Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 28
r 28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Samfanðs í dsurisnn anlega hafa eitthvert álit á slíku, og þaö gæti komið hon- um í góðar þarfir. Meðan hann dokaði við hlið- ið, sló kirkjuklukkan. Hljómurinn var skær og mjúk- ur í frostinu. Klukkan var ekki nema ellefu. Líklega væri ung- frú Dalziel ekki komin enn. Það Simplicity smóin eru íyrir alla í öllum stæróum Það er oft erfitt að fá fatnað úr þeim efnum sem þér helzt óskið eftir. En vandinn er leystur með Simplicity sniðunum, sem gera yður kleift að hagnýta yður hið fjölbreytta úrval efna, sem við höfum á boðstólum. væru meiri möguleikar á að hitta hana heima, ef hann gengi dálítið fyrst og liti svo heldur inn til hennar á heimleiðinni. Hann gekk áfram og kom að stígnum, sem lá að útjaðrinum á lóðinni hennar, að gömlu hlöð unni. Mestallt árið var þessi stíg- ur ein forareðja, en i dag sá Paul, að hann var beingadd- aður og allar holur fullar af klaka. Þrjú börn voru að snudda þarna. Paul þekkti þau í sjón. Þetta voru nokkur af Applin-krökkunum, sem áttu heima í vesældarlegum skúr við hinn endann á stígnum, og voru óþægðarskríll, enda þótt þau væru sérlega lagleg. Honum var alltaf illa við að sjá þau, ekki sízt vegna þess að þau voru svona lagleg, rjóð í kinnum og með leiftrandi svört augu, en jafnframt svo miklu skítugri og tötralegri en börn voru venjulega nú orðið. Hann veifaði til þeirra um leið og hann gekk framhjá, en þau hnöppuðust þá saman, eins og í varnarstöðu, rétt eins og þau væru hrædd við þessa vinsemd hans, og tóku að skríkja. Paul andvarpaði. Það varð að gera eitthvað fyrir þau, hafði hann sagt við prestinn, skólakennar- ann i þorpinu og Gower lög- reglumann. Allir höfðu þeir sam sinnt þessu og sagt honum frá því, sem þeir sjálfir höfðu reynt að gera, og hve fegnir þeir yrðu, ef hann vildi nú reyna að takast eitthvað á við þetta vandræða- mál. Uppfræðsla, hugsaði Paul. Alltaf kemur að henni aftur. Elzta Aplin-barnið, að nafni Kevin, hafði komið heim fyrir aðeins fáum dögum, eftir fyrstu fangavist sína fyrir að ræna tóbaksbúð í Falford, sem var bær þarna skammt frá. Hann hafði barið gömlu konuna, sem átti búðina, í andlitið, brotið gleraugun hennar og hún hafði skorizt illa á kinn. Svo hafði hann gengið út úr búðinni og beint í flasið á lögregluþjóni. Þetta hafði verið hrottalegt og heimskulegt afbrot, og leit pilt- urinn þó hvorki út fyrir að vera hrotti né heimskingi. Það var einmitt það, sem vakti ugg. Hann var vingjarnlegur og vel greind ur, og húsbóndi hans, garðyrkju maður þarna í nágrenninu, hafði tekið svari hans við réttarhaldið Verzlun til sölu Kvenfataverzlun á mjög góðum verzlunarstað við Laugaveg til sölu. Leigusamningur til langs tíma fylgir. 1. flokks innréttingar og hóflegar vörubirgðir í fullu gildi. Leiga á húsnæðinu og sala innréttinga kæmi og til greina. Fyrirspurnir sendist Morgunblaðinu fyrir 19. marz nk. merktar: „Laugavegur — 994". og sagt að hann væri ágætur starfsmaður. Paul barði ólundarlega í stein með stafnum sínum. Allt, sem uppfræðslu snerti, var svo afskaplega erfitt. Og eitt af þvi versta var það, að maður fékk aldrei tækifæri að athuga árang urinn af starfi sínu. Það mátti sjá hann allra fyrst á krökkun- um, en svo var ekki hægt að fylgjast með fullorðna fólkinu, sem varð úr börnunum. Það var hægt að gera tilraunir, en aldrei hægt að sjá lokaárangurinn, ef hann þá var nokkur. Paul stóð kyrr. Hugsanir hans beindust í þá átt, sem þær höfðu verið að taka æ oftar í seinni tíð, og hafði alltaf gert hann nið urdreginn. Það yrði sjálf- sagt bezt að fara heim aftur, og líta bara inn til ungfrú Dal- ziel í leiðinni — ef hún þá væri komin heim. En það var hún sýnilega ekki, því að þegar hann kom að hús- inu hennar og hringdi dyrabjöll unni, var ekki svarað. En meðan hann stóð þarna og beið í lauf- grónum forskálanum, heyrði hann eitthvað að húsabaki, fóta tak á mölinni og lágar hvisling- ar. Hann gekk þangað og fann tvö þau yngri af Applin-börn- unum þremur, sem hann hafði séð á stígnum. Þau horfðu með mikilli athygli á systur sína, sem var elzt, tólf ára. Hún var að reyna við læsinguna á verkfæra skúr ungfrú Dalziel. Hún stökk burt, þegar hún heyrði fótatak hans. Brosti vandræðalega og sagði óðamála: — Halló, hr. Hardwicke — get- ið þér sagt mér, hvað klukkan er? Ósjálfrátt leit hann á úrið sitt og ætlaði að fara að segja: — Hún er kortér yfir . . . En án þess að bíða eftir svari í þýóingu Páls Skúlasonar. hans, voru krakkarnir all- ir komnir af stað áleiðis að hlið- inu. — Nei, bíðið þið! kallaði hann á eftir þeim. — Bernice . . .! Hann vissi að sú elzta hét svo. — Hvað eruð þið að gera hérna? Þau staðnæmdust og Bernice setti sig í varnarstellingu fyrir framan hin tvö. — Við komum til að spyrja frúna hvað klukkan væri, sagði hún. — Hefur hún kannski ein- hverja klukku þarna í skúrn- um? Bernice leit til jarðar og risp- aði boga í mölina með tánni. Hún velvakandi Velvakandi svarar i síma 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Vandamál aðstandenda flogaveikra barna Guðrún Frederiksen, sem er amma lítils, flogaveiks drengs, hringdi til okkar núna fyrir helgina og ræddi um þá erfið- leika, sem börn með þann sjúk dóm og aðstandendur þeirra eiga við að glima. Börnin geta ekki leikið sér með öðrum böm um og verða alltaf að vera und ir eftirliti, þvi að köstin gera ekki boð á undan sér. Verður í rauninni að hafa auga með þeim allan sólarhringinn. Þau verða að vera inni mestan hluta dagsins. Uti geta þau ekki verið nema i fylgd með fullorðnum, þar sem ekki er hægt að leggja það á nokkurn ungling að gæta þeirra þar og bera ábyrgð á þeim. Það vantar tilfinnanlega dag heimili fyrir börn með þennan sjúkdóm, sagði Guðrún, þar sem þau fá ekki inni á venju- legum dagheimilum. Þau verða að geta leikið sér við önnur böm og mæðrunum er nauðsyn legt að fá einhverja hvíld. Guðrún kvaðst ekki vita, hve mörg börn þjást af flogaveiki hér í borginni, en hún vill gjarnan komast í samband við fólk, sem á við sama vandamáJ að glíma. Sameiginlega gæti það kannski fengið einhverju áorkað til bóta. Guðrún á heima í Skaftahlíð 14, og sím inn þar er 2-53-29. 0 Treystum vináttuna við Færeyinga Hér er bréf þar sem íslend- ingar eru hvattir til þess að rækta betur vináttutengsl- in við Færeyinga: „Velvakandi. Fyrir nokkrum árum var stofnað félag i þeim tilgangi að auka kynni og vináttu milli Is- iands og Færeyja, en ósköp er starf stjórnar þess félags aumt. Það er eins og allt starf þar hafi sofnað svefninum langa. DANSK-ÍSLENZKA FÉLAGIÐ DANSK-ISLENZKA FÉLAGIÐ DÖNSK KVIKMYNDAVIKA I Háskólabíói dagana 13.—18. marz 1973. Sýningar hefjast kl. 17:30 og kl. 21. Eftirtaldar kvikmyndir verða sýndar: Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn 13. marz: 14. marz: 15. marz: 16. marz: 17. marz: 18. marz: MANDEN DER TÆNKTE TING. LÖGNEREN. VI ER ALLESAMMEN TOSSEDE. ANG. LONE. BALLADEN OM CARL-HENNING. PRÆSTEN I VEJLBY. Þegar náttúruhamfarimar hófust í Vestmannaeyjum, voru það frændur vorir og vinir, Færeyingar, sem komu snar- lega til hjálpar og sendu okk- ur fjárhæðir allmiklar. Segir mér svo hugur um, að engin þjóð hafi sent stærri fjárhæðir, ef miðað er við fólksfjölda. Ég hefi rætt við fólk um það, hvort ekki væri reynandi að stofna til nýs félags, sem hefði það á stefnuskrá sinni að auka kynni milli fslendinga og Fær- eyinga, ag hefur mér fundizt góður grundvöllur til þess, en aðeins framkvæmdarsemi vant- ar. Við getum án efa lært marga hluti af vinum okk ar og frændum Færeyingum. Ef af slíkri félagsstofn- un yrði, væri hægt að hafa sam vinnu við félag Færeyinga hér í Reykjavík, og er grunur minn sá, að þar myndi takast góð samvinna, enda eru Færeying- ar samvinnuþýðir, og eitt er vist, þeir eru vinir vina sinna. Höfum við sýnt þeim þá virðingu, sem þeir eiga skilið? Ég held ekki. Það er von min, að þeir, sem hafa áhuga á félagsstofn- un sem þessari, taki höndum saman hið fyrsta. Hvar eruð þið, sem áhuga hafið, af stað nú. Með vinsemd, Helgi Pálmarsson, Bólstaðarhlíð 48." XogZ eru hjón en Efnalaug Vesturbæjar og Þvottahúsið Fönn eru það ekki, en hafa tekið upp nána samvimvu. Efnalaug Vesturbæjar tekur á móti öllum þvotti fyrir Fönn í afgreiðslum sínum að Vesturgötu 53 og Amarbakka 2 (gegnt lyfjabúð). Efnalaug Vesturbæjar, Pannbvítt frá FÖNN, Vesturgötu 53, s. 18353, Langlioltsvegl 113, Arnarbakka 2, s. 86070. *• 82220 — 82221*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.