Morgunblaðið - 17.03.1973, Side 28

Morgunblaðið - 17.03.1973, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 SA GAI N 1 Eliszabet Ferrars: 1 Samfsráa i d laudan þagnir hans, sem virtust svo vandræðalegar, og tregðu á að samþykkja annað en sjálfsögð- ustu skoðanir — var hún kom- in að þeirri niðurstöðu að hann væri óvenju eftirtektarsamur og skarpur. Hún var farin að halda að þetta seinlæti hans stafaði mest af því, að hann hefði um of margt að hugsa i senn, lík- lega of margvíslegar hugmynd- ir, sem hann héldi sig þurfa að skipuleggja áður en þær gætu orðið skiljanlegar öðrum en sjálf um honum. Til dæmis að taka, þegar hann horfði á hana nærsýnum augun- um, fannst henni hann allt- af geta lesið það, sem gerðist 1 huga hennar við að sjá hann — að hún hefði verið auðveldlega grannskoðuð og sálarástand hennar hefði verið lagt til hlið ar til nánari athugunar síðar meir. Þegar hún kom nú inn í stof- una, reis Brian á fætur, en eins og honum var tamt, sagði hann ekki neitt, heldur stóð þarna, brosti til hennar og beið síðan grafkyrr eftir því, sem verða vildi. Hann var stórvaxinn og slytt- islegur, með langa handleggi og stórar grófar hendur. Lófarnir voru breiðir og fingumir snubb óttir. Með svona fingur, hugsaði Rakel, var það eitt af mörgu einkennilegu við hann, að rit- höndin hans var svo merkilega smá og snyrtileg. Hún gekk að arninum og sagði: — Einhver maður, sem segist vera bróðir ungfrú Dalzi- el, var rétt áðan að spyrja mig, hvort ég hefði nokkuð séð til hennar. Hann hafði komið í hús ið, sagði hann, og þar var hún ekki. Ég sagðist halda, að hún hefði komið heim í morgun, en hefði samt ekki séð hana. Hef- ur þú séð hana, Brian? — Nei, ekki i dag, sagði hann. — Ég vísaði honum á hlöðuna, ef hún skyldi hafa farið þangað að tala við þig, sagði hún. — Hann sagðist vera væntanleg- ur, og honum virtist eitthvað liggja á. Faðir hennar sagði nú: — Bróðir hennar — það er þá fað- ir Rodericks, býst ég við. Ég veit ekki, hvernig á þvi stend- ur, en ég hef einhvern veginn alltaf haldið, að Roderick væri munaðarleysingi. — Það er hann líka, sagði Brian. Hann stóð enn, og virtist þurfa að hugsa sig um, hvort hann ætti að setjast aftur, eða .............. 11 Híttumst i kaupfélaginu V. fara að hitta komumann- inn. Rakel hafði setzt niður á lágan stól við arininn, og henni fannst hann fylla stofuna með breidd sinni og hlýju rétt eins og hugsunin um hann fyllti huga hennar. — Þau eiga einhvern bróð- ur, sagði hann. — Ég hef nú aldrei séð hann, og ég held, að þau Margot sjáist ekki oft. — Hann sagði, að hún hefði gert boð eftir sér, út af ein- hverju í sambandi við hlöðuna, sagði Rakel. Brian brá ekki svip. — Ekki er mér neitt kunnugt um það, sagði hann. — Heldurðu, að hún gæti ver- ið þar núna? spurði hún. — Nei, það held ég fráleitt. — Seztu niður, Brian, sagði Paul Harwicke, hálfönugur. Stóri skugginn af Brian gerði honum erfitt að fylla pípuna sína. — Þú missir af honum hvort sem er, þótt þú farir á eft ir honum. Seztu niður. — Ég Var einmitt að velta þvi fyrir mér, hvers vegna . . . Brian þagnaði en ákvað sig svo skyndilega og settist. — Ég held hann sé húsameistari, sagði í þýáingu Páls Skúlasonar. hann. — Já, það er hann víst. — Kannski hún ætli þá að arta eitthvað upp á hlöðuna og selja hana svo? sagði Paul. — Hlöðuna? sagði Rakel og hún fann um leið til einhvers kulda fyrir hjartanu. Brian leit á Paul, hugsi. — Já, sagði hann dræmt. — Vitanlega mætti gera úr henni allra bezta sumarbústað og selja hana háu verði. Loka einhverju af sprung- unum sem mest gustar gegnum og láta útbúa baðherbergi — annað þyrfti ekki að gera. Hún er nógu skemmtileg að öðru leyti — finnst þér ekki? — Já, og í þægilegri fjarlægð frá London, sagði Paul og kink- aði kolli. — Og þá gæti hún um leið losnað við eitthvað af lóðinni, sem er alltof stór fyrir hana, eins og er, og það er eng- in hætta á, að byggt verði þama á næstu grösum, svo að ég viti, eða vegur lagður gegnum lóð- ina. Vudd- og snyrtisofa Ástu Baldvinsdóttur Kópavogi HRAUNTUIMGU 85 — SlMI 40609. Tyrknesk böð Megrunarnudd Partanudd Húðhreinsun Handsnyrting Fótsynrting Augnabrúnalitanir Vil sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunartímum með mælingum. Opið til klukkan 10 á kvöldin. Bílastæði. — Simi 40609. Irtnilega þakka ég ykkur öllum, sem á 70 ára afmæli minu, 8. marz sl., sýnduð mér margháttaða vinsemd með heimsókn- um, gjöfum og vinarkveðjum. Lifið heil. Sigmundur Sigurðsson, Syðra-Langholti. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Saga og lærdómur geymd í örnefnum Þá er bezt að taka hér fyrir bréf, sem fjallar um nafngift Heimaeyjarfellsins nýja. „Það hefur alltaf þótt bar- átta að búa í Eyjum. Hefir sú barátta verið ströng og hörð og kostað fómir, en misjafnar að vöxtum. Aldrei hefur verið gef inn greiðslufrestur á gjöldum þeim, sem lífsbaráttan hefur krafizt. Miskunn er fyrirbæri, sem þekkist ekki á þeim vett- vangi.“ Þannig hefst bréf frá Gísla Óskarssyni, Faxabraut 2b, Vest mannaeyjum, stöddum í Kaup- mannahöfn. Og Gísli heldur áfram: „Barátta Eyjamanna fyrir lif inu hefir kennt þeim margt, og hafa þeir geymt sögu og lær- dóm reynslunnar í örnefnum, sem alls staðar má finna, jafnt í eyjunum sjálfum sem og á hafinu umhverfis. Sem dæmi, þessu til stuðnings, mætti nefna: Dufþekju með Dufþaks skor, Beinakeldu við Klettsnef ið, Syðri- og Nyrðri-Hvíld, að ógleymdum helli úti í Urðum, sem nefndur var/er jöfnum höndum Rauðhellir eða Píslar- hellir." 0 Kenndu menn hellinn við píslir Jóns . . . Þá segir í bréfi Gísla: „Við Pislarhellis (Rauðhell- is) nafnið er tengd minning at- burðar frá Tyrkjaráninu árið 1627. Hafði Jón Þorsteinsson, prestur á Kirkjubæ leitað hæl- is í helli þessum ásamt heima- fólki sínu. Til allrar óham- Ólafsfjörður Til sölu 140 ferm. glæsilegt raðhús (endahús) með innbyggðum bílskúr. Allt á einni hæð. Ibúðin er forstofa, hol, stofa, 4 svefnherb., bað, eldhús, búr og þvottahús. Harðviðarklæðning I öllum loftum. Teppalögð gólf. Húsið sem er nýtt síðan í haust er í leigu til 1. júní, verður þá laust. Verð 2,8 — 3 milljónir kr. Áhvílandi um 850 þús., um 900 þús. kr. lán er til 10 ára. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hafnarstræti 11, símar 20424 og 14120, heima 85798. ingju uppgötvuðu ránsmenn- irnir felustað Jóns, og þurfti ekki nð sökum að spyrja. Jón var di ifinn út og uppfyrir hell- inn, en fólk hans látið bíða ör- laga sinna inni í hellinum. Stundu seinna sá það blóð drjúpa niður í gegnum glufu á hellisloftinu. Kom fljótlega í ljós, að blóð þetta rann frá Jóni presti, hálshöggnum. Er glæpamenn þessir hurfu, með feng sinn, brott frá Eyjum, var Jóni gert leg á Kirkjubæj- um. Árituð steinhella var sett á leiði hans. Hellirinn gleymdist ekki. Kenndu menn hellinn við píslir Jóns (og annarra Eyja- manna) og gáfu honum nafnið Píslarhellir. Var síðan Píslar- hellisnafnið og Rauðhellisnafn ið notað jöfnum höndum, og hefur slíkt verið gert fram á þennan dag. — Nú er þessi hell ir farinn veg allrar veraldar. Geta menn þakkað eldgosinu það og margt annað ógagn." 0 Hellirinn horfinn en fjallið situr Enn segir Gísli: „Hafa þessir næstum tveir mánuðir, sem eldgosið hefur varað, verið sannkallaðir písl- armánuðir fyrir Eyjamenn. Þó svo að enginn hafi dáið líkt og gerðist í Trykjaráninu forðum, hefir eignatjónið verið gifur- legt, og er það vissulega písl út af fyrir sig, a.m.k. fyrir eig- endur þeirra verðmæta, sem glötuð eru. Finnst mér því óþarfi að velja einhver goð- sagnanöfn á öskuhaug þennan, svo sem Þrymur, eða dunda við miður falleg „skáldanöfn“, eins og Árna-Krumm-fjall. Þar eð Píslarhellir er horfinn, en fjall ið situr þar sem hann var, þá finnst mér hlýða að færa hellis nafnið yfir á þennan eldspú- andi ógnvald og kalla hann Pislarfell. Getur nafnið minnt á píslir Eyjamanna í fortíð og nútíð og þjóðarinnar (í nútíð) að hluta.“ 0 „Ástarvísa Vatnsenda- Rósu“ S.l. miðvikudag var hér i þættinum spurzt fyrir um, hvort „hinar kunnu ástarvísur Vatnsenda-Rósu" væru ortar til Natans Ketilssonar eða Páls Melsteð, sýslumanns. Um það virtust deildar meiningar. Jón Þ. Jónsson, Skipholti 53, hringdi til Velvakanda og tjáði honum, að hvorki væru vísurn ar ortar til Natans né Páls. Þær væru ekki einu sinni eft- ir Vatnsenda-Rósu, þó svo að þær væru oft eignaðar henni. Vísur þessar væru tvö er- indi úr „Vetrarkvíða", ljóða- flokki eftir Sigurð Ólafsson í Katardal á Vatnsnesi. Þann ljóðaflokk orti Sigurður til konu sinnar, Þorbjargar Hall- dórsdóttur, en Sigurður og Þor björg voru foreldrar Friðriks, sem varð Natani Ketilssyni að bana. Erindin í ljóðaflokknum eru alls 35, og eru þessar um- ræddu visur þar númer 24 og 25. Ja, hvað nú, góðir hálsar, vill einhver bæta hér um bet- ur? Húseign ísafirði Til sölu íbúðarhús ásamt um 70 fermetra góðum geymsluskúr. Upplýsingar í síma 3203 Isafirði og 34113 Reykjavík. Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yðurs Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreíðum við flest það, sem yður dettur f hug, — og ýmislegt fleiral Sœlkervnn HAFNARSTRÆTI 19 S&ni 13835 og 12388.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.