntaféiagsfræðinnar fyrir bók- menntarannsóknir eru honum ljósar takmarkanir þessarar rannsókn- araðferðar. Til eru spurningar, sem hún getur ekki svarað: „Þannig er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga, að hvert mikils háttar skáldverk er meira en einber spegilmynd þess sam félags, sem það er úr sprottið." Þetta eru orð í tima töluð nú þegar fé- lagslegur skilningur er viða lagður til grundvallar á hvers kyns bók- menntum, einkum á Norðuriöndum. Grein Sveins Skorra ' fjallar um kvenlýsingar i verkum Halldórs Laxness; höfundurinn leitast við að sýna fram á hve oft er litið á kon- una sem kynferðisveru í verkum Halldórs. I Vefaranum mikla frá Kasmír er konan tákn hins illa, hindrun á vegi mannsins til guðs, en í siðari verkum Halldórs verður hún tákn hamingju. 1 Heimsljósi bregð- ur fyrir trúarlegri dýrkun konunn- ar og í Kristnihaldi undir Jökli verð- ur hún „sigur skaparans", kven- mynd eilifðarinnar; í henni „sættast hin gagnstæðu skaut“, að dómi greinarhöfundar. Þessum niðurstöð- um Sveins Skorra Höskuldssonar er auðvelt að samsinna. Tryggvi Gíslason fjallar um Para- dís i Paradisarheimt, þ.e. drauminn um fyrirheitna landið. Ólafur Jóns- son tínir til dæmi um afstöðu manna til skáldskapar Halldórs Lax- ness fyrr og siðar. Haraldur Sig- urðsson birtir skrá um helstu rit og ritgerðir um ævi og verk Halldórs Laxness. Tékknesk kona, Helena Kadec- ková, á ritgerð í Skírni um Hel eft- ir Sigurð Nordal. Óskar Halldórs- son tekur eftirmæli Bjarna Thorar- ensens um Odd Hjaltalín til nýrrar athugunar. Á þessum greinum má ýmislegt græða og eflaust öðru ónefndu efni í Skirni þótt það veki litla forvitni undirritaðs lesanda. Ég get til dæmís ekki séð að grein Þor- bjarnar Broddasonar um dreifingu bóka á íslandi og í Svíþjóð leiði neitt nýtt í ljós, en þeir, sem hafa yndi af félagsfræðilegum rannsókn- um munu vafalaust finna þar sitt- b 'að við sitt hæfi. Ritdómar eru margir i Skími. Með- al ritdómara er Helga Kress, sem fræg varð af endemum fyrir ritling um Guðmund Kamban, en í ritlingn- um er gert heldur lítið úr þessum ,,börgaralega“ rithöfundi. Nú tekur Helga það að sér að gefa Hannesi Péturssyni bragfræðilegar leiðbein- ingar vegna Rímblaða hans. Meðal annars dæmir Helga úr leik hið ágæta ljóð Hannesar Að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, segir að „vegna vandræöalegs ríms“ endi það „sem dár og spé“. Notkun forsetningar- innar á virðist fara sérstaklega i taugarnar á Helgu Kress, hún „kem- ur óþægilega oft fyrir" i Ijóði Hannesar að dómi fræðikonunnar. Ekki skal ég fullyrða um hvað þess- um óþægindum veldur, en skrif Heigu Kress mótast af einhvers kon- ar vanlíðan. Þegar litið er á Skírni 1972 í heild er efnið ekki nógu forvitnilegt til þess að það eigi brýnt erindi á prent. Sveinn Skorri Höskuldsson. Fáeinar undantekningar koma ekki í veg fyrir að dómurinn um ritið hlýtur að vera sá að það vanti líf og lit, sé of þröngt. Verði haldið áfram að beina ritinu inn á þá braut að fjalla um samtímabókmenntir þarf það að verða fjölbreyttara og fleiri sjónarmið að koma fram i því. Ekki verður skilið við Skírni án þess að geta Bókmenntaskrár Skírn- is, sem Einar Sigurðsson hefur tekið saman. Bókmenntaskráin er fylgirit Skírnis. Einar Sigurðsson hef- ur unnið þarft verk með Bókmennta- ski-ánni; hún er ómissandi þeim, sem láta sig íslenskar bókmenntir varða. Mikil vinna hlýtur að liggja bak við skrá eins og þessa, sem veitir upp- lýsingar um flest það, sem ritað er heima og erjendis um islenskar bók- menntir siðari tíma. Óhætt er að fullyrða að þessi skrá er gerð af samviskusemi og virðingu fyrir fræðilegum vinnubrögðum. Enn ber góða gesti að garði ENN BER góða gesti að garði. Að þessu sinn' tvo valimkunna finnska listamenn, þá Erkki Rautiio og Ralf Gothoni, er sóttu okkur heim að tilhlutan Norræna húss'ns í Reykjavík. Þótt heim- sókn þeirra hafi borið á góma í fjölmiðlum og tónleikarnir verið allítarlega auglýstir skorti mikið á að samkomusalur Norræna hússins væri fultsetinn að kvöldi sunnudagsins 25. febrúar sl. Er það miður því hér voru á ferðínni hljóðfæraleikarar, sem sannar- lega var ómaksins vert að gefa gaurn. En þrátt fyrir fámennið, eða einmitt vegna þess, var þægi leg stemmning á tónleikunum og náið samband milli áheyrenda og listamanna. Þess væri óskandi að stjóm Norræna hússins léti þessar hrak farir ekki á sig fá em háldl ó- trauð áfram að treysta og auka norræna samvinnu á tónlistar- sviðinu sem endranær. Fram til þessa hefur okkar fátæklega tón listarlif notið góðs af starfi Norr ænu félagana, jafnt einstakling- ar sem félagasamtök. Af þei.m styrk megum við sízt sjá. Þar með er það einmg siðferðileg skylda okkar að gjalda í sömu mynt, að sýna skandinavískum listamönnum áhuga er þe'r koma hingað til tónieikahalds. En bet ur má ef duga skal. Celloleikar'.nn Erkki Rautio hef ur nú um árabil verið einn fremsti celloleikari Finna. Sem stendur er hann prófessor við Síbeliusarakademiuna í Helsink'. Rautio er um margt sérkennileg ur celloleikari. Hann hefur í senn frábæra fingralipurð og stvrk og að auki djúprista túlkunar- hæfileika. En aðalsmerki Rautio er einstaklega nákvæm tón- myndun svo vart skeikar kvarttóni tónleika á enda eins og að þessu sinni. Unun var að hlýða á leik hans allan. Fraseringar Rautio eru sömuleiðis afar sérkennileg- ar í einskonar „andvarpsstíl". Og þó sérfróðir menn um celiloleik telji Ieikaðferð hans brjóta þær gullnu reglur, er ungum celioleik urum eru innrættar, verður ekki annað séð af árangrinum en að til gangurinn helgi meðalið. Hljóð- færi Rautio oili einnig nokkrum heilabrotum þar eð tónn þess var sérlega ómbiíður og tónstyrkur: inn í góðu samræmi við húsa- kynnin. Voru spekúlantar ekki á eitt sáttir. Sumir töldu celio hans í smærra liagi, aðrir að strengir þess væru fáséðir safngripir. Báðar tilgáturnar eru sennilega út í hött en tónn hljóðfærisins runnin undan rifjum Rautio sjálfs i bókstaflegri merkingu. Píanóleikarinn Ralf Gothoni er ungur að árum en engu að siður snjall. Hann starfar eins og Raut io v'ð Síbelíusarakademíuna. Það er enginn svikinn af hljóðfæra- leik þessa kjarnmikla píamóleik- ara enda tiiþrif hans öll hin merkilegustu. Gothoni lét ósjald an gamminn geysa og gaf félaga sínum ekkert eftir og hvatti hann til fjörlegs samleiks. Var ekk: laust við að sumum fyndist hann ákafur um of þó flestir hafi vafalaust haft af því skemmtan frekar en hitt. (Og úr því verið er að minnast á gamansemi er ekki úr vegi að tiltaka biaða- sviptingar Gothoni sem jöðruðu við að vera stórviðburður í hvert Listamennlrnir ásanit forstjóra Norræna hússins. sinn. Var gjarnan gripið eld- snöggt i nótnablað ð með öllum fingrum og þvi snarað i hasti svo augað fékk vart greint, í einni hryðjunn: skall nótnaskræð an á gólfið og varð píanóleikar- inn að gera sér að góðu að leika eftir minni sem tókst bærilega.) Viðfangsefni þe rra félaga voru fjögur meiriháttar verk: Sónata eftir Richard Strauss, Sónata eft ir Claude Debussy, Sónata eftir Grieg og Divertimento. í eftir Matti Raut'o bróður celloleikar- ans. Voru verkum þessum gerð fullkomin skil og þá ekki sízt són ötum Strauss og Debussy. Það er annars áhugavert að gera saman burð á þessum stórverkum. Són- ata Strauss er frá árinu 1883 en Debussy samdi sína á siðustu hérvistarárum sínum eða um 1915. Engu að siður eru sónöturn ar i eðli sínu dæmigerðar fyrir lifsstörf þessara jafnaldra og samtímamanna: Sú hin fyrri und ir sterkum áhrifum frá Brahms og í beinu framhaldi af þýzkri tónl'starhefð. En hin síðari eins og skrattinn úr sauðarleggnum í hrópandi mótsögn við fortíðina og það sem á undan er gengið, sprottin úr byltingarkenndum hugarheimi Debussy. Eftir þvi sem grúskað er meir í tónlist sið ustu aldamóta reynist æ erfiðara að staðsetja afkvæmi meistarans frá St. Germain en Laye í rökrétt sögulegt samheng enda sérvizka hans með eindæmum. Saman- burður á sónötum Strauss og De bussy undirstrikar á sérstæðan hátt þá grónu speki að smiðaað- ferðin eða byggingaefnið ræður ekki úrslitum heidur það hvernig það er meðhöndlað. Báðir voru þeir spámenn en leituðu fanga hvor í sína áttina. Síðasta verkið á þessum tónle kum var Diverti mento I eftir Matti Rautio. Er hér um að ræða smellna skemmti músík nokkuð í stii við brezka „hentistefnu“ þar sem menn eru ófeimnir við að bianda saman ýmsum stíltegundum jafnt gömlu sem nýju. í fáum orðum sagt. Tónteikar Erkki Rautio voru sérlega vand- aðir og þeir félagar landi sínu til sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.