Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1973 JHat’ípmMa&iír Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Evjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Biörn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. ¥ öllu því stjórnleysi, sem * ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar, telja ráðherrarn- ir þó, að þeir geti flaggað einni skrautfjöður, þ.e. aukn- ingu kaupmáttár. Undanfarna mánuði hafa ráðherrar og ein- staka málsvarar ríkisstjórnar- innar haldið því fram, að kaupmáttaraukningin nemi 28% á tilteknu tímabili, sem að mestu spannar tíð núver- andi ríkisstjórnar. í van- traustsumræðunum á dögun- um nefndi Ólafur Jóhannes- son þessa tölu og sagði, að hér væri um að ræða „meiri hækkanir á kaupmætti launa verkafólks á stuttum tíma en dæmi eru til um í allri sögu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi". Þetta eru stór orð hjá for- sætisráðherra, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að þetta eru ómerkilegar blekkingar. Forsætisráðherra segir, að kaupmáttur launa verkafólks „fyrir hverja greidda vinnu- stund í almennri vinnu í Reykjavík“ hafi hækkað um rúm 28% frá öðrum ársfjórð- ungi 1971 til fjórða ársfjórð- ungs 1972. Hér er miðað við tímakaup, en vegna vinnu- tímastyttingarinnar hefur tímakaup hækkað verulega á þessu tímabili enda þótt greidd vikulaun sama verka- manns hafi ekki hækkað að sama skapi. Til þess að fá rétta mynd af þessu dæmi, er nauðsynlegt að taka vegið meðalvikukaup verkafólks á þessu tímabili, sem gefur raunhæfari mynd af þeirri kaupmáttaraukningu, sem orðið hefur. Þegar aukning kaupmáttar vegins meðal- vikukaup frá öðrum árs- fjórðungi 1971 til fjórða árs- fjórðungs 1972 er skoðuð kemur í Ijós, að kaupmáttar- aukningin er ekki rúm 28% eins og Ólafur Jóhannesson heldur fram, heldur er raun- veruleg kaupmáttaraukning aðeins 12,5%. Og í þeirri tölu er kaupmáttarvísitalan áætl- uð fjTÍr þriðja og fjórða árs- fjórðung 1972 í samræmi við áætlun um vísitölu fram- færslukostnaðar. Til samanburðar er ekki óeðlilegt að taka sambærilegt tímabil frá lokaskeiði Við- reisnarstjórnar. Ef t.d. aukn- ing kaupmáttar vegins með- alvikukaups verkafólks er skoðuð frá öðrum ársfjórð- ungi 1969 til fjórða ársfjórð- ungs 1970, kemur í Ijós, að á því tímabili hefur aukning kaupmáttarins orðið 17,9% eða verulega hærri en á jafn- löngu tímabili undir vinstri stjórn. Þannig er árangur vinstri stjórnar mun lakari að þessu leyti en árangur Viðreisnarstjórnar á loka- skeiði hennar stjórnartíma- bils og langt frá því að vinstri stjórn sé búin að uppfylla loforð sitt um 20% aukningu kaupmáttar á tveimur árum. Þessi lélegi árangur vinstri stjórnar í að auka kaupmátt launa er þeim mun meira áhyggjuefni vegna þess, að á þessu tímabili hafa gífurleg- ar byrðar verið lagðar á at- vinnuvegi landsmanna í auknum launaútgjöldum. Þannig var frá því skýrt á blaðamannafundi, sem Vinnu- veitendasamband íslands efndi til fyrir nokkrum dög- um, að frá síðustu kjarasamn- ingum, sem gerðir voru í des- ember 1971 hefði grunnkaup hækkað um hvorki meira né minna en 53% og er þá miðað við II. kauptaxta Dagsbrún- ar. Þessi mikla aukning launaútgjalda hefur því ekki skilað sér betur í aukningu kaupmáttar en raun ber vitni um og er því alveg ljóst, að hinar miklu kauphækkanir hafa verið étnar upp í verð- bólgubálinu að verulegu leyti. Þessa þróun mátti í raun og veru sjá fyrir, þegar kjara- samningarnir voru gerðir í desember 1971, enda var svo komið sl. haust að taka varð upp nýtt styrkjakerfi til fisk- vinnslu og útgerðar til þess að rekstur undirstöðuatvinnu- veganna gæti haldið áfram óhindraður og í desember- mánuði sl. greip ríkisstjórnin til gengislækkunar í sama skyni. Ef náðst hefði veruleg kaupmáttaraukning með þeim miklu byrðum, sem lagðar hafa verið á atvinnu- vegina, má segja að til íækk- urs hefði þó verið unnið, enda þótt öllum skyniborn- um mönnum megi vera Ijóst, að ekki þýðir til lengdar að leggja meira á atvinnuvegina en þeir geta undir staðið. En ofan á hinar miklu byrðar, sem atvinnuvegirnir rísa ekki undir bætist nú sú staðreynd, að afraksturinn er afar léleg- ur, þegar aukning kaupmátt- ar er skoðuð. Þessar staðreyndir, sem ekki verða hraktar, eru ef til vill þyngsti áfellisdómurinn yfir þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. Ráðherrarnir hafa reynt að beita blekkingum til þess að fela þessa afleiðingu verka sinna, en þær blekking- ar duga ekki lengur. Tölurn- ar tala sínu máli og niður- staða þeirra er sú, að á fyrr- greindu tímabili er aukning kaupmáttar 12,5%, þegar mið- að er við raunhæfan grund- völl, en ekki rúm 28% eins og forsætisráðherra hefur gasprað um. BLEKKINGIN UM AUKNINGU KAUPMÁTTAR Rannsóknarréttur i Egyptalandi KAÍRÓ — Myndir, sem hafa ver- ið birtar að undanförnu í egypzka sjónvarpinu og í biöðum landsins, hafa átt að sanna þá staðhæfingu egypzkra stjómvalda, að ró og kyrrð hafi aftur verið komið á í háskólum landsins og að kennsia hafi verið haf in að nýju „í andrúmslofti þroskraðr ar meðvitundar og ábyrgðartilfinn- ingar“, eins og það er orðað í opin- berum yfirlýsingum. Aftur á móti fengu erlendir frétta ritarar þau fyrirmæli, þegar emb- ættismenn stjórnarinnar fóru með þá i háskólana til þess að leyfa þeim að kynnast ástandinu, að „horfa á ast „strangrar holiustu við þjóðlegt ekki við þá.“ Þessi hlálega kynningarstarfsemi lýsir vel þvi grátbroslega ástandi, sem ríkir i Egyptalandi, að almenn- ingi er sagt að taka gegnsæar blekk ingar trúanlegar. Kennsla við háskól ana er að vísu byrjuð aftur eftir þá ráðstöfun Sadats forseta að loka há skólunum skömmu eftir áramótin vegna stjórnmálastarfsemi, sem leiddi til beinnar uppreisnar, en sett ar hafa verið nýjar reglur, sem banna hvers konar starfsemi er brýt ur í bága við opinbera linu Arabiska sósíalistasambandsins (ASU), eina stjórnmálaflokksins sem er leyfður í Egyptalandi. Brottrekstur úr skóla er refsing- in sem er lögð við brotum á þessum reglum, sem banna „hvers konar árásir gegn trúarbrögðum" og krefj stúdentana, ljósmynda þá, en tala stjórnmálalíf, jákvæðrar og hlutlægr ar gagnrýni, sem er laus við róg, æs- ingar eða ögranir og tilhlýðilegrar virðingar við þjóðlega hefð og lífs- gtldi háskólanna." Stjórnmálafundir verða að vera skipulagðir af opinberum stúdentafé lögum, sem uppreisnarstúdentar við- urkenna ekki, og eru háðir leyfi deildarforseta, sem verður að fá með þriggja daga fyrirvara tilkynningu um hvar og hvenær fundurinn skuli haldinn ásamt nöfnum ræðumanna. Aðeins örfáar klukkustundir liðu hins vegar frá því háskólarnir voru opnaðir að nýju þangað til sú frétt breiddist út um höfuðborgina að slag orð fjandsamleg stjórninni hefðu aftur verið máluð á veggi Kaíróhá- skóla og að stúdentar við verkfræði- deildina i Ain Shams hefðu hafið setuverkfall. Við Kaíróháskóla dreifði lögregla hópi um það bil 50 mæðra, sem reyndu að gera setuverk fall til þess að leggja áherzlu á kröfu sína um að sleppt yrði stúd- entum, sem hafa verið í haldi síðan i desemberlok. 1 ræðu sem Sadat forseti héit í janúarlok í alþýðuþinginu, gerði hann lítið úr stúdentaóeirðunum og sagði að þar hefðu verið að verki „innan við 100 andófsmenn, sem hefðu óorð á sér“, en samkvæmt lýsingu hans náði andófið og upp- steiturinn gegn stjórninni langt út fyrir veggi háskólanna. Hann sagði þingheimi, að á nýjárs dag hefðu „vinstrisinnaðir ævintýra- menn“ og „hægrisinnaðir afturhalds- menn" áformað umfangsmiklar að- gerðir. Hann talaði um „iandeigend- ur og höfðingja, sem fóru að mynda skuggaráðuneyti til þess að undir búa valdatöku . . .“ um „fram- úrstefnufólk, sem væri í sambandi við valdamiðstöðvar" um fólk með sjálfstæða atvinnu, sem ýtti fólki út i frávik frá réttri stefnu og upp- reisn, um egypzka blaðamenn og menntamenn, sem ælu erlend blöð á skrumskældum lýsingum á ástand- inu í Egyptalandi og viliandi upp- lýísingum. Ræðan. sem Sadat fiutti og stóð í 105 mínútur, hafði þau áhrif, að það var ekki eins og hann ætti í höggi við lítinn hóp mótþróafullra stúd- enta heldur að ráðizt væri á hann úr öllum áttum: að hann varni ein- angraður, kvíðinn, hræddur maður, staðráðinn í þvi að bæla niður alla andstöðu og gagnrýni. Sadat sagði sjálfur, að hann nyti ekki stuðnings „vinstri, hægri, menntamanna, landeigenda og for- réttindastéttar minnihlutahópa" og hann tilkynnti að komizt hefði upp um undirróður i nýrri mynd. er beindist gegn „vinnandi stéttum" Egyptalands. „í fvrsta skipti á göngu okkar," sagði hann þingheimi, „hefur verið vikið frá pólitískri grundvallariínu byltingarinnar 1952, það er að segja Bandalagi vinnandi stétta og þetta frávik er meira og minna upp- reisn.“ Þetta bandalag gerði ráð fyr- ir, að verkamenn og bændur hefðu helming þingfulltrúa, sagði Sadat. Aganefnd ASU lét strax til skar- ar skríða og tilkynnti brottrekstur 64 manna innan sólarhrings. Á fyrsta lista þessara „fráviksmanna" voru 27 blaðamenn, rithöfundar. lögfræð- ingar, verkfræðingar, leikarar og læknar. Brottrekstur hefur í för með sér sviptingu aðildar að öllum verk- lýðsfélögum, félagasamtökum, stjórn um fyrirtækja, samtökum á vegum ASU og öðrum stjómmálasamtökum og bann við að stunda hvers konar starf, sem krefst virkrar þátttöku í Arabíska sósíalistasambandinu. „Frá viksmenn" eru lauslega stimpiaðir ttv^Fí THE OBSERVER / *s, I i Eftir Irene Beeson Sadat. „vinstrisinnar“, en eru yfirleitt frjálsl.vndir. „Fráviksmenn" sem ég hef talað við eru fullir fyrirlitningar á ákær- unum. Þeir töldu ástæðuna til þess að þeim var refsað vera þá, að þeir hafa allir undirritað áskoranir um prent- frelsi og tjáningarfrelsi eða krafizt þess að stúdentar, sem hafa verið fangelsaðir, verði látnir lausir. Þeir álíta, að þetta sé fyrsta hreins unin og upphaf kúgunarherferðar í þvi augnamiði að bæla niður alla gagnrýni á stjómina. Sadat hefur oft gumað af „lýðræðistímabili", sem sé gengið í hönd og „sjálfstæði lag- anna“, en hvort tveggja er hrunið til grunna og við er tekinn rannsókn arréttur, sem hægt er að nota til þess að beita algeru gerræði og stimpla hvern sem er trúvilling og múlbinda hvern sem er. Egyptar segja, að ef þessari herferð verði framfylgt, verði brotin á bak aftur öll sjálf- stæð hugsun og allt sjálfstætt fram- tak. „Sadat reynir að fremja valdarán gegn egypzku þjóðinni,“ sagði einn „fráviksmamna“, „en honum mistekst. Andstaðan er of sterk og útbreidd Enginn maður og engin ríkisstjóm geta barizt of lengi á eins mörgum vígstöðvum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.