Morgunblaðið - 13.03.1973, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.03.1973, Qupperneq 25
MORGUNBLA£>IÐ, I»RIÐJUDAGUR 13. MARZ 1973 25 — Ég er æst vínL ___________J — Égr trúi á málfrelsi, með í að eignast nokkrtun undantekningum þó. ©PIB MKKHMUI — í ranninni er ég hættur að reykja, en hvað gerir maður ekki fyrir friðinn. Eina skýringin er — l»að var náttmyrkur er ég bjargaði henni. COSPER •. ' stjörnu , JEANE DIXON Spff Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Viðskiptasamiiiiigar beinast lan á vafasamar og neyðarleffar brautir. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Endurskoðun og nýtt skipulag er nauðsynlegt í dag. Allt, sem miðar að uppbygKÍngu icenKttr mjög vel. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní I»ér finnst hálft í hvoru þú hafa verið sniðffenginn, eða tillöffum þínum hafnað, og því kannarðu. hvort fólk sé að skipta um skoðun, en gerir ekki ráð fyrir neinu til frambúðar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ef þú skrifar undir eitthvað eða framkvæmdir í flaustri er eins gott að þér sé ljóst að allar slíkar athafnir eru til frambúðar. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þér gefst ágætt tækifæri til að vara þig á duldum vandkvæöum. Alvara þín og örlæti verða ofan á að vanda. Mærin, 23. ágúst — 22. september. Þú leggur nýtt mat á starfa þinn, og gerir ráð fyrir einhverjum breytingum, leggur eitthvað á þig og nýtur góðs af. Vogin, 23. september — 22. október. Einhver mótspyrnp gerir vart við sig, en smáhjaðnar. Seinna í dag er hægt að gera svo margt, sem virtist alveg ókleift í morgun. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Langferðir h-opnast vel, og þú færð góðar undirtektir frá nýj- um félégum. I»e*r, sevn heima sitja komast í samband við heillandi fóik og fá ágætar hugmyudir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. I»egar þú ert farinn að starfa að helztu áhugamálum þínum, er réttast að reyna að semja sem fyrst, til að komast sem lengst. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Mildin ein er leiðir til dýpri skilnings. Heimili má auðveldlega skipuleggja á uý. l»að eina sem raunliæft er, er að beita klóm og kjafti f verkinu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. ÖIl tilma-li leysast upp í meðferð, og því er ekki úr vegi að harma þetta eða hlæja, svona eftir hentugleikum. Leyndarmál kvis- ast. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. niarz. I*ú vilt lofa viuum þínum öllu fögru. Að öðru ieyti gengur allt i hagiiin. — Minning Freymóður Framliald af bls. 23. ingi Þjóðskrárinmar, en Freymóð- ur var síðan starfsmaður hennar til árs.ns 1966, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Frey- móður var mikill starfsmaður, ósérhlifinn og kappsamur, en þó glöggur og athugull. Hann var lipurmenni mikið og ætíð glaður og hress. Freymóður var gó&ur vinnufélagi, og þó að við ættum e'kki samleið i ölliuam málium, rikti ætíð milli okkar vinátta og trún- aðartraust. Lífsfjör Freymóðs var framúrskarandi, þó að ald- tirinn væri farinn að færast yfir hann. Minnist ég þess, að i skemmtiferðalögum starfsfólks- ins var hann oft hlaupinn á hæstu fjöll í einum spretti og var eins og hann réði ekki við fjör sitt. Vinnuþrek Freymóðs var ótakmarkað, eftir annasam- an vinnudag vann hann að fræði- störfum, málarastörfum og tón- smíðum langt fram á nótt, og var alira manna sprækastur næsta morgun. Eftir að Freymóður lét af störfum hjá Hagstofunni, var þó oft til hans leitað, þegar annir voru miklar og var stofnuninni mikils virði að njóta reynslu hans og starfskrafta. Hann hafði þó nú betri tima en áður til að sinna sínum hugðarefnum og vair nú sem hann efldist allur. Hann ferðaðist mikið og málaði, hélt málverkasýningar utan lands og innan, bæði einkasýningar og samsýningar. Hann lét mörg mál til sín taka á opinberum vett- vangi, og stundaði ritstörf og fræðistörf. Meðal fræðistarfa hans má nefna umifangsmikla könnun á ættamöfnum og viður- nöfnum á Islandi 1880 til 1962, bæði tíðni þeirra, uppruna og þróun. Því miður entist honum ekki aldur til að ljúka þessu verki og svo var um mörg önnur. Hann hafði mörg jám í eldinum og var sístarfandi, og eftir að hann veiktist af þeim sjúkdómi, sem lagði hann að velli, vann hann að verkefnum sínum á sjúkrabeði. Um leið og ég þakka Freymóði góð kynni og ágætt samstarf, bið ég eiginkonu hans og ástvinum öllum guðs blessunar. Ingimar Jónasson. KVKD.IA FBA S.G.T. SKEMMTIFÉLAG Góðtemplara (S.G.T.) er ein grein Göðtempl- arareglunniar og áittá lenigstan sitarfsferil í giamla Góðtemplara- húsinu við Aiíþinigishúsið, en sið- an í Tem pliarahöliliinni við Eiríks- göitu, þar sem spilakvöld og dans er enin hvert sunmudagsikvöld. Freymóður Jóhannsson var þar alla tíð í fararbroddi og lengst af gjaldkeri. Heilshugiar gekk hann þar að störfum, sem við hvað annað, er hann hafðd með höndutn, allt til þess, er hann lét af störfum og skilaði af sér bóikhaMi unnu með alveg sérstakri vandvirkni sem og alla tíð hafði verið. Á þeim fundá færði stjómin honium svolitiinn grip til viður- kenningar fyrir áratuga fóm- fúst starf; Mstaverk úr silfri með áletruninni: Freymóður Jóhannsson listmálari. Beztu þakkir fyrir störfin í þágu S.G.T. á liðnium árum. 24. 6. ’71. Ekki aðeins S.G.T. og Reglan i heíld, heldur Mka öll þau hundr- uð mainna, sem notið hafa starf- seminnar, hafa þannig notið starfs Freymóðs. Þetta er okk- ur í stjórn S.G.T. ljúft og skylt að þakka. Fyrir hönd Skemmtifélags góðtemplara. Þ. J. FÓLK kemur og fer. Samtímamanneskjur ungar og gamlar hverfa okkur hver af ann arri er timar líða, en sjáLf biðum við álengdar á leikplani jarðar, lifendurnir, eins og hverjar aðr- ar eftirlegukindur á fjaili, horf- andi á sjónarspilið hvem réttar- daginn eftir annan, spyrjandi út i tómarúmið: Hvaðan komum við? — Hvert förum við — og hvenær? Freymóður Jóhannsson var æðstitemplar í Einingunni no. 14, þegar ég gekk i stúkuna 1943. Seinna tók hann sér höíundar- heitið Tólfti september, þegar hann fór að semja sum tilfinn- ingarikustu lög og texta islenzkr- ar dægurlagaframleiðslu þá. Ekki vissi ég, lausráðin söng- kona í Gúttó, áratug siðar, þá löngu hætt stúkustarfi og borga ársgjaldið, að eitt lagið, sem ég var að syngja, Litla stúlkan við hliðið, var eftir minn ágæta bind- indismeistara Freymóð Jóhanns- son listmálara. Svona er að vera óforvitin manneskja á annað en blöð og bækur. Ég hygg að árabilið, sem spann aði stríðsárin seinni, hafi verið einn jákvæðasti gróðurtíminn i bindindishreyfingu bæjarins — verið nokkurs konar framhalds- saga hmnar gróskuriku starf- semi ungmennafélaganna vítt og breytt um landið, um og eftir aldamót. Þá var dansað í Góðtemplara- húsinu frá klukkan tíu að kvöldi tii þrjú um nóttina, Iíkt og í Iðnó og Listamannaskálanum. Tangóaðall Reykjavikur átti tilvist sina i gamla góða Gúttó. Hann samanstóð af þrem hirð- mönnum ANTIBAKKUSAR — þeim Hauk Morthens, Jóni Hjart- ar og Steingrkni Sigurðssyni. Ofannefndir þrir dansstaðir bæjarins voru æskulýðnum þá sams konar fjöldaathvarf og Klúbburinn, Röðull og Þórskaífi eru í dag yngri kynslóðinni. Sá er bara munurinn á, að þá vakti piltur undir áhrifum víns sömu forvitnina og ódrukkin ungmær við vínbar í dag. — Og svo ann- að — að þá DÖNSUÐU ungling- arnir, en hengsluðust ekki í ósjálfráðu, annars konar ástandi, taktlausir, sitt í hvoru lagi, líkt og trúbatorar og blóðneyti í spönskum sirkus fyrir túrista. Tveggja manna kossar voru fald- ir bak við lás og slá — eða húsa- porti heittelskaðrar. — Kossar, sem í dag virðast öllum falir í opinberum samkunduihúsum ásamt meiru. — Væri holdið bara ekki orðið vita máttlaust þegar tii á að taka. Mikið er sómatilfinning heims- ins breytingum undirorpin enn þann dag í dag — eða eins og frá árdögum Adams og Evu — og nú í formi einhvers konar ný- siðferðis í máli, myndum og yfir gengilegri magnaratónlist, sem boðar nútíma krossförum að dýrka allt annað en hin tíu boð- orð Krists á krossinum. Hvort nýtrúin, skyrtrú eða ásatrú slær botn í eina óskemmtilegusu slag- síðu hringrásarinnar efa ég — enda ekki sama hvaðan gott kem- ur. Á þessu yndislega áraskeiði ómengaðrar lífsgleði, hélt telpa ræðu ásamt öðrum, fermingar- árið sitt, á bindindisþingi ung- templara, sem haldið var i Lista- mannaskálanum. Ekki man ég’ innihald ræðunnar, nema hvað hún hófst á þessa leið: Fyrsta staupið biður öðru heim. Svo skreiddist maður tiL sætis aftur, skjálfandi og skíthræddur, jafn illa haldin af sviðskrekk hinum sama, og fylgdi manni eins og óboðinn skuggi upp í ræðupúltið. Ári síðar dró ein. stúkustúlka i landhelgi eins sálui- félags sextíu menningarvita- kjarnann af jassdönsurum Lista mannaskálans sáluga. — Flutti gamanbragi innan stúku og utan með öðrum stúkufélaga, Leifi Jónssyni, núverandi borðráðanda í veitingahúsinu Naust, og við urdirleik Jóns Óskars, þáver- andi pianóspilara og nú rithöf jnd ar. Og öll þessi skemmtunarglaði enstakra stúkumeðlima, og þeir vöru ugglaust fleiri en ég man nú, átti undirrót sína i lif- andi áhuga Freymóðs Jóhanns- sonar, mannsins, sem að eigin sögn, kvaðst vera allra manna óskemmtilegastur, þótt sumar blaðagreinar hans gefi af hon- um öllu skárra sýnishorn, fólkf með stilheyrn líkt og öðrum er gefin tónheym. Þetta timabil kemur aldrei aítur. — Mennimir breytast og bragðfærin með — og nú vegna vaxandi framboðs á neyzluvarn- ingi í hvers konar mynd. Von- andi á þó „vínmenning" sú, sem nú stendur yfir, og ku vera einn aðalgerandinn í „helgidagshús- Iestrum“ islenzku þjóðarinnar I dag, eftlr að færast í gagnlegra horf en fæst með enn einni hækkuninni á víni, þótt ekki væri nema til að geðjast velvilj- uðum en undrandi vættum lands- ins, hvað sem óvirkari áhorfend- um liður — sem reyndar eiga fullt í fangi með að verja smurða brauðlð sitt fyrir ofaniveltandl lýð, vilji þeir stöku sinnum bianda geði við annað fólk. Það er afleitt þegar frumkvöð- uil hollra félagsmála, frábær listmálari á sínu sviði, og laga- smiður að auki sem á hljóm- grunn hjá fólkinu, eins og Frey- móður vissulega átti á sínum tíma, kemst ekki á listamanna- tal það, sem þjóðin borgar undir og ætlar sínum óskyldu gleðjeiKÍ- um meðan aðrir fá umbun árlega fyrir annars konar félagsþjón- ustu eða fyrir að skoða list! Freymóði fannst þetta víst líka, því hann færði það fram á opin- berum vettvangi. — Hvort það var í sjálfs hans þágu eða ekki, skiptir eigi máli — svo margar listsátur láta aðra tala fyrir sig! Listin er þriein eins og sú hefl- aga þrenning, sem okkur er inn- blásin við fæðingu, hvort sem okkur líkar betur eða ver siðan, og hvort sem hún er jafnstór eða lítil samvizka mannsins og synd. Orð, tónn, mynd, þekking, hamingja, hrifning — með ívaifi listflytjenda, jam jession, skap- andi útsetninga listfiytjenda á frumverkum. Annað hvort hefur listaverk I sér tón söngfuglsins, og nær tii fólksins, ef ekki fyr þá síðar — hvað sem einstakir, staðbundnir krossgátufarar fullyrða í það og það sinnið. Með þökk Freymóður fyrir bindindisstarf þitt. Málverk og Frostrósir þins tíma. 6/3 1973 Guðrún Jacobsen. Enner tœkifœri... til aö eignast hlut í banka. Nú eru aðeins um 15 miiljónir óseldar af hlutafjáraukningu Samvinnubankan* úr 16 í 100 millj. kr. Öllum samvinnumönnum er boðið að eignast hiut. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.