Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1973 23 Freymóður Jóhanns- son — Minning ÞAÐ MÁ örvigglega leita víðar en í stéttum húsamálara og listmál- ara til að finna jafn fjölhaefan mann og Freymóð Jóhannsson listmiálara. Hans sérstæða hús, Blönduhlið 8, ber fagurlega nafnið: Árskógar, enda hann fæddur að Stóra-Árskógi á Ár- skógsströnd við Eyjafjörð 12. september 1895. Faðir hans, Jó- hann Þorvaldsson frá Krossum, sjómaður og smiður, drukknaði 1910. Móðir hans, Hallfríður Jó- hannsdóttir Þorvaldssonar. List- eisk munu hjónin hafa verið, a.m.k. mun það hafa verið heidur óvenjulegt, að faðir hans las nótur rétt sem hvert annað les- mál og sungu þau hjón fjórradd- að með börnum sínum. Mjö,g snemma hafði borið á sérstakri teiknihæfni og áhuga Freymóðs og reyndist á fyrsta áratugnum nýtinn á hverja fyrir- mynd í blaði eða hvað sem fannst. Ekki minntist hann þess samt, að neinn þar á heimili hefði verið til hvatningar á þvi, en eitt atvik markaði þar spor, er hann um 8 ára aldur fór í kaupstaðarferð með móður sinni til Akureyrar og komu þar i bókabúð Páls J. Árdal. Þar varð Freymóði mjög starsýnt á teikni- mynd, sem Páll virti mjög vel, þvi að hana hafði hann sjálfur teiknað. Dregnum til ómetanlegr- ar gleði tók hann fram mikinn litakassa og gaf honum og sendi síðan pensla, er hann kvaðst hafa gleymt að láta fylgja. Þetta lyfti undir hug og framkvæmdir og ekki síður móttökur, er hann fékk í gagnfræðaskólanum er þau fluttu til Akureyrar. Bæði kennari hans, Stefán Bjarnason og Stefán Stefánsson skólameist- ari, sáu þar hver efniviður var í drengnum og gjörðu bæði að nota sér við skólann og hvetja til framhaldsnáms. Þeir vissu vel sem var hversu erfitt var að lifa af listvinnu einni saman i þá tið á Islandi. Eina leiðin fyrir fátækan pilt væri að læra húsamálun, sem öryggi til lifibrauðs. Freymóður fór þvi til náms hjá Hallgrími Kristjánssyni á Akureyri og síð- ar var hann líka hjá listakonunni Ástu málara Árnadóttur. Gagnfræðingur fer hann svo 1915 til Kaupmannahafnar á mál- araskólann þar og listaháskól- ann. Útskrifaður málarasveinn og kominn að prófi i Listaháskól- anum þraut fjárráðin og þvi ekkert um að velja annað en að grípa eina af fáum ferðum heim. Ekki mun það hafa verið öfund- arlaust af stéttarbræðrum á Ak- ureyri, hversu eftirsóttur þessi óvenju sprenglærði og listhagi málari var, og eru sum verka hans óhreyfð enn í dag, eins og t.d. Húsavíkurkirkja. Þá var ekki síður þörf á slíkum manni til leiktjaldagerðar, bæði þar og i Reykjavík. Margs konar félags- skap tók hann þátt í bæði fyrir norðan og i Reykjavik, ekki sizt í Góðtemplarareglunni. Barn að aldri lék Freymóður sér léttilega að rímun ljóða, en Jjítið varð þó landskunnugt um það á fullorðinsárum utan ljóða- skeytin móti Þuru í Garði. Laga smiða og leikritagerðar og pianó leiks greip hann einnig til. Er þeir fraimmámenní leiklist, er fengu Freymóð til Reykjavík- ur, stóðu að þvi, að hann færi aftur til. slíks sérnáms, var það honum mikil lyftistöng auk ann- ars myndnám og vinnu á Italíu og víðar. f leikkeppni í Kaup- mannahöfn notaði hann dulnefn- ið „12. september" og- hlaut af þá frægu bók „1001 nótt“ fagur- lega áritaða. Og er hann stóð að þeirri marglofuðu danslaga- og ljóðakeppni i gamla Góðtempl- arahúsinu og fannst vanta lög til uppfyllingar, greip hann til þess sama, þó ekki dreymdi hann um, að verða svo kunnur sem varð af lögum sínum og ljóðum. Tvennt ólikt mun það vera, að teikna hús svo byggja megi þar eftir, eða vinna það áfram upp í lifandi mynd og jafnvel allt um- hverfið svo sem hann kann að hugsa sér að það eigi að verða, þótt hann teiknaði ekki bygg- ingar. Þannig gjörði hann mynd Þjóðle'khússins, Templarahallar- innar og Hallgrímskirkju, sem við höfum brátt allmikið af full- gert fyrir augum. Auk þess að mála myndir og byggja að mestu með eigin hönd- um hús sitt, vann hann sér til brauðs i skrifstofu, við ættfræði og bókhald og félagsstörf í þegn- skylduvinnu meðan heilsa entist. Skarpgreindur maður, hrein- skilinn og örgeðja, með sterka sjálfsöryggistilfinningu, kjark- mikill og djarfur, sem aldrei hef- ur vanið sig á að velja sér stöðu i málum úr skoðunum annarra, heldur mynda sér sjálfur sína eigin i hverju máli og fylgja henni fraim hvort hann er einn um hana eða hún fær fjölda fylgi, hann hlýtur óhjákvæmi- lega að lenda mjög oft í árekstr- um, ekki sízt er um heit hug- sjónamál er að ræða. Eftir því sem fjölhæfnin gríp- ur inn á fleiri svið er slík hætta meiri. Fáa menn hefi ég þekkt hraðhentari en hann að hverju sem hann gekk, enda kappshug- ur með eindæmum. Manni hefði því gétað orðið á að álykta, að eftir því hefðu málverk hans hlotið að verða gróf og jafnvel flaustursleg. Allir, sem til þekkja, vita þó hið gagnstæða. Þar var svo nett og fagurlega að hverri mynd unnið, að sumir tö.d'U ganga um of nærri ljós- myndfum. Engan vissi ég þó þræta fyrir það, að hver einasta mynd hans væri skiljanleg túlk- un, og fór venjulega ekki dult á hverju hann var að vekja eftir- tekt. Það var eng:n hætta á þvi, að neinn sneri myndum hans ötf- ugt, eða þar væri strik og kless- ur, sem enginn skildi. Sagan um nýju fötin keisarans er orðin gömul, en er þó alltaf að endur- taka sig. Engan mann hefi ég þekkt óliklegri en Freymóð til að lofa eitthvað, sem hann skildi ekki af ótta við að verða talinn dottinn út úr einhverju tízkufyr- irbæri, hröpuð stjarna, hvort sem um var að ræða ljóð, lag eða mynd, eða aðra málafylgju. Til Freymóðs var gott að leita til umsagnar um ljóð. Ekki þurfti að efa hreinskilnina og hárglöggar athugasemdir og ósérhlífinust var þá kröfuharkan; við sjálfan sig í hverri listgrein, er hann átti við. Nú á síðustu mánuðum, er sjúkleiki hans ágerðist ört, lét hann hvorki blekkjast nú bugast, krafði um hrein svör, hvað olli og gerði sínar ráðstafanir sam- kvæmt þeim skamma tíma, er stundaglasið sýndi órunninn. All- ur hugurinn stefndi að því að tryggja sinni góðu konu, Jó- hönnu Freysteinsdóttur, sem bezta lífsafkomu, til þess hefði hún sannarlega unnið. Er hann á síðustu vikum fár- sjúkur leit til baka yfir farinn veg, reiknaðist honum svo, að um helm'ngur ævistarfs hans hefðu verið ólaunuð hugsjóna- störf, sem harrn sæi þó alls ekki eftir, en harmaði margt það, er hann ekki hefði komið í verk og verður þó ekki sagt að hann gæf- ist upp meðan stætt var, svo sem, allir gátu séð af skrifum hans fram tif síðustu daga og voru þar ekki el'limörk á, þótt 77 ára væri. Andinn guggnaði aldrei. Er ég minnist þessa umdeilda manns, verður mér efst í huga, hvenær skyldi Góðtemplararegl- an eignast slíkan brennandi hug- sjónamann til heilshugar þjón- ustu um langa ævi? Brotalausa vináttu þeirra hjóna og alla kynninguna er mér og konu minni ljúft að þakka, geym artdi minn'ngu um góðan dreng, b'ðjandi þann, er réttir hinum veika hönd, er mest á liggur, að láta hækkandi sól og fegurð vorsins, fegurð tilverunnar, sem Freymóður var alla sina ævi að benda á, mýkja ástvinasárin. Ingþór Sigurbjörnsson. KVEÐJA FRÁ STÓRSTÚKU ISLANDS BINDINDISHREYFINGIN Á ís- landi á ötulum manni á bak að sjá þar sem er Freytmóður Jó- hainnsson listamálari. Haen léf sii'g þau mál lemgi miklu varða, vair bæði einlægur bindindis- rnaður sjálfur og einarður bar- áttumaður fyrir útbreiðslu bi.nd- itndia Hann var þannig skapi fariinn, að hann var aldrei hálfur eða veill í fylgi við þau mál, sem hamin taldi sér rétt eða skylt að vinna að, en meðail þeirra var bindindismál:ð því að hann gerði sér ljóst að áfengisneyzla hefur margan mann og margt heimili i'lla leikið, og honum faninst það vera skylda sín við þjóðfélagið að spoma við ofdrvMtju eftir mætti, en það yrði ekki gert svo að gagni kæmi nema með út- breiðslu algers bindindis. Freymóðuir gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfum í stúku sinini og skipaði þar iðulega for- sæti. Hanin átti í þrjú ár'sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunn- ar sem stórfræðslustjóri — árin 1960 — 1963 — og var athafna- samur í því starfi. Þá var hann um langt skeið formiaður nefnd- ar, sem stóð fyrir skemimtisam- komum í Góðtempl'arahúsinu gamila, og var þeirra þáttur í skemmtanalífi Reykj avíkurborg- ar miklu mikilvægari en margir hafa gert sér grein fyrir, því að þessar slkemmtanir voru lausiar við áfengi og þau leiðindi, sem því fylgir venjulega á skemmti- stöðum. Er saga þessara slkemmt- arta hin merkilegasta, en ekiki var það ætíð fyrihhafnarlausit að halda þekn uppi, svo að þær veittu þátttalkendum góða skemmtistunid og væru til sóma Samtökunum, sem að þeim stóðu. Mæddi það mamna mesit á Frey- móði, og horfði hann eklki í t&n- amn, svo að allt mætti fara sem bezt. Það mun hafa verið vegna þessarar starfsemi sinnar, að hann fór að semja danslög og texta (unddr nafnimu 12. septem- ber), sem náðu útbreiðslu og góðum vinsældum. Sumum þótti Freymóður óvæg- inn í baráttu sinni fyrir bindindi. Bn er eflcki von að hugsjónamömn- um hitni í hamsi, þegar þeim fininst mikið í húfi, margra manna heil'l, og þykir sinn liðs- kostur vera langt of lítill? Stórstúka ísianda þakkar Freymóði Jóhannssyni áhuga hanis á aukinni bindliindissemi og ótrauð störf hans að bindindis- málum fyrr og síðar. Ólafur Þ. Kristjánsson. HINN 6. þ.m. lézt hér í borg Freymóður Jóhannsson listmál- ari, en hann hafði um skeið átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Freymóður var fæddur í Stærra- Árskógi við Eyjafjörð 12. sept- ember 1895 og varð því rúmlega 77 ára að aldri. Freymóður var þjóðkunnur listmálari, en hann var vel lærð- ur í listgrein sinni bæði hér heima og erlendis og hafði hlotið viðurkenn'ngu sem fær listamað- ur og haldið málverkasýningar heima og erlendis. Fyrr á árum hafði Freymóður um skeið tölu- verð afskipti af leikhúsmálum bæði á Akureyri og i Reykjavik, en hann nam leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn á sínum tíma. Hann átti sæti í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 1930—’33 og var framkvæmdastjóri þess 1933— ’34. Einnig í Leikfélagi Akureyr- ar um skeið og stýrði leiksýning- um þar. Einn merkur þáttur í lifsferli Freymóðs Jóhannssonar var lagasmíð og Ijóðagerð undir höf- undarnafninu Tólfti september, en hann samdi fjölda danslaga og ljóða, er náðu mörg miklum vinsældum, sem kunnugt er. Freymóður beitti sér fyrir stofn- un Félags islenzkra dægurlaga- höfunda og var fyrsti formaður þeirra samtaka. Freymóður var afar fjölhæfur maður, sem unni fegurð og var listelskur, dáði tónlist og leiklist og aðrar listgreinar, svo sem störf hans bera vott um. Hann var tilfinningaríkur maður, skap- heitur, er honum ofbauð skiln- ingsleysi og deyfð manna fyrir velferð samborgaranna, eða þeg- ar hann hvatti til átaka um fram- gang góðra málefna, samfélags- mála. Freymóður var eldheitur bugsjónamaður um bindindismál og í baráttunni gegn áfengisböl- inu. Hann var sannur umbóta- maður, sem vann af fómfýsi og ósérplægni að betra þjóðfélagi og gegn því lága í þjóðfélaginu, sem brýtur niður einstaklinga, heimili og þjóðfélagið á marg- vislegan hátt. Freymóður taldi að bindindis- stefnan ætti erindi til þjóðarinn- ar. Hún gegndi mikilvægu menn- ingarhkitverkl og hann starfaði lengi ötullega innan vébanda bindindishreyfingarinnar. Sá, er þessar linur ritar, átti þess kost að starfa með honum á þeim vettvangi um árabil og eru þessi fátæklegu minningarorð sett á biað af þvi tilefni, enda margs ánægjulegs að minnast úr því samstarfi á kveðjustund, þótt ekki verði farið út í persónuleg- ar minningar hér. Freymóður starfaði, eins og fyrr segir, innan vébanda IOGT um margra áratuga skeið og var ávallt í hópi áhugasömustu og starfsfúsustu manna í hreyfing- unni. Véttvangur hans var fyrst og fremst í st. Einingunni í Reykjavik. En einnig starfaði hann á æðri stigum Reglunnar og lét á ýmsum timum þar eins og í EirSögunni mikið til sín taka. Hann átti um skeið sæti í framkvæmdanefnd stórstúkunn- ar. Freymóður var formaður Hús- ráðs Templarahallar Reykjavik- ur í mörg ár og þar á meðal á þeim tíma, þegar unnið var að undirbúningi og byggingu Templ- arahallar, sem er við Eiríksgötu. Freymóður var mikill áhuga- maður um skemmtanahald fyrir almenning á vegum IOGT og var lengi í forustusveit slíkrar starf- semi. Hann gerði sér ljóst, hve þessi þáttur er mikilvægur í bar- áttunni fyrir auknu bindindi, en þar hetfur verið unnið undir kjör- orðinu: Skemmtið ykkur án áfcngis. Þá kom í hlut Freymóðs að skipuleggja og annast Dans- lagakeppni SKT um áratugar skeið. En þessi starfsemi skilaði miklum árangri á sinu sviði, eins og alkunna er. Má m.a. áreiðan- lega þakka þessari starfsemi, hvað mikið er sungið hér af ís- lenzkum dægurlögum með ís- lenzkum texta, ólíkt því sem t.d. gerist á hinum Norðurlöndunum, þar sem enskur texti virðist þykja sjálfsagður. Mun þessi þáttur þykja síðar ekki ómerk- ari en margt annað, sem hærra hefur borið í menningarlífi þjóð- arinnar undanfarin ár. Við félagamir í Einingunnl þökkum Freymóði samstarfið, en hann var lengi æðstitemplar stúkunnar og stuðlaði mjög að velgengni hennar og bindindis- málsins, enda var hann sérstak- lega hugmyndaríkur og duglegur féiagsmaður. Islenzkir ungtempl- arar minnast hans með þakklæti fyrir stuðning og sérstakan vel- vilja, en Sumarmál, söngur þeirra er einmitt saminn af Frey móði, bæði ljóð og lag, sem hann tileinkaði ÍUT á stofndegi sam- takanna á sumardaginn fyrsta árið 1958. Við vottum Jóhönnu Frey- steinsdóttur, konu Freymóðs innilega samúð, svo og öðrum ástvinum hans. Blessuð veri m'nning Frey- móðs Jóhannssonar. E. H. Freymóður Jóhannsson fæddist 12. september 1895 að Stærra- Árskógi við Eyjaf jörð. Hann hreifst ungur að árum af hug- sjónum og athöfnum aldamóta- kynslóðarinnar. „Vort land er í dögun af anmarri öld, nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir“ hóf skáldið Einar Benediktsson kvæðið Væringjar, og með hug- sjón væringjans i brjósti hleypti Freymóður Jóhamnsson heim- draganum. Hann lauk gagnfræða prófi á Akureyri, nam málaraiðn, sigldi til Kaupmannahafnar, var þar v'.ð listmálaranám, hélt áfram listmálaranámi sínu á Ítaliu og víðar um álfuna, nam Ie'ktjaldagerð við konunglega ieikhúsið i Kaupmannahöfn, og starfaði svo í Danmörku um skeið, en kom siðan heim rikur af reynslu og þekkingu á Ust sinni. Freymóður var fjölhæfur lista- maður, hann var meðal kunn- ustu listmálara þjóðarinnar, hann samd! leikrit og orti ljóð og tækifærisvísur og eftir hann birtust greinar í blöðum og tíma- ritum um hin margvíslegu menn- ingarmái. Hann var afkastamik- ið tónskáld og kannast hvert mannsbarn i landinu við hin hug- ijúfu lög Tólfta septembers, en svo nefndi tónskáldið Freymóður Jóhannsson sig. Freymóður var boðberi róm- antísku stefnunnar, hann dáði fegurðina og lagði áherzlu á þjóð lega reisn á öllurn sviðum. Kynni okkar Freymóðs Jó- hannssonar hófust, er hann kom til starfa á Hagstofu íslands haustið 1952, nokkrum mánuðum eftir upphaf míns starfsferils þar. Unnum við þá að undirbún- Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.